Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Til leigu og sölu brúðarkjólar frá San-Martin, einnig samkvæmiskjólarog smókingar. ^rwóarkjólaíeipp, fyóm Stallaseh'2 0 109Reykjavík 0 Sími 73471 VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf félagsins fyrir árið 1992 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 31. janúar 1992. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin BMW 518i árgerð '91, topplúga, álfelgur, all- ur hugsanlegur aukaútbúnaður. Verð 1.980.000. Upplýsingar í síma 642323. Nauðungamppboð 30.-31. janúar 1992, annað og síðara, fer fram á eftirtöldum eignum á neðangreindum tíma. Aðaktræti 78, efri hæð, Patreksfrrði, þingl. eign Egils Össurarsonar og Sig- fríðar Sigurjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Gunnars Sæmundssonar hrl., Skúla J. Pálmasonar og Húsnæðisstofhunar ríkisins fimmtudaginn 30. janúar 1992 kl. 18.00 á skrifstofú embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði. Balar 4, jarðhæð t.h., Patreksfirði, þingl. eign Örlys Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Húsnæðisstofhunar ríkisins, Grétars Haraldssonar hrl. og Sigríðar Thorlacius hdl. fimmtudag- inn 30. janúar 1992 kl. 18.30 á skrif- stofii embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði. Skálholt, Barðastrandarhreppi, þingl. eign Flóka h/f, fer fram eftir kröfú LÖeyrissjóðs Vestfirðinga og Vátrygg- ingafélags íslands föstudaginn 31. jan- úar 1992 kl. 10.00 á skrifstofu embætt- isins að Aðalstræti 92, Patreksfirði. Lóð úr landi Bijánslækjar til bygging- ar þriggja íbúðarhúsa og eins veit- ingaskála, þingl. eign landbúnaðar- ráðuneytisins, fer fram eftir kröfú Byggðastofnunar, Landsbanka ís- lands og Hallgríms B. Gefrssonar hrl. föstudaginn 31. janúar 1992 kl. 10.30 á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksffrði. Aðalstræti 39, neðri hæð, Patreks- ffrði, þingl. eign Finnboga Pálssonar, fer fram eftir kröfú Islandsbanka h/f föstudaginn 31. janúar 1992 kl. 11.00 á skrifstofú embættisins að Aðalstræti 92, Patreksffrði. Aðalstræti 39, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Sigríðar Pálsdóttur, fer fram eftir kröfú Gunnars Sæmunds- sonar hrl., Húsnæðisstofiiunar ríkis- ins og Lögheimtunnar h/f föstudaginn 31. janúar 1992 kl. 11.30 á skrifstofú embættisins að Aðalstræti 92, Pat> reksfirðL SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU Andlát Myndgáta Jón Már Gestsson, Hringbraut 119, Reykjavík, andaðist 22. janúar. Aðalsteinn Hallgrímsson, Hraunbæ 42, Reykjavík, andaðist í Borgar- spítalanum fimmtudaginn 23. jan- úar. Tilkynningar Félag eldri borgara Sunnudaginn 26. janúar verður spiluð félagsvist kl. 14 í Risinu. Fugl í búri sýnt kl. 17. Dansað í Goðheimum kl. 20. Silfurlínan síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borg- ara. Símatimi alla virka daga frá kl. 16-18. Símalínan, sími 616262. Saurbæingar, athugið! Þorrablót Saurbæinga verður haldið i kvöld í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Húsið opnar kl. 18.45. Mætum öll. Fundur Aðalfundur Oddafélagsins veröur haldinn í Odda á Rangárvöllum og á Hellu sunnudaginn 2. febrúar nk. Jónas Gíslason vígslubiskub prédikar í Odda og Páll Bergþórsson veðurstofú- stjóri flytur erindi á Hellu. Aðdragandi aðalfundarins sjálfs verður með eftirtöld- um atburðum og eru að vonum allir vel- komnir að taka þátt í þeim, hvort sem menn sækja aðalfund í lokin eða ekki. Klukkan 2 e.h.: Messa í Oddakirkju. Aö messu lokinni í Odda veröur haldið í kaffi í Laufafelli (Grillskála) á Hellu. Um kl. 4 e.h. verða haldin tvö