Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. 9 IMönd Þegar Gennadíj Burbulis, aö- stoðarforsætisráöherra Rúss- lands, kemur í tveggja daga heim- sókn til Svíþjóðar í dag verður í för með honum maður sem Svíar ráku úr landi. Vladímír Kozjemjakín heitir : maðurinn og var áður í sovéska sendiráðinu í Stokkhólmi. Hon- um var vísað úr landi í Svíþjóð fyrir lífstíð áríð 1990 þar sem hann haföi orðið uppvís að at- hæfi sem stefndi öryggi sænska ríkisins í hættu. Á sínum tíma sýndi hann ein- um of mikinn áhuga á leynilegri hátækni, m.a. innan sænska her- gagnaiðnaðaríns. Carl Bildt, forsætisráðhen-a Svíþjóöar, segir að utanríkis- ráðuneytið hafi minnt Rússana á að Kozjemjakín hafi verið vísað úr landi. vilja landvist í Ástralíu Rumlega fimmtíu kínverskir skipbrotsmenn sem urðu að leggja krókódíia, eðlur og eitraða snáka sér til munns til aö Iifa af þrengingar í eyðimörk Ástralíu eiga nú fyrir höndum annars konar baráttu. Þeir viija nefni- lega fá landvistarleyfi. Kínverjamir sem voru um borð í sextán raetra tréskipi sem strandaði á gamlársdag undan norðvesturströnd Ástralíu hafa sagt innflytjendayfirvöldum að þeir ætli aö sækja um pólitískt hæli. Þeir verða að sanna fyrir rétti að þeir eigi rétt á hæli. Skaðabæturfyr- kvændishús Kiichi Miazawa, forsætisráð- herra Japans, nýkominn úr ferð tii Suður-Kóreu, sagði í gær að Japanir ættu að greíða skaðabæt- ur fyrir að neyða tugþúsundir kóreskra kvenna til að þjóna i vændishúsum japanska hersins fyrir 50 árum. Milii 100 og 200 þúsund konur, þar af 80 prósent frá Kóreu, voru þvingaðar til að stunda vændi í sérstökum hóruhúsum sem jap- anski herínn kom upp i Kína og annars staöar í Asíu. Mál þetta hefur vakið mikla reiði að und- anfömu og skyggði á ferð Miazawas til Suður-Kóreu. TT og Reuter Gamsakhurdia lagður á flótfta? - fékk ekki þann stuðning heima sem hann átti von á Allt bendir nú til að Zviad Gamsak- hurdia, réttkjörinn forseti Georgíu, sé enn lagður á flótta. Þó er ekki vit- að með vissu hvar hann er niður- kominn þessa stundina. Andstæðingar hans, sem nú hafa öll völd í lýðveldinu, brugðust hart við þegar hann sneri heim frá Arm- eníu fyrir íjórum dögum og hafa að því er virðist náð að hrekja forsetann úr landi enn á ný. Gamsakhurdia er ættaður frá vest- urhéruðum Georgíu og vonaðist til að fá þar nægan liðsstyrk til að hefja vopnaða sókn gegn valdaránsmönn- um í höfuðborginni Tíflis sem er í landinu austanverðu. Gamsakhur- dia á enn marga ákafa fylgismenn í Georgíu. Þeir eru hins vegar ekki til- búnir að grípa til vopna í nafni leið- toga síns. Herstjórninni í Tíflis hefur þó verið mótmælt daglega allt frá því að Gamsakhurdia hraktist úr landi fyrr í mánuðinum. Fólkið kallar „Zviad, Zviad“ og hefur á lofti myndir af for- setanum. Gamsakhurdia var kjörinn forseti með afgerandi mun á síðasta ári en stjóm hans þótti handahófs- kennd og spillt. Enn er allt óráðið um hvemig stjóm lýðveldisins verður háttað í framtíðinni. Ekki hefur verið boðað til kosninga og herstjórnin í Tíflis er án umboðs frá þjóðinni. Nokkur áhætta er fyrir hana að láta kjósa því þá gæti Gamsakhurdia komist til valda á ný. TT GEORGIA I Georgíu búa 5,5 miiljónir manna og eru um 70% þeirra Georgíumenn sem tala eigið tungumál. Af öðrum þjóðum eru Armenar og Rússar fjöl- mennastir, um 9% af hvorri þjóð. Georgíumenn eiga sér forna menn- ingu og aldagamlar bókmenntir sem ritaðar eru á sama máli og enn er talað í lýðveldinu. Georgía varð sjálfstætt ríki á árunum 1918 til 1921 þegar Rauði herinn hertók landið að undirlagi Georgíumanns- ins Stalíns. Georgía er eitt af auðugri lýðveidun- um sem áður tilheyrðu Sovétríkjun- um. Loftslagið er milt og til lýðveldis- ins hafa Rússar lengi fjölmennt f sum- arleyfum. Georgíumenn framleiða