Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Afmæli Halldór Jónatansson Halldór Jónatansson, fórstjóri Landsvirkjunar, til heimilis að Þinghólsbraut 46, Kópavogi, er sex- tugurídag. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1951, lög- fræðiprófi frá HÍ1956 og MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum 1957. Halldór var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1957, full- trúi í viðskiptaráöuneytinu 1957-62, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu l%2-65, skrifstofustjóri Landsvirkj- unar 1965-71, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar frá 1971 og hefur verið forstjóri Lands- virkjunar frá 1.5.1983. Halldór hefur setið í stjóm Sam- bands íslenskra rafveitna síðan 1983, er einn af fulltrúum í slands í stjórn NORDEL, samtaka raforku- fyrirtækja á Norðurlöndum síðan 1984 og sat í stjóm Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á íslandi 1983-90. Fjölskylda Halldórkvæntist3.5.1958 Guð- rúnu Dagbjartsdóttur, f. 18.1.1935. Foreldrar hennar em Dagbjartur Lýðsson kaupmaður, og kona hans, Jómnn Ingimundardóttir. Dagbjartur er sonur Lýðs Áma- sonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Jórunn er dóttir Ingimundar Bene- diktssonar og Ingveldar Einarsdótt- ur frá Hæh, systur Eiríks Einars- sonar alþingismanns. Böm Haildórs og Guðrúnar eru Dagný, f. 22.10.1958, rafmagnsverk- fræðingur hjá IBM á íslandi, gift Finni Sveinbjörnssyni, hagfræðingi og skrifstofustjóra í viðskiptaráðu- neytinu, og em börn þeirra Guðrún Halla, f. 25.2.1984 og Sveinbjöm, f. 30.3.1989; Rósa, f. 25.8.1961, tölvun- arfræðingur hjá Einari J. Skúlasyni hf en sambýlismaður hennar er Vil- hjálmur Þorvaldsson, rafmagns- verkfræðngur hjá Verkfræðistofn- un HÍ og eiga þau einn son, Halldór, f. 1.3.1990; Jómnn, f. 8.10.1962, bygg- ingaverkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofnunni hf.; Steinunn, f. 24.11.1973, nemi í Kvennaskólanum. Halldór á tvær systur. Þær em Bergljót, f. 11.4.1935, gift Jóni Sig- urðssyni, framkvæmdastjóra ís- lenska járnblendifélagsins hf. og eiga þau þrjú böm, og Sigríður, f. 18.4.1937, gift Þórði Þ. Þorbjamar- syni borgarverkfræðingi og eiga þau þrjúböm. Foreldrar Halldórs: Jónatan Hall- varðsson, f. 14.10.1903, d. 19.1.1970, hæstaréttardómari, og kona hans, Sigurrós Gísladóttir, f. 9.11.1906, húsmóðir. Ætt Föðursystkini Halldórs: Jón, sýslumaður í Stykkishólmi, faðir Bjarna Braga, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, Baldurs, Sigríðar, ritara í Seðlabankanum og Svövu sem er látin; Einvarður, starfs- mannastjóri Landsbankans og Seðlabankans, faðir Hallvarðs ríkis- saksóknara, Jóhanns fyrrv. alþing- ismanns og Sigríðar, húsmóður og hjúkmnarfræðings; Sigurjón, skrif- stofustjóri Lögreglustjóraembættis- ins í Reykjavík, faðir Birgis heild- sala, Hallvarðs, bifreiðastjóra hjá Landsvirkjun og Helgu Maríu, hús- móður og starfsmanns hjá Byggða- stofmm; Ásdís; Kristján, dó í barn- æsku; Guðbjörg, lengi starfsmaður við Ölgerð Egils Skallagrímssonar, móðir Amgeirs Lúðvíkssonar, for- stöðumanns fraktdeildar Flugleiða. Hálfsystkini Jónatans em Hulda Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykjavik, móðir Jakobs Stein- grímssonar, skrifstofustjóra í Landsbankanum; Kristján Guð- mundsson leigubifreiðastjóri. Jónatan var sonur Hallvarðs, b. í Skutulsey á Mýrum, Einvarðsson- ar, b. í Skutulsey og Hítamesi, Ein- arssonar, b. í Miðhúsum í Álftanes- hreppi, Sigurðssonar. Móðir Ein- arðs var Vigdís Sigurðardóttir. Móðir Hallvarðs var Halldóra Stef- ánsdóttir, b. í Skutulsey, Hallbjöms- sonar. Móðir Halldóru var Þómý Snorradóttir. Móðir Jónatans var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Skiphyl, Jónssonar, b. í Haukatungu, Jónssonar. Móðir Jóns í Skiphyl var Guðríður Bene- diktsdóttir. Móðir