Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. JANOAR 1992. 25 Danny DeVito er ekki hár í loftinu eins og sjá má af myndinni. Hann er hér ásamt meðleikurum sínum í Peningar annarra, Gregory Peck og Penelope Ann Miller. Kvikmyndir Saga-Bíó: Peningar annarra Peningar annarra (Other People’s Money) er nýjasta kvikmynd hins smávaxna leikara Danny DeVito, sem í dag er einhver eftirsóttasti leik- arinn í Hollywood. Er myndinni lýst sem gamanmynd um mjög alvarlegt málefni. DeVito leikur viðskiptajöf- urinn Lawrence Garfield sem elskar kleinuhringi, fiðluna sína, tölvuna Carmen og peninga, sérstaklega ann- arra manna peninga. Garfield hefur skrifstofu í Wall Street þar sem vinna hans hggur í að leggja undir annarra manna fyrir- tæki. Með aðstoð tölvu sinnar fær hann upplýsingar um stöðu fyrir- tækja og sé lítið fyrirtæki með nei- kvæða stöðu, leggur hann það undir sig, mjólkar það eins og hægt er og lætur það síðan fara á hausinn. Þegar myndin hefst er hann á hött- unum eftir gamalgrónu fyrirtæki en þar fær hann óvænt mótstöðu frá eigandanum, gömlum heiðursmanni sem leggur allt í sölurnar til að halda fyrirtækinu og kemur því til mála- ferla og þarf Larry aldeilis að taka á öllu sem hann á þegar hann reynir sig gegn þeim gamla. Peningar annarra er gert eftir vin- sælu leikriti sem var sýnt á Bro- adway. Auk Danny DeVito leika stór hlutverk í myndinni Gregory Peck, Piper Laurie og Penelope Ann Miller. Leikstjóri myndarinnar er Norman Jewison. Segir hann um myndina að hún sé um græðgi og girnd, en einn- ig sé myndin villt gamanmynd, auk þess sem hún hreyfir við tilfinning- um hjá áhorfandanum. Jewison hefur verið að leikstýra kvikmyndum í þrjá áratugi, oftast með góðum árangri. Hann hefur fjór- um sinnum verið tilnefndur til ósk- arsverðlauna, en myndir hans hafa í heild fengið fiörutíu og fimm til- nefningar og hreppt óskarsverðlaun- in tólf sinnum. Jewison er kanadísk- ur að uppruna og þar byijaði hann ferill sinn í leikhúsum. 1958 tók hann tilboði frá CBS sjónvarpsstöðinni og leikstýrði á næstu árum mörgum sjónvarpsmyndum og meðan hann var hjá CBS fékk hann þrjú Emmy- verðlaun. Snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að leikstýra kvikmyndum. Fyrsta kvikmyndin sem hann leik- stýrði og vakti almenna athygli var The Cincinnati Kid. Þekktustu myndir hans til þessa eru The Russ- ian are Coming, The Russian are Coming, The Thomas Crown Affair, In the Heat of the Night, söngleikirn- ir Fiddler on the Roof og Jesus Christ Superstar, A Soldier’s Story, Agnes of God og Moonstruck. -HK ^ FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 Xímarit fyrir alla Kr. 425 Skop ................. Eftirlýstur lifs eða hðmn-. .......... 3 SaddamHússein........................... H 26 Prelsa oss frá illu ..;... .. 33 Goðsagnirumhinaheimilislausu ............ 40 Ekkihættavið aefmgar '"""u’",nbombu?..... 48 Hvað varð um heimsms mestu ky ... 56 Srengurinnsemkomöllumaovart ......... Kóreska farþegaþotan: ..... 62 Sagansemláiþagnargildi........••••••••... -73 Krabbameinsbóluefm..........."".......... 80 Huösuníorðum ............ 82 Hinn óvenjulegi Míchael Came......'".... g0 Naslið - ogkomist 1 fintform ■ • • • ... 95 Húnsýnirhjálpsemiiver 1 ••■ ........101 Lesiðiandlit........................... 106 Ssetir draumar ........... .............111 Manníifigeimnum ...........'•••'".......122 Karlmenn og lY§ar ......... ............125 Lausnákrosstölugátu ...........126 1 Kvonfangið...........•"•" læknavisindum Erfðafræði: Eeiknaframfarir 1 læfcnav....^ 55 Krosstölugátan............. .............156 > Hugsaðu! .................. 1. HEFTI - 51. ÁR - JANÚAR - FEBRÚAR 1992 _ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.