Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 59 Fréttir Stórgróði Sameinaðra verktaka í skjóli einokunar fyrir herinn: Einkaréttur frá ríkinu er viða í viðskiptalífinu Einkaréttur frá ríkinu er víða Islenskir aðalverktakar íslenskir aðalverktakar eru með einkarétt á framkvæmdum fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli. Fjölmiðlun Ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Sýn eru með einkaleyfi á rásum. SÍF og Síldarútvegsnefnd. Ymis störf lögvernduð. Ymsar starfsstéttil Sjávarútvegur Kvótar til útgerðar frá ríkinu ókeypis. Flugleiðir eru með einkarétt á helstu flugleiðum. Akstur Rútusérleyfi og leigubílar. Landbúnaður Kvótar til bænda frá ríkinu. iDVi Þótt Sameinaðir verktakar, sem til skamms tíma áttu helminginn í íslenskum aðalverktökum, hafi verið ■ sviðsljós- inu eru mörg önnur einkafyrirtæki með einkarétt frá ríkinu til að framleiða, þjónusta og selja. Umræðan um 900 milljóna króna greiðslu til eigenda Sameinaðra verktaka, sem grætt hafa á tá og fingri í skjóh einokunar íslenskra aðalverktaka á framkvæmdum fyrir herinn, hefur beint sjónum manna að einokun og einkarétti fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Einkaréttur frá ríkinu leynist ótrú- lega víða. Til að mynda gefur ríkið útgerðarmönnum landsins kvóta á hveiju ári fyrir um 16 milijarða króna. í samanburði við það verða svakaiegar upphæðir Sameinaðra verktaka nánast smáaurar. 900 milljóna fundur- inn á Hótel Sögu Það sem gerðist á hlutafjárfundi Sameinaðra verktaka á Hótel Sögu síðastliðinn mánudag og hefur verið í umræðunni alla vikuna var það að stofnfélagarnir voru að leysa tii sín 900 milljóna króna eign út úr fyrir- tækinu. Eign sem þeir áttu fyrir, hafði orðið til á mörgum áratugum og félagið hafði greitt skatt af í formi eignaskatts og tekjuskatts. Dæmið um Sameinaða verktaka sýnir hins vegar hvemig félög í einkaeign, sem njóta einkaréttar í ábatasömum viðskiptum, geta hagn- ast ótrúlega vegna velvildar ríkisins að leyfa þeim einum að sitja að kjöt- kötlunum. Mikil umræða hefur orðið á und- anfómum árum um kvótakerfið í sjávarútvegi og hvernig ríkið leyfir sumum að veiða og öðrum ekki. Kvótakerfið í sjávarútvegi er hrika- legasta dæmið um einokun í íslensku viðskiptalífi. Útgerðarmenn fá lómilljarðaáári Til er markaðsverð á kvótanum sem útgerðarmenn hafa fengið hjá ríkinu. Kílóið af þorskkvóta, sem selt er á aimennum markaði, er núna á um 40 krónur. Ætla má að heildar- veiði íslenskra útgerða nemi núna um 400 þúsund tonnum þorskígilda. Ef kílóið kostar 40 krónur fæst út talan 16 miiljarðar króna á ári. Efkvótakerfmu verður ekki breytt, þannig að þeir sem eiga kvóta núna hafi hann ótakmarkað áfram án þess að greiða krónu til ríkisins fyrir hann, verða tölumar stjamfræðileg- ar á íslenska vísu sem ríkið gefur einstökum útgerðarmönnum. Miðað við að kílóið af þorskkvóta til eins árs gangi á um 40 krónur má tífalda þá upphæð (miðað við 10 pró- sent arðsemiskröfu) þannig að farið er að tala um 160 milljarða eða svo. Markaðurinn með kvóta tekur nú hins vegar tillit til óvissu með fram- hald kvótakerfisins og eru svonefnd- ir langlífiskvótar á þorski seldir á um 160 krónur kílóið. í þeim tilvikum kaupa útgerðarmenn bæði skip og kvóta þess. Dæmi eru um að útgerðarmenn, sem fengið hafa gefinn kvóta frá rík- inu, hafi ákveðið að hætta útgerð og selt kvótann. Nú lifa þeir kóngalífi á því að ávaxta fé sitt á verðbréfamark- aði en þar eru allar vaxtatekjur full- komlega skattfrjálsar. Skiptir þá ekki máh hvort viðkomandi hefur eina miUjón í vaxtatekjur á ári eða 100 milljónir. Þetta heitir ekki aðeins að láta peningana vinna fyrir sig heldur ríkið Uka. Einkaréttur Flugleiða á helstu flugleiðum í samgöngum á íslandi ríkir viða einokun. Þekktasta og umdeildasta dæmið er að Flugleiðir hafi einkarétt frá íslenska ríkinu á helstu flugleið- um til og frá íslandi. Aörir sem vilja komast ekki að. Þó má geta þess aö íslenska ríkið getur ekki meinað erlendum flugfé- lögum, sem vilja fljúga áætlunarflug á þessum leiðum, aðgang. Þannig flýgur SAS í samkeppni við Flugleiö- ir á Kaupmannahafnarleiðinni. Brit- ish Airways gæti hvenær sem það viU haflð áætlunarflug á leiðinni London-Keflavík. Þá má geta þess að þýska flugfélagið Lufthansa flýg- ur lítillega tU íslands yfir sumarið. Þjónustu- samningurinn á Keflavíkurflugvelli Nýlegt