Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 8
 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Glaðheimar 14, þingl. eign Þóris Jóhannssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðung- aruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. janúar 1992, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Gústafsson hrl., Fjárheimtan hf., Jón Ingólfsson hrl., Reynir Karlsson hdl. og Landsbanki íslands. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Matgæðingur vikuimar Stóðhestastöð ríkisins Gunnarsholti, Rangán/öllum, 850 Hellu, sími 98-75320 HESTAMENN Nýtt stóðhestahús verður kynnt í Gunnarsholti laug- ardaginn 25. janúar kl. 14. Margir af efnilegustu stóð- hestum landsins til sýnis í glæsilegu hesthúsi. Allir velkomnir. Stóðhestastöð ríkisins Utboð Laugarvatnsvegur, Snorrastaðir - Laugardalshólar Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3,8 km kafla á Laugarvatnsvegi. Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðarlag 21.000 m3, fláafleygar, blönduð færsla 4.900 m3 og skeringar 8.000 m3. Verki skal að fullu lokið 27. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 10. febrúar 1992. Vegamálastjóri Kl KENNARASAMBANDISLANDS Grettisgötu 89-105 Reykjavík - Sími 91 -624080 - Símabréf 91 -623470 Frá stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands Kennarasamband Islands óskar að taka góða sumar- bústaði á leigu á sumri komanda. Sumarbústaðir víðs vegar um land koma til greina en sérstaklega vantar okkur bústaði á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Upplýsingar veitir formaður stjórnar Orlofssjóðs, Sig- ríður Jóhannesdóttir. Viðtalstími á skrifstofu Kl á mánudögum frá kl. 14.30 til 17.00, heimasími 92-12349. Tilboð, gjarnan með mynd af sumarhúsinu, sendist til stjórnar Orlofssjóðs Kl, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 10. febrúar. Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands íslands INNANHUSS- 95 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafíst til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- fagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. ,g óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn .............................. Heimilisfang ...................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 9 Postboks 234 2000 Frederiksberg 9 Kobenhavn 9 Danmark Framandi fiskpottréttur „Þetta er mjög einfaldur og fljót- lagaður réttur. Uppskriftin er ætl- uð fyrir fjórar til fimm manneskjur og í hana má nota alls kyns græn- meti, t.d. gulrætur eða sveppi,“ seg- ir Helga Gísladóttir, matgæðingur vikunnar og húsmóðir. Helga er að mestu heimavinnandi en tekur að sér íhlaupavinnu og hleypur þá í toll og þess háttar snúninga. Hún býður lesendum upp á fram- andi fiskpottrétt sem hún hefur að nokkru leyti búið til eða endurbætt eins og hún nefndi það. Helga er með stórt heimili því oft eru átta manns í mat hjá henni. Hún segir að sér finnist gaman að prófa nýja rétti og oft verði fiskur fyrir valinu. „Börnin myndu þó kvarta ef það væri alltaf fiskur þannig að maður prófar ýmislegt," segir hún. I fjölskyldu Helgu er mataráhug- inn mikill og einnig meðal vina og kunningja. „Mér finnst fólk hugsa meira en áður um hvað það er að borða,“ segir hún. Fiskpottréttur- inn hennar Helgu er ekki fitandi þannig að hann ætti að vera við allra hæfi. En hann hljóðar svo: Það sem þarf 600 g ýsuflök (beinlaus og roðflett) 1 blaðlaukur eða 1 gulur laukur 2 paprikur, mismunandi á lit 1 dós sýrður rjómi Helga Gisladóttir, matgæðingur vikunnar. 