Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Erlendbóksjá___________ dv Söngvar Dylans í þrjá tugi ára Ungu fólki finnst það gjaman heyra til undarlegrar sérvisku mið- aldra kynslóðarinnar að hlusta á gamlar upptökur af Bob Dylan að flytja söngva sína. Enda er hann orð- inn fimmtugur, karhnn, og í litlu jarðsambandi við ungu kynslóð sam- tímans. Dylan er þannig fyrst og fremst hetja liðins tíma þótt hann sé enn að semja stundum ágæta söngva og gefa út á geisladiskum. En það er nú svo að hver tími hef- ur sínar hetjur og skúrka. Bob Dylan fór nýjar brautir og samdi söngva sem snertu taugar í hjörtum unga fólksins á sjöunda áratugnum og jafnvel fram á þann áttunda. Hann varð hetja í margra augum, jafnvel tákn og talsmaður nýrra viðhorfa, nýrrar kynslóðar sem sætti sig ekki við það sem henni fannst dapurlegur hversdagsleiki foreldranna og ákvað því að blása rækilega út. Allt það brambolt tilheyrir nú fyrir löngu sögunni og sumir segja að það ætti Dylan að gera líka. En hann er maður sem hefur sjaldnast farið troðnar slóðir og neitar alveg að láta setja sig á safn. Fór eigin leiðir í tímans rás hafa verið skrifaðar fáeinar ævisögur Bob Dylans. Þessi nýjasta bók, eftir blaðamanninn og Dylan-fræðinginn Clinton Heylin, ber að minu viti af öllum fyrri til- raunum til að skrá feril Dylans í let- ur. Þar kemur margt tii. Heylin þekkir viðfangsefnið augljóslega afar vel án þess að vera á nokkum hátt háður Dylan eða annast hagsmunagæslu fyrir hann. Heylin hefur kynnt sér nánast allt sem skrifað hefur verið af og um Dylan í þijátíu ár, vitnar óspart til slíkra ummæla manna og sker af þekkingu og rökvísi úr ágreiningsefnum ef fullyrðingar stangast á. Hann situr heldur ekki fastur í fyrstu frægðaránnn Dylans, eins og sumir ævisöguritarar, heldur rekur ítarlega ævi hans og feril allt til dagsins í dag. Bob Dylan Ljóst er að Dylan, eins og hann kaus að kalla sig um 1960, fór snemma eigin leiðir. Hann ákvað á unglingsárum að verða söngvari og tónlistarmaður, kenndi sjálfum sér á píanó, gítar og munnhörpu - eftir að hafa fylgst með vinnubrögðum tón- listarmanna sem lifðu af að spila á misjafnlega ómerkilegum skemmti- stöðum í miðríkjum Bandaríkjanna. Hann lifði jafnframt snemma hálf- gerðu bóhemlífi, drakk ótæpilega og vakti móðurlega umhyggju kvenna hvar sem hann fór. Þegar Dylan kom til New York, fátækur og óþekktur, árið 1961, var hann þegar orðinn fær tónlistarmað- ur en hafði lítt sinnt laga- og texta- smíð. Á næstu árum samdi hann hins vegar marga af sínum eftirminnileg- ustu söngvinn. Heylin rekur með athyglisverðum hætti hversu Dylan var opinn fyrir áhrifum úr öllum áttum. Þess gætti mjög í tónsmíöum hans. Hann var gjam á að taka þjóðlög sem hann heyrði og breyta þeim á ýmsan hátt. Þannig uröu reyndar sum þekktustu laga hans til. Klíkuforinginn Dylan varð eins konar súper- stjama þegar líða tók á sjöunda ára- tuginn - bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Því fylgdu lika ókostir frægðarlífsins. Hann dældi í sig lyfj- um og fíkniefnum alls konar, lifði hátt, safnaði um sig hirð og gerðist klíkuforingi sem þoldi hvorki gagn- rýni né afskiptasemi. Samtímis fór hann inn á nýjar brautir í tónlist sinni; lét ekki gítar- inn og