Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. 17 Séra Yrsa Þórðardóttir startar í Strasborg sem verkefnastjóri hjá Æskulýðs- miðstöð Evrópuráðsins. Hér er hún að leiðbeina á tungumálanámskeiði. Þessi mynd var tekin við fyrsta prestsstarfið hennar Yrsu. ur. Þetta var ansi knappur tími því ég var auövitað með þriggja mánaða uppsagnarfrest sem ríkisstarfsmað- ur. Ég hlýddi þó kallinu nokkum veginn, bað um tveggja vikna frest til að ganga frá mínum málum og kveðja söfnuðinn minn. Biskupinn var síðan svo vingjamlegur að leysa mig frá störfum svo þetta smail allt saman. Erfitt að kveðja Yrsa segir að þótt margt fólk í kringum hana hafi vitað eitthvað um Evrópuráðið af því að pabbi hennar hafi unnið þar hafi það þó alls ekki verið almennt. „Ég held að Evrópu- ráðið sé mjög lítið þekkt heima. Evr- ópubandalagið er miklu þekktara þótt við séum ekki aðilar að því og það er helst í samanburði við það sem fólk kannast við Evrópuráðiö. Mér fannst gagnvart fólkinu í sveitinni að ég væri að fara frá því og flytja til útlanda í eitthvað sem mér þótti mjög spennandi. Það var mjög erfitt að kveðja söfnuðinn því ég hafði í rauninni verið hjá honum í svo stutt- an tíma og ég lái fólkinu ekki sem hefur áfellst mig fyrir það að fara. Ég var vinum mínum þar mjög þakk- lát fyrir hvað þeir voru skiiningsrík- ir. Ég var kvödd með virktum og mér fannst fólkið mjög hiýlegt í minn garð, sem magnaði líka samviskubit- ið hjá mér. Ég var ekki laus við þá hugsun að ég væri að svíkja þetta fólk sem mér þykir svo vænt um - þetta var draumasöfnuður," segir Yrsa með söknuði í röddinni þegar hún rifjar upp þessa erfiðu kveðju- sund, en heldur svo áfram: „Hitt er svo annað mál að það var mjög erfitt að vera prestur í fyrsta skipti og að vera prestur þarna í sveitaprestakalli fyrir norðan. Þetta var mjög snjóþungur vetur og við Carlos vorum að fást við margt í einu. Við vorum að eignast okkar fyrsta barn, hann var að ljúka guð- fræðináminu sínu og staðurinn hent- aði ekki sem best fyrir hann upp á atvinnumöguleika. Hann þurfti því að sækja vinnu til Akureyrar og fór þá á Lödu-jeppanum sem hafði verið það jeppalegasta sem við náðum að skrapa saman fyrir þá. Ég var því oft ein að Hálsi með Tuma sem var mjög órólegur fyrsta árið og grét mikið. Hann svaf aldrei nema úti í vagni og þær stundir reyndi ég að nota til að hlaupa upp í tölvuna og skrifa predikanir. En þrátt fyrir alla erfiðleika var þetta skemmtileg lífs- reynsla og svo þótti mér líka svo yndislega gaman að vera prestur. En fyrir mér var það líka draumur að rætast að fá tækifæri til að fara út og takast á við nýtt og spennandi starf. Æskulýðs- miðstöðin rís Yrsa lætur hugann líða eftir þessa upprifjun síðasta áratugar, en við ákveðum að snúa okkur að því að ræða meira um æskulýðsmiðstöðina og starf hennar þar. „Það má segja að 68-bylgjan hafi borist inn í Evrópuráðið líka og orðið til þess að farið er aö hugsa um að eitthvað þyrfti að gera til að mæta kröfum unga fólksins. í fyrstu var æskulýðshreyfingum sköpuð að- staða í höfuðstöðvum Evrópuráðsins og fólk bjó þá á hótelum úti í bæ þegar fyrstu ráðstefnumar voru haldnar. Það var svo mest fyrir til- verknað Norðmannsins Ragnars Sem, sem nú er látinn, að æskulýðs- miðstöðin reis í núverandi mynd hér í nágrenni við höfuðstöðvar Evróp- uráðsins. Ég kalla hann nú að gamni mínu heilagan Ragnar Sem, því sagnabálkar og annálar um hann eru allir einn veg, að hann hafi verið hinn mesti drykkjurútur og hálf- klikkaður. Þrátt fyrir það hafi hann komið upp þessari miðstöð og fyrir það fólna allir aðrir forstjórar æsku- lýðsmiðstöðvarinnar og eru engir hugsjónamenn miðað við hann heil- aga Ragnar Sem.