Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 23 „Mér finnst eins og ég hafi átt aö hringja í tryggingafélagið og ræöa viö menn þar áður en ég stökk í sjó- inn. í samtölum við tryggingafélagið eftir á finnst mér ég hafa getað lesið x milli hnanna að ég hafi ekkert átt að stökkva, hreinlega átt að láta mann- inn vera. Ég var einn skipveija í flot- gaUa og hefðum við misst manninn hefði ég þurft að lifa við þá hugsun til æviloka að við hefðum kannksi getað bjargað honum. Sem betur fer stökk ég og félagi minn bjargaðist lifandi um borð. Hins vegar skaddað- ist ég illa á öxl þegar verið var að draga okkur að skipinu. Ég er með 75 prósent örorkumat í dag sem þó er háð endurmati. Ég hef orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna tekju- taps þar sem ég hef ekki getað unnið neitt að ráði síðan. Þar sem meiðsl mín munu ekki vera neinum einstök- um að kenna og þar sem ég stökk í sjóinn virðist ég ekki að fullu tryggð- ur. Það hafa fleiri en ég stokkið eftir félögum sínum í sjóinn og einhveijir eiga örugglega eftir að gera það. Það er rosalegt til þess að vita að ef eitt- hvað kemur fyrir þessa menn, eins og mig, þá eru þeir ekki aimennilega tryggðir. Skiptir þá engu þó þeir séu að bjarga mannslífum. Spurningin um lif eða dauða virðist ekki skipta Gunnar Kristinsson er svekktur yfir að þurfa að standa í stappi við útgerð og tryggingafélag til að fá fullar bætur en hann slasaðist við að bjarga skipsfélaga sínum frá drukknun. Gunnari finnst ekki ganga að sjómenn þurfi að spá í tryggingabætur þegar bjarga þarf manni úr lifsháska. DV-mynd GVA ÍVélskólann „Ég skánaði tölvuert við aðgerðina en fyrir hana gat ég ekki notað hægri höndina af neinu viti. Ég fór í endur- hæfingu en hef ekki getað unnið við þá vinnu sem ég hef menntað mig til. Ég er með 1. stigs próf frá Vélskól- anum og settist aftur í Vélskólannm í haust til að ná mér í réttindi í von um að ég skáni. Það er ekki um ann- að að ræða. Ég get unnið á vernduð- um vinnustað en það lifir enginn af þeim launum. Annars fór ég í nokkra afleysingatúra á stóru fiskiskipi á síðasta ári en þá vann ég bara við eftirlitsstörf, var ekkert á dekki.“ Enginn sökudólgur Tryggingafélagið, Samábyrgð fiski- skipa, greiddi aðgerðina en annars finnst Gunnari að tryggingafélagið eða útgerðin hafi ekki sýnt neina lip- urð í hans málum. „Ég hélt að maður væri tryggður að fullu á þessum skipum en trygg- ingin virðist vera ósköp takmörkuð. Hún nær alla vega ekki til atburðar eins og þess sem ég lenti í. Ef maður á að fá fullar bætur eftir slys þarf einhver sökudólgur að vera og það Slasaðist við að bjarga skipsfélaga sínum frá drukknun: Stendur í stappi til að fá fullar bætur tryggingafélög neinu máh,“ sagði Gunnar Kristinsson í samtali við DV. Gunnar vann það afrek að morgni 7. mars 1990 að stökkva eftir félaga sínum, Björgvini Helgasyni, sem féh fyrir borð á Óskari Halldórssyni RE 157. Var skipið þá statt suðvestur af Surtsey, í 6-8 vindstigum og miklum sjógangi. Gat Gunnar komið Björg- vini í Markúsarnet og var hann dreg- inn um borð. Vegna sjógangs flæktist Gunnar í netinu og slasaðist illa á öxl þegar verið var að draga þá fé- laga að skipinu. Verulegttjón Afrek Gunnars átti eftir að draga dilk á eftir sér þar