Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992. 15 Mikill hluti tekna tryggingafélaga er tilkominn vegna svokallaðra skyldutrygginga húsnæðis og ökutækja sem ríkisvaldið hefur fyrirskipað einstaklingum að greiða fyrir. Þeir sem komast í gegnum lifið án þess að kosta tryggingafélög krónu i bætur hafa hins vegar notið þess að litlu eða í sumum tilvikum að engu leyti. íslensku nátttröllin í íslenskum þjóðsögum segir frá risavöxnum tröllum sem þoldu ekki dagsbirtuna. Þessi nátttröll, sem svo voru köliuð, urðu að stein- um ef á þau skein hin bjarta sól morgunsins. Hegðan þeirra og verk voru lika þess eðlis að þau leituðu skjóls í myrkri næturinnar. Æ síðan hefur þetta ágæta orð, nátttröll, verið notað um þá sem skynja ekki sinn vitjunartíma, mæta ekki kröfum nýs tíma, sitja fastir í fortíðinni eins og illa gerðir klettadrangar í fjallshlíðum. Nú gæti einhver haldið að ég ætl- aði að fjalla sérstaklega um stjóm- málamenn, enda er harla þéttset- inn nátttröllabekkurinn á Alþingi. Svo er þó ekki. Þar eru nefnilega víðar í þjóðfé- laginu steinrunnar stofnanir, sam- tök og fyrirtæki sem svara ekki kröfum tímans. Við skulum hta á tvö dæmi af mörgum. Lögbundnar greiðslur Allir verða að borga verulegar fjárhæðir fyrir svokallaða bmna- tryggingu á eignum sínum. Þeir sem eiga íbúð eða aðra fasteign em skyldaðir til þess af ríkisvaldinu að hafa þessar eigur sínar brana- tryggðar hjá tryggingafélagi. Reyndar er þaö yfirleitt svo að einstaklingamir ráða því ekki einu sinni til hvaða tryggingafélags þeir borga iðgjaldið. Stóri bróðir ákveð- ur það allt saman. Enda má auðvit- að segja að iðgjöld af þessum skyldutryggingum séu eins konar skattur, ákveðinn af ríkisvaldinu, þótt iðgjaldið fari ekki í ríkissjóð. Húseigendur eiga þess heldur ekki kost að njóta þess í lægri ið- gjöldum ef þeir sinna vel brana- vömum í húsum sínum. Þeir sem komast í gegnum lífið án þess að brenna ofan af sér eða fyrirtæki sínu fá enga lækkun fyrir vikið. Þeir borga sitt iðgjald reglulega al- veg eins og staðgreiðsluna eða bif- reiðaskattinn og fá hvorki afslátt né bónus fyrir góða frammistöðu. Þvert á móti verða þeir í reynd að taka á sig tjón sem verður hjá öðr- um sem til dæmis missa frystihús annað slagið. Slík branatjón hækka nefnilega fyrr en varir ið- gjöld allra hinna. Árlegur iðgjaldafarsi En þótt ríkið sjái þannig um að búa til veruleg viðskipti vegna branatrygginga á húsnæði lands- manna þá era það þó smáaurar miðað við iðgjöldin af bifreiða- tryggingunum. Þau era einfaldlega mikill hluti heildarviðskipta trygg- ingafélaganna á hverju ári. Lítum á nokkrar tölur. Á árinu 1990 vora tekjur af svo- kölluðum frumtryggingum félag- anna 10,9 milljarðar króna. Þar af gáfu ökutækjatryggingarnar 4,5 milljarða í tekjur. Þar var um að ræða 41% af öllum iðgjaldatekjum tryggingafélaganna á því ári. Þó mætti ætla að þessi miklu við- skipti hafi verið kvöl og pína fyrir tryggingafélögin áram saman. Hvaða aðra ályktun er hægt að draga af þeim iögjaldafarsa sem forráðamenn tryggingafélaganna hafa sett á svið með reglubundnum hætti? Farsi þessi hefst með tah forstjór- anna um gífurlegt tap félaganna á bifreiðatryggingum. Félögin, sem annars keppast við að reisa glæsi- hallir og kaupa hlutabréf í öðram stórfyrirtækjum, séu hreinlega að kikna undan þeirri þungu byrði að þurfa að tryggja bifreiðar lands- manna. Þetta gangi bara ahs ekki. í kjölfarið koma kröfur um vera- lega hækkun iðgjaldanna. Oftast um tugi prósenta. Hækkun sem þó þyrfti auðvitað að vera miklu meiri því tap sé áfram fyrirsjáanlegt. Ríkisvaldið, sem á að hafa eftirht með tryggingastarfseminni, sam- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri pyKKir ytirleitt snarlega þær hækkanir sem tryggingafélögin fara fram á. Engin leiðindi