Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. íþróttir Stúfar fráNBA Boston seldi Brian Shaw til Miami í skipt- um fyrir bakvörðinn snjalla, Sherman Do- uglas. Báðir þessir leikmenn hafa ótt í erfiöleikum með samninga sína. Boston lét dæma Shaw til sín frá Ítalíu fyrir 2 árum og Do- uglas hefur ekkert leikið meö Miami i vetur vegna samnings- deilna. Hann var reyndar um tima orðaður viö Lakers en ekk- ert varð úr þvi. Góður árangur hjá Loughery og Miami Mikið hefur verið rætt um hið góða gengi Miami Heat undir stjóm nýs þjálfara, Kevin Loug- hery. Loughery hefur þjálfað mörg liö á þeim 13 áram sem hann hefUr starfaö í deildinni en sjaldan nóö umtalsveröum ár- angri. Nú síðast var hann aðstoð- arþjálfari Bob Weiss hiá Atlanta Hawks. Hvað um það, hann virð- ist vera á réttri leið með hxð unga Miami-lið og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur. Steve Smith í nýju hlutverki Meira um Miami Heat. Margir þekkja þeirra aðalstjörnur, þá Glen Rice og Rony Seikaly. Rice er með um 21 stig að meðaltali í Ieik og Seikaly 16 ásamt 12.6 frá- köstum (7. hæsti í deildinni). Pærri þekkja sjálfsagt nýja leik- stjómandann þeirra, nýliðann frá Michigan State háskólanum (gamh skólinn hans Magic John- sonl), Steve Smith. Smith (14.8 stig og 5 stoðsendingar) sem var aðallega skorari í skóla (stiga- hæsti leikmaöur í sögu skólans) hefur tekið við nýju hlutverki hér og staöið sig frábærlega vel. 5. titill Stacktons í stoösendingum? John Stackton hjá Utah stefnir nú hraðhyri að sínum 5. titli í röð sem stoðsendingakóngur NBA. Hann hefur unnið þennan titil 4 sl. ár og í fyrra sló hann sitt eigið met -1.164 stoðsendingar á árinu. Ef honum tekst þetta þá veröur hann annar leikmaðurinn í sögu NBA til þess að halda þessum titli 5 ór í röð eða lengur, Hann á þó enn langt í land með að ná „kóng- inum" Bob Cousy úr Boston Celtics sem hélt þessum tiöi 8 ár í röð, 1953-60. Búningur Johnsons á loft í Boston Garden Það var mikið um dýrðir 1 Boston Garden 13. desember sl. Þó var búnlngur Dennis Johnsons nr. 3 dreginn upp í loftið og mun hann hanga þar honum til heiðurs um ókomin ár. Búningurinn veröur þar í góðum félagsskap margra annarra (t.d. nr. 6 frá Bill Russel og 17 frá John Havlicek) og reyndar segja gárungar að ekki líði á löngu þar tíl leikmenn Bos- ton verði með 3 stafa tölur, svo mörg númer hafa verið lögð til hliðar (samtals 16)! Eftirminnilegt kvöld hjá Dennis Johnson Þetta kvöld var eflirminnilegt fyrir Dennis Johnson þar sem Seattle var í heimsókn en með því liði lék hann í mörg ár áður en hann kom til Boston, að vísu áneð stuttri viðkomu í Phoenix. Hann var lykilmaður hjá Seattle þegar þeir unnu NBA-deildina 1979. Ekki skemmdi þaö gleðina að þjálfari Seattle nú er einmitt K.C. Jones sem þjálfaði og lék með Boston 1 mörg ár. Hann hef- ur sjálfsagt staðiö stoltur og horft á sinn eiginn búning nr. 25 hanga niður úr rjáfri hinnar gömlu byggingar. Einar Bollason Einar Boilason skrifar um NBA- boltann ísiendingahðunum í þýska hand- boltanum gekk vel í leikjum sínum um helgina, Qórir sigrar og eitt jafntefh. Óvæntustu úrslitin urðu í leik Suhl, hði Jóns Kristjánsson- ar, sem er í neðsta sæti í suöurr- iðli úrvalsdeildarhmar og Massein- heim sem er í toppsætinu. Suhl si- garði í leiknum með eins marks mun, 20-19, og skoraði Jón 4 af mörkum liðs síns. Sigurður Bjarnason og félagar hans í Grosswallstadt gerðu 22-22 jafnteflí á heimavelli gegn Schutt- erwald. Sigurður skoraði 3 mörk