Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Side 21
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 21 Samvinna kennara og nemenda Háskólans um námsgagnagerð gefst vel: Strit við hefðbundnar glósur kostar milljónir - segir Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans Nemendur og kennari í tölvunarfræðum i Háskólanum höfðu samvinnu um glósur á einu námskeiði í haust og þótti takast vel. Hver nemandi glósaði í tímum í eina viku og gat verið vakandi yfir fyrirlestrinum hinar vikurnar. Kennarinn skilar glósunum yfirförnum til nemendanna sem tryggja á réttar og vandaðri glósur. Hjálmtýr Hafsteins- son kennari er lengst til hægri DV-mynd Brynjar Gauti Jón Erlendsson segir vinnustundum að andvirði margra milljóna vera kast- að út um gluggann þegar nemendur strita við hefðbundna glósugerð í stað þess að vinna saman að gerð glósa undir handleiðslu kennara. DV-mynd GVA „í Háskólanum situr daglega íjöldi nemenda sveittur við að skrifa niður glósur eftir kennurunum. Það er í sjálfu sér ágætt að nemendur skrifi minnispunkta úr fyrirlestrum en það er geysilegur munur á því að punkta niður örfá minnisatriði og því að hamast kófsveittur við að skrifa allt að 4-6 þéttskrifaðar blaðsíður í hverjum tíma. Sá galh er á þeirri aðferð að ekkert virkt nám fer fram þegar álagið við skriftimar fer yfir viss mörk. Með verulegu álagi má þannig breyta heilu bekkjunum í handvirkar ljósritunarvélar af verstu gerð. Þá veröur efni glósanna lélegt, fullt af misskilningi og rang- túlkunum og oft illa og flausturslega unnið. Til að bæta gráu ofan á svart einkennist þetta glósukerfi af gríðar- legri vinnusóun samanborið við aðra og betri kosti. Ef 1-2 klukkustundir fara hvern dag í „óþarfar endur- skriftir námsefnis" hjá hverjum nemanda Háskólans má reikna út að „kostnaðurinn" við þessa óarðbæru vinnu sé á bilinu 2-5 milljónir króna á dag í Háskólanum einum. Þetta eru vinnustundir/peningar sem fjúka hreinlega út um gluggann," sagði Jón Erlendsson, yfirverkfræðingur og forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans, í samtali við DV. Jón hefur komið af stað átaki innan Háskólans sem felst í samvinnu kennara og nemenda um námsefnis- gerð. í stuttu máh er um það að ræða að kennarar og nemendur skipu- leggja skráningu fyrirlestra kennar- anna og annars námsefnis. Er segul- band jafnvel látið ganga í fyrirlestr- um í samráði við kennara. Nemend- ur skipta með sér verkum þannig að hver nemandi skráir efni úr einum fyrirlestri og skilar því til kennarans frágengnu á disklingi. Kennarinn fer yfir þessar „glósur" og skilar þeim yfirfornum og réttum á disklingi eða útprentuðum til nemendanna. Þann- ig gengur þetta koll af kolii þar til allt námskeiðið er komið á blað. Þetta efni má síðan betrumbæta þeg- ar nemendur koma með spurningar úr efninu í tíma og er spumingum og svörum þá bætt inn í textann. Þannig skrifa menn sig frá skrafinu og eru allan tímann að gera betra og betra efni. Höfundarréttur er kennarans en nemendur fá starfið 1 mörgum tilfell- um metið til eininga í viökomandi námskeiði. í gamla glósukerfmu er gjarnan sóst eftir glósrnn bestu nemendanna og þær stimdum íjölfaldaðar. Hefur það oftar en ekki gerst að kennarar hafa séð sömu villurnar koma kerfis- bundið fyrir á prófum, villur sem rekja má til misskilnings eða rang- túlkana við niðurskriflir glósa. Úr sístagli í nýsköpun Jón Erlendsson er vélaverkfræð- ingur í framleiðslu og rekstri frá Háskólanum hér heima og í Lundi. Hann hefur sérstaklega helgað sig upplýsingamálum í tækni- og vís- indagreinum. „Við errnn með menntakerfi sem byggist á sífelldri endurtekningu og rútínu. Ég tel að breyta eigi þessari rútínuvinnu þannig að kennarar og nemendur fái lausan tíma til nýsköp- unar. Ég er reyndar aö undirbúa að sá tími nýtist með uppbyggingu hag- nýtra gagnabanka fyrir háskóla, at- vinnulíf og þjóölíf." - Er ekki verið að gera kennarana og fyrirlestrana óþarfa með þessari glósusamvinnu? „Nei. Með samvinnunni getur kennari til að mynda tekið 20-30 pró- sent af sinni vinnu úr sístagli yfir í stöðuga nýsöpun. Það þýðir að kenn- arinn hefur tækifæri tíl að stórauka magn eigin ritverka í stað töflukrots fyrir örfáa tugi nemenda hverju sinni. Tímunum fækkar síðan sem gefur kennurum og nemendum enn betri tíma til nýsköpunar og sjáifsnáms. í heimspekinni er búið að koma tímun- um niður í 10-15 á viku. Þú ferð varla neðar þar sem fólkið þarf að hittast og skiptast á skoðunum." 