sem hann varð fyrir líkamstjóni og ekki síst fjár- hagslegu tjóni vegna verulegs tekju- taps. Til þessa hefur hann aðeins fengið minni háttar bætur sem koma engan veginn í staöinn fyrir vinn- utapið. Hann var að kaupa íbúð í Kópavogi og hefði misst hana hefði hjálp nánustu skyldmenna ekki komið til. Gunnar er reiður þar sem tryggingamál í björgunartilvikum sem þessum og tryggingamál sjó- manna almennt eru alls ekki á hreinu. Áður en lengra er haldið seg- ir Gunnar frá morgni 7. mars fyrir tæpum tveimur árum: „Við vorum að láta trollið fara. Ég og Björgvin höfðum verið að lása svokallaðan dauðahlekk í toghlerana og vorum að ganga frá þegar alda kom á skipið. Við það slengdist blökk í Björgvin og hann kastaðist fyrir borð. Hann hélt rígfast í dauöahlekk- inn sem hann átti að lása stjóm- borðsmegin og hékk þannig aftan í skipinu í sjónum. Það varð eðlilega panik um borð. Það var kastað til hans björgunarhring en hann virtist ekki þora að sleppa takinu af ótta við að týnast. Hann var bara í venjuleg- um sjógalla og hefði að öllum hkind- um sokkið eins og steinn hefði hann sleppt. Það var líka leiðindaveður, 6-8 vindstig og mikih sjór. Varð að stökkva Það er erfitt að gera sér grein fyrir hve langan tíma þetta tók en við - virðist eins og ég hafi bara átt að láta hann fara sáum að Björgvin var orðinn mjög þrekaður og okkur leist alls ekki á blikuna. Ég var sá eini sem var í vinnuflotgaha og skyndilega var ekki um annað að ræða en stökkva eftir honum. Þetta var orðin spurning um sekúndur. Það var bundinn í mig spotti úr Markúsametinu, ég stökk út og netið fylgdi á eftir. Það var búið að kasta einhveiju af spottum út áður en ég stökk og eins á eftir. Ég náði að koma Björgvini í netið en öldugangurinn var svo mikill að við köstuðumst tíl eins og korktapp- ar. Það varð til þess að ég flæktist í bakstroffunni og spottunum bak- borðsmegin. Þannig lá ég flæktur þegar byrjað var að hífa okkur inn og ég varð svo fastur að ég gat mig hvergi hreyft. Ég lá með hægri hönd- ina yfir höfðinu og var mikið til í kafi. Ég hélt satt að segja að þetta yrði mitt síðasta, ég mundi drukkna eins og köttur í poka. Það kom alveg rosalegt átak þegar þeir toguðu okkur inn og mér fannst eins og ég mundi hreinlega shtna í sundur. Þar sem ég lá þama bjargar- laus hélt ég að þeir toguðu okkur inn með handafh og að öldugangurinn strekkti svona að mér. Nú nýlega frétti ég hins vegar að þeir hefðu notað spil og krana. Það er því ekki skrýtið þó mér hafl fundist ég vera að shtna þar sem ég lá nánast eins og dauður fiskur við skut skipsins. Gat skorið sig lausan Það varð mér til bjargar að ég var með vasahníf í bijóstvasa flotgahans og mér tókst einhvern vegin að ná í hann með hendinni sem lá yfir höf- uðið á mér og skera mig lausan. Ég var svo feginn að losna úr þessari flækju að ég hugsaði um það eitt aö svamla frá skipinu. Þeir náðu að hífa Björgvin upp skutrennuna og köst- uðu síöan gúmbjörgunarbát niöur til mín. Mér tókst að svamla að honum þó ég hefði fjarlægst skipið verulega en var orðinn of máttfarinn tíl að komast um borð. Stýrimaðurinn stökk þá niður og gat hjálpað mér. Það var settur í mig spotti og ég hífð- ur um borð. Það gekk aht saman eðlhega fyrir sig.