Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Fréttir Vatnssamningur Vatnsberans hf. í höfn: Samningur upp á allt að 360 milljónir á mánuði „Samningurinn er í höfn. Þaö var gengið frá síöustu endunum í morg- un. Samkvæmt honum fást 44-48 sent fyrir hveija flösku, sem er fob- verð til verksmiðjunnar. Þama er því um að ræða samning upp á 5,7-6,2 milljónir dollara, eða 330-360 millj- ónir íslenskra króna á mánuði. Þessi samningur þýðir að verksmiðjan er kolsprungin áður en hún fer af stað,“ sagði Þórhallur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Vatnsberans hf. í Hafnarflrði. Eins og DV hefur greint frá er um að ræða samning um sölu á tæpum 20 milljónum lítra vatns á mánuði. Meginmagnið fer til Saudi-Arabíu en hluti til Kúvæts og Kanada. Vatnið verður flutt út í 1,5 lítra flöskum. Samningurinn gerir ráð fyrir sölu á 10 miRjónum flaskna, eða 15 milljón- um lítra, til Saudi-Arabíu og Kúvæts og 3 milljónum flaskna, eða 4,5 millj- ónum htra á mánuði, til Kanada. Vatnið verður flutt út undir heitinu Aquarius. Bandaríska fyrirtækið United Gulf Trading hefur einkarétt á allri fram- leiðslu Vatnsberans hf. Hinn 4. júlí síðastliöinn var undirritaður svo- kallaður „bundinn samningur" milli þessara tveggja fyrirtækja um vænt- anlegt samstarf. Bandaríska fyrir- tækið sér um að markaðssetja, kynna og dreifa vatninu. Þaö fjár- magnar einnig tækjabúnað í átöpp- unarverksmiðju Vatnsberans. Tíu ára samningur Á þriðjudaginn síðastliðinn var svo imdirritaður samningur milh United Gulf Trading og Vatnsberans hf. um samstarf í vatnsútflutningi til næstu klukkustund," sagði ÞórhaUur. „En þetta verður aUt stig af stigi. Við byrjum með fimm- eöa sex þúsund lítra á mánuði og aukum svo fram- leiðsluna smám saman tíl að fram- leiöa upp í samninginn." Aðeins „flatt“ vatn „Það er vissulega margt ógert enn. Við eigum eftir að setja verksmiðj- una saman og vinna úr þeim beiðn- um sem lagöar hafa verið fram. Gæð- in verða að vera þau mestu sem völ er á í heiminum. United Gulf Trading leitar aö framtíðarframleiðslu er get- ur staðið undir öUum þeim kröfum sem farið er fram á eftir reglugerðum í heUbrigðisgeiranum um aUan heirn." Vatnsberinn mun einungis fram- leiða svokaUað „flatt“ vatn til að byrja með, það er vatn án kolsýr- ings. Þórhallur sagði að allmargar fyrirspurnir hefðu borist um kolsýrt vatn. Ekki yrði farið út í slíka fram- leiðslu að sinni. „Nú verðum við fyrst og fremst að vinna úr þessu dæmi, bæði hvað varðar frakt, gámasvæði, flutninga héðan niður að höfn og að þeir aðh- ar, sem við semjum við, séu með bolmagn til að sjá um alla flutninga. Viðræöur við Eimskip eru hafnar en þær eru á frumstigi. Við gerum okk- ur vonir um að það náist gott sam- starf við íslenska flutningsaðUa um þetta. Þá verðum við að ganga frá hús- næðinu sjálfu áður en vélamar koma. Þann þátt verður Vatnsberinn að fjármagna sjálfur." -JSS Það hefur mikifl verið spáfl og spekúlerað I húsakynnum Vatnsberans hf. i Hafnarfirði undanfarna daga. Þarna eru fulltrúar þýsku verksmiðjanna, United Gulf Trading, svo og forráðamenn Vatnsberans hf. að virða fyrir sér möguleikana. Með þeim er lögmaður United Gulf Trading hér á landi. DV-mynd GVA tíu ára. Þann sama dag var einnig