stutt erindi í Laufafelli. Klukkan 5 hefst svo á sama stað aðalfundur Oddafélagsins. Reykvík- ingum og nágrönnum er bent á að bíll frá Austurleið fer frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) kl. 12 á hádegi en heimferð frá Hellu til Reykjavíkur verður í síðasta lagi kl. 7 um kvöldið. Farpöntun og nánari uppl. hjá formanni Oddafélagsins, Þór Jakobs- syni, í simum 600600 og 31487. Aðalfundur Bolvikinga- félagsins verður á morgun, sunnudaginn 26. jan- úar, í veitingahúsinu Glæsibæ og hefst kl. 16. Meiming Góðir gestir - góðir gestgjafar Þaö voru svo sannarlega góöir gestir sem sóttu Sin- fóníuhljómsveit íslands heim á fimmtudagskvöldið en þar voru á ferðinni fmnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vánska og píanóleikarinn Dmitry Alexeév. En það er eins gott að góðir gestir fái góðar móttökur, og það fengu þeir svo sannarlega því að framlag heimamanna var með ágætum. Tónleikarnir hófust á verki eftir Finn Torfa Stefáns- son sem hann kallar Hljómsveitarverk n og bendir sú nafngift til að þetta sé ekki fyrsta hljómsveitarverk hans, þó að þetta sé hið fyrsta sem hér heyrist. Verkið byggist að mestu á örlitlum laglínubrotum, uppbygg- ingin er ekki hefðbundin og hljómræn framvinda ekki heldur en samt tekst Finni að ná fram spennu og að skapa heilsteypt verk. Verkið virkar á mig að sumu leyti eins og mynd sem er samsett úr örlitlum smábrot- um sem samankomin mynda eina sannfærandi heild. Þegar maður skoðar þessi smábrot kemur í ljós að þau eru býsna fjölbreytileg og að þar kennir margra Ut- ríkra grasa. Finnur teflir saman andstæðum í hljóm- sveitarht, bæði andstæðum hljóðfærahópum og and- stæðum í fjölda, þ.e. fáum hljóðfærum gegn mörgum. Oft mátti heyra mjög fallega samsetta hljóman, eins Tónlist Karólína Eiríksdóttir og til dæmis hjá tréblásurum um miðbik verksins. Kröftug hljómsveitartúttí heyrðust svo inn á milli. Þau voru líka mjög stutt eins og laglínubrotin og komu skyndilega og óundirbúin. Flutningurinn var mjög góður og komu þessar andstæður og spenna mjög vel fram. Hið vinsæla tónaljóð Richards Strauss um prakkar- ann fræga, Till Ugluspegil, var næst á dagskrá. Strauss lætur engan sérstakan söguþráð fylgja tónaljóðinu en tvö aðalstef leiða áheyrandann með söguhetjunni í gegnum verkið; hið hetjulega sem Joseph Ognibene kynnti fyrir okkur á fyrstu sekúndum verksins með sínum siifurtæra homtóni og prakkarastefið sem oft- ast heyrist í klarinettum. Tónaljóöið er fyrir stóra Finnur Torfi Stefánsson. Frumflutt var hér á landi verk hans, Hljómsveitarverk II. hljómsveit og var liðsauki í tréblásuram. Þetta skilaði sér allt með ágætum og var flutningurinn kraftmikill, nákvæmur og lifandi. Eftir hlé var mættur Dmitry Alexeév sem lék þriðja píanókonsert Prokofievs áséunt hljómsveitinni. Það er mikill fengur í slíkum gesti, hann hefur flest það til að bera sem prýða má einn píanóleikara. Hann ræður yfir afburðatækni, óvenjulega klingjandi og glitrandi tón og þeirri innlifun sem til þarf til að koma tónlist- inni til skila, án þess þó aö ofgera neinu. Áheyrendur kunnu líka að meta hann og tókst að kría út úr honum lítinn vals eftir Chopin sem aukalag. Hljómsveitin spilaði vel á þessum tónleikum, bæði sem heild og þeir fjölmörgu einstaklingar sem skipa hana. Osmo Vánska er einn af þessum finnsku stjömu- hljómsveitarstjórum sem hafa lært hjá Jorma Panula og er með allt sitt á hreinu. Hann gæddi öll þessi verk því lífi sem í þeim býr og tókst svo sannarlega að laöa það besta fram hjá hljómsveitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.