“ Það færist stríðn- issvipur yfir andlit verkefnisstýr- unnar og hún hlær góðlátlega, en heldur svo áfram: „Hann fór sem sagt á fund norsku stjómarinnar á sínum tíma og fékk hana til að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja peninga í verkefn- ið í þeirri von að aðrar ríkisstjómir myndu fylgja í kjölfarið. Það varð líka raunin og æskulýðsmiðstöðin var vígð árið 1972. Vinna aö friði í Evrópu Æskulýðsmiðstöðin er hugsuð sem félagsmiðstöð þar sem æskulýðs- hreyfingar í aðfidarlöndum Evrópu- ráðsins geta fengið að hittast og ræða þau mál sem þeim finnst mikilvæg hveiju sinni á sínum eigin forsend- um. Við verkefnisstjóramir erum svo til aðstoðar við skipulagningu og annað sem til þarf til að halda þær ráðstefmu- sem beðið er um. Evróp- uráðið styður þessa starfsemi með því að leggja til húsið, matinn, túlka og borgar að auki ferðakostnað þátt- takenda. Hver æskulýsðhreyfing get- ur fengið að halda þama ráðstefnur fyrir 35 manns á aldrinum 18 til 30 ára af og til og sumar jafnvel árlega. Þær hreyfingar sem snúa að okkur þurfa að vera alþjóðlegar eða evr- ópskar, stofnaðar af ungu fólki, fyrir ungt fólk og samanstanda af ungu fólki. Þetta geta verið pólitísk félög, félög trúarlegs eðlis eða skiptinema- samtök svo eitthvað sé nefnt og er þá alls ekki tæmdur listinn. Við vinn- um aldrei með einin þjóð, en félög eins og heima, sem eiga kannski ekki aðild að neinu fjölþjóðastarfi, geta þá verið í tengslum við okkur með því aö yera aðilar að Æskulýðssam- bandi íslands því þaö er aðili að Cenyc (Council of European National Youth Comitees), sem eru þá evr- ópsku samtökin sem við vinnum með. í gegnum það koma margir ís- lendingar bæði á ráðstefnur og nám- skeið hjá okkur. Hugmyndafræðin á bak við þetta allt saman er byggð á sama grunni og Evrópuráðið sjálft, það er að gefa æskunni kost á að tala saman og mynda tengsl á eigin forsendum í því skyni að vinna að friði í Evrópu. í því felst Evrópuhugsjónin og Evr- ópuráðið er stofnað upp úr síðari heimsstyrjöldini, 1949, til þess að vinna að lýðræði, friði og mannrétt- indum í Evrópu svo að ekki verði aftur stríð hjá okkur. Gaman að fólki ogferðalögum Yrsa tók við yfirumsjón tungu- málanámskeiða, sem haldin eru á vegum æskulýðsmiðstöðvarinnar, 15. ágúst sl., þegar starfssystir henn- ar fór til annarra starfa hjá Evrópu- ráðinu. Hún segir að það hafi ekki verið nein stöðuhækkun heldur bara eitt af þeim verkum sem þurfti að vinna og það hafi því bara bæst ofan á þau störf sem hún hafi haft með höndum fyrir. „Það er engin goggunarröð meðal verkefnisstjóranna. Við vinnum hér öll á sama bás og njótumjafnra kjara. Ég hafði verið beðin um að taka að mér tungumálanámskeiðin þegar Michaela færi en ég bjóst ekki við að það yrði fyrr en ári seinna en raun varð á. Ég varð því bara að henda mér bhnt út í þetta. Þennan tíma sem ég hef sinnt þessu hef ég aðallega verið að átta mig á hvernig þessu öllu er háttað." Yrsa talar sjálf ein fiögur tungumál fyrir utan móðurmálið, sem kemur henni að vonum til góða. Á vegum æskulýðsmiðstöðvarinnar er boðið upp í námskeið í sex tungumálum og þijú þeirra talar hún. „Tungumálanámskeiðin okkar eru ekki hefðbundin og eru alls ekki ætl- uð eingöngu til að auka þekkingu þátttakenda á viðkomandi máli held- ur ekki síður að skapa fiölmenning- arlegt andrúmsloft og skilning, eins og reyndar allt okkar starf byggist á.