Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÁNUMalÖ92. Viðskipti Raunvextir útlána voru á síðasta ári þeir hæstu um langt skeið: Gjaldeyrisreikningar skiludu lágri ávöxtun - neikvæð ávöxtun sparibóka og tékkareikninga Ólafur K. Ólafs hagfræðingur: „Hæstu raunvextir um langt skeið á útlánum síðasta árs.“ Gjaldeyrisreikningar skiluðu lágri ávöxtun á síðasta ári. Neikvæð ávöxtun var á sparibókum og tékka- reikningum banka og sparisjóða. Fólk þurfti að greiða að jafnaði um 10 prósent raunvexti af víxillánum á síðasta ári. Svipaða raunvexti þurfti fólk að greiða af óverðtryggðum skuldabréfum. Raunávöxtun banka og sparisjóða af 15 til 24 mánaða vísi- tölubundnum innlánsreikningum var mjög svipuð á síðasta ári. Þetta eru niöurstöður Ólafs K. Ól- afs, hagfræðings í peningamáladeild Seðlabankans, í tveimur athyglis- verðum greinum sem hann hefur skrifað í efnahagstímaritið Vísbend- ingu að undanfómu. Hæstu útlánsvextir um langt skeið Ólafur segir: „Raunvextir á útlán- um á árinu 1991 voru þeir hæstu um langt skeið ef árið 1988 er undanskil- ið. Það er athyglisvert í ljósi lágra vaxta á fyrri hluta ársins 1991. Þetta bendir til þess að útlánsvextir hafl verið verið mjög háir á seinni hluta ársins 1991.“ Víxilvextir vom hærri á síðasta ári en á árinu 1990. Að jafnaði þurftu lántakendur að greiða 9,1 prósent raunvexti árið 1990 af víxlum en 10,4 prósent í fyrra. Raunvextimir ruku upp síðari hluta ársins þegar verðbólgan snar- lækkaði en bankar og sparisjóðir treguðust við að lækka. Þeir unnu því upp þaö vaxtatap sem þeir urðu fyrir á fyrri hluta ársins í fyrra og raunar gott betur. Raunvextir verðtryggðra lána hækkuðu í greinum Ólafs kemur fram að raunvextir á vísitölubundnum lán- um hækkuðu á síðasta ári frá árinu áður. „Á árinu 1991 vom bankar og sparisjóðir nokkuð samstiga í breyt- ingum vaxta á vísitölubundnum lán- um en meðaltal þeirra fór úr 8 pró- sentum í 10 prósent um mitt ár. Vext- ir bankanna voru aö meðaltali 9,1 til 9,4 prósent á árinu 1991 en 7,6 til 8,5 prósent árið 1990.“ Ólafur fjallar um breytingar í for- ystu hárra útlánsvaxta: „Þegar vext- ir banka og sparisjóða lækkuðu á haustmánuðum varð fljótlega ljóst að sparisjóðir og Búnaöarbanki tóku stærri sf: ■ f í lækkun vaxta á óverð- tryggðum lánum en Landsbanki og íslandsbanki. Á árinu 1990 voru hæstu útláns- vextir hjá Landsbanka og íslands- banka en á árinu 1990 var íslands- banki ásamt sparisjóðunum yfirleitt með hærri vexti en aðrir. Hugsan- lega em ástæður þessara umskipta auknar afskriftir útlána." Bankar og sparisjóðir hafa vegna vaxandi samkeppni um spariféð greitt mjög háa innlánsvexti af bundnum reikningum. Til dæmis bera vísitölubundin innlán bank- anna næstum jafnháa vexti og spari- skírteini ríkissjóðs. „Það bendir til þess að bankar og sparisjóðir séu ekki eingöngu í samkeppni innbyrðis heldur einnig við aðra aðila á fjár- magnsmarkaönum." Skiptikjarareikningar Ólafur segir um skiptikjarareikn- inga: „Á árinu 1991 buðu eingöngu Búnaðarbanki og sparisjóðimir bundna innlánsreikninga með skiptikjöram. Raunávöxtun þeirra á árinu 1991 var 6,8 prósent að meðal- tah en 5,7 prósent 1990, hækkaði um 1,1 prósentustig." Hæsta ávöxtun innlána hjá bönk- um og sparisjóðum á síðata ári var á vísitölubundnum innlánum, 15 til 24 mánaða. Þetta era bundnir inn- lánsreikningar. Bundnir innlánsreikningar Bundnir innlánsreikningar voru eftirfarandi hjá bönkunum og spari- sjóðum á síðasta ári: Sparisjóðir 7,2% íslandsbanki 7,1% Búnaðarbanki 7,0% Landsbanki 6,6% Ljóst er af þessu að mjótt er á mun- unum á milli banka og sparisjóða í raunávöxtun bestu reikninga sem þeir bjóða. Sparisjóðimir era í efsta sæti með 7,2 prósent raunávöxtun en Raunvextír víxillána m 1990 O 1991 10,6 10,4 10,0 10 0 9,4... „ „ 8,9 ' Raunávöxtun alm. sparisjóðsb. — meðaltal allra banka — -3,2 -4,5 | -6,0 T— y— T— y— P 05 05 0> o ‘ • —L 05 05 T“ 'CÖ 'Cö <T5 r-I c\i co DV Óverðtryggð skuldabréf raunvextir allra banka og sparisj. | j . ' 1 1 118,8 11,0 4,9 CT O U—' CT 'CO CT 05 05 'Cö cvi •cö có 05 'CÖ Eau Raunávöxtun gjaldeyrisreiknings — meðaltal allra banka — Pund ■ 1990 DV Fólk greiddi aö jafnaði um 10 prósent raunvexti á víxillánum á síðasta ári. Raunvextir óverötryggðra skuldabréta ruku upp seinni hluta árs, raunávöxtun gjaldeyrisreikninga var léleg og raunávöxtun almennra sparibóka var neikvæð, þó ekki síðasta ársfjórðunginn þegar verðbólga mældist tvo mánuði í kringum núlliö. hinir eru mjög nálægt þeirri ávöxt- un. Ólafur minnist á ávöxtun spari- bóka og tékkareikninga. „Fyrstu þrjá ársfjórðungana var hún neikvæð um 3 til 6 prósent en hins vegar jákvæð á fjórða ársfjórðungi, 3,3 prósent að meðaltali." Um tékkareikninga: „Raunávöxt- un almennra tékkareikninga er jafn- an mjög neikvæð. Á árinu 1991 var hún -6,4 prósent að meðaltali." Léleg ávöxtun á gjaldeyrisreikningum Raunávöxtun gjaldeyrisreikninga var léleg á síðasta ári. „Árleg raun- ávöxtun dollarareikninga var nei- kvæð annað árið í röð.