þar. Og bifreiðaeigendur borga. Enda lagaskylda og undankomuleiðum lokað með því aö neita bifreið um skoðun ef tryggingafélagið hefur ekki fengið sitt. Samtrygging rofín Því sem hefur einkennt þessa ís- lensku tryggingastarfsemi síöustu áratugi má lýsa með einu orði: Samtrygging. Raunveruleg samkeppni á milli tryggingafélaganna hefur verið í lágmarki um langan tíma. Stóra félögin hafa haft meira og minna samstarf sín á milh. Þau hafa þann- ig staðið saman jafnt í kveininu sem í hækkunarkröfunum. Þessi samtrygging á sér auðvitað að hluta til sögulegar skýringar og er angi af mun víðtækari póhtískri og viðskiptalegri samtryggingu í þjóðfélaginu; samtryggingu um forréttindi og einokun. Enginn innlendur aðih hefur haft bolmagn til þess að ráðast gegn samtryggingu tryggingafélaganna. Til þess þurfti erlenda innrás á tryggingamarkaðinn. Kostulegt hefur verið að fylgjast með viðbrögðum þeirra trygginga- félaga sem fram að þessu hafa setið ein að þessum ríkistryggða mark- aði. Þar varö enginn fógnuður, eins og þó hefði mátt búast við eftir ah- an barlóminn. Engin veisluhöld vegna þess að útlendingar væra reiðubúnir að taka þennan kaleik tapsins frá þeim. Aldeihs ekki. Þvert á móti þagnaði kveinið snarlega. Ekki minnst á það einu orði lengur að nú þurfi að hækka iðgjöldin. Jafnvel sett fram tilboö til neytenda um afslætti og sitt hvað fleira. Vonir sem brugðust Atburðarásin í tryggingamálun- um síðustu vikumar er merkheg og lærdómsrík fyrir íslenska neyt- endur. Hvemig þá? Jú, hún er enn ein sönnun þess að eina færa leiöin th þess að hrista upp í áratuga gömlu kerfi forrétt- inda, samtryggingar og einokunar hér á landi er erlend samkeppni. Það sama á við um bankana. Þar dugar innlend samkeppni einfaldlega ekki heldur. Ýmsir spáðu verulega aukinni samkeppni vegna þeirra breytinga sem urðu í kjölfar sölunnar á Ut- vegsbankanum og sameiningu þessa fyrrum ríkisbanka við Versl- unarbanka og Iðnaðarbanka. Nýr, öflugur einkabanki myndi leiða th sparnaðar í rekstri og lægri vaxta. Það yrði loks raunveruleg sam- keppni í íslenska bankakerfinu. Þetta hefur ekki gerst. Samkeppnin er meira í orði en á borði. Bankarnir halda í sameiningu uppi fáránlega háum vöxtum á sama tíma og verðbólga er nánast engin og lánskjaravísitalan jafnvel lækkar. í þeim ásetningi sínum að halda vöxtum óeöhlega háum hafa bank- arnir í reynd fengið dyggan stuðn- ing ríkisvaldsins sem mokar til sín peningum af innlendum lánamark- aði ekki síður en erlendum. Fokdýrir bankar Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands (VSÍ), hefur bent á eina staðreynd sem auðvitað skýrir að hluta hvers vegna bankamir hafa brugðist svo hrapahega. Hann hef- ur skýrt frá því að ný könnun, sem unnin hefur verið á vegum VSÍ, sýni að íslenska bankakerfið sé fokdýrt í rekstri. Þessi könnun hefur enn ekki ver- iö birt opinberlega en samkvæmt fullyrðingum Einars Odds er ís- lenska bankakerfið tvisvar th þrisvar sinnum dýrara en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Hér þarf sýnhega öflugan gust að utan til þess að hreyfa við væra- kærum stofnunum. Spurningin er bara hvort íslendingar verði svo heppnir að erlendur banki eða bankar hafi áhuga á að koma inn á íslenska markaðinn. Sumir halda því fram að sá markaður sé of htih th þess að útlendingar sýni honum áhuga. Neytendur hijóta að vona að þetta sé óþarfa svartsýni, að hingaö komi erlendir bankar sem hristi upp í íslenska bankakerfinu. Það mun leiða th raunverulegrar samkeppni og skha sér th almennings með hhðstæðum hætti og nú er að ger- ast á tryggingamarkaðinum. í stað þess að óttast slíka sam- keppni ættu landsmenn að fagna henni sem árangursríku vopni gegn nátttröhum forréttinda og samtryggingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.