Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Myndbönd Blóðpeningar THE CRUCIFER OF BLOOD Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Fraser C. Heston. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Richard Johnson, Edward Fox og Susannah Harker. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 92 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Þaö eiga ekki aðrir en Bretar aö gera kvikmyndir um Sherlock Holmes, það hefur margsýnt sig, og þótt Charlton Heston fari ágæt- lega meö hlutverkið er hann alls ekki rétti leikarinn. Sagan sjálf er ágæt en úrvinnslan síðri. Til Holmes kemur ung stúlka sem biður hann um að bjarga fóður sín- um frá illum örlögum en áður er áhorfandinn búinn að horfa upp á atburði er gerðust fyrir þrjátíu árum er þrír breskir hermenn rændu íjársjóði einum í Indlandi og hindast blóðböndum um að segja engum frá atburðinum. Það kemur síöar í ljós að tveir þeirra hafa kom- ið þeim þriðja í fangelsi. Nú er hann sloppinn og hyggur á hefndir. Nokkrir breskir úrvaisleikarar leika í myndinni. Má þar nefna Richard Johnson, Edward Wood- ward, Susannah Harker og Simon Callow en þessir leikarar geta ekki bjargað miklu. Sápudrama FINE THINGS Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjóri: Tom Moore. Aðalhlutverk: D.W. Moffett, Tracy Pollan og Gloris Leachman. Bandarísk, 1991 -sýningartími 138 min. Leyfð öllum aldurshópum. Danielle Steel er einhver vinsæl- asti rithöfundur vestan hafs og rómantískar konur gleypa í sig hvert orð sem hún skrifar. Fine Things er dæmigerð fyrir stíl henn- ar. Fjallað er um ríka fólkið í einka- lífi og viðskiptum. Annars kom það mér mest á óvart hvað gerist í raun lítið í myndinni og hvað persón- urnar eru lítið áhugaverðar. Það hefur nefnilega verið höfuðkostur rithöfunda á borð við Steel að skapa litríkar persónur. Óþarfi er að fara mikið í sögu- þráðinn en leyfa væntanlegum áhorfendum, sem ég mæli með að séu konur, að njóta þess sem borið er á borð. Ég get samt ekki setið á mér að minnast aðeins á aðalleik- ara myndarinnar, D.W. Moffett. Ekki er nóg með að leikur hans sé slæmur heldur átti ég einstaklega erfitt með að ímynda mér hann sem klókan í viðskiptum. SCENES FROM A MALL Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Woody Allen og Bette Midler. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 84 min. Leyfð öllum aldurshópum. Woody Allen og Bette Midler mynda í Scenes from a Mall ágætan leikdúett, bæði hafa skopskynið í lagi og eru ófríð en sjarmerandi. Þau eiga líka mestan þátt í að Scenes from a MaU er ekki algjör- lega mislukkuð kvikmynd. Midler og Allen leika hjón sem eru að fara að halda upp á sextán ára hjúskaparafmæli. Við kynn- umst í byrjun hinum elskulegustu nútímahjónum sem eiga mikla peninga og tvö böm sem þau senda að heiman þegar tækifæri gefst. Þau eiga sína lúxuskerruna hvort og eru mjög háð allri nútímatækni. Hann er lögfræöingur en hún sál- fræðingur og rithöfundur. Nú á að fara að gera sér glaðan dag, fara í „Kringluna", deila út gjöfum hvort til annars og kaupa inn fyrir veislu sem halda skal um kvöldið. Allt gengur sinn vanagang þar til eiginmaðurinn gloprar því út úr sér að hann hafi staðið í ástar- sambandi við unga stúlku. Fara nú samskipti þeirra að taka á sig verri mynd þar sem ásakanir ganga á vhd. Allt fellur þó í ljúfa löð yfir ind- Woddy Allen og Bette Midler leika hjón sem komast að ýmsu um hvort annað í verslunarferð á brúðkaupsafmælisdaginn. versku kvikmyndinni Saalam Bombay eða þar til sálfræðingur- inn viðurkennir að hafa einnig átt í ástarsambandi í nokkur ár við kollega sinn. Fer þá allt í sama far- ið. Scenes from a Mall fer ágætlega af stað en þynnist þegar á hður og verð ég að segja eins og er að þrátt fyrir ágætan leik Bette Midler og Woodys Allen, sem hér kemur fram í fyrsta skipti í langan tíma í kvik- mynd sem annar leikstýrir en hann sjálfur, þá var ég orðinn mjög þreyttur á rifrildi þeirra hjóna. Hinn ágæti leikstjóri, Paul Ma- zursky, hefur oft gert betri myndir og Scenes from the Mall er langt frá í að vera jafngóð og síðasta mynd hans, Enemies, A Love Story. -HK Dagur í lífi hjóna DV-myndbandalistinn Sakamálamyndin Klss before Dying fer beint i fimmta sæti listans. Aðalhlutverkín i myndinni leika Matt Dillon og Sean Young og sjást þau hér á myndinni. 