“ Óskar Halldórsson sigldi th Vest- mannaeyja þar sem farið var með Gunnar og Björgvin í læknisskoðun á sjúkrahúsinu. Björgvin var lagður inn en náði sér að mestu síðar. Gunn- ar var krambúleraður og marinn og kvartaði yfir miklum verkjum í öxl- unum. Myndataka leiddi hins vegar í ljós að hann var óbrotinn. Læknir ráölagði honum að fara heim til fjöl- skyldunnar og jafna sig en hann skyldi þó reyna að komast á sjó aftur eins fljótt og hann treysti sér. Helaumur allan tímann „Ég tók þriggja vikna frí. Ég var helaumur í öxlunum allan tímann en læknir hélt að ég hefði tognað á axlarsvæði. Ég fór aftur th sjós og hélt það út th loka júlí. Ég var alltaf að drepast í öxiinni en hélt að það væri ekkert svo alvarlegt. Þegar ég kom í land heimsótti ég Eggert Jóns- son bæklunarlækni sem verið hefur mér mjög hjálplegur síöan. Hann hélt í fyrstu að þetta væri ekki svo alvarlegt en ég fann fyrir stöðugum verkjum í öxlum, herðum og alla leið upp í háls. Hann gaf mér deyfandi sprautu og sagði að ég ætti að taka mér hvíld.“ Gunnar fór í land þar sem hann var að eignast barn með konu sinni auk þess sem honum haföi boðist vinna við bílamálun. Þar entist hann hins vegar ekki lengur en í mánuð, sagðist hafa verið alveg búinn að vera eftir þann tíma. „Þetta er kannski ein ahsheijar vælusaga og margir halda sjálfsagt að þetta sé helber aumingjaskapur hjá manni. Ég var meira aö segja farinn að halda það sjálfur á tíma- bhi. En fólk gerir sér bara ekki ai- mennhega grein fyrir í hveiju ég lenti." Þegar leið á haustið áleit læknir Gunnars að eina ráðið væri skurðað- gerð. Gunnar fór í skurðaðgerð í des- ember þar sem fjarlægt var smábein og bólguvefur. verður að hafa gerst um borð. Það er eins og ég eigi að khna þessu upp á fyrrum skipsfélaga mína. Ég fékk sjúkradagpeninga, um 20 þúsund, þar til ég fór aftur að vinna og síðan um 20 þúsund frá trygginga- félaginu. Þá benti Lífeyrissjóður sjó- manna mér á að ég gæti fengið greiðslur úr lífeyrissjóði vegna ör- orkunnar, um 20 þúsund. En það lif- ir enginn af 40 þúsundum á mánuði. Ég var að kaupa íbúð og hafði haft 150-200 þúsund á mánuði svo viö- brigðin urðu eðlhega mikh fyrir mig. Tryggingastærðfræðingur hefur reiknaö tekjutap upp á mhljónir en Samábyrgð fiskiskipa hafnar öllum mínum kröfum í þá veru. Það lítur út fyrir að máhð fari fyrir dóm og þá skýrist staða sjómanna væntan- lega gagnvart tryggingum." Gunnar er svekktur yfir því að sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa bjargað félaga sínum frá drukknun. „Ég er ekki að sækjast eftir því að komast í blöðin en ég var hvattur til að verða við beiðni ykkar um viðtal ef það gæti vakið athygli á stöðu sjó- manna í tryggingamálum. Það er for- kastanlegt að sjómenn skuh ekki vera að fullu tryggðir þegar þeir leggja sig í hættu við að bjarga lífi félaga sinna. Það getur enginn heh- vita maður staðið á borðstokknum og velt fyrir sér mögulegum trygg- ingabótum þegar um lif eða dauða er að tefla.“ -hlh \7TDITCMTri TTTTTnPC A T A V HirvJVolVllUd U U X ^/\ I j/\ _ ALAFOSS I MOSFELLSBÆ - band - bómullarpeysur - ullarpeysur værðarvoðir - fínullarnærföt Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga. Sendum í póstkröfu, sími 91 -666303.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.