Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. íslensk verkefnisstýra í Strasborg: Æskulýdsstarf á ís- landi ekki nógu virkt - segir séra Yrsa Þórðardóttir sem starfar í Æskulýðsmiðstöð Evrópuráðsins „Það var tvennt sem kom mér mest á óvart eftir að ég byijaði að vinna hér. Annars vegar hvað ríkið heima stendur illa að baki Æskuiýðssam- bandi íslands og hins vegar hvað ýmsum reglugerðum og samþykkt- um Evrópuráösins er iRa framfylgt í íslenskri löggjöf," segir Yrsa Þórðar- dóttir sem undanfarin tvö og hálft ár hefur starfað sem verkefhisstýra í Æskulýðsmiðstöð Evrópuráðsins, fyrst íslendinga. Yrsa er 29 ára gömul, guðfræðingur að mennt og starfaði sem prestur að Hálsi í Fnjóskadal þar til hún tók við starfi sínu í Strasborg á vormánuð- inn 1989. Hún er dóttir hjónanna Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og Þórðar Amar Sigurðssonar. Yrsa segir að líf sitt hafi eiginlega verið eins og jójó á milli íslands og Frakklands. Hún fluttist fyrst 1972, þá 10 ára gömul, tíl Strasborgar ásamt fjölskyldu sinni þegar pabbi hennar réðst til starfa hjá Evrópuráðinu. Hann starf- aði þar um nokkurra ára skeið við að samhæfa og útbúa námsefni fyrir nútímatungumálakennslu í evrópsk- um skólum. Hún fiuttist síöan til íslands 14 ára gömul til að fara í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi það- an 18 ára. Hún bjó þá hjá afa sínum og ömmu ásamt Döllu, systur sinni, sem flust hafði heim tveimur árum áður í sama tilgangi. í miliitíðinni hafi hún verið með móður sinni á Súgandafirði sem var fyrsta presta- kall séra Auðar. Samkomulag við guð Yrsa segir að sig hafi alltaf langað að verða prestur. „Okkur varð það að samkomulagi eina kvöldstund, Guði og mér, þegar ég var 10 ára gömul að ég yrði prestur. Það gæti bæði orðið skemmtilegt og kannski gæti ég líka orðið dálítið góður prest- ur. Mamma hafði þá ekki enn hlotið prestvígslu þótt hún lyki guðfræði- náminu sama ár og ég fæddist. Það var ekki fyrr en 1974 sem af því varð loksins og var hún þá fyrsta konan á íslandi sem hafði vígst til prests. Eftir stúdentsprófið lagöi ég þó lykkju á leið mína að draumastarfinu og fór í Hótelskóla. Það þvældist eitt- hvað fyrir mér að bæði mamma og Dalia voru prestar og mér fannst háifhailærislegt að allir í fjölskyld- Yrsa og eiginmaðurinn, Carlos, ásamt Tuma litla. unni væru að feta sömu braut. Hótel- skólinn sem ég sótti um er í Stras- borg og ég komst inn þar sem varð til þess að leið mín lá nú aftur til Frakklands." Yrsa sneri síðan heim aftur eftir tveggja ára nám í Hótelskólanum, fuU heimþrár, og lauk ekki prófum þaðan. „Þetta var um jólin 1982 og ég var nú frekar rugluö í ríminu og vissi ekki almennilega hvað ég átti að taka mér fyrir hendur. Það varð þó úr að ég labbaöi upp í guðfræðideild eftir áramótin og spurðist fyrir um hvort ég gæti byijað svona á miðjum vetri í guöfræðinni. Það var í lagi og ég hóf nám þar í febrúar 1983.