“ Yrsa segir að verkefhisstjórarnir þurfi að ferðast töluvert í hefð- bundnu starfi til að hitta fólk úr æskulýðshreyfingunum í sínum höf-. uðstöðvum, þaö séu þó ekki nema um 4-5 ferðir á ári. Umsjón hennar með tungumálanámskeiðunum út- heimtir óhjákvæmilega mun meiri ferðalög. Mikið álag „Ég þarf að ferðast á milli til að fylgjast aðeins með námskeiðunum þar sem þau eru haldin. Af því að ég tók við þessu starfi í ágúst þá þurfti ég að fara til Parísar, London, Tórínó og Kassel, auk þess sem ég hafði auga með tungumálanámskeið- inu hér í Strasborg. Mér hefur alltaf þótt gaman að ferðast og hitta fólk og ég held að það sé nú einfaldlega ekki hægt að vera í þessu starfi öðru- vísi, en getur verið mikið álag þegar maður er með lítil böm og fer ekki alltaf vel saman við fiölskyldulífið.“ Yrsa segir að það sé mikils krafist af verkefnisstjórunum og þótt starfs- sviðið sé alltaf að þenjast út séu ekki fleiri hendur til að vinna verkin. „Það er einfaldlega ætlast til að við vinnum meira. Það vill því oft fara þannig að maður hefur lítinn tíma tíl að lesa og halda sér við í ýmsum fræðum sem tengjast starfinu eins og æskilegt væri. Maður er eiginlega minnst inni á skrifstofunni sinni, sem er líka slæmt. Það er kannski svona sam- bærilegt við að vera prestur, ef mað- ur vanrækir alltaf að lesa biblíuna og biðja bænimar sínar þá verður grunnurinn sem maði- byggir á í starfi brotakenndari en ella. Á þessum vinnustað er líka að vissu leyti sama togstreitan og í prestsstarfinu. Maður veit hver brautin er en kann ekki alltaf að fara hana sjálfur. Það er oft erfitt aö sætta sig við að geta ekki gert allt sem maður telur að ætti að vera hægt að gera.“ Það er forvitnilegt að vita að lokum hvemig Yrsu finnst íslendingar standa sig í þessu samstarfi almennt og hvort þeir séu duglegir við að nýta sér möguleika sína „Tölfræðilega séð þykir ótrúlegt hvað mikið af íslendingum kemur hingað og þvi er fleygt svona í gríni að allir landar mínir hljóti að hafa komið að minnsta kosti einu sinni í æskulýðsmiðstöðina en mér finnst sorglegt að sjá hvað Æskulýössam- bandið er veikt heima. í öðmm lönd- um em viðlíka samtök rekin með opinni skrifstofu og starfsfólki árið um kring en þótt ég hafi símanúmar hjá Æskulýðssambandinu þýðir ekk- ert fyrir mig aö hringja þangað því þar er enginn til aö lyfta upp símtól- inu. Mér finnst tvímælalaust að ÆSÍ eigi að hafa stærra hlutverk heima. Það er eins og æskulýðshreyfingar heima hafi tilhneigingu til að vinna bara einar út af fyrir sig og séu minna að hugsa um að vera virkar í alþjóðastarfi eða í Evrópuvinnu. Það kom mér mjög á óvart að ÆSÍ skuli ekki fá almennilega fjárveit- ingu frá hinu opinbera eins og tíðk- ast á öllum hinum Norðurlöndunum og geta þannig verið virtur og virkur vettvangur fijálsra æskulýðssam- taka sem léti bæði að sér kveða á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Eftir fróðlegt og áhugavert spjall við þessa ungu athafnakonu get ég ekki setið á mér að forvitnast um hvað sé framundan hjá henni þegar 5 ára starfssamningur hennar hjá æskulýðsmiðstöðinni rennur út. Mér finnst þetta starf sem ég er í núna skemmtilegt og spennandi og ætla að vera hér þessi rúmlega tvö ár sem ég á eftir. Það eru síðan ýms- ar hugmyndir í gangi hjá okkur hjónakomunum um hvað við gemm eftir það en ætli ég verði ekki bara að svara þér eitthvað á þá leið að guð muni ráða hvar við dönsum næstu jól.“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir ÓDÝR, LIPUR, RÚMGÓÐUR 0G SPARNEYTINN SUNNY, SJÁLFSKIPTUR EÐA 5 GÍRA 3ja dyra hlaðbakur kr 890.000.-.stgr. 4ra dyra stallbakur kr. 972.000.-.stgr. NISSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.