Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Útlönd Atvinnulausir KGB-mennenn aðstövfum Þótt sovéska leyniþjónustan KGB haíl opinberlega verið lögð niður eru margir njósnarar hennar enn að störfum í Dan- mörku og öðrum ríkjum Atlants- hafsbandalagsins. Danska blaðiö Jyllandsposten hafði það eftir áreiöanlegum heimildarmönnum í gær aö at- vinnulausir njósnarar væru enn að störfum í Danmörku eins og ekkert hefði ískorist. Njósnar- arnir halda áfram iðnaðanyósn- um sínum og safna gögnum um tækni og vísindi. Þá munu þeir njósna um stjómmála- og blaöa- menn í sama mæli og fyrir hrun Sovétrikjanna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þó einn reginmunur á: njósn- ararnir haía ekki jaíhmikla pen- inga og áður til að stunda iðju sína. Hollenskir kúabændurgeta núsofidút Hollenskir kúabændur geta nú áhyggjulausir soflð út á hveijum morgni, þökk sé nýrri uppfinn- ingu, vélmenni sem sér um að mjólka kýrnar. Vélmenni þetta hefur það fram yfír mjaltavélar að það getur flakkað á milli kúa og mjólkaö þær án aðstoðar mannsins, aö sögn fyrirtækisins sem fann vél- mennið upp. Vélmennið getur aukið mjólk- urframleiðsluna um fimmtán prósent og ætti að valda algjörri byltingu á kúabúum. Og það sem betra er, kýmar ku vera hrifnar. Ungverjar rannsakasam- særinýnasista Unverska lögreglan tilkynnti í gær að hafm væri rannsókn á nýnasistahópi sem grunaður er um brugga launráð um aö koma á fót nasistaríki. Hópurinn, sem hafði aðsetur sitt í bænum Györ í vesturhluta landsins, hafði sahkað að sér miklum vopnabirgðum, m.a. sov- éskum rifílum, táragasbyssum og einkennisbúningum í felulitum. Hópurinn gaf einnig ut blað sem hann kallaði „Nýtt þjóðskipulag“ og dreiföi bæklingum með haka- krossinum á. Lögreglan sagði að forsprakki hópsins væri 52 ára gamafi hús- vörður. Talsmaður lögreglunnar sagði að hópurinn hefði verið i haldi um stund en honum síðan sleppt án ákæru. FinnarogRússar undirrita nýjan sáttmála Pinnar og Rússar rituðu undir nýjan sáttmála um góð samskipti landanna í gær og námu um leið úr giidi gamlan vináttusáttmála sem skuldbatt Finna tfl að veija norðvesturlandamærí fyrrum Sovétríkjanna. Sérfræðingar litu svo á að gamli sáttmálinn, sem var gerður árið 1948, setti hömlur á hlutleysi Flnnlands. Hann varö m.a. til þess að hugtakið „Pinnlandiser- ing“ táknaöi undirgefni viö Sov- étrikin. Nýi samningurinn gerir ráð fyrir reglulegum fundum leiðtoga landanna og þar er því heitið aö þau fari ekki með vopnavaldi hvort gegn öðru. Finnar hafa gert svipaða samninga við sameinaö Þýskaland og Frakkland. Ritzau og Reuter Þota með 96 farþegum fórst í fjaUlendi í austurhluta Frakklands: Neyðaróp kváðu við í flaki f lugvélarinnar - óttast að tugir manna hafi farist og björgunarstarf gengur erfiðlega Þrír þeirra sem komust af úr flugslysinu I Frakklandi orna sér við eld í nótt. Þotan skall til jarðar I fjalllendi í austurhluta landsins I gærkvöldi og er óttast að tugir manna hafi farist. Simamynd Reuter Frönsk farþegaþota af gerðinni Airbus 320 fórst í gærkvöldi í fjall- lendi í austurhluta Frakklands. Meö þotunni voru 96 farþegar' og þegar síðast fréttist haföi aðeins tekist að bjarga níu þeirra. Þó var vitað að fleiri voru á lífi í flakinu. Þotan var á leiðinni frá Lyon til Strasborgar og átti eftir um 50 kíló- metra flug þegar hún rakst utan í fjall. Ekki er vitað með vissu um or- sök slyssins en af einhvejum ástæö- um flaug hún of lágt og lenti á flall- inu. Mjög erfitt reyndist fyrir björg- unarmenn aö komast á slysstað. Þeir fyrstu komu ekki aö flakinu fyrr en flórum stundum eftir að slysið varð. Þeir sem björguðust eru allir slas- aðir. Þar á meðal er þriggja ára göm- ul stúlka, eina bamið um borð. Björgunarmenn sögðu í morgun aö enn mætti heyra neyðaróp kveöa við úr flakinu og því mætti búast við aö fleiri björguöust. Töluverður snjór er á þessum slóð- um og tefur það björgunarstörf. Vél- in sást mjög