Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Gríðarleg viðbrögð við fatasöfnun handa skjálfandi Kúrdum: Kona gaf sparíúlpu mannsins síns „Ég hef aldrei fundið fyrir annarri eins hjartahlýju og hef ég þó reynt margt í störfum mínum fyrir Slysa- varnafélagið. Fólk er fullt af þakk- læti og hlýju og greinilegt að mynd- irnar af skjálfandi bömum hafa náð að hafa gífurleg áhrif,“ sagði Ásgrím- ur S. Bjömsson, starfsmaður Slysa- vamafélagsins og sjálfboðaliði í fata- söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Slysavarnafélagsins til handa Kúrdum. Vetrarhörkur dynja nú yfir land- flótta og klæðlausa Kúrda sem hafast við í fjöllunum við landamæri Tyrk- lands og íraks. Þeir hafast við í skjól- litlum tjöldum og geta lítt varið sig gegn klóm veturs konungs. Viðbrögö við fatasöfnun til handa þessu fólki hafa verið einstök en stöðugur straumur fólks hefur verið á söfnun- arstaði þar sem fjallháir fatabunkar hafa hlaðist upp, sannkallaðir Glasgowhaugar. Leiða menn getum að því að 40-50 tonn af fötum hafi safnast í Reykjavík einni. DV fór að húsi Slysavarnafélagsins úti á Granda á miðvikudag til að ræða við sjálfboðaliða og forvitnast eilítið um hvað væri nú í pokunum. Fá Kúrdamir hlý og góö föt eða stija þeir uppi með plastúlpur og nælon- skyrtur? 0 „Það er geysiiega mikið af hlýjum og góðum fatnaði í pokunum. Mikið er um ullarföt, lopapeysur, húfur og vettlinga. Sumir hafa gengið mjög vel frá fötunum, bundið vettlinga og sokka saman og gert hsta yfir fötin. Það kennir náttúrlega margra grasa í þessum gríðarlega fatahaug en í heildina höfum við fengið það sem við báðum um,“ sagði sjálfboðaliði sem vann við pökkun í kassa. Átakanlegt að sjá bömin í anddyri húss Slysavarnafélagsins var vart þverfótað fyrir fatapokum. Stöðugur straumur fólks lá að hús- inu. Ut úr leigubíl stigu eldri hjón, í' '''.r ■ Það var handagangur í öskjunni hjá fólkinu sem vann við að pakka fötunum í kassa. í bakgrunni er tveggja mannhæða hár haugur af fötum sem náði eina 20 metra inneftir skemmunni. Hvað skyldi hann vera margar Glasgowferðir? DV-myndir Brynjar Gauti Sigríður Vilhjálmsdóttir gaf tvo poka af ullarfötum i Ásgrímur S. Björnsson sjálfboðaliði heldur hér á Ála- fatasöfnunina fyrir klæðlausa og skjálfandi Kúrda. fossúlpu og herrabuxum sem fundust i einum pokanum. Gísh Skaptason og Sigríður Vil- hjálmsdóttir. Þau voru með tvo svarta poka, fulla af fötum. „Þetta er mestmegnis ullarfatnað- ur, lopapeysur sem ég hef sjálf pijón- að á börn og fullorðna og ýmislegt fleira. Það er afskaplega gott að geta lagt eitthvað af mörkum til handa þessu fólki. Ég ber sérstakar tilfmn- ingar í garð Kúrda. Þeir eiga svo bágt að þurfa að flýja landið sitt. Annars er átakanlegast að sjá börnin berfætt í snjónum, það er alveg hræðilegt," sagði Sigríður og rétti Ásgrími pokana. Marta Sveinbjörnsdóttir kom með einn poka: „Ég fór í fataskápana og tíndi allt það hlýjasta sem ég fann og gat látið af hendi. Það er svo sjálf- sagt að leyfa Kúrdunum að njóta fat- anna. Ég er viss um að það sem ég gef kemur að notum.“ Berrassaðir íslendingar? Það var handagangur í öskjunni fyrstu dagana. Þá kom aöallega eldra fólk en yngra fólk var meira áber- andi er leið á vikuna. Ýmsar uppá- komur urðu í söfnuninni. Við heyrð- um af presti sem kom með fatapoka og velti mikið fyrir sér hvort þjóðin stæði ekki berrössuð eftir þessi ósköp. Annað eins fatamagn gætu íslendingar ekki átt ónotað. Konu nokkurri varð það á að gefa spariúlpu mannsins síns. Þegar það uppgötvaöist kom konan aftur og ætlaði að flnna pokann sinn. Þegar hún sá fatafjallið féllust henni hend- ur og sagði: „Jæja, verði þeim bara að góðu.“ Sjálfboðaliðar í pökkun þurftu að láta hendur standa fram úr ermum. í látunum hvarf úlpa einnar konunn- ar óvart í kassa. Konunni leist ekki á að leita í kössunum sem þegar haföi verið staflað inn í gám. Hún var þó heppin. Úlpan fannst - og rándýr gleraugu sem voru í einum vasanna. -hlh HVERNIG BILL HENTAR ÞER? S ý n i i n g u m h e 1 g i ina frá kl. T4 m 1 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.