1 (1) Hrói höítur, prins þjófanna 2 (2) Silence of Ihe Lambs 3 (6) Taking Care of Business 4 (3) Out for Juslice 5 (-} Kiss before Dying 6 (15) Murder 101 7 (11) Mermaids 8(5) L.A. Story 9 (-) He Said, She Said 10 (4) Godfather III 11 (7) Dansar við úlfa 12 (13) Green Card 13 (9) Nothing but Troubte 14 (10) Problem Child 15(8) SkiSchool Dómur sem skipti máli SEPERATE BUT EQUAL Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: George Stevens jr. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Burt Lan- caster og Richard Kiley. Bandarisk, 1991 - sýnlngartími 193 min. (2 spólur). Leyfó öllum aldurshópum. Separate but Equal er löng kvik- mynd sem byggð er á frægum rétt- arhöldum þar sem niðurstaðan skipti miklu máh í jafnréttisbar- áttu svertingja í byijun sjötta ára- tugarins. Þama var dómur felldur af Hæstarétti Bandaríkjanna sem átti sér enga hhðstæðu. Það var htih neisti í upphafi sem varð að miklu háh. í htlum bæ í Suður-Kalifomíu era skólar að- skildir. Hvíti minnihlutinn býr við yfirburðaaðstöðu. Meðal annars era þeir keyrðir í skólann og heim í skólabíl. Svartir nemendur verða aftur á móti sumir hveijir að ganga langan veg í skólann og kemur það niður á námi þeirra. Þegar beiðni skólastjórans um SEPARATE fe. buteQUAL skólabíl er hafnað fær hann lög- fræðinginn Thurgood Marshah frá New York th að flytja mál þeirra fyrir rétti. Dómarar telja sig ekki geta dæmt í máhnu og vísa því máhnu th Hæstaréttar. Þar flytja tveir snjalhr lögfræðingar mál sitt. Marshall fmnst sem honum hafi mistekist og á von á dómi sér í óhag. Ósamkomulag meðal dómaranna um túlkun á kafla í stjórnarskránni verður th þess að þeir vhja að mál- flutningurinn sé endurtekinn og eiga þá lögfræðingamir að færa sönnur á að það sem standi í stjóm- arskránni þýði það sem þeir halda fram. Seperate but Equal er sérlega vel gerð kvikmynd og þótt áhorfand- inn hljóti að gera sér ljóst hvemig dómurinn muni hljóða er myndin reglulega spennandi. Það eru úr- valsleikararir Sidney Poitier og Burt Lancaster sem leika lögfræð- ingana og gera það mjög vel þótt Sidney Poitier sé augljóslega of gamah fyrir hlutverk sitt. Þess má geta að Thurgood Marshah varð síðar virtur hæstaréttardómari og hefur nýverið látið af embætti. -HK Kíjgt'f Moorc Tuiia Shm- OiHecu fX'sviutnit Himnasending BED & BREAKFAST Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Robert Ellis Miller. Aðalhlutverk: Roger Moore, Talia Shire og Coleen Dewhurst. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 96 min. Leyfð öllum aldurshópum. Lítið hefur farið fyrir Roger Moore síðan hann lét af embætti í leyniþjónustu Breta. Hann hefur leikið í nokkram misheppnuðum myndum. Bed and Breakfast hefur þó haft aha burði th að vera hin besta afþreying en handritið er sundurlaust og stefnulaust. Moore leikur dularfuhan mann sem, eftir að hafa verið hent fyrir borð á lystisnekkju, skolar á land hjá ekkju einni sem rekur gisti- heimili. Ekkjan býr þarna ein ásamt dóttur og tengdamóður og gengur reksturinn hla. Þær taka ókunna manninn upp á arma sína og th að losna við útskýringar seg- ist Moore ekki muna eftir neinu. Með frjálslegri framkomu og hug- vitssemi heillar hann allar þrjár konumar um leið og hann rífur gistiheimhið úr þeirri lægð sem það var í. En þeir sem álitu hann dauð- an vhja fá sannanir fyrir því. Fyrri hluti myndarinnar er ágæt- lega gerður en svo er eins og þeir sem stjóma viti ekki almennhega hvort myndin á að vera spennu- mynd, gamanmynd eða drama svo úr verður hálfgerður bræðingur. Bed and Breakfast er samt þrátt fyrir allt hin sæmhegasta skemmt- un. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.