í leiknum. Grosswallstadt er í 7. sæti með 18 stig. Dusseldorf, líð Héðins Gilssonar, vann 17 marka sigur á Rostock, 27-10, í norður-riðli úrvalsdeildar- innar. Dússeldorf er í 8. sæti í sín- um riðh með 16 stig. Héðinn skor- aði 3 mörk fyrir félag sitt. í 2. deildinni unnu Konráð Olavs- son og félagar hans í Dortmund, 13-20, sigur á Wittenberg á útivehi og Osweil, lið Óskars Ármannsson- ar, sigraði Heppenheim á heima- vehi, 26-18. Þefr Jón Kristjánsson, Sigurður Bjamason og Konráð Olavsson munu ahir leika með íslenska landsliðinu á alþjóðlega hand- luiattleiksmótinu sem hefst í Aust- urriki i dag. -GH Staða og væntingar í vesturriðlinum - San Antonio Spurs á mikilli uppleið MiðvesturriðiUinn, þessi minnsti riðhl deidarinnar (alhr aðrir riðlar hafa 7 hð), skiptist í 2 hom. Annars vegar berjast Houston, Utah og San Antorúo á toppnum og hins vegar Dahas, Denver og Minnesota á botn- inum. Við skulum nú Uta aðeins nán- ar á þessi Uð. San Antonio Spurs Eftir brösótt gengi fyrir áramót virð- ast hlutimir vera famir að ganga betur hjá þeim. Munar þar mest um að Terry Cummings hefur náð sér af meiðslum og samningsmál eru komin á hreint hjá Rod Strichland. Auðvitað snýst allt í kring um hinn frábæra miðherja, David Robinson, en þeir Whly Anderson, Sean Elhott og Antoine Carr (áður Sacramento og Atlanta) mynda sterka hehd sem erfitt verður að ráða við. Vara- mannabekkur er þó veikur. Spá: 1. sæti í riðlinum, 5. sæti í úrshtariðh. Utah Jazz Þeir eru nú fluttir úr gömlu „Salt- íþróttahöhinni" yfir í glæshega nýja höh, Delta Center. Vonandi reynist nýja höllin þeirra jafnvel og sú gamla en Utah-liðið hefur ávallt verið mjög erfitt heim aö sækja (töpuðu aðeins 5 leikjum þar í fyrra). Þeir hafa hins vegar staðið sig heldur iha á útivöh- um og hafa aldrei unnið þar fleiri en 19 leiki á keppnistímabhi (17 í fyrra). John Stockton og Karl Malone em þeirra stjörnur, báðir öruggir í stjörnuleikinn og á ólympíuleikana á Spáni, Stockton ókrýndur konungur stoðsendinga og Msilone ávaht með stigahæstu leikmönnum. Jeff Mal- one (áður í Washington) er góður skotmaður. Spá: 2. sæti í riðlinum, 6. sæti í úrslitariðli. Houston Rockets Þótt ótrúlegt sé urðu meiðsh Akeem Olajuwon sl. vetur th þess að Hous- ton blómstraði. Eftir að hafa fengið olnboga frá Bhl Cartwrigth (Chicago) í augað missti hann úr 25 leiki. Öhum á óvart unnu þeir 15 af þessum leikj- um. Leikmenn eins og Otis Thorpe, Buck Johnson, Kenny Smith, Vemon Maxwell að ógleymdu „gamla brýn- inu“ Sleepy Floyd blómstmðu í fjar- veru miöherjans sterka. Alhr þessir leikmenn em mættir th leiks að nýju og munu þeir án efa veita San An- tonio og Utah harða baráttu í riðhn- um. Spá: 3. sæti í riðlinum, 7. sæti í úrslitariðli. Á morgun munum við svo velta okkur upp úr þeim 3 öðnun hðum sem leika í miðvesturriðlinum. Einar Bollason David Robertson er sá leikmaður hjá San son hefur leikið vel að undanförnu og þá í f yrsU - eftir stórsigur á Árman Víkingur komst í fyrsta sæti í l. deild kvenna í gærkvöldi með því að vinna Ármann, 32-18. Víkingur liafði mikla yflrburði og var það aidrei spuming um sigur held- ur hversu stór hann yrði. Staðan i hálfleik var 15-9. Til þess eru reglur að f ara eftir - bréf til DV frá Halli Hallssyni, formanni Víkings Kæra Knattspymufélagsins Vík- ings vegna bikarleiksins við Val á dögunum hefur eðlilega vakið mikla athygh. Þessi stórveldi í ís- lensku íþróttalífi, Valur og Víking- ur, háðu einhvem æshegasta kapp- leik sem fram hefur farið hér á landi og stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar eftir að hðin höfðu skipst á fomstu nánast ahan leik- inn. Víkingar kæra leikinn þar sem ekki var farið að settum reglum um framkvæmd hans. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð Vals- manna, eins og gengur og vegna þeirra og þar sem DV gaf forustu- mönnum Víkings ekki kost á að tjá sig í annars ágætri umflöllun á fostudaginn vh ég taka eftirfarandi fram: Víkingar sækja mál fyrir dóm- stóh HSÍ þar sem sannarlega var ekki farið eftir settum reglum um framkvæmd leiksins. Það er að sjálfsögðu ávallt neikvætt að kæra kappleik og viðbrögð Valsmanna því að sumu leyti skiljanleg. En rétt skal vera rétt og Víkingar vísa máhnu th dómstóls HSÍ th þess að skera úr um ágreiningsefni. Við teljum okkur í fullum rétti. Mörg fordæmi fyrir kærum Þess era mörg fordæmi að leikir hafi verið kærðir og sjálfir hafa Valsmenn oft átt hlut að máh, þeg- ar þeir hafa tahð ástæðu th. Th að mynda töldu Valsmenn sig í fullum rétti árið 1975 þegar þeir kærðu Ármann fyrir að tefla fram tveimur piltum í leik í meistaraflokki, þar sem innan við sólarhringur var frá því þeir höfðu leikið með félagi sínu, Ármanni, í 2. flokki. Raunar skorti aðeins fáeinar mínútur á að þeir uppfylltu skhyrðin. Valsmenn töpuðu leiknum, en sögðu - rétt skal vera rétt. Fylgja skal settum reglum. Kærðu og unnu málið fyrir dómstólum HSÍ. Skipti engu þó piltamir kæmu nánast ekkert við sögu í leiknum heldur sætu á bekknum og fylgdust með. Valsmenn kæra Víking 1984 Og haustið 1984 kærðu Valsmenn Víkinga fyrir að tefla fram ungum leikmanni, sem hafði fengið leik- heimild frá HSÍ. Valsmenn töpuöu þá fyrir Víkingi, en kærðu þar sem þeir töldu aö formgahi væri á leik- heimild frá HSÍ. Umræddur leik- maður væri ólöglegur og skipti engu þó ekki væri við Víking að sakast og hinn ungi leikmaður hefði setið á bekknum ahan leik- inn. Valsmenn sögðu; rétt skal vera rétt, fylgja ber settum reglum. Dómstóll HSÍ féllst á að formgalli hefði verið á leikheimild HSÍ. Valur vann máhð. Enginn niðurlægður Þannig hefur þetta gengið. Liðs- stjóri Vals telur kæru Víkings „lágkúrulega", eins og hann komst að orði í DV og formaður hand- knattíeiksdeildar sagði í útvarps- viðtali, að fari svo aö leikur Víkings og Vals verði endurtekinn, þá muni Valsmenn svo sem „ekkert um að niðurlægja" Víkinga á nýjan leik. Þessi ummæli eru að sjálfsögðu sögð í hita leiksins og ber að skoða sem slík. Það er hins vegar skoðun forastumanna Víkings að fylgja skuh reglum HSÍ um framkvæmd leikja. Svo einfalt er það. Og það era fordæmi fyrir því að dómstólar handknattleikshreyfingarinnar hafi dæmt að endurtaka beri leiki þar sem reglum HSÍ um fram- kvæmd var ekki fylgt. Þess vegna kærir Víkingur. Kær- an sem slík beinist engan veginn að vinum mínum í yal. Nú er bolt- inn hjá dómstól HSÍ. Það er hinna ágætu manna, sem skipa þennan dómstól að taka afstöðu. Fari svo að úrskurður fahi Val í vh, þá segj- um við; - gangi ykkur allt í haginn. Fari svo að úrskurður fahi Víking í vh og leikurinn verði endurtekinn þá munum við mæta til leiks og gera okkar besta - rétt eins og Vals- menn munu án nokkurs vafa gera, eins og sönnum íþróttamönnum sæmir. Auðvitað er fráleitt að einhver verði niðurlægöur. Aðeins spum- ing um hvort, af tveimur frábærum hðum, kemst áfram í úrsht bikar- keppni HSÍ. Með íþróttakveðju Hahur Hahsson, formaður Víkings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.