Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Útiönd dv Efasemdir neytenda um matvælaaðstoð til Rússlands: Útfararpeningar til matarkaupa í Moskvu verða menn að grípa til ýmissa ráða til að reyna að fá eitthvað í soðið. Þessi gamla kona reynir að telja fisksala á að láta sig fá einn fisk í skiptum fyrir gamla peysu sem hún átti í fórum sínum. Símamynd Reuter Ráðgjafi Bush skiptir um vinnu: Úr auglýsing- um í sendiráð á íslandi „Eina leiðin fyrir mig til að komast af er að eyða íjögur þúsund rúblun- um sem ég var búin að spara fyrir útfórinni. Maðurinn minn hefur átta hundruð rúblur á mánuði og ég fjög- ur hundruð. Ég er þegar búin að eyða 1900 rúblum í mat í þessum mán- uði,“ segir Vera Smirnova, 65 ára kona á eftirlaunum í Moskvu, um þrengingarnar sem hún býr viö vegna gífurlega hás matarverðs í Rússlandi eftir að verðlag þar var gefið frjálst. Evrópubandalagið hefur að und- aníornu sent heilu fjöllin af smjöri til Rússlands og á næstu vikum verða sendar þangað þúsundir tonna af kjöti, mjólkurdufti og öðrum vörum. Matvælin verða til sölu í verslunum í Moskvu og St. Pétursborg. Ætlun EB með matvælaaðstoðinni er að senda svo mikið magn á markaðinn að verð fari lækkandi en neytendur og verslunarstjórar eru fuUir efa- semda um að það takist. Neytendur segja að matvæhn frá EB muni aðeins auka vöruúrvalið en þau muni ekki koma í veg fyrir sí- hækkandi verðlag. Rússneska þingið samþykkti strangar aðhaldsaðgerðir í gær og framvegis verður ríkisstjórnin ábyrg fyrir fjárlögum ríkisins en ekki þing- ið. Fjárlagahalli hefur verið mikhl th að standa straum af hærri launum og niðurgreiðslum á sama tíma og verðbólgan hefur ætt áfram. Út- reikningar sérfræðinga benda til þess að verðbólgan á fyrsta ársfjórö- ungi veröi 400 prósent. Aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands sagði að erlend aðstoð væri nauðsynleg til að hægt yrði að fram- fylgja umbótaáætluninni, einkum fijálsri verðlagningu og viðleitni til að draga úr fjárlagahallanum. Reuter Norskmúsí franskbrauðinu Maöur nokkur í Vestur-Noregi varð heldur betur fýrír óþægi- legri reynslu þegar hann settist niður við morgunverðarborðið á dögunum th að gæöa sér á nýbök- uðu franskbrauðí frá bakaranum sínum. í miðjum brauðhleifnum fann hann nefnilega stóra og patt- aralega mús. „Ég var búinn aö borða nokkrar brauösneíðar þegar ég uppgötv- aði aö brúnn htur var á brauð- inu. Þegar ég hugði betur aö sá ég að þaö var stór dauð mús inni í því miðju,“ sagði Norðmaðurinn sem vhl ekki láta nafns síns get- ið. Hann viðurkennir að síðan hafi matarlystin ekki verið með mesta mótL Bakarinn hefur ekki hugmynd um hvemig þetta gat komið fyrir og manneldissérfVæðingar segja að manninum stafi engin hætta af þar sem ahar bakteríur úr músinni hafi drepist við bakstur- Einn helsti ráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, Sig Rogich, verð- ur næsti sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og tekur við af Charles Cobb sem lætur af störfum á næstunni. Heimildarmenn innan bandarísku ríkisstjómarinnar sögðu að þetta væri hður í endurskipulagningu Samuels Skinners, starfsmanna- stjóra forsetans, á starfshði Hvíta hússins. Með henni er ætlunin að reyna að snúa vöm í sókn en vin- sældir Bush hafa farið hraöminnk- andi að undanfórnu. Rogich, sem er fyrrverandi auglýs- ingastjóri frá Nevada, hefur verið ábyrgur fyrir mörgum af opinberum fundum forsetans og þeirri ímynd sem starfshð Bush hefur vhjaö koma á framfæri. Miklar umræður fara nú fram inn- an Hvíta hússins um hvort vandræði Bush stafi af því að hann eigi erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri eða hvort vandinn fehst í efnahagsstefnu hans. Reuter Alda banka- rána gengur yfir Finnland Mikh alda vopnaðra banka- og pósthúsrána hefur gengið yfir Finnland undanfarið ár. Þá hafa íjölmargir sölutumar orðið fyrir barðinu á ræningjum á þessum síðustu og verstu krepputímum. í fyrra vom framin 103 rán í Finniandi og í áttatíu þeirra voru þjófamir ýmist vopnaðir byssum eða hnífum. Metárið fyrir vopnuð rán th þessa var 1989 þegar þau urðu 59. Ekkert lát virðist vera á þessum ránum því það sem af er janúar- mánuði hefur lögreglan fengið tilkynningu um ehefu banka- og pósthúsrán. Ræningjamir hafa yfirleitt haft htið upp úr krafsinu en fyrir nokkru kræktu bankaræningjar í nágrenni Helsinki sér þó í sem svarar rúmum tíu mihjónum ís- lenskrakróna. FNB tvö þúsund tonn af rækju