Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 39 Hreinskilin frásögn xmgrar konu: Rekin vegna ás t ar s amb and s - vandamál margra kvenna en engin þorir að kæra „Ég er búin aö bíöa þess síðan í sept- ember að úr rætist í mínum málum. Ekkert gerist og nú er þolinmæðin þrotin. Eg tók ákvörðun um að fara með þetta mál í blöðin einungis til að vara aðrar konur við. Sjálf hef ég frétt að mjög algengt sé að konur missi atvinnu sína vegna ástarsam- bands á vinnustað en það hefur eng- in þeirra þorað aö bijóta ísinn,“ seg- ir 28 ára gömul kona sem varð fyrir biturri reynslu á vinnustað sínum. Hún segist hafa gert mistök og senni- lega þurfi hún að gjalda fyrir þau lengi. Til að koma í veg fyrir aö fleiri konur lendi í slíku vill hún segja frá eigin reynslu. „í árslok árið 1985 hóf ég störf hjá opinberu fyrirtæki. Ég var þá ný- komin frá námi erlendis þar sem ég hafði sérmenntað mig í ákveðnu fagi. Ekki komu margir vinnustaðir til greina þar sem menntun mín myndi gagnast. Svo undarlegt sem það virð- ist var kona á vinnustaðnum, sem starfað hafði þar lengi, mjög önug og viðskotaill í umgengni við mig. í fyrstu hafði ég ekki miklar áhyggjur af þessu þar sem aðrir starfsmenn sögðu að hún væri svona við nýliða, sérstaklega ef um væri að ræða ung- ar stúlkur. Mér fannst hins vegar þessi manneskja ganga afar langt í að hindra framgang minn innan fyr- irtækisins. Það er löng saga að segja frá samskiptum okkar en hana hef ég alla skrifað niður hjá mér. Grétvið öxl mér Sambýlismaður þessarar konu starfaði einnig á vinnustaðnum en á annarri deild þó deildirnar þyrftu stundum að vinna saman. Hann var einnig með mikla starfsreynslu inn- an fyrirtækisins. Ég fékk verkefni undir hans stjórn og þannig lágu leiðir okkar saman. Kona hans var erlendis þegar vinskapur okkar hófst fyrir alvöru. Hann kom til mín og grét við öxl mér yfir því hversu slæma sambýliskonu hann ætti. Þessi maður grét mörgum tárum. Hann gekk á eftir mér í langan tíma og í raun varð ég fyrir mikilli áreitni af hans hálfu. En ég vorkenndi hon- um. Fannst hann eiga bágt. Það er erfitt að lýsa því hvemig ástæöur geta komið róti á hugann. Mér var illa viö Lanu hans, trúði þess vegna frásögnum hans. Sjálf þurfti ég á huggun að halda á þessum tíma. Kannski var það hefnd að ég og þessi maður héldum ástarsambandi í rúm þijú ár. Ég veit það ekki. Hann óskaði eftir stærra ástarhreiðri Þegar samband okkar hófst árið 1986 leigði ég íbúð með fleirum. Hann átti þá hugmynd að ég fengi eigin íbúð og bauðst til að hjálpa mér áð borga leiguna. Hins vegar vildi hann aldrei að við færum út saman né heldur aö vinir mínir kæmu í heim- sókn. íbúðin varð nokkurs konar ástarhreiður fyrir okkur tvö. Á þess- um árum missti ég marga vini vegna þessa leynilega ástarsambands sem ég var í. Sá vinskapur hefur enn ekki endumýjast Hann njósnaði um mig. Keyrði fram hjá húsinu og ef ekki var ljós hringdi hann til að spyrja hvar ég hefði verið. Ég var sem fangi þessa manns. Hann lagði mig í einelti. Því miður held ég að algengt sé að konur láti stjórna sér með þessum hætti ef þær standa í ástarsambandi við kvænta menn. Lífið snýst um þarfir mannsins þegar honum hentar. Þegar ég hugsa til baka og velti hlutunum fyrir mér kemst ég alltaf að sömu niðurstöðu. Ég gerði hroða- leg mistök. Hins vegar verða allir að viðurkenna aö mistökin liggja ekki hjá mér einni. Þess vegna finnst mér súrt að standa uppi atvinnulaus vegna ástarmáls en hinn aðilinn sleppur. Erfitt að slíta sambandinu Ég reyndi oft að slíta sambandi okkar. Það var af mörgum ástæðum. Mér leiö illa að vera í