illa og komu leitarmenn fyrst auga á fólk hggjandi í snjónum við flakið. Það bendir til aö eldur hafi ekki brotist út í véhnni. Neyð- arsendir þotunnar fór ekki í gang við slysið og gerði það björgunarmönn- um erfitt fyrir viö leitina. Þegar hafa um 850 hermenn verið sendir á vettvang björgunarmönnum itl aöstoðar. Herinn leggur og til þyrl- ur en flytja þarf hina slösuðu nokk- um spöl áður en komið er á veg. Þotan var smíðuð árið 1988 var nýkomin úr gagngerðri skoðun. Flugmennimir voru mjög reyndir og höfðu saman flogiö vélum af þessari gerði í 12.500 flugtíma. í morgun var helst talið að bilun hafi orðið til að þotan fórst. Þetta er í þriðja sinn sem Airbus 320 farþegaþota ferst frá því vélar af þessari gerð vora teknar í notkun árið 1988. Þær þykja mög fullkomnar en gmnur leikur á aö öryggisbúnað- ur þeirra sé ekki eins góður og af er látið. Fyrsta Airbus 320 þotan fórst ný í sýningarflugi. Önnur fórst í febrúar áriö 1990 á Indlandi. Með henni fór- ust 90 menn. Itarleg rannsókn á þot- unum þá leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Reuter Bandaríkjastjóm boöar til ráðstefnu: Samhæf um aðstoð til fyrrum Sovétríkjanna Bandarísk stjómvöld hafa boöað til ráðstefnu utanríkisráðherra og hátt- settra embættismanna frá meira en flmmtíu þjóðum og fulltrúa alþjóð- legra hjálparstofnana i Washington á morgun og flmmtudag til að sam- hæfa matvælaaðstoð og annað hjálp- arstarf við lýðveldi fyrrum Sovét- ríkjanna. Fréttaskýrendur em þó á því að það muni ekki reynast auðvelt. Þegar James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti um ráðstefmma í síðasta mánuði varaöi hann við hættimum á því að taka ekki þátt í hjálparstarfinu. „Enginn getur útilokað þann möguleika að myrk pólitísk öfl bíöi átekta, fulltrúar leifa stalínismans eöa öfgasinnaðrar þjóöemishyggju eða jafnvel fasisma," sagði Baker. Það þýðir þó ekki aö sumar ríkis- stjórnir séu ánægðar yfir að vera beðnar um að fylgja Bandaríkja- stjórn eftir. Þessar sömu ríkisstjórn- ir hafa oft gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að tala of mikið en gera of lítið. „Frakkar harma að Bandaríkin sem hafa aðeins lagt fram tuttugu prósent matvælaaöstoðarinnar skuli vera í forustu samhæfingarinnar," sagði Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands. Paul Goble, fyrmm embættismaö- ur í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, sagði að Bandaríkin gætu ekki tekið við forystuhlutverkinu nema þau ykju aðstoð sína til muna. Bandarísk stjómvöld hafa þegar heitiö því aö leggja fram 3,75 millj- arða dollara í matvælaaðstoð til fyrr- um Sovétríkjanna og fréttaskýrend- ur segja að ekki verði auðvelt að auka þá aðstoð á kosningaári. Reuter Hafnbann á Lettland: Verksmiðjur lokastvegna hráefnisskorts Verksmiðjur í Lettlandi munu á næstunni neyðast til að loka dyrum sínum vegna þess að rúss- nesk stjórnvöld hafa tekið fyrir sendingu á lykilvörum og hráefn- um tii landsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu lettneskra stjóm- vaida í gær. Lettneski ráðherrann Janis Dinevics sagöi í gær aö hann hefði fengið bréf frá Gennadíj Burbuiis, aöstoöarforsætisráð- herra Rússlands, þar sem segir að ekki verði lengur unnt að láta af hendi ákveðnar vörur til Eystrasaltsríkjanna. Samkvæmt því sem Dinevics segir er þar um að ræða 1100 vörutegundir. Dinevics sagði að í reynd væri um að ræða allan innflutning á rússneskum vömm til Lettlands og hann sagðist líta á þetta sem efnahagslegt hafnbann. Lettar hafa haft fulltrúa í Moskvu sem hefur reynt að fá áframhaldandi innílutning á olíu og bensíni. „En það hefur ekki tekist,“ sagði lettneski ráöherrann. Hann benti á að rússneskt vinnuafl væri í mörgum verksmiðjanna sem nú þyrfti að loka. TT Þessar sovésku konur eru greinilega ekki hrifnar af svínafleskinu sem búðir I Moskvu selja þessa dagana. Það er bæði dýrt og lélegt. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.