undirritaður samningur mUh Vatns- berans hf. og bæjarstjórnar Hafnar- íjarðar um vatnstöku í Kapellu- hrauni. Þar verða á næstunni hafnar boranir og sett upp stöðvarhús á veg- um Vatnsberans hf. Vatninu verður veitt í lokuðum æðum beint í átöpp- unarverksmiðjuna. í gær heimsóttu húsnæði Vatnsber- ans fuUtrúar Krupp- og Krones- verksmiðjanna í Þýskalandi. Þau fyrirtæki munu sjá um vélabúnaðinn í átöppunarverksmiðjuna. Hann mun kosta um 630 mUljónir króna þegar aUt er komið. Stefnt verður að því að hafa fram- leiðsluna að sem mestu leyti á vegum Vatnsberans. í verksmiðjunni verða flöskurnar tíl dæmis blásnar út tU notkunar, miðar á þær prentaðir og svo framvegis. Er stefnt að því að fyrstu vélasamstæðurnar komi hing- að tíl lands í maí en verksmiðjan verði tilbúin í september eða októ- ber. Þá á framleiðslan að hefjast ef allar tímaáætlanir standast, eUa ekki síðar en 1. desember. „Átöppunarvéhn, sem við kaupum hingað, getur framleitt 60.000 htra á Ökumaður Moskvichins sem olli banaslysi á Suðurlandsvegi 1990: I fangelsi fyrir manndráp af gáleysi - sviptur ökuréttindum ævilangt og talinn vangefinn í sálfræðimati Ökumaðurinn, sem varð valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi á móts við Litíu kaflistofuna að kvöldi 16. september 19a0, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skUorðsbundið í Sakadómi Reykja- víkur. Refsingin er fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að hafa valdið öðrum líkamstjóni, ölvunarakstur og fyrir að hafa ekiö réttíndalaus. Hann var einnig dæmdur ttí ævilangrar öku- leyfissviptingar. Maðurinn er 31 árs. Að mati sálfræðings er hann vangef- inn, með greindarvísitölu 66. Þetta er annað sakamálið á tíltölulega skömmum tíma þar sem ökumaður með skerta greind veldur banaslysi. Daginn sem slysið varð sat maöur- inn að drykkju með félaga sínum í húsi að Næfurási í Reylqavík. Drakk hann úr tveimur þriggja pela flösk- um af sterku áfengi ásamt félaga sín- um. Áður en mennimir settust upp í Moskvich-jeppa um kvöldið tíl að aka tU Víkur í Mýrdal drakk öku- maðurinn einnig bjór og vodka- blöndu. Slysið varð meö þeim hætti að þeg- ar mennimir áttu skammt ófarið að Litlu kaflistofunni var Moskvich-bU þeirra ekið yfir á vinstri vegarhelm- ing. Á móti kom btíl sem ekið var áleiðis tíl Reykjavík. i honum var þrennt. Farþegi í þeim bU lést eftir slysið, annar farþegi, kona, slasaðist verulega en ökumaður slapp viö telj- andi meiðsh. Ökumaður Moskvich bflsins, sakbomingurinn, slapp viö alvarleg meiðsl en félagi hans bein- brotnaði á báðum ökklum. Við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi kvaðst ökumaðurinn ýmist „hafa lokast og ekki muna eft- ir að hafa ekið yfir á öfugan vegar- helming" eða aUs ekki muna hvort hann eða félagi hans var við stýrið. Dómurinn taldi hins vegar fuUsann- að með framburði vitna að hinn ákærði var ökumaður greint sinn. Áfengismagn í blóði hans reyndist við, annsókn vera 1,83 prómiU. Áður en dómur gekk var manninum gert að sæta geðrannsókn. í niðurstöðum geðlæknis segir meðal annars aö maðurinn hafi búið við andlega, Uk- amlega og félagslega fótlim aUt sitt líf vegna meðfæddra gaUa í tauga- kerfi. Þar segir ennfremur að borið hafi á ofnotkun áfengis á seinni