munnhörpuna nægja lengur heldur kom sér upp háværri hljóm- sveit sem vakti mikla reiði áköfustu dýrkendanna vestanhafs. En þegar Dylan lenti í frægu slysi á bifhjóli sínu árið 1966 urðu veruleg tímamót í lífi hans. Ekki vegna þess að slysið væri eins alvarlegt og látið var í veðri vaka, að sögn Heyhns, heldur hins að hringekjan stöðvaðist og Dylan fékk loks tóm til að hugsa sinn gang, skoða líf sitt og komast að þeirri niðurstöðu að nóg væri komið af brjálsemi frægðarlífsins. Hann ákvað að draga sig í hlé. Fyrir og eftir frelsun En auðvitað gat Dylan ekki sest í helgan stein. Hann hélt áfram að semja lög og texta, gefa út plötur og fara í hljómleikaferðir um allan heim - jafnvel nú fyrir skömmu til íslands. Ferill hans hefur verið harla skrykkjóttur síðustu áratugina, ekki síst eftir að hann „frelsaðist“ um árið. Þau hliðarspor eru öll rakin hér. Hin síðari ár hefur Dylan þótt sækja í sig veðrið á ný eftir trúar- tímabilið. Sum þeirra laga sem hann hefur samið að undanfömu sýna að hann hefur enn margt að segja. Heylin metur verk Dylans tæpi- tungulaust og er ófeiminn að segja kost og löst á söngvum hans og flutn- ingi. Hann er hins vegar opinn fyrir þeim nýjungum og breytingum sem einkennt hafa vinnubrögð Dylans alla tíð en sem margir aðdáenda hans áttu svo erfitt með að sætta sig við. Þetta er vönduð bók sem fær Dyl- ansinna til að rifjað upp gamlar, góð- ar minningar en gæti kannski einnig skýrt fyrir öðrum hvers vegna plötur Bob Dylans eru enn settar á fóninn. DYLAN: BEHIND THE SHADES. Höfundur: Clinton Heylin. Penguin Books, 1991. Hamingjan í nýjum Buick Breska tímaritið Granta hefur vakið athygli á síðustu árum fyr- ir forvitnilegt efni. í þessu hefti er skáldskapurinn í fyrirrúmi. Þar ber hæst kafla úr skáldsögu eftir nýjan banda- rískan höfund, Bill Morris, um líf, starf og ástríður starfsmanna bílaverksmiðja í höfuðborg bandaríska bílaiðnaðarins, Detroit, árið 1954. Þessi saga kem- ur út í vor og nefnist Biography of a Buick. Ekki er síður forvitnileg sagan „The Night of the Railwaymen’s Ball“ eftir tékkneska rithöfund- inn Ivan Klíma. Nafnið mun vísa óbeint til dansleiks járnbrautar- starfsmanna í Prag 18. janúar árið 1978, en það leiddi til hand- töku Vaclav Havels og fleiri for- ystumanna í tékknesku mann- réttindasamtökunum. Jeremy Rifkin, sem er áróðurs- maður umhverfisvemdarsinna, skrifar í anda Upton Sinclairs sögu amerískrar belju sem verð- ur að hamborgara og birtir með tilheyrandi myndir úr sláturhús- um. Einnig skal nefna af góðu efni ljósmyndir sem Eugene Ric- hard tók á ferð með löggunni í Fíladelfíu um borgarhverfi sem þeir kalla „vígvöllinn". GRANTA 38. Ritstjóri: Bill Buiord. Granta Publications. 1991. Böm nýrrar jámaldar J.M. Coetzee hefur samið nokkrar athyglisverðar sögur sem gerast í því andlega og póli- tíska eyðilandi sem Suður-Afríka aðskilnaðarstefnunnar hefur verið. Af fyrri bókum hans em skáldsögurnar „Waiting for the Barbarians“ og „Life & Times of Michael K“ forvitnilegastar. í þessari sögu eru það hrömun og dauði sem ráða ríkjum. Sögu- maður er roskin kona sem er að tærast upp af krabbameini. Hún býr ein í húsi sínu, þar sem dótt- ir hennar er búsett í fjarlægu landi, en hefur blökkukonu sér til aðstoðar. Dag nokkum sest róni að í garðinum hjá henni og með þeim takast kynni. Sagan gefur jafnframt mynd af upplausn þjóðfélagsins þar sem hópar blökkuunglinga láta gjam- an til sín taka á götum úti. Það era þessir unglingar sem ein sögupersónan kallar „góð böm, þau era eins og jám, við erum hreykin af þeim.