Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992.
Kvikmyndir
Ný mynd frá meistara
hryllingsmyndanna
Þótt lengi megi deila um hvað
þurfl til að gera góða kvikmynd eru
flestir sammála um að efnisþráður-
inn og það hvemig handritið er
skrifað skipti miklu máli. Því eru
kvikmyndaframleiðendur sífellt að
leita að góðum efnivið. Flestir
reyna að semja viö þekkta rithöf-
unda um að fá aö færa bókmennta-
verk þeirra í kvikmyndabúning.
En það er ekki alltaf auðvelt að
yfirfæra flókinn texta bókar yfir á
filmu þannig að útkoman verði
heilsteypt mynd. Kvikmyndin
byggist á hreyflngu og því að alltaf
sé eitthvað að gerast á tjaldinu til
að halda athygli áhorfandans vak-
andi.
Það er oft talað um að ákveðnar
Umsjón
Baldur Hjaltason
bækur sé ekki hægt að heimfæra
yfir á hvíta tjaldið. En fyrr eða síð-
ar ákveður einhver kvikmynda-
framleiðandi að gera tilraun tii að
kvikmynda efni viðkomandi bókar
með mismunandi árangri. Gott
dæmi um bók, sem mörgum hafði
langað til að kvikmynda en enginn
lagt í íyrr en Philip Kaufmann sló
til árið 1988, er The Unbearable
Lightness of Being eftir Tékkann
Milan Kundera. Þeim félögum
Philip Kaufmann og Jean-Claude
tókst í sameiningu að skrifa hand-
rit sem fléttaði saman á aðdáunar-
verðan máta stjórnmálaástand og
hin skynrænu áhrif þegar Rússar
réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968 og
náðu þannig mjög vel að draga
fram anda bókarinnar.
Umdeilt
bókmenntaverk
Nýlega var frumsýnd myndin
Naked Lunch sem kanadíski leik-
stjórinn David Cronenberg leik-
stýrði og er byggð á hinni sam-
nefndu þekktu og jafnframt um-
deildu bók Williams S. Burroughs
sem hann skrifaði 1959. Cronen-
berg lét meira að segja hafa eftir
sér einu sinni í blaðaviðtali aö það
væri ómögulegt að gera kvikmynd
byggða á Naked Lunch. Það gengi
hreint og beint ekki upp að gera
mynd sem gæti komið til skila inni-
haldi bókarinnar. Það kostaði um
25 milljarða íslenskra króna að
gera slíka mynd og þar að auki
yrði hún bönnuð í öllum löndum.
Bókin hefur veriö dýrkuö af
mörgum síðan hún var gefin út,
ekki sist vegna þess að hún átti
stóran þátt í því að bijóta niður
kvikmyndaeftirlit og ritskoðun í
Bandaríkjunum á þeim tíma.
Efnisþráður
I Naked Lunch hefm* Cronenberg
útfært þá hugmynd sína að líta á
mynduppbygginguna sem grein-
ingu á þeim stíl sem Burrough
beitti við skriftir. Miðpunktur
myndarinnar er William Lee (Peter
Welles) sem margir telja að sé hinn
persónuleiki Burroughs eða dular-
gervi. William er meindýraeiðir í
New York-borg og er myndin látin
gerast um 1953. Hann heldur því
fram við vini sína að hann hafi
verið rithöfundur en gefið það upp
á bátinn fyrir einum tíu árum
vegna þess að það hafi verið of
hættulegt. Hann lifir kyrrlátu M í
hálfgerðu hreysi ásamt konu sinni
Nokkur atriði úr myndum Cronenbergs.
Joan (Judy Davis). Þangað til einn
góðan veðurdag þegar William,
undir áhrifum skordýraeiturs,
drepur konuna sína meðan hann
er að leika Wifiiam Tell. Eftir morð-
ið dregst William smátt og smátt
inn í sinn eigin hugarheim þar sem
hann flýr til ríkisins Interzone, sem
virðist vera sérstök útgáfa af
Tangier. íbúar Interzone virðast
vera samansafn af listafólki, kyn-
villingum og leyniþjónustumönn-
um. William fær hins vegar aftur
þörfina og getuna til að skrifa þótt
í þetta sinn séu það skýrslur sem
hann hefur ekkert meö að gera.
Lífsflótti
Cronenberg hefur útfært efnis-
þráöinn á mjög hugmyndaauðugan
máta. í hugarheimi Williams eru
ritvélamar skordýr sem spýta út
úr sér prentuðum pappír og geta
talað. „Eitt af þeim atriðum sem
ég tek fyrir í Naked Limch er líf
manns sem virðist stýra því eftir
því hvemig hann skynjar um-
hverfið útundan sér. Hann vill ekki
Söguhetjan úr Naked Lunch.
gangast við kynvillu sinni né lista-
köllun ásamt fjölda af öðrum atrið
um. Við erum alltaf að reyna að
flýja frá raunveruleikanum og
jafnvel okkur sjálfum. Það má
segja að í M sínu hafi Burroughs
verið að reyna að flýja andlát konu
sinnar - eins og hann gefur reynd-
ar til kynna í bókinni. í myndinni
minni set ég það þannig fram að
það er ekki lengur vafaatriði.