fyrir Japansraarkað gætu þeir fjölgað störfum í rækjuverksmiðjura sín- um um Ijögurhundruð. Þettaseg- ir Josef Motzfeldt, sijómarfor- maður útgerðarfélagsins Royal Greenland, sem nýkominn er úr ferð til Japans. Skilyrðið er að rækjan sé hrá, handpilluð og með hala og að verðið sé samkeppnisfært við verð japanskrar rækju. En þar sem laun á Grænlandi eru tvisvar sinnum hærri en í Japan þyrftu að koma til nýir samningar við samtök fiskvinnslufólks, SIK. Motzfeldt segir að Japanar séu reiðubúnir að taka við græn- lenskri rækju þegar í sumar ef húnverðuráréttuverði. Kitzau Alyörumálverk Mikil eftirspurn eftir góðum verkum eftir meistara Metin málverk og listmunir Gailerí 8 - Austurstræti 8 - Sími 91 -18080 Opið frá 10-18 - laugardaga 10-14 Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN ÓVERÐTRYGGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 6 mánaða uppsögn Tékkareikningar, almennir Sértékkareikningar 2.25- 3 2.25- 4 3.25- 5 1 2.25- 3 Landsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Allir Landsbanki VlSITÖLUBUNDNIR REtKNINGAR 6 mánaða uppsögn 1 5-24 mánaða Orlofsreikningar Gengisbundnir reikningar I SDR Gengisbundnir reikningar í ECU 3 6,5-7,75 5,5 6,25-8 9-9,25 Allir Sparisjóöirnir Allir Landsbanki Búnaðarbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. óverðtryggö kjör, hreyfðir 3,25-3,5 5,0-6,5 Búnb., Landsb. islandsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tlmabils) Vlsitölubundnir reikningar Gengisbundir reikningar 2,25-4 2,25-4 Landsb., Islb. Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör óverðtryggð kjör 6.25- 7 7.25- 9 Búnaðarbanki Búnaðarbanki INNLENOIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir Sterlingspund Þýsk mörk Danskar krónur 2,75 3,25 8.75- 9,3 7.75- 8,3 7.75- 8.3 Islandsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst UTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) Viöskiptavíxlar (forvextir)1 Almenn skuldabréf B-flokkur Viðskiptaskuldabréf1 Hlaupareikningar(yfirdráttur) 14,5-1 5,5 kaupgengi 1 5,25-16,5 kaupgengi 17,75-18,5 Búnaðarbanki Búnaðarbanki Allir Allir nema Landsb. ótlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur SDR Bandaríkjadalir Sterlingspund Þýsk mörk 14,75-1 6,5 8.5- 9,25 6,25-7 12,6-1 3 11.5- 11,75 Búnaðarbanki Landsbanki Landsbanki Sparisjóöirnir Allir nema Islb. Húsnæðisián 4.9 UfeyrtBsjóðslárt Dráttarvextir 2'3.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar 16,3 Verðtryggð lán janúar 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig Lánskjaravísitala desember 31 98 stig Byggingavísitala desember 599 stig Byggingavísitala desember 1 87,4 stig Framfærsluvísitala janúar 160,2 stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VERÐ8R6FASJÓDIR HLUTABRÉF Gengl bréfa verdbréfasjóAa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,067 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,226 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 3,987 Armannsfell hf. - 2,40 V Skammtímabréf 2,022 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,700 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,059 Hampiðjan 1,50 K1.84 K,S Tekjubréf 2,118 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,767 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 2,906 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V Sjóösbréf 2 1,937 islandsbanki hf. - 1,73 F Sjóösbréf 3 2,009 Eignfél. Alþýöub. 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,725 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,203 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0477 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9194 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,276 Olls 2,10 L 2,18 F Fjóröungsbréf 1,138 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,272 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 öndvegisbréf 1,254 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,296 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiðubréf 1,232 Útgeröarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,014 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F Heimsbréf 1,079 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F,S Auðlindarbréf 1,04 K 1,09 K,S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Siidarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L=Landsþréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.