Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 45 Trimm Sund og leikflmi aldraðra í Hafnarfirði: Fólk er aldrei of gamalt til að stunda líkamsrækt - segir Guðrún H. Eiríksdóttir íþróttakennari Einbeitingin hjá þessari ágætu konu virðist i fullkomnu Vatnið á greinilega vel viö þennan þátttakanda - konan lagi og stillinn er líka greinilega i góðu lagi. er algjörlega afslöppuð meö lokuð augun og e.t.v. kom- in af stað f draumaheiminum. „Þetta byrjaði 1 haust en þá fór ég af stað með leikfimi og sund fyrir aldraða. Það er of mikið af hafa leik- fimi í fimmtíu mínútur fyrir þennan aldurshóp og því ákvað ég að blanda þessu saman en eins eru margir sem hafa ekki lært sund og langar til að bæta úr því. Ég fór af stað með þetta vegna áhugans og eins langaði mig til að gera eitthvað sem ekki hafði verið gert áður, eftir því sem ég best veit. Það hefur verið sundkennsla fyrir aldraða en mig langaði líka til að gera eitthvað aðeins meira. Þess vegna sameina ég þetta í einn tíma í sundlauginni," sagði Guðrún H. Ei- ríksdóttir íþróttakennari í samtali viðDV. Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði aug- lýsir nú sund og leikfimi aldraðra og er kennslan í höndum Guðrúnar sem jafnframt sinnir sundkennslu full- orðinna og vatnsleikfimi. Útivistar- og líkamsræktarmál aldraðra hafa ekki verið mikið í brennidepli og því lék DV hugur á vita hverjar viötök- umar hefðu verið hjá öldruðum við þessu framtaki. Aldurer afstætthugtak „Viðtökumar hafa verið mjög góð- ar. Hópurinn er kannski ekkert voðalega stór en þeir sem hafa komiö hafa ekki fengist upp úr lauginni ennþá. Fólkið er frá 65 ára og upp úr og auövitað misjafnlega á sig kom- ið, með gigt, liðagigt, einnig er feitt fólk og svo bara fólk sem vill hreyfa sig og njóta sín í góðum hópi.“ Guð- rún segir að aldur sé afstætt hugtak þegar hún er spurð hvað sá elsti í hópnum sé gamall. „Fólk getur verið gamalt sextugt og ungt sjötugt. Það fer bara eftir hveijum og einurn." Kvenfólkið var í meirihluta þegar DV bar að garði og íþróttakennarinn sagði að þær væra miklu virkari. Karlamir slæðast þó með og það var ekki að sjá að þeim hði iha innan um „hitt kynið“ á meðan blaðamaður staldraði við. Félagsskapurinn ermikilvægur Yfirskrift tímans er Sund og leik- fimi aldraðra en hvað skyldi búa þar að baki. „Við byijum á leikfimi og þá er fyrst ganga th aö hita líkamann vel upp. Laugin er líka vel heit og fólkinu höur því vel. Á eftir era æf- ingar fyrir allan líkamann og svo syndum við seinni hluta tímans. Það eru allir í leikfimi og allir í sundi. Þeir sem eru ósyndir fá aðstoð og kennslu en hinir synda frjálst. Ekki má heldur gleyma félagsskapnum en hann er alltaf mikhvægur. Það er líka mjög gaman fyrir mig að vinna með þessu fólki því að fuhorðiö fólk er svo þakklátt. Það er mjög jákvætt og ánægt með það sem fyrir þaö er gert og það mættu margir hafa þó ekki væri nema hluta af þeirra gleði.“ Guðrún segir að fólk sé aldrei of gamalt th aö fara að stunda líkams- rækt og bendir á að líðanin breytist th hins betra mjög fljótlega. Viðkom- andi verður hressari og frískari og ghdir það raunar um aha hreyfingu hvaða nafni sem hún nefnist. Þeir sem byija í líkamsrækt þurfa að fara hægt af stað og ghdir það jafnt um unga sem aldna. Það er aðalmáhð. Mikið starf unnið með öldruðum Eins og flestir vita hefur nokkurs konar líkamsræktarbylgja flætt yfir landið á síðustu árum. Fólk er hvatt th að fara út og hreyfa sig og gefa líkamanum gaum en hver er skoðun Guðrúnar á máhnu er varðar þennan hóp. Hefur hann kannski gleymst? „Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar. Það er mikið starf unnið með öldruð- um og má í þvi sambandi nefna félög í Reykjavík, eins og íþróttafélag aldr- aöra og Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra." Þátttakendumir hjá Guðrúnu eru ekki aldir upp við líkamsræktar- stöðvar og því e.t.v. hugsanlegt að einhver hræðsla ríki gagnvart þess- um hlutum. íþróttakennarinn hefur starfað mikið með þessum aldurs- hópi og er því kunnugur viðhorfinu th þessara mála. „Mér finnst þetta jákvætt fólk. Margt af því hefur ekk- ert gert fyrir líkamann í mörg ár og finnst það e.t.v. gamalt og þreytt. En það er bara að drífa sig af stað því að þaö er aldrei of seint. Nírætt og eldra er aö trimma úti um ahan bæ og þetta er vel hægt,“ sagði Guðrún. Sund og leikfimi aldraöra er tvisv- ar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Hver tími er fimmtíu mínútur og mánaðarkortiö kostar kr. 1.650. Kennslustaöurinn er Suðurbæjar- laug í Hafnarfirði. Er eins og nýr maður Áhuginn hjá fólkinu í Suöurbæjar- lauginni var mikhl og alhr tóku þátt af lífi og sál. Það lét sig htlu skipta þótt blaðasnápamir væru að sniglast á laugarbakkanum og einbeittu sér aö æfingunum. Einn þátttakend- anna, Sigurður Jónsson, fyrrv. for- stjóri, gaf sér þó smátíma th að kasta mæðinni og spjaha um tímana hjá Guðrúnu. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég orðinn hálfgerður aumingi en svo fékk ég auglýsingamiða um tímana héma og skráði mig í þetta. Og ég get sagt þér að munurinn á mér þá og í dag er hreint ótrúlegur. Ég orð- inn svo miklu hressari, bæði andlega og líkamlega, að það er ekkert venju- legt. Ég er bara eins og nýr maður. Þetta er alveg stórkostlegt. Mér finnst að gamla fólkið ætti aö notfæra sér þetta því upplífgunin og hehsubótin er geysheg. Ahtof margir lifa kyrrsetulífi en ættu þess í stað að fara aö hreyfa sig, þó ekki væri nema út að ganga. Ég veit bara með sjálfan mig hvað þetta hefur mikið aö segja og ég get sagt þér sögu af því. Rétt fyrir jólin fór ég á ijúpna- skyttirí og ég komst upp í efstu brekkur á Ingólfsfjalh austanverðu, og lifði það af!“ sagði Sigurður. -GRS Það er mjög gaman að vinna með fullorðnu fólki þvi að það er svo þakklátt, segir Guðrún. Ég er orðinn svo miklu hressari, bæði andlega og líkamlega, að það er ekkert venjulegt, segir Sigurður Jónsson. S U Z U K I A E R O B I C Skráningarstaðir: Reykjavík: Suzuki bílar hf„ Gym 80, Stúdió Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alhejmskraftur Hafnarfjörður: Hress Keflavik: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó Alice ísafjörður: Studio Dan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.