tygjum við mann í sambúð. Mikið taugastríð fylgir svona sambandi. Þegar ég ósk- aði eftir slitum brást hann alltaf hinn versti viö. Sagðist elska mig en ekki sambýliskonuna. Hann hringdi stöð- ugt til mín og á endanum gafst ég alltaf upp. Árið 1988 ákvað ég að slíta sambandinu og hætti á vinnustaðn- um um tíma. Seinna um árið sótti ég um aðra stöðu innan fyrirtækisins og fékk hana. í því starfi var ég nær fyrrum ástmanninum en áður. Við fengum sameiginlegt verkefni úti á landi sumarið 1989 og þar hófst sam- bandiö á nýjan leik. Okkar samstarf gekk þó ekkert sérlega vel. Hann kenndi mér um ef mistök komu upp þó að það væri á engan hátt mín sök. Ég reyndi því að koma því til leiðar að ég ynni frekar með öðrum. Hann virtist þurfa að breiða yfir ástarsam- band okkar með því að tala illa um mig við vinnufélagana. ítrekað klag- aði hann mig fyrir yfirmanni okkar og var það í öllum tilfellum hefnd af hans hálfu vegna þess að ég hótaði slitum á sambandi okkar. Um haust- ið 1989 slitnaði endanlega upp úr sambandinu. Hann hótaði þá stöðugt að láta reka mig. Með því móti gat hann alltaf haldið mér í ótta. Fékk magasár af stressi Ekki bætti úr skák að sambýlis- kona hans var jafnan mjög ókurteis við mig og leiðinleg. Ég hélt að hún væri búin að frétta af sambandi okk- ar. Síðar komst ég að því að svo var ekki. Ég sagði henni frá því sjálf. Ég held að hann hafi getað logið hana svo fulla að hún trúi því varla ennþá að þetta samband varaði í mörg ár. Hins vegar er ég með kort frá honum því hann gaf mér alltaf jólagjafir, meðal annars leðurdress. Ég var full af metnaði þegar ég byijaði hjá þessu fyrirtæki. Mig lang- aði að gera ýmsa góða hluti en fékk ekki alltaf tækifæri til þess. Þegar ég hætti sambandinu fór mér að ganga betur í starfinu og naut trausts þess fólks sem ég vann með. Ég reyndi alltaf að koma í veg fyrir að leiðir okkar lægju saman. Það gekk þó ekki alltaf. Þaö varð sífellt erfið- ara fyrir mig að umgangast fyrrum ástmanninn og ekki gerði hann mér lífið auðveldara. Mestan hluta þessa tima var ég að leika eitthvaö annað en sjálfa mig. Ég fékk magasár af stressi en hélt engu að síður andlitinu. Fyrir jólin 1990 tók ég mér veikindafrí í tvær vikur til að ná mér. Þegar ég kom til starfa á nýjan leik byrjaði sama ástandið að nýju. Hann hélt áfram að baktala mig við samstarfsfólkið og klaga mig endalaust fyrir yfir- manni deildarinnar. Þegar mér var nóg boðið hótaði ég að segja konunni hans frá öllu saman ef hann léti ekki af ósómanum. Hann sparkaði í mig og sló mig utan undir. Ég fékk áverkavottorð frá lækni en engin vitni voru að þessu. Þaö á ég til. Rógberar innan fyrirtækisins í byijun apríl árið 1991 heyrði ég óvart þegar sambýliskona hans var að baktala mig við annan starfsmann og það var ekki fallegt. Ég sprakk úr reiði. Fór til yfirmanns okkar og sagði honum alla söguna, auk þess sem hann fékk áverkavottoröið. Þá tók ég einnig þá ákvörðun að segja sambýliskonu hans frá öllu. Ég fór til hennar þar sem hún var ein, sagð- ist vera orðin yfir mig þreytt á enda- lausu baktali hennar og sambýlis- manns hennar um mig í fyrirtækinu. Ég sagðist hafa haldið við hann í nokkur ár en það væri löngu liöið og ég vildi fá frið fyrir þeim báðum hér eftir. Hún trúði mér ekki. Ég fór heim, tók símann úr sam- bandi og var í rusli yfir þessu. Um kvöldið lét ég símann í samband og umsvifalaust hringdi hún til aö yfir- heyra mig. Ég sagði henni alla sög- una og vonaðist til að málið væri úr sögunni. Hann kom síðar sjálfur í símann, sagði mig ljúga öllu enda væri ég búin aö sofa hjá öllum karl- mönnum í