dæmi um hreinan og kláran einkarétt Flugleiða frá ríkinu er samningur samgönguráðuneytis og Flugleiða í byrjun ársins um að félag- ið hafi einokun á að þjónusta flugvél- ar sem lenda á KeflavíkurflugveUi. Áöur höfðu Flugleiðir um nokkra hríð haft sams konar samning. Og þennan einokunarsamning fengu Flugleiðir þrátt fyrir að annað félag hefði óskað eftir því að fá að þjón- usta á vellinum. í akstri eru sérleyfi frá ríkinu. Tak- mörk eru á fjölda leigubíla. Þar njóta þeir þess sem lengi hafa verið í leigu- bílaakstri og voru svo heppnir að fá leyfið á sínum tíma. Aðrir sem vUja aka leigubílum og standa fyrir utan geta ekki hafið leigubflaakstur. Þá má geta þekktra sérleyfa rútufyrir- tækja á einstökum sérleiðum. Ókeypis kvóti til bænda í landbúnaði er kvótakerfi sem nefnt er fuUvirðisréttur. Það er sams konar kerfi og það sem er í sjávarút- vegi. Þegar Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráðherra, gerði búvöru- samninginn fræga árið 1985 var kom- ið á kvótakerfi sem tók mið af fram- leiðsluástandinu í landbúnaði. Það varð virkt árið 1986. Bændur geta selt kvótann sem þeim er úthlutað ókeypis frá ríkinu. TU er markaðsverð bæði á mjólkur- kvóta og kindakjötskvóta. Til viðbót- ar njóta svo bændur þess að land- búnaðurinn á íslandi er ríkisstyrkt- ur. Lögverndaðar starfsstéttir Margar starfsstéttir njóta þess að vera lögverndaðar af ríkinu. Aðeins þeir sem hafa til þess tUskilin rétt- indi hafa einkarétt á aö stunda þær, aðrir mega ekki koma þar nálægt. Hér má nefna iðnaðarmenn, auk auðvitað stétta eins og lækna og flug- manna. Annað gott dæmi um vemdaða starfsgrein er kennarar. Vegna skorts á kennurum víða úti á landi Fréttaljós Jón G. Hauksson hafa ómenntaðir kennarar, svo- nefndir leiðbeinendur, kennt. Þeir verða hins vegar að víkja samstundis sæki menntaður kennari um og vUji starfið. Færa má rök fyrir því að lögvernd- aðar starfsstéttir fái hærri laun fyrir það eitt að starfið er lögverndað. Væntanlega eru gæði þjónustunnar einnig betri. SÍF með einokun í mörg ár Almenna reglan í útflutningi á sjávarafurðum er sú að tU þarf leyfi stjómvalda. Útflutningur á frystmn fiski er fijáls. Hins vegar er engum heimUt að flytja út sUd, þótt vUji sé fyrir hendi, nema sUdarútvegsnefnd. Þá hefur Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda, SÍF, fengið eitt félaga undanfama áratugi leyfi til að selja saltfisk í helstu markaðslöndunum. Um áramótin stóð hins vegar tU að auka frelsið og gefa fleirum tækifæri. Stöð 2 með verðmætt ríkisleyfi á metrabylgjusviði í fjölmiðlum er verðmætur einka- réttur frá ríkinu í sjónvarpsrekstri. íslenska ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Sýn hafa sjónvarpsleyfi, aðgang að ákveðnum rásum sem takmarkaður fjöldi er af. Þessar sjónvarpsstöðvar eru á metrabylgjusviði en á því sviði er ekki rúm fyrir fleiri sjónvarpsstöðv- ar. Þær sjónvarpsstöðvar, sem ætla-' að hefla útsendingar, þurfa að vera á desímetrasviði. Áhorfendur þurfa að fara upp á þak og breyta sjón- varpsloftnetum sínum tU að ná út- sendingum á desímetrasviði. Verð- mæti þess fyrir Stöð 2 og Sýn að vera með sjónvarpsleyfi frá ríkinu á metrabylgjusviði má meta tU hundr- aða milljóna króna og stöðvamar væru nánast einskis virði án þessa einkaréttar. Af þessu er ljóst að einokun og einkaréttur fyrirtækja, bænda og einstakhnga frá ríkinu er miklu víð- ar að finna en hjá eigendum Samein- aðra verktaka sem tóku rétt sisvona við ávísunum að andvirði 900 mUlj- óna króna í lok fundarins á Hótel — Sögu á mánudaginn. Þessa dagana fara upptökur fram á þeim tíu lögum sem keppa munu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fyrri hluti laganna, fimm lög, verða kynnt fóstudaginn 7. febrúar. Keppnin mun fara fram í sjón- varpssal síðar í febrúar. Höfundar laganna verða ekki gefnir upp fyrr en í lokin. Þegar ljósmyndari DV leit inn í upptökuver Sjónvarpsins á fimmtudag var Bjami Arason aö syngja. í bakröddum hjá honum var stór hópur manna, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Eva Ásrún Albertsdóttir, Ema Gunnarsdóttir og Eyjólfur Kristj- ánsson. Sigurlagið í keppninni verður þátttakandi í Eurovision sem fram fer að þessu sinni í Stokkhólmi í maí. Sviðsljós Bjarni Arason syngur hér af mikilli innlifun lag ókunns höfundar í Söngvakeppni Sjónvarpsins. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.