Sigríðar var Guð- björg Þorkelsdóttir, b. í Einarsnesi í Borgarhreppi Jónssonar og Guðr- íðar Þorvaldsdóttur. Móðursystkini Halldórs era öll látin en þau vora Guðrún, húsmóðir í Levanger í Noregi, Kristjana Sig- ríður, stundaði hjúkrun; Kristján verslunarmaður; Hólmfríður, gift Eiríki Kristóferssyni skipherra; Halldór Jónatansson. Haraldína. Sigurrós er dóttir Gísla, sjómanns frá Ánanaustum Kristjánssonar, tómthúsmanns í Reykjavík Gísla- sonar, bróður Péturs, útgerðar- manns og bæjarfulltrúa í Ánanaust- um, afa Jakobs Gíslasonar, fyrrv. orkumálastjóra. Annar bróðir Kristjáns var Guðmundur, afi Sverris Krisjánssonar sagnfræð- ings. Móðir Sigurrósar var Halldóra Sigurðardóttir af Melhúsaætt á Akranesi. Halldór tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi á milh klukkan 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Guðmundur Gíslason Jóhann Guðmundur Gíslason skrif- stofumaður hjá Kópavogsbæ, Vall- argerði 6, Kópavogi, er áttræður í dag. Starfsferill Guðmundur er fæddur að Rip, Hegranesi, Skagafirði, og ólst þar upp. Hann var nokkra mánuði í far- skóla bama í sveit og hálfan vetur í unglingadeild við Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal. Guðmundur vann við sveitastörf til tvítugs og ýmis störf næstu tíu árin þar á eftir. Hann starfaði við bókband í liðlega þrjá áratugi en hefur nú unnið skrifstofustörf um langtárabil. Guðmundur hefur verið búsettur í Skagafirði, á Siglufirði, í Reykjavík og Kópavogi frá 1950. Guðmundur starfaði með Ung- mennafélaginu í Hegranesi á yngri árum og hefur jafnframt starfað að bindindismálum frá fermingaraldri. Hann starfaði með leikfélögum á Siglufirði, í Reykjavík og Kópavogi en á síðasttalda staðnum var Guð- mundur formaður Leikfélagsins í tvígang. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 18.7.1942 Guðnýju Magneu Þórðardóttur, f. 5.8.1909, d. 29.4.1983, húsmóður. Foreldrar hennar: Þórður Þórðar- son, sjómaöur í Hafnarfirði, og Sig- ríður Grímsdóttir húsmóðir en þau áttutíuböm. Böm Guðmundar og Guðnýjar: Sigurlaug, f. 13.8.1943, ökukennari, búsett í Kópavogi, hennar maður var Hallberg Guðmundsson hár- skeri, þau slitu samvistum, þau eiga tvo syni, Guömund Jóhann og Krist- in Ragnar; Þórður Steingrímur, f. 30.6.1945, kennari í Digranesskóla, maki Steingerður Ágústsdóttir flug- freyja, þau em búsett í Kópavogi og eiga þrjú böm, Guðna Þór, Úlfar og SteinunniTinnu. Bróðir Guðmundar er Valtýr, f. 23.12.1921, vélfræðingur, maki Eva Benediktsdóttir húsmóðir, þau em búsett í Reykjavík og eiga sex börn. Foreldrar Guðmundar vom Gísh Jakobsson, f. 7.11.1882, d. 31.8.1951, bóndi, og Sigurlaug Guðmundsdótt- ir, f. 20.7.1891, d. 1.5.1940, húsmóðir en þau bjuggu að Ríp í Rípurhreppi. Ætt Hálfsystir Gísla, sammæðra, var Jakobína Gísladóttir, amma Magn- úsar, fjármálaráðherra og vara- formanns Sjálfstæöisflokksins, og Halldórs Þormars, sýslumanns á Sauðárkróki, Jónssona. Gísh var sonur Jakobs, ráðsmanns að Her- jólfsstöðum, Hahdórssonar, og Ragnheiðar, systur Ingibjargar, móður Jóns, alþingisforseta á Akri, Pálmasonar, fóður Pálma alþingis- manns. Ragnheiður var dóttir Eg- gerts, b. á Skefilsstöðum á Skaga, Þorvaldssonar, b. á Skefilsstöðum, Gunnarssonar, b. á Skíðastöðum í Laxárdal og ættfóður Skíðastaða- ættarinnar, Guðmundssonar. Móðir Ragnheiðar var Ragnheiður Jóns- dóttir, smiðs og hreppstjóra í Sjáv- arborg, Rögnvaldssonar, ogRagn- heiðar Þorfinnsdóttur, lrm. í Brenniborg, Jónssonar. Sigurlaug var dóttir Guðmundar, sýslunefndarmanns í Ási í Hegra- nesi, Ólafssonar, alþingismanns, dbrm., hreppstjóra og oddvita í Ási, Jóhann Guðmundur Gíslason. Sigurðssonar, hreppstjóra í Ási, Pét- urssonar, hreppstjóra í Ási, Bjöms- sonar, hreppstjóra í Ási, Jónssonar, hreppstjóra í Ási, Bjömssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sig- urðardóttir, systir