fyrirtækinu. Næstu daga á eftir fékk ég ekki frið fyrir þeim. Leitaði til geðlæknis Yfirmaðurinn sendi bæði mig og hann í frí til að reyna að gera gott úr öllu. Þrátt fyrir vitni var sam- bandið staðhæfmg á móti staðhæf- ingu. Hann sagði að ég væri geðveik og ekki orð að marka mig. Þar sem ég var niðurbrotin á þess- um tíma og búið að senda mig í frí ákvað ég að fara til Portúgals. Fyrstu dagana leið mér hræðilega vegna þess að yfir mig kom spennufall. Ég eignaðist í þessari ferð góða vinkonu sem útvegaði mér lögfræðiaðstoð. Ég hresstist síðan mikið og mætti á ný í vinnu endumærð. Taldi máhð úr sögunni og að allt yrði í lagi. Þegar ég kom aftur til vinnu var ég heppin vegna þess að fyrrum ást- maðurinn var úti á landi. Ég fékk verkefni og allt gekk vel um tíma eða þangaö til hann mætti aftur. Hann gekk rakleitt til min og hreytti í mig óhróðri. Árásimar héldu áfram og verkefnum mínum fækkaði. Hann gerði allt til að reyna að hrekja mig burt. Ég var samt ákveðin í að láta honum ekki takast það. Stöðugt var hringt heim til mín og skellt á. Einn- ig voru stanslausar bjölluhringingar seint á kvöldin en ég þorði ekki að opna. Þau komu meira að segja bæði heim til mín og ég hringdi á lögregl- una vegna ónæðis af þeirra völdum. Síðastliðið sumar var ég á leið í frí þegar yfirmaður minn rétti loksins að mér verkefni. Sumarfríið var löngu ákveðið þannig að það átti ekki að koma honum á óvart. Auk þess var verkefnið, sem hann bauð mér, venjulega fyrir byijendur í faginu. Ég var ekki ánægð með þá tilfærslu enda komin með mikla reynslu í starfmu. Þess vegna sendi ég honum bréf og mótmælti þessari úthlutun. Hann var ekki hrifinn. Ég held að þarna hafi hann verið að leita að átyllu til að losna við mig. Sambýlisfólkið kærttilRLR Vegna endalausra árása á mig í vinnunni sagði ég foreldrum mínum alla söguna. Þau fóru með mig í Stígamót en þaðan var hringt til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ég lagði fram kæru á sambýlisfólkið. Hann var kallaður fyrir og enn á ný bjó hann til sögur um mig, sagði mig ekki heila á geðsmunum og ekkert að marka mig. Mér var ekki stætt á að vinna leng- ur á þessum vinnustað. Samstarfs- fólk mitt sá vel hvernig hann kom fram við mig. Það var ekki hægt aö laga ástandið. Upp úr flensu fékk ég of háan blóöþrýsting og varð fárveik sem án efa var framhald af öllu því máli sem ég hafði staðið í. Ég var að fara yfir um. Á tímabili trúði ég sjálf að ég væri orðin geðsjúk og leitaði því til geðlæknis. Það var ekkert slíkt að mér. Uppsögn án ástæóu Þegar ég kom úr sumarfríi óskaði ég eftir að vera færð til í fyrirtækinu til áramóta en ætlaði síðan í nám í mínu fagi í febrúar og sendi yfir- mönnum mínum bréf um þá beiðni sem síðar var ítrekað. í stað þess aö fá svar fékk ég uppsagnarbréf. Engin ástæða var tilgreind fyrir uppsögn- inni. Lögfræðingur minn óskaði eftir viðtali við yfirmann stofnunarinnar en fékk ekki. Hann þurfti að senda hótunarbréf að lokum. Þá kom bréf frá lögfræðingi stofnunarinnar um að uppsögnin væri lögleg. Það má vel vera að það megi segja upp fólki án þess að tilgreina ástæðu en mér þyk- ir þetta siðlaus uppsögn. Eg er búin að vera atvinnulaus og fæ ekki einu sinni meðmælabréf frá fyrirtækinu þrátt fyrir að ég telji mig hafa unnið mitt starf vel. Ég er orðin þreytt á að láta fara illa með mig. Mér finnst ekki sann- gjarnt að missa vinnuna vegna máls af þessu tagi. Ég hef sannarlega feng- ið að kenna á að hafa látið fimmtán árum eldri mann plata mig. Hræðslutilfinningin, sem bjó í mér allan þennan tíma, er enn til staðar. Mér finnst fólk ekki líta mig