árnrn sem hafi slævandi áhrif á dómgreind hans. Samkvæmt sálfræðiprófun 1 tengslum við geðrannsóknina kom fram að greindarvísitala væri svo lág, eða 66, að ákærði teldist því van- geflnn. Niðurstaða geðrannsóknar- innar var hins vegar að ökumaður- inn væri sakhæfur en viö dóm og úttekt hans yrði að taka mið af naumum andlegum þroska hans. Tveimur árum áður en slysið varð hafði ökumaðurinn verið sviptur ökuréttindum í 3 ár. í júní 1990 var hann dæmdur í 3 mánaða skUorðs- bundið fangelsi fyrir auðgunarbrot. Sakadómur hefur nú tekið þann dóm upp og dæmt með ákærunni vegna slyssins á Suðurlandsvegi. Hæfileg refsing ei talin vera 12 mánaða fang- elsi. Af þeim tíma þarf sakbomingur- inn að afþlána 3 mánuði þar eð 9 mánuðir eru skUorðsbundnir. Helgi I. Jónsson sakadómari kvað upp dóminn. -ÓTT Sigurður Helgason hjá Umferðarráði: Læknisskoðun fyrir bflpróf ófullnægjandi - breytingarálögumumökuprófframundan Sigurður Helgason hjá Umferð- arráði telur framkvæmd læknis- skoðunar fyrir bílpróf ófuUnægj- andi í dag. DV spurði hann hvort 1 bígerð væri að breyta fyrirkomu- lagi í þessu sambandi í ljósi þess að tvö banaslys, sem ökumenn með skerta greind urðu valdir að, hafa orðið á síðustu misserum. í lögum um ökukennslu segir m.a að vottorð læknis skuli fylgja um að viðkomandi „hafi sjón og heym og sé svo andlega og líkamlega hraustur og kveðið er á um“. Varð- andi andlegt heUbrigði segir. „And- legt heUbrigði umsækjanda og and- legur þroski sé með þeim hætti að hann geti örugglega stjómað því ökutæki og umsókn miðast við.“ „Þama kemur tíl mat læknis," sagði Siguröur. „Þar meö telur lög- gjafinn væntanlega aö þar með sé girt fyrir að menn sem em verulega andlega skertir fái ökuréttindi." - ErþessunægUegavelfylgteftir? „Það er svo aftur spuming. Ég tel að reglan ætti að vera að heimUis- læknir, sá sem þekkir vel til við- komandi einstaklings, gefl út þessi vottorð. Læknir, sem þekkir sjúk- rasöguna, er miklu betur í stakk búinn til að meta aUar forsendur og gefa út vottorð. Með því móti ætti að vera minni hætta á að sjúk- dómar, sem ekki koma ljóst fram viö venjulega læknisskoðun, komi ekki fram á vottorði. Framkvæmd þessara læknisskoðana er að mínu mati ófuUnægjandi í dag. Það standa til breytingar á um- ferðarlögunum að því er varðar ökukennslu og ökupróf. Ég tel eðli- legt að í því sambandi veröi þetta mál skoðað mjög vel. í breytingun- um, sem gerðar verða, er gert ráð fyrir að Bifreiðapróf ríkisins sam- einist umferðarráði. Þar með kom- ist þessi starfsemi undir einn hatt. Við þær aðstæður verður frekar hægt að halda utan um þessa hluti. - Eru margir úti í umferðinni núna sem svipað er ástatt fyrir og þeim sem oUu umræddum banaslysum? „Það getur vel verið að eitthvaö sé um slíkt. En undir venjulegum kringumstæðum eru þessir menn ekkert mikið verri ökumenn en aðrir. En þegar blandað er saman áfengis- og vímuefnaneyslu er hættan fyrir hendi. Ég held að þetta sé ekki verulega stórt vandamál því að margir þeirra sem eitthvað eru þroskaheftir en geta ekið gera það með sóma. Það eru líka mjög alvar- leg og ljót mál þar sem menn sem eiga að heita andlega heilbrigðir eiga í hlut,“ sagði Sigurður Helga- son. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.