2-3 msk. appelsínuþykkni 1 tsk. engifer /2 fiskteningur /2 tsk. salt 1 /2 dl mjólk lítil dós minimais (eða ca 200 g djúpfrystur) Aðferðin Skerið flskinn í bita. Skerið blað- laukinn í ræmur, eða gula laukinn smátt. Þá er paprikurnar einnig skomar í ræmur. Hrærið saman sýrðum rjóma, djús, engifer, fisk- teningi, salti og mjólk í potti. Látið sjóða saman, hrærið síðan öllu grænmetinu út í. Leggið fiskinn í DV-mynd Hanna og sjóðið undir loki í cirka fimm mínútur. Fiskpottrétturinn er borinn fram með hrísgijónum. Helga segir að mjög gott sé að kreista sítrónusafa yfir fiskinn áð- ur en hann er soðinn. Það gerir hann frískari og stinnari. Hún seg- ist gera þetta oft við soðinn fisk. Helga ætlar að skora á Guðrúnu Þórarinsdóttur, sjávarlíffræðingog húsmóður, að vera matgæðingur næstu viku. „Guörún er mikið fyr- ir að elda og hefur gaman af þvi. Þar að auki er hún með stórt heim- ili,“ segir Helga Gísladóttir. -ELA Hinhliðin Ut að borða með Tinu Turner - segir Hans Guðmundsson, markvarðaskelfir í handbolta Hans Guðmundsson í FH er markahæsti leikmaður 1. deildar- innar í handbolta um þesar mund- ir, hefur skorað 105 mörk. Hans hefur einu sinni verið markakóng- ur í 1. deild og verið með marka- hæstu mönnum undanfarin ár. Hans er ahnn upp í handbolta hjá FH í Hafnarfirði en steig þó fyrstu skref sín í handboltanum með erk- ifjendunum Haukum, þá 9 ára gam- all. Kristján Arason og fleiri bekkj- arfélagar hans í þá daga voru harð- ir FH-ingar og voru ekki lengi að telja Hans á að skipta yfir í FH þar sem hann lék óslitið frá 1972-1985. Þá fór hann til Kanaríeyja þar sem hann spilaði með Maritim, kom heim og lék eitt ár með KR og síðan tvö með Breiðabliki. Hann fór aftur til Kanaríeyja í eitt ár, lék með Puerto Cruz, og síðan heim þar sem hann lék með KA í eitt ár. í haust kom hann loks aftur á heimaslóðir, til FH. Það er markahrókurinn Hans Guðmundsson sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Hans Guömimdsson. Fæðingardagur og ár: 26. maí 1961. Maki: Unndís Ólafsdóttir. Böm: Finnm-, 12 ára, Birkir, 7 ára, og Daníel, 6 mánaða. Bifreið: BMW 520, árgerö 82. Starf: Sölumaður í Veggfóðraran- um. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: íþróttir, fjölskyldan og að vera í skemmtilegum félags- skap. Hvað hefúr þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hans Guðmundsson. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vinna leik með einu marki, sérstaklega þegar búið er að tvíframlengja. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að rífast við konuna mína. Uppáhaldsmatur: Maturinn sem konan eldar handa mér á sunnu- dögum. Uppáhaldsdrykkur: ískalt ískóla. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? íslensku strákamir í ensku knattspymunni. Þeir era bestu varamenn í heimi. Uppáhaldstimarit: 3T bílablaðið. Öll önnur tímarit era leiöinleg þar sem maöur les það sama í þeim öllum. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Þessari spurningu er ekki hægt að svara. Ertu hlynntur eða andvigur rikis- stjórninni? Hflynntur. Loks er ríkis- stjóm sem tekur á hlutunum þó sumar aðgerðimar séu óvinsælar. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg væri til í að fara út að borða með Tinu Turner, hún er ábyggilega skemmtileg pesóna. Uppáhaldsleikari: Sean Connery. Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange. Uppáhaldssöngvari: Þeir era marg- ir, Brace Springsteen, Freddy Mercury, Tina Tumer og fleiri. Uppáhaldsstjómmálamaður: Dav- íð Oddsson. Hann er skemmtilega góður stjómmálamaður sem eng- um hefur tekist að klekkja á ennþá. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Öndin Duffy (Duffy duck). Uppáhaldssjónvarpsefni: Dallas, en það er því miður hætt. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Andvígur eftir að þeim var gefið ferðafrelsi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hall- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjami Felixson. Uppáhaldsskemmtistaður: Garða- kráin í Garðabæ. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að verða ríkari en ég er í dag. Þá er ég ekki að meina í krónum talið þó þær megi að sjálf- sögðu vera með í myndinni. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég eignaðist alveg bráðmyndarlegan son í sumar. Ég ætla að eignast annan í næsta sumarfríi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.