Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Side 29
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 41 r_______________________Helgarpopp Bubbi og Sálin seldust mest Plötusala á árinu 1991 var góð hjá útgáfufyrirtækjunum tveimur, Steinum og Skífunni. Fór heildar- plötusalan nokkuð yfir hundrað þús- unda markið. Það þótti einkenna árið hversu dreifingin var jöfn í sölunni sjálfri, margar plötur seldust mjög vel. Þá dreifðist salan betur á mán- uöi ársins en mörg undanfarin ár og þakka hljómplötuútgefendur það ís- lenska tónhstarsumrinu en það átak þótti heppnast vel. Binda útgefendur vonir við að hægt verði að fylgja þessu eftir þannig að 80% af árssöl- Umsjón Snorri Már Skúlason unni fari ekki fram síðustu tvo mán- uði ársins eins og þróunin hefur ver- ið. Það vekur athygli og ánægju að önnur söluhæsta plata ársins 1991 var gefm út á sumarmánuðum en það var plata GCD. Stjórnin gaf einn- ig út plötu um mitt ár sem er í hópi þeirra söluhæstu þegar á heildina er htið. Þessi útkoma hvetur tónhstar- menn vafalaust í framtíöinni th að beina útgáfunni í auknum mæh yfir á þann árstíma. Sálin vinsælasta hljómsveit landsins Sáhn hans Jóns míns átti sölu- hæstu plötu ársins en platan, sem ber nafn sveitarinnar, fór í rúmlega tíu þúsund eintökum. Hún var því önnur tveggja platna sem fór í plat- ínuplötu, hin var plata GCD en hún seldist í 8500 eintökum. Bubbi virðist því halda sæti sínu sem vinsælasti tónhstarmaöur landsins þvi tón- leikaplatan Ég er fór í rúmum fimm þúsund eintökum og Bubbi seldi því um 13.500 plötur í heild á árinu. - plötusala á síðasta ári með mesta móti Sálin hans Jóns míns vinsælasta hljómsveit ársins 1991. Vinsælustu plötur sem Steinar gáfu út á árinu voru annars þessar: Sálin hans Jóns míns 10.000 eintök GCD.........................8.500 Ný dönsk - Deluxe...........6.500 Todmobile - Opera...........5.500 Bubbi.Éger..................5.100 Þorv. B. Þorvaldss. og fl. - Stóru börnin leika sér......5.000 Rokklingamir vinsælir Hjá Skífunni fengust þær upplýs- ingar að íslandslög hefðu selst best af útgáfum fyrirtækisins. Annars var plötusalan mjög dreifð hjá Skífunni eins og reyndar Steinum. Athygh vekur hins vegar htil sala á plötu Egils Ólafssonar, Tifa tifa, en þar vegur þungt að platan var uppseld frá 10. desember og fram th jóla en sá tími er einmitt sá sölumesti á ár- inu. Líth sala á gæðaplötum Geira Sæm og Rúnars Þórs vekja einnig furðu en báðar seldust þær í innan við 2.000 eintökum. Plata Rúnars Þórs virðist þó hafa selst vel eftir jól og gæti veriö komin yfir 2.000 eintaka múrinn. Frumburður Sororicide, The Entity, fór hins vegar í 900 ein- tökum sem þykir ágætt fyrir jafnóað- genghega tónhst og þar er um að ræða. Listinn yfir söluhæstu plötur Skífunnar er annars þannig: íslandslög - ýmsir....6.000 eintök Jólabah með Dengsa.........4.100 Eghl ólafsson - Tifa tifa..3.800 Fyrstuárin.................3.200 Sléttuúlfarnir - Undirbláummána.............3.200 Savanna tríóið - Eins og þá.3.200 Síðan skein sól - Klikkað...3.200 Skífan sá um dreifmgu á plötu og myndbandi Rokkhnganna sem BG- útgáfan sendi frá sér. Seldist sú plata með eindæmum vel eða í 5.500 ein- tökum auk þess sem þúsund mynd- bönd fóru ofan í poka kaupenda. Stuðmenn og Þursar endurútgefnir Kynnl af Þursaflokknum verða endurnýjuð seinna á árlnu. A árinu stendur th að endurútgefa nokkrar af perlum íslenskrar dægur- tónhstar á geisladiskum. Um er að ræða fyrstu plötur Stuðmanna, Sum- ar á Sýrlandi og Tívolí, en hætt er við að þessar plötur séu orðnar gat- shtnar þjá fjölmörgum