Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 20
20
Veiðivon
Aðalfundur Ármanna
haldinn í Árósum
Armenn ætla að halda aðalfund
sinn í dag að Árósum klukkan tvö
og má búast viö fjölmenni.
Ármönnum hefur fjölgað hin síðari
árin og voru um síðustu áramót 283
og segir þeim svo hugur um að á tví-
tugsafmælinu nái þeir tölunni 300.
Það þóttu stórtíðindi þegar Ár-
mönnum tókst að auka framboð sitt
á veiðileyfum í Grenlæk um 150%.
Daði Harðarson gefur áfram kost á
sér sem formaður en gerð er tillaga
um Halldór Lárusson, Karl Óskar
Hjaltason og Þorsteinn G. Gunnars-
son sem nýja stjómarmenn.
-G.Bender
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar:
Félagsheimilið vígt í
dag klukkan fimm
„Við erum að klára þetta fyrir op-
unina hjá okkur á laugardaginn. Allt
er að verða klárt hjá okkur,“ sagði
Siguröur Bergsson, formaður
Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, í
samtali við DV í vikunni. Stanga-
veiðifélag Hafnarfjarðar varð 40 ára
6. desember síðasthðin. Þeir félagar
hafa síöustu vikumar unnið að því
að standsetja þetta nýja félagsheimih
sitt sem er að Flatahrauni 29 í Hafn-
arfirði.
„Þetta þýðir miklar breytingar fyr-
ir okkur og þetta félagsheimih er allt
annaö en við vorum í áður. Ég er
bjartsýnn fyrir hönd félagsins að
þetta verði gjörbreyting með tilkomu
þessarar nýju aðstöðu," sagði Sig-
urður í lokin.
Það má búast við fjölda fólks þegar
félagsheimihð verður vígt í dag.
-G. Bender
Þessa dagana er veiðileyfasalan
aö komast á iúht og fariö að selja
veiðileyíl í flestar veiðiár landsins.
„Það er komin hreyfing á söiu
veiðileyfa hjá okkur, töluvert spurt
Rögnvaldur Guðmundsson, einn af
leigutökum Hvolsár og Staðarhóis-
ar í Dolum.
„Við seljum ódýrasta daginn á 15
þúsund en sá dýrasti er á 23 þús-
und. Árnar veröa opnaöar fyrr
núna en veriö hefur eða 20. júní,“
sagði Rögnvaldur ennfremur.
-GJBender
Árni Þ. Sigurðsson Ármaður með góða veiði á flugu, en silungsveiði hefur
stóraukist hin síðari ár.
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992.
Eg bíÖ eftir yður
Kvöld nokkurt á stríðsárunum
kom Churchih akandi í leigubif-
reið aö j aöalstöðvum breska út-
varpsíns, BBC, til aö halda þar
ræðu. Hann baö leigubílstjórann
að bíöa eftir sér en bílstjórinn,
sem þekkti ekki Churchill í myr-
krinu, kvaðst því miður ekki geta
það þar sem hann ætiaði að
hlusta á ræðu Churchiils í út-
varpinu. Þetta líkaöi Churchiil
vel að heyra og stakk því vænm
peningasummu að bílstjóranum.
„Á ég að fá allt þetta?" spurði
leigubflstjórimi hissa.
„Já, góði rninn," svaraði Churc-
hfll.
„Það er gott,“ stundí leigubíl-
stjórinn, „Til heivítis meö Churc-
hill, ég bíð sko eftir yður.“
Ljúgðu
Rithöfundurinn Mark Twain
sagði einhveiju sinni við
borðdömu sína í fínni veislu:
„En hvað þér eruð fallegar,
ffú.“
Og frúin svaraði:
„Mér þykir leitt að geta ekki
endurgoldið þessa guflhamra yð-
„Gerðu bara eins og
ég... ljúgðu," svaraði Mark Twa-
in að bragði.
Kóngalíf
Veisla var haldin í húsi einu á
Akureri skömmu eftir lok seinni
heimsstyijaldarinnar. Sátu þar
karlar og konur i sömu stofu, en
hvor í sínu horni þó, við spjall
og spaug.
Körlunum var tíörætt um karl-
mannsleysið i Þýskalandi, sem
væri svo raikið að konur borguðu
karlmönnum allt upp í 30 raörk
fyrir nóttina.
„30 mörk,“ gall þá við í einum
þeirra er Ólafur hét. „Það er eng-
inn smáskildingur. Maöur gæti
bara haft þetta að atvinnu þama
úli og lifað sannkölluðu kónga-
lífi.“
Þá heyrðist í konu Ólafs:
„Ja, sá held ég aðmyndi nújifa
kóngalífi af 60 mörkum á mán-
uöi.“
Finnur þú fimm breytingai? 139
Já, já, en f Innst þér þó ekki vel af sér vikið að vinna þig aftur í spilunum? Naf n:.
Heimillsfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki með kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hfjómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækurnar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækumar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 138
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar í hundrað þrít-
ugustu og sjöundu getraun
reyndust vera:
1. Sonja Kristinsdóttir
Smáraflöt 15, 210 Garðabæ.
2. Þórhallur Ágústsson
Furugrund 66, 200 Kópavogi.
Vinningamir verða sendir
heim.