Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Smáauglýsingar - Sími 27022 Glæsilegur sumarlisti frá 3 Suisses. Pöntunart. 2 vikur. S. 642100. Fæst einnig í Bókav. Kilju, Miðbæ, Háaleit- isbr. Franski vörulistinn, Kríun. 7, Gb. ■ Verslun Vetrartilboð á spónlögðum þýskum innihurðum frá Wirus í háum gæða- flokki. Verð frá kr. 16.950. A & B, Skeifunni 11, sími 91-681570. Útsala á þýskum sturtuklefum og hurðum frá Dusar. Verð frá 15.900 og 12.900. A & B, Skeifunni 11, s. 681570. Empire pöntunarlistinn er kominn, glæsilegt úrval af tískuvörum, heimil- isvörum, skartgripum o.fl. Verð kr. 400 + bgj. S. 620638 10-18, Hátúni 6B. Hugsaðu um heilsuna. Ledins heilsu- matur er steinefnaríkur, basískur, sykurlaus og hægðaörvandi morgun- matur. Heilsuvöruverslunin Græna línan, Laugavegi 46, s. 91-622820. Vélsleðakerrur - jeppakerrur. Eigum á lager vandaðar og sterkar stálkerrur með sturtum. Burðargeta 800-2.200 kg, 6 strigalaga dekk. Yfirbyggðar vélsleðakerrur. AUar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. Veljum íslenskt. Opið alla laugard. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 91-43911/45270. MAMMAM SÉRVERSLUN FVRIR VERÐANDI MÆÐUR Borgarkringlunni Útsalan hafin. Allt að 40% afsláttur. ■ Bflai tíl sölu Chevy Malibu Landau, árg. ’78, til sölu, 2ja dyra, vél 305 cu., sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, rafinagn í rúðum, þarfnast smá lagfæringar fyrir skoðun. Verð kr. 180.000, 120.000 staðgreitt, ath. skipti. Uppl. í síma 91-671906 eftir kl. 19. ■ Líkamsrækt Viltu megrast? Nýja ilmoliu-, appelsinu- húðar- (cellul.) og sogæðanuddið vinnur á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálf- unartæki til að stinna og styrkja vöðva, um leið og það hjálpar þér til að megrast, einnig árangursrík meðferð við gigt og íþróttaskaða. Bjóðum einn- ig upp á nudd. 10% afsl. á 10 tímum. Tímapantanir í síma 36677. Opið frá kl. 10 til 22. Heilsustúdíó Maríu, Borg- arkringlunni, 4 hæð. Sjálfsvíg Það er augljóst, eftir fréttum og almennri vitneskju að dæma, að sjálfsvíg eru algengari hér á landi en víða annars staðar. Og það með- al ungs fólks sem á allt sitt líf fram- undan. Ég hef rætt við ungt fólk sem virðist eiga við þann vanda að stríða að finnast lífið einskis virði, að ekkert og þá er átt við ekkert á neinu sviði lífsins vekur áhuga þess. Það er erfitt að skilja svona algjört áhugaleysi. En fyrir þessu unga fólki er þetta raunveruleiki. Alvarlegt vandamál sem það getur ekki ráðið fram úr. Að taka afleiðingunum Auðvitað er ekki alltaf auðvelt að vita hvað maður vill gera og það getur líka vafist fyrir manni hvað er áhugavert - ef það er þá eitt- hvað. Ekki eru allir vissir um það frá byijun hvað þeir vilja verða og ekki er óalgengt að unglingar skipti um skoðun á því atriði svo sem eins og vikulega. Það er ekki rangt í sjálfu sér. Eftir allt saman eru það þið sjálf sem verðið að taka afleið- ingum ákvarðana ykkar. Svo að ef þið teljið eitt betra en annað, því þá ekki að breyta til? Það er heldur engin ástæða til að flýta sér um of við ákvarðanatöku. Alla ævina eru menn að ákveða hitt og þetta svo að það er auðsjáan- lega ekki hægt að gera allar áætían- ir í „hvelli" þegar maður er ungl- ingur. Það er miklu betra að njóta æskunnar eftir bestu getu þar sem maður á aðeins kost á þessu tíma- bili einu sinni í hverju lífi. Og trúið mér - manni verður það best ljóst þegar maður er orðinn eldri hve dýrmæt æskan er. Slakið á ef ykkur finnst ekkert áhugavert á þessari jörð. Sú tfifinn- ing getur breyst fyrr en varir. Einn dagur, eitt atvik getur gjörbreytt lífi ykkar og hugsunarhætti. Það ótrúlegasta getur gerst og engin ástæða er til að missa af slíkum tækifærum. Að mínu áhti er það hvað mest „spennandi“ við lífið að allt mögulegt getur gerst og það jafnvel sem maður átti síst von