aðdáendum hljómsveitarinnar enda um vinsælar samkvæmisplötur að ræða. Þursaflokkurinn er ein af ástsæl- ustu hljómsveitum íslands og plötur flokksins hafa verið ófáanlegar um árabh. Þegar hður á árið hyggur hljómplötuútgáfan Steinar á endur- útgáfu á fyrstu tveimur plötum Þursaflokksins, Hinn íslenski Þursa- flokkur og Þursabit. Að sögn Jónat- ans Garðarssonar er einnig inn í myndinni að gefa tónleikaplötuna, sem hljóðrituö var í Þjóðleikhúsinu, út á geisladiski. Árið 1984 stóð th að Þursaflokkur- inn gæfi út plötu sem hefði orðið svanasöngur hljómsveitarinnar. Vinnsla plötimnar var komin nokk- uð á veg þegar tónhstarlegur ágrein- ingur kom upp í hljómsveitinni og í framhaldi af honum var platan lögð í salt þar sem hún hefur legið í átta ár. Tómas Tómasson, bassaleikari hljómsveitarinnar, vann þó við að hljóðblanda plötuna á tímabih en því verki var aldrei lokið. Aðdáendur Þursana hafa beðið eftir að heyra þetta efni í langan tíma og svo gæti farið og þeir fengju þá ósk uppfyhta á næstu misserum. Steinar hafa nefnheg keypt útgáfuréttinn á þeim lögum sem áttu að vera á plötunni með það í huga aö gefa þau út. Jónat- an Garðarsson sagði slíka útgáfu vera í skoðun en talsverð vinna væri enn óunnin þangað th að hægt væri að setja efhiö á disk. Máhö er þó komið á rekspöl og það hlýtur að kæta aðdáendur Þursaflokksins sál- uga. Nýjarplötur Talandi um Þursaflokkin má nefna að minningartónleikar um Karl Sig- hvatsson, hljómborðsleikara hljóm- sveitarinnar, sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu síðasta sumar, verða gefnir út á geisladiski á vormánuð- um. Á tónleikunum sem þóttu vel heppnaðir stigu ýmsir af þekktustu tónhstarmönnum þjóðarinnar á svið th að heiðra minningu fallins félaga. í þeirra hópi voru hljómsveitirnar Trúbrot, Mannakom, Síðan skein sól, Bubbi og títtnefndur Þursaflokk- ur. Hjá Skífunni fengust þær upplýs- ingar að í deiglunni væri útgáfa á annarri plötu undir heitinu Fyrstu árin, sem er afmæhsútgáfa fyrirtæk- isins. Þar flytja lög sín nokkrir af þeim hstamönnum sem Skífan hefur gefið út síðustu 16 árin. Einnig ku standa th aö gefa út plötu með Vinum Dóra í vor og er hugsanlegt aö þar veröi um tvöfalt albúm að ræða. Bubbi selst mest af gömlum vana. Blús í gull Blúsinn er á uppleið og plata K.K., Lucky one, seldist drjúgt í nóvember og desember og fór í guh. Fyrr á ár- inu gerði hljómsveitin Vinir Dóra það einnig gott með plötuna Blue ice. Af útgáfum Ps. músík, en það fyrir- tæki kom nýtt inn á markaðinn á síöasta ári, gerði Stjórnin það best. Söluhæstu plötur hjá fyrirtækinu ' voru annars þessar: Stjórnin - Tvö líf...5.600 eintök Minningar................5.000 K.K. - Lucky one....... 3.500 Geirmundur Valtýsson - Á fuhri ferð .........................3.000 Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum fyrirtækis sem sá um hljómflutningskerfi á tónleik- um Paul Simon í S-Afrlku. Sprengju var komið fyrir í fyrir- tækinu í miðborg Jóhannesar- borgar og sprakk hún án þess að valda slysum á fólki. Hún var þó svo öflug aö rúöur brotnuöu í húsum í nágrenninu. Það voru frelsissamtök minni- hlutahóps blökkumanna sem lýstu ábyrgð á sprengingunni á hendur sér en með henni vhdu þau mótmæla tónleikum Paul Simons í landinu. Tónleikaferðin gekk í hehdina fremur hla og aösókn á tónleikana fimm var dræm þrátt fyrir herta öryggis- Paul Simon er fyrsti rokktón- hstarmaöurinn th aö sækja S- Afríku heim síöan Sameinuðu þjóðimar afléttu feröabanni hsta- og íþróttamanna th landsins, fyr- ir skömmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.