“ Guðfræðinámið ætti að vera öðruvísi Yrsa segir að það hafi verið jafn- mikið áfall og það var skemmtilegt að byija í guðfræðinni. Henni fannst mikill léttir aö vera komin heim aftur en eitt og annaö í guöfræðináminu var henni ekki eins mikið að skapi. „Ég hafði miklu meiri áhuga á að vita eitthvað um hvemig venjulegu fólki leið og hveiju það trúði - á kirkjusamfélaginu sjálfu, heldur en endalausum upptalningum á ár- tölum kónga, keisara og páfa í kirkjusögunni, en það er nú kannski líka léleg afsökun fyrir því hvað ég hef alitaf átt erfitt með að læra ár- töl,“ segir Yrsa og kímir. „Námið gekk allavega ekki snurðu- laust fyrir sig og um vorið féll ég í tveimur prófum í fyrsta skipti á minni skólagöngu sem var auðvitaö hræðilegt áfall. Mér fannst hins veg- ar ómögulegt aö fara að skipta aftur um nám og þótt ég væri ekki fyllilega sátt langaði mig samt sem áður að verða prestur. Það varð því úr að ég ákvað að læra guðfræði til aö verða prestur." í guðfræðideildinni kynntist Yrsa lífsfórunauti sínum, Carlosi Ferrer, og eiga þau nú saman tvö böm, Tuma, þriggja ára, og Ingibjörgu, eins árs. Yrsa lauk guðfræðináminu í októ- ber 1987 og hlaut prestvígslu 15. nóv- ember sama ár. Af því tilefni prýddi hún helgarforsíðu DV ásamt móður sinni og systur því það þótti að von- um tíðindum sæta að þijár konur úr sömu fjölskyldunni ættu það sameig- inlegt að hafa hlotið prestvígslu. Hún réö sig síðan til prestakallsins að Hálsi í Fnjóskadal eftir að hafa feng- ið öll atkvæði þeirra sem sótt höfðu kosningafund og segir aö það hafi verið ómetanlegt veganesti. Þettavarég „Ég var síðan stödd í Kópavoginum hjá pabba og mömmu voriö eftir, þegar ég rakst á Morgunblaðið einn daginn á sófaboröinu, sem af tílviljun var einmitt opiö þar sem auglýsing frá Evrópuráöinu blasti við. Þar var verið að auglýsa stöðu verkefnis- stjóra í Æskulýðsmiðstöð Evrópu- ráösins. Viðkomandi átti að vera yngri en 28 ára, tala ensku og frönsku, hafa lokið háskólaprófi og hafa áhuga á æskulýðsmálum. Þetta hlaut að vera ég. Mér fannst það ekkert fara á milli mála og hugsaði með mér að þetta yrði ég að sækja um. Ég þekkti Evrópuráðið dálítið frá því aö pabbi hafði verið að vinna þar og Strasborg hafði alltaf verið mitt annað heimili svo ég sló til og sendi inn umsókn. Það eru fimm verkefnisstjórar sem vinna hverju sinni hjá æskulýðs- miðstöðinni og hver þeirra er ráðinn til 5 ára. Það er notað kvótakerfi viö ráðningar og þess þannig gætt aö bæði kyn og öll aðildarlönd Evrópu- ráðsins eiga jafna möguleika á að komast að. í þetta skipti voru það því Norðurlandabúar, Þjóðveijar og Portúgalar sem áttu rétt á að sækja um.“ Yrsa segir að það hafi svo ekki ver- ið fyrr en um haustið þegar hún var að koma heim af kvennaguðfræði- ráðstefnu í Noregi með vinkonu sinni að hún var kölluð í inntökupróf fyrir starfið. „Prófið hafði veriö sent heim til íslands og ég eyddi einum degi á skrifstofu umboðsmanns Alþingis, hjá Gauki Jörundssyni, viö aö leysa ýmiss konar verkefni á ensku og frönsku. Ég sneri síöan aftur í presta- kallið mitt fyrir norðan og heyrði ekkert meira fyrr en um miðjan mars 1989. Ég hafði fengið starfið og var beðin um aö koma strax 1. apríl út eða fyrr ef þess væri nokkur kost- S ý n i i n g u m h e 1 g i ina frá kl. 14 m IX 5 dyra hlaðbakur kr. %6.000.-.stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.