“ Og áfram: „Hæsta raunávöxtun á innlendum gjaldeyrisreikningum á árinu 1991 reyndist hins vegar vera af innstæðum í japönskum jenum hjá sparisjóðunum, 7,4 prósent, og sænskum krónum, 4,5 prósent." -JGH Peningamarkaður INIMLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN OVERÐTRYGGÐ Sparisjóðsbaekur óbundnar 2,25-3 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 2,25—4 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 3,25-5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,25-3 Landsbanki VlSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaöa uppsögn 3 Allir 1 5-24 mánaða 6,5-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 9-9,25 Búnaðarbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. óverötryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,5 Islandsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantlmabíls) Vísitölubundnir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb. Gengisbundir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverötryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,25 Islandsbanki Sterlingspund 8,75-9,3 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7.75-8,3 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8,3 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN ÖVEBÐTRYGC3Ð Almennir víxlar (forvextir) 14,5-15,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 15,25-16,5 Búnaðarbanki Viöskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18,5 Allir nema Landsb. útlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki AFURÐALÁN Islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaðarbanki SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,25-7 Landsbanki Sterlingspund 1 2,6-1 3 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb. Hú$m»öi$lán 4,9 Ufeyris$jöðslán 5-9 Dráttarvextir 23.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar 16,3 Verðtryggð lán janúar 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig Lánskjaravísitala desember 31 98stig Byggingavísitala desember 599 stig Byggingavlsitala desember 187,4stig Framfærsluvísitala janúar 160,2 stig Húsaleiguvlsitala 1,1 % lækkun 1. janúar VERÐBREFASJÓÐIR hlutabréf Gengl brófa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,067 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,226 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 3,987 Armannsfell hf. 2,40 V Skammtímabréf 2,022 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,700 Flugleiöir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,059 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K,S Tekjubréf 2,118 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,767 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóösbréf 1 2,906 Hlutabréfasjóöurinn - 1,73 V Sjóösbréf 2 1,937 Islandsbanki hf. _ 1,73 F Sjóösbréf 3 2,009 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,725 Eignfél. Iðnaöarb. 1,85 K 2,22 K Sjóösbréf 5 1,203 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0477 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9194 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,276 Olís 2,10 L 2,18 F Fjórðungsbréf 1,138 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,272 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 öndvegisbréf 1,254 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,296 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiðubréf 1,232 Útgerðarfélag Ak. 4.50 K 4,80 L Launabréf 1,014 Fjárfestingarfélagið 1.18 F 1,35 F Heimsbréf 1,079 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F.S Auölindarbréf 1,04 K 1,09 K,S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.