500 þúsund blaðsíður á ári Jón segir að þessi samvinna um námsefnisgerð hafi hvergi verið framkvæmd í stórum stíl svo að vitað sé. „Með þessari samvinnu má virkja hvern einasta nemanda og í henni felst líka stórfelld þjálfun í íslensku. Að auki þjáifast kennarar og nem- endur í umfangsmikilli og jákvæðri samvinnu. Lestur frágengins kennsluefnis er 3-10 sinnum hrað- virkari leið tii aö meðtaka þekkingu en að hlusta á sama texta mæltan af munni fram. Hvað fullfrágengnum kennslugögnum viðvíkur er búið að liggja yfir hverri textasíðu í langan tíma, við fínpússun og leiðréttíngu. Kennari, sem þylur yfir nemendum í tíma, gerir þetta tæpast betur. Til- vist fullkominna og mjög ítarlegra kennslugagna skapar forsendur fyrir mun meiri afköst við nám en munn- leg gegnumferð ein saman gefur kost á. Ef hver nemandi Háskólans sparar um tvo tíma á dag við það að losna við „þarflausar endurskriftír náms- efnis“ getur hann kannski eytt sem nemur einum klukkutíma á dag í námsefnisgerðina. Ef hann skilar hálfri fullunninni blaðsíðu daglega enun við að tala um 500 þúsund síður af frumhandritum í Háskólanum á ári. Við bætist að með þessari sam- vinnu um námsefnisgerð fá kennar- ar nýja tekjumöguleika, með útgáfu efnisins til sölu á almennum markaði og bættíim forsendum fyrir nám- skeiðahaldi (endurmenntunamám- skeið). Fjöldi kennara er þreyttur á miklu kennsluálagi, fjölda kennslu- stunda. Margir þeirra myndu þiggja með þökkum að geta lagt vinnu sína fram með öðrum hættí." Jón er ekki að vinna að samvinnu nemenda og kennara af þessu tagi í fyrsta skipti. í Menntaskólanum í Reykjavík stóð Jón fyrir slíkri sam- vinnu 1963-1966 og síðar í verkfræö- inni í Háskólanum 1966-1969. Verk- efnið, sem Jón vinnur að nú, hófst á síðasta ári. Þá tóku fjórir kennarar þátt í þessari samvinnu, þar á meðal Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði. Undir handleiðslu hans unnu nemendur glósur í varma- fræði. Þrjátíu kennarar hafa lýst yfir áhuga núna. Þar af eru tíu byrjaðir. Að auki munu nokkrir kennarar í Tækniskólanum taka upp þessa tækni. Til að samvinnan gangi upp segir Jón lykilorðin vera verkaskipt- ingu, vel smurt skipulag og hvatn- ingu. Fundir kæfa nýjar hugmyndir - Af hverju hefur samvinna um námsefnisgerð ekki verið tekin upp fyrr? „Einhvern tíma verða hlutimir fyrstir. Það er til fjöldi dæma um svona samvinnu en þá er það einn og einn bekkur sem hefur staöið fyr- ir henni og hún hefur leyst upp þeg- ar bekkirnir hafa yfirgefið skólann. í mínu átaki er kennarinn lykilper- sóna, sá sem situr eftir þegar nem- endur útskrifast. Það á að láta kenn- arana hagnast vel á þessu og ef það gengur eftir þá verður bullandi gang- ur á svona samvinnu. Ég hef tekiö lítil skref í þróun þessa átaks, aöeins talað við nokkra aðila í einu og smám saman náð í 15-20 manna hóp þar sem allir eru með hugmyndinni. Ég fór ekki þá leið að halda fundi um málið. Nýjar hugmyndir eru saltaðar á færibandi á fundum og í nefndum og ráðum.“ Góðarog öruggarglósur DV ræddi við Hjálmtý Hafsteins- son, kennara í tölvunarfræðum, og nemendur á þriðja ári sem sóttu námskeið hans um greiningu algór- yþma. Námskeiðið stóð í 15 vikur og sóttu 15 nemendur það. Hver nem- andi sá því um glósugerð í eina viku í senn. Helgarnar voru notaðar til að ganga frá efni fyrirlestra hðinnar viku. Fór Hjálmtýr yfir textann áður en honum var dreift til nemenda. Nemendur skha dæmum í hverri viku en Hjálmtýr sagði að sá sem sæi um glósurnar hveiju sinni slyppi við dæmin en fengi engu að síður fullt fyrir. „Ég er ánægður með þessa sam- vinnu en hún kemur meira við nem- enduma en mig. Ég var að kenna þetta efni í þriðja skiptí. Sjálfs mín vegna reyni ég alltaf að vera með einhverjar nýjungar þannig að text- inn frá fyrirlestrunum verður aldrei endanlegur. En hann er á tölvutæku formi svo að auðvelt er að bæta við eða fella úr. Ég hef alltaf haldið að maður lærði betur það sem maður skrifaði niður en það er ekki algilt. Með samvinnunni gefst meiri tími til umræðna og virkari þátttöku nem- enda í tímum og það er ekki síður mikilvægt," sagði Hjálmtýr. Snorri Sturluson og Arnar Bald- ursson tölvunarfræðinemar voru ánægðir með glósusamvinnuna. Þeir tóku mjög undir það aö í þessum glósum fæhst mun meira öryggi þar sem þær væru yfirfarnar af kennar- anum. „Það var svolítið strembið að glósa fyrir aha vikuna en maður var fljótur að gleyma því streði þegar maður sleppt því í 14 vikur og gat verið meira vakandi í tímum. Þetta voru mjög góðar glósur en samt glósuðu sumir eins og þeir voru vanir og höfðu þannig tvöfalt glósukerfi. Menn þurfa að venjast nýju vinnu- lagi. Aimars getur verið misjafnt aö hve miklum notum þetta glósukerfi kemur. Það var mjög tímasparandi á þessu námskeiði en getur síður hent- að þar sem umræður eru miklar. En glósukerfið gefur aftur á móti tíma tíl meiri umræðna svo að það er ákveðið jafnvægi í þessu," sögðu Snorri og Arnar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.