réttum augum, halda jafnvel að ég sé klikk- uð þegar það heyrir hvemig martröð ég hef lifað í. Sumir karlmenn ganga eins langt og þeir komast ef þeir ná taki á ungum stúlkum. Ég er ekki sú eina sem hef farið illa út úr svona málum. Ég tel mig hafa verið beitta órétti. Af hveiju eiga konur alltaf að sætta sig við óréttlætið?" Margar þjáningarsystur Þessi unga kona, sem hér lýsir reynslu sinni, á margar þjáningar- systur. Að sögn Elsu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, hefur aukist verulega að konur, sem lent hafa í svipuðum málum, hringi og kanni stöðu sína. „Það hefur þó engin þeirra lagt fram kæru ennþá,“ segir Élsa. Það er skoðun Elsu að hægt sé að kæra kynferðislega áreitni á vinnu- stað. Hins vegar hefur ekki á það reynt. „Svona mál hafa alltaf verið þöguð í hel,“ segir Elsa. „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef um mál þessarar stúlku, sem er eingöngu frá þolanda og lög- manni hennar, tel ég að um sé að ræða ólöglega uppsögn samkvæmt jafnréttismálum." Elsa sagði mikinn áhuga hjá Jafn- réttisráði að skoða mál af þessu tagi. Ekkert skýrt lagaákvæði nær yfir kynferðislega áreitni á vinnustað né brottrekstur af þeim sökum. Lögum samkvæmt er heimilt að segja fólki upp störfum án ástæðu, þó með tveimur undantekningum: bamshaf- andi konu og foreldri í fæðingaror- lofi og vegna kynferðis. Elsa sagði að mál sem þessi væru í umræðunni víða um heim um þess- ar mundir. Svíar hafa nýlega breytt lögum sínum vegna slíkra mála. Finnar hafa mikið rætt þau, svo og Bandaríkjamenn. Jafnframt hefur komið fram tillaga hjá EB varðandi vinnustaðaáreitni og brottrekstur af „Ég var sem fangi þessa manns. Hann lagði mig i einelti og njósnaði um mig,“ segir ung kona sem hélt við mann í sambúð um þriggja ára skeið. Það varð henni siðar afdrifaríkt. DV-mynd Brynjar Gauti þeim sökum. „Þetta er þekkt vanda- mál,“ segir Elsa og bætti við að nauð- synlegt væri að konur gætu fengið stuðning í slíkum málum. Áreitni á vinnustöðum Flestum eru sjálfsagt í fersku minni réttarhöld í Bandaríkjunum þar sem ung kona sakaði fyrrum starfsfélaga um kynferðislega áreitni á vinnustað. í kjölfar þess máls hafa spunnist umræður um rétt kvenna gagnvart slíku í Bandaríkjunum. Sú umræða hefur opnað umræðu í öðr- um löndum og fleiri konur þora nú að tjá sig um alls kyns áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Ekki er óal- gengt að áreitni á vinnustað endi með ástarsambandi starfsfélaga. Venju- lega verður áreitnin öllu alvarlegri þegar sambandið shtnar. í flestum tilfellum verður kvenmaðurinn fyrir áreitninni en þó eru til undantekn- ingar á því. Um mitt sumar 1990 birti Pressan viðtal við unga konu sem hafði hald- iö við vinnuveitanda sinn en var rek- in þegar eiginkona hans komst að sambandinu. Konan hóf störf hjá fyr- irtækinu í lok árs 1987 en hún var þá ógift og bamlaus. Yfirmaðurinn var hins vegar kvæntur þriggja bama faðir. „Samband okkar var lík- ast alveg dæmigert fyrir svona ástar- sambönd," segir konan í viðtalinu. „Hann var í lélegu hjónabandi og ég bjóst við að hann myndi skilja en það þurfti að taka tillit til bamanna og almenningsálitsins og annars í þeim dúr. Þessar venjulegu afsakanir." Konan varð ófrísk af völdum yfir- mannsins en hélt faðerninu leyndu fyrir vinnufélögum. Það var síðan hann sem sagði eiginkonunni frá sambandi sínu og barninu eftir að viðhaldið hafði sagt honum upp. Eig- inkonan krafðist þess að hann segði þessum starfsmanni upp störfum og að tekin yrði blóðprufa til að sanna faðerni bamsins. -ELA 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.