á. Bara þið sjálf Hitt og þetta gera unglingar af þvi aö það þykir svo „töff‘ meðal þeirra sjálfra. En þið þurfið ekki að vera neitt nema bara þið sjálf og ykkur mun ganga miklu betur þannig! Það eru raunvenfiega „töff“ unglingar sem eru ekki með einhverja útúrdúra til þess að vera eins og allir aðrir. Unglingsárin líða nokkuð fljótt og flest ykkar fara að átta sig á hlutunum. Annaðhvort lærið þið eitthvað tfi þess að skapa ykkur betri framtíð Kjallariim Stella Eyjólfsdóttir dulfræðingur eða fáið ykkur vinnu sem ykkur fellur vel, eignist ykkar eigin heim- ili, maka og böm. Og þá kemur sú tíð að þið farið að hneykslast á unglingunum. Þetta getur þó því aðeins gerst að þið endið ekki líf ykkar í upp- hafi þess. Mér er ljóst að það er ólíkt auð- veldara að skrifa þetta en að ganga gegnum erfiðleikana, ég hef tölu- verða reynslu af því sjálf. Það er sú reynsla sem mig langar tfi að miðla ykkur af. Ég verð að byrja á því að segja ykkur frá þeirri trú sem ég aðhyll- ist. Hún gengur undir ýmsum nöfn- um, oftast andatrú eða duifræði. Þið hafið varla komist hjá því að heyra um þetta form trúar, sem er í miklum uppgangi nú á tímum, bæði hér á landi og erlendis. En ef þið hafið ekki kynnt ykkur þessi mál þá er sá munur á dulfræði inn- an kristinnar trúar eða annarrar trúar og þeirri trú sem iðkuð er í kirkjum eða samkomuhúsum þessi: Við trúum á endurfæðingu. Sem sagt - við fæðumst aftur og aftur inn í nýtt og nýtt líf hér á jörðinni tfi að læra og þroskast. Þar tfi við náum þeirri fullkomnun að við þurfum ekki að koma hingað aftur heldur fórum við á hærra stig í alheiminum þar sem allt er auð- veldara en hér. Þar sem við erum ábyrg fyrir lífi okkar komumst við ekki hjá því að gjalda fyrir það sem við gerum rangt á hverju einstöku æviskeiði. Það kemur að skuldadögum fyrr eða síðar og hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og það getur verið óþægileg reynsla. Ég hef sjálf orðið að ganga í gegnum þetta. Ég tók mitt eigið líf í löngu liðinni jarðvist og hef þurft að líða fyrir það í þessu lífi. Þið megiö trúa því að þessi mistök mín borguðu sig ekki, enda hefur mér aldrei dottið í hug að gera slíkt í þessu lífi, hversu erfitt sem mér hefur þótt það og oft hefur þó verið dökkt framundan. Að maður minnist ekki á vinaleysi og einmanaleik. Það einfaldlega borgar sig ekki að skapa sér vandræði á komandi æviskeiðum. Þeir sem áhuga hafa á þessari hhð lífsins geta lesið meira um það í bók minni „Þetta líf og önnur líf ‘ sem kom út nýlega. Nægurtími Nú getur vel verið að þið álítið allt þetta eintóma vitleysu. E.t.v. aöhylhst þið engin trúarbrögð og sérlega ekki dulfræði og eruð alveg ósammála því sem ég segi. En bara til vonar og vara - ef ég hefði nú rétt fyrir mér - þá er það eitt af því alversta sem þið getið gert að taka ykkar eigið líf. Það er sami verkn- aður og aö taka líf annars manns. Unga fólk, verið ekki að kaha yfir ykkur framtiðarvandræði. Trúið mér, nóg er nú við að stríða á þess- ari jörð þótt við bætum ekki við það að óþörfu. Þar fyrir utan er það ekki aðkallandi að fyrirfara sér á einhverri sérstakri stundu, það er hægt að fresta því. Varla hggur svo mikið á. Það er eins og með aðrar ákvarðanir - betra að fara rólega í að framkvæma þær en sér í lagi í þessu tfifelh þar sem ekki verður aftur snúið. Flestu sem við ákveðum getum við breytt en ekki þessu. Þegar það er einu sinni búið og gert verður ekki aftur snúið. Hafið þetta í huga og bíðið og sjáið til hvort lífið breyt- ist ekki til batnaðar. Það er nægur tími tfi þess arna seinna - og enn seinna. Stella Eyjólfsdóttir „Þar sem við erum ábyrg fyrir lífi okk- ar komumst við ekki hjá því að gjalda fyrir það sem við gerum rangt á hverju einstöku æviskeiði. Það kemur að skuldadögunum fyrr eða síðar..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.