mikið af ávöxtum og selja Rússum. Þar er einnig ræktað tóbak til útflutn- ings og sömuleiðis vfn af ýmsum gerðum. Koníak þaðan þykir ganga næst frönsku koníaki að gæðum. Georgíumenn eru einnig auöugir af orkulindum bæði hvað kol og vatnsafl varðar. Norömenn og Svíar í sjónvarpsstríði: Deilur um sænskan barnaþátt Nýjasta innleggið í eins konar sjónvarpsstríði Norðmanna og Svía kom í lok kvöldfréttatíma norska sjónvarpsins í gærkvöldi. Það var góðlátleg skrítla sem hljóðaði svona: Ég er ekki veikur, ég er bara Svíi. Upphaf stríðs þessa má rekja til barnaþáttar sem sýndur var í sænska sjónvarpinu í desember. Þar var ein persóna þáttarins látin leika fífl og eins og til að leggja áherslu á fíflsku hennar tróð einhver pijóna- húfu á höfuð henni og á húfunni stóð „Norway" eða Noregur upp á ensku. Atriði þetta fór mjög fyrir brjóstið á starfsmönnum norska sendiráðs- ins í Stokkhólmi og sendu þeir mót- mælabréf til sænska sjónvarpsins af því tilefni. Sendiráöið telur að með þessu hafi verið látið aö því liggja að Norðmenn væru fífl. „Er það tilgangur þáttagerðar- mannanna að sænsk börn læri að líta á orðin „fífl“ og „Norðmaður" sem samheiti?" stóð m.a. í bréfi sendiráðsins til sjónvarpsins. Fréttainnskotið í norska sjónvarp- inu í gærkvöldi varð aldrei það alvar- lega uppgjör við nágrannana sem sumir Norðmenn höföu kannski átt von á. Sjónvarpsmönnum haföi greinilega ekki tekist að fá neinn til sín sem vildi fara í slíkt uppgjör í eitt skipti fyrir öll. Upplýsingafulltrúi sænska sendi- ráðsins í Osló sagðist ekki alveg vita hvort hann ætti að hlæja eða gráta yfir sterkum viðbrögðum Norð- manna við sænska sjónvarpsþættin- um og sagðist vera undrandi á þeim. Starfsmenn norska sendiráðsins í Stokkhólmi höfðu hins vegar ekki enn komið auga á spaugilegu hhðina ámálinuígærkvöldi. ntb Mynntur smokkum ískólum Lionel Jospin, menntamálaráð- herra fVakklands, lagðist í gær á sveif með tillögu þess efnis að dreifa smokkum í menntaskólum til aö koma i veg fyrir útbreiðslu eyöniveirunnar. Tillagan var lögð fram um helg- ina og gerir hún ráö fyrir að hver smokkur verði seldur fyrir einn franka, eða sem nemur um tíu krónuro. Ekki eru allir jafh hrifn- ir af tillögu þessari og hefur hún valdið hneykslan meðal sumra foreldra og presta sem telja að hún geti haft siðspillandi áhrif á unglingana. f Frakklandi hefur eyðniveiran verið greind í rúmlega fimmtán þúsund einstaklingum og er það mesti fjoldi í nokkru Evrópu- landi. Tollarar notadul- Búlgarskir tollverðir hafa tekið dulskynjun (ESP) í þjónustu sina til að grípa eiturlyfjasmyglara, að því er talsmaður tollgæslunn- Talsmaðurinn sagði að um 90 tollveröir heföu fengiö þjálfun við að nota dulskynjunartæknina á undanförnum tveimur árum. Hins vegar var hætt við kennsl- una þegar háttsettir yfirmenn lögðust gegn henni. Að sögn hefur tollurunum oröið vel ágengt og munu dulskynjun- armenn ná fleiri smyglunmi en Kókamfinnstí rúsinupökkum Tollverðir í Gautaborg lögðu haldá 40 kíló af kókaini í síðustu viku og var það falið í rúsínu- pökkum. Lögiæglan rakti slóð viðtakendanna og reyndist þaö vera alþjóðlegur smyglhringur með aösetur sitt í Stokkhólmi. Níu manns voru handteknir vegna málsins um helgina og hafa átta þeirra verið settir í gæslu- varðhald. Enginn hinna hand- teknu hefur áöur komist í kast við fíkniefnalögregluna. Verð- mæti kókaínsins er talið vera um 100 milljónir sænskra króna, eða um milljarður íslenskra. Tollverðir í Gaugaborg fundu kókaínið þann 12. janúar í rús- ínufarmi sem haföi komiö flutn- ingaskipi frá borginni Valparaiso í Chile, þegar þeir beittu gegnum- lýsingartæki ákassana. Kókaínið var falið í tíu af 1650 kössum. Reuter og TT w HEILDSÖLU- RYMINGARSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.