“ Það era einmitt viðhorf slíkrar aldar hins harða, kalda jáms, hins spartneska hugsunarháttar, sem einkenna söguna. Hin mjúku gildi era fjarri huga persónanna - og dauðinn nálgast. AGE OF IRON. Höfundur: J. M. Coetzee. Penguin Books, 1991. Skáldsögur 1. Judlth Kranlz: DAZ2LE. 2. Thomm Marrla: THE SILENCE OF THE LAMBS. 3. John le Cerré: THE SECHET PILCRIM. 4. Colln Forbea: WHIRLPOOL. 5. Dtok Francla: LONQSHOT. 6. Maeve Blnchy: CIRCLE OF FRIENDS. 7. Stephen Klng: FOUR PAST MIDNIOHT. 8. Catherlne Cookaon: THE OILLVVORS. 9. Dean R. Koontz: COLD FIRE. 10, Ellzabeth Jane Howerd: THE LIGHT YEARS. RH almenns eðlis:; : 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Tom Bower MAXWELL: THE OUTSIDER. 3. Mlchael Palln: AROUND THE WORLD IN 80 DAY8. 4. Roae Clarke: A KIND OF MAOIC. 5. Sbnon Mayo: SIMON MAYO’S CONFESSIONS. 8. D, Adams & M. Cawardine; LAST CHANCE TÖ SEÉ. 7. Betty Shlne: MIND MAQIC. 8. R. Leigh 8 B. Wood: THE ESSEX QIRL JOKE BOOK. 8. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. V; 10. Jeremy Paxman: FRIENDS IN HIQH PLACES. (Byggt á The Sunday Ttm«) Bandarikin Skáldsögur: 1. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 3. Sfephen Klng: THE WASTE LANOS- 3. Micheel Crichton: JURASSIC PARK. 4. Tony Hlllerman: COYOTE WAITS. 5. Dean R. Koontz: COLD FIRE. 0, Jean M. Auel: THE PLAINS OF PASSAQE. 7. J. M. Dlflard: ! STAR TREK VI: THE UN- DISCOVERED COUNTRY. 8. Mario Puko: THE FOURTH K, 9. Stephon Klng: FOUR PAST MIDNIGHT. 10. Forreat Carter: THE EDUCATION OF LITTLE TREE. 11. W.E.B. GrHfln: THE WITNESS. 12. Johanna Lindsey: PRISONER OF MY DESIRE. 13. Maeve Blnchy: CIRCLE OF FRIENDS. 14. Margaret Truman: MURDEH AT THE NATIONAL CATHEDRAL* 15. A.S. Byatt: POSSESSION. Rit almenns eðlls: t. Robert Fulghum: ALL 1 REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KiNDERGARTEN. 2. Jim Qarriaon: ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. 3. Robert Fulghum; IT WAS ON PIRB WHEN I LAY DOWN ON IT. 4. Deborah Tannan: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 5. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 6. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 7. Kenneth C. Davla: OON'T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. 8. Charloa Kuralt: A LIFE OH THE ROAO. 9. M. Soott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. ' 10. Dlane Ackarman: ;:: A NATURAL HISTORY OF THE : : SENSES. (8yggl á New Yort Tlmea Book Revlew) Danmörk Skáldsögur: 1. Carít Etlar: GJ0NGEH0VDINGEN. 2. Mary Wesley: IKKE EN AF OEN SLAGS PIGER. 3' BH«ElUDEN<M]fN DATTER. 4. Alice Walker: HANS TREDJE UV. 5. Jan Cuillou: KODENAVN COQ ROUGE. 6. A. de Salnt Exupery: DEN LILLE PRINS. 7. Jan Gulllou: DEN DEMOKRATISKE TERROR- IST. 8. Ib Michael: REJSEN TILBAGE. 9. KHALIL GIBRAN: PROFETEN. 10. Herbjarg Wassmo: (Syggt á PollUken Sendag) Metsölukiljur Bretland Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.