Myndin er hins vegar frábragðin
bókinni að því leyti að hún er jarð-
bundnari, þar era raunverulegar
persónur sem taka breytingum frá
upphafi til enda myndarinnar."
Undrabam
í myndinni umgengst Wilham
Lee bandarísku hjónin Tom og Jo-
an Frost sem auðsýnilega eiga að
vera nokkurs konar tvífarar þeirra
Burroughs og konu hans. Frost
drepur konu sína fyrir slysni með
voðaskoti og skrifar skáldsögu í
vímukenndu ástandi í Tangier.
Raunar ætlaði Cronenberg alltaf
að gera Naked Lunch í Tangier en
vegna stríðsins fyrir botni Miöjarö-
arhafs varð að breyta öllum áætl-
unum á síðustu stundu og var hún
því tekin að mestu í kvikmynda-
veram.
David Cronenberg hefur verið oft
verið nefndur undrabarn kana-
díska kvikmyndaiðnaðarins. Einn-
ig hefur hann oft verið nefndur
konungur hryllingsmyndanna eða
hryllingsmyndameistarinn. Þessi
nafnbót er til komin vegna áhuga
hans á hrylhngsmyndum.
Cronenberg hefur alla tíö verið
mikill kvikmyndaáhugamaður.
Fyrstu tvær myndimar, sem hann
gerði, vora stuttmyndir. Það voru
Transfer (1966) og From the Drain
(1966).
Góð kímnigáfa
Fyrstu myndina í fullri lengd
gerði hann hins vegar ekki fyrr en
1969 og var það Stereo. Næst kom
Crimes of the Future (1970) sem
fjallaði um framtíðarsýn þegar allt
kvenfólk hafði látið lífið af völdum
sjúkdóms nema ein 5 ára stúlka
sem lifði hann af. í þessari mynd
notaði Cronenberg tækni sem hann
átti eftir að finpússa í sínum næstu
myndum. Cronenberg virtist hafa
gaman af, sérstaklega í sínum eldri
myndum, að láta mannskepnuna
afmyndast á alla kanta fyrir fram-
an sjónvarpsmyndavélina.
Cronenberg vill skilgreina hryll-
ingsmyndir sem hst, eins og kom
fram í viðtali við hann fyrir nokkr-
um áram. „Ég lít á hryllingsmynd-
ir sem ákveðið Ustform eins og
kvikmyndir sem neyða þig til að
standa andspænis atburðum eða
vandamálum sem þú átt erfitt með
að horfast í augu við.“
Næst kom stutt mynd frá Cronen-
berg sem nefndist Secret Weapon
og svo Shivers þar sem Cronenberg
bæði leikstýrði og skrifaði handrit-
ið. Eftir því sem myndir Cronen-
bergs urðu fleiri var lagt meira í
þær. Cronenberg tekst yfirleitt allt-
af einnig að blanda ákveðinni
kímni við efnið sem gerir myndirn-
ar aðgengilegri fyrir stærri hóp en
þann sem eingöngu sækir hryll-
ingsmyndir.
Forvitnilegur
efnisþráður
Rabid (1977) fjallaði um stúlku
sem óafvitandi var smitberi ein-
hvers konar hundaæðis. Sjúkdóm-
urinn breytti fólki í hálfgerð óarga-
dýr sem vildu einungis nærast á
hráu kjöti. í kjölfarið kom svo
Scanners sem er fræg fyrir lokaatr-
iðið þegar höfuð óvinarins spring-
ur í tætlur í orðsins fyllstu merk-
ingu. Brood gekk illa og vildi Cron-
enberg kenna um lélegri kynningu.
Videdrome bauð upp á forvitnileg-
an efnisþráð eins og margar mynda
Cronenbergs. Videdrome er sjón-
varpsstöð sem eingöngu virðist
senda út efni tengt djörfum atriö-
um og ofbeldi. Þetta sjónvarpsefni
virðist hafa einhver seiðmögnuð
áhrif á áhorfendur með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum.
Árið 1983 gerði Cronenberg The
Dead Zone sem lítið fór fyrir. Það
var ekki fyrr en hann leikstýrði
The Fly (1986) að áhorfendur fóru
aftur að flykkjast á myndir hans.
Myndin fjallaði um vísindamann
sem breyttist í flugu vegna mistaka
í einni tilrauna hans. Myndin varð
vinsæl og m.a. fylgdi framhalds-
mynd á eftir, The Fly n. Til að kór-
óna allt saman hefur Cronenberg
sjaldan tekist eins vel upp og í
myndinni The Dead Ringers þar
sem Jeremy Irons fer með hlutverk
tveggja bræðra. Það var því beðið
með óþreyju eftir Naked Lunch og
svo virðist sem enginn Cronen-
berg-aðdáandi ætti að verða fyrir
vonbrigöum. Gagnrýnendur hafa
einnig verið hrifnir af myndinni.
Þannig var það einnig með Barton
Fhnk sem síðan hlaut dræma að-
sókn. Við skulum samt vona að
Naked Lunch fái betri örlög.
Helstu heimildir: Variety, Movieline