Ólafs, langafa Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafn- ara og Ragnheiðar, móður Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir ■ Ólafs var Þórunn Ólafsdóttir, b. á Ketu á Skaga, Sigurðssonar. Móðir Guðmundar var Sigurlaug, stofn- andi fyrsta kvennaskólans í Skaga- firði, Gunnarsdóttir, b. á Skíðastöð- um í Laxárdal, bróður Þorvalds á Skefilsstöðum. Móðir Sigurlaugar var Jóhanna Einarsdóttir, b. á Am- arstöðum, Ásgrímssonar, b. á Mannskaðahóh, Hahssonar, bróður Jóns, prófasts í Glaumbæ. Móðir Jóhönnu var Kristbjörg Jónsdóttir, b. á Látrum á Látraströnd, Jónsson- ar. Guðmundur tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í Hamraborg 1,3. hæð, Kópavogi, frá kl. 16. Hjaiti Jónsson, Strandgötu 79a, Eskifirði. Guðrún Guðjónsdóttir, Tryggvagötu 8, Selfossí. Erla O. Guðjónsdóttir, Árbakka 9, Seyðisfirði. Hún tekur á raóti gestum á heimíh sínu á afmæhsdaginn eftir kl. 20. : Guðrún Ólafsdóttir, Heiðnabergi 8, Reykjavík. Ólafur Tryggvason, Bragagötu 30, Reykjavik. Kristín María Heiðberg, Brúnalandi 18, Reykjavík. María H. Hansen, Bmnnstíg 3, Hafnarfirði. Anna Sigurjónsdóttir, Hávegi 1, Kópavogi, 50ára________________________ Ólafia Magnúsdóttir, Súluhólum 6, Reykjavík. Stefán Tryggvason, Þórunnarstræti 127, Akureyri. Þórólfur Pétursson, Hjaitastiiðum, Akrahreppi. KrLstmundur Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. MagnúsG. Ólafsson, Heíðargerði 19, Reykjavík. 40 ára_________________________ Ólöf Björnsdóttir, Akurgerðí 2, Akureyri. Trausti Finnsson, Steinum2, Búlandslireppi. íris Jónína Hall í afmæhsgrein um írisi Jónínu Hah brengluðust uppl. um dætur hennar. Agnes Lind Heiðarsdóttir, f. 11.7. 1964, nemi í kjóla- og klæðskeraiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Berta Björk Heiðarsdóttir, f. 29.12.1%7, nemi í Garðyrkjuskóla ríkisins á blómaskreytinga- og markaðssviði, sambýhsmaður Ólafur Hjalti Erl- ingsson, nemi í Búnaðarskólanum á Hvanneyri. DV biður hlutaöeigendur velvirð- ingar á mistökunum. Meiming Diskur Lárusar Grímssonar Skömmu fyrir jól kom út hljómdiskur með verkum eftir Láms H. Grímsson. Hér er um raftónhst að tefla að öðm leyti en því að í einu verkinu leikur Þóra Johansen á sembal pg hljóðgjörvh. Útgefandi að diskinum er íslensk tónverkamiðstöð í samvinnu við Lár- us H. Grímsson og Ásmund Jónsson. Láms er tónhstaráhugamönnum vel kunn- ur. Hann hefur komið víða við og meðal annars látið til sín taka í rokk- og djasstón- hst auk þess að sinna alvarlegri tónhst. Tón- hstin á diskinum er af því tagi sem Ríkarður Örn Pálsson, ráögjafi DV í málefnum nafn- gjfta í tónhst, kallar millimúsík. Raunar Tónlist Finnur Torfi Stefánsson skrifar Ríkaður ágæta grein um tónskáldið í bækhngi sem fylgir diskinum. Mörg verk- anna vom samin fyrir leikhús enda svipar þeim um sumt til kvikmyndatónhstar. Áhrif frá djassi em greinileg og vinnubrögð mini- mahsma fyrirferðarmikil. Þannig ber mikið á ostinato stefjum í jöfnum nótnagildum, einkum sextándupörtmn. Rafhljóðin sjálf sem notuð em hljóma flest kunnuglega og virðist ekki lagt sérstaklega upp úr róttækri könnun hljóðheimsins í verkum þessum. Láms virðist una sér vel innan þessara marka. Hann hefur mjög gott vald á efhivið sínum og veit vel hvert hann vih fara og hvað gera. Útfærslan er öh vönduð og mark- viss og tónhstin fullkomlega sambærileg að gæðum við það besta sem heyrist erlendis í svipuðum stíl. Þrátt fyrir ofangreind sam- eigileg einkenni hafa verkin hvert um sinn sérstakan svip. Það verkið sem virtist ríkast af innihaldi var By the skin of My Teeth, þar sem Þóra Johansen leikur á hljómborð með miklum ágætum. Diskurinn er hinn eiguleg- asti fyrir aha þá sem áhuga hafa á tónhst þessarar gerðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.