Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
5
Ríkisfáninn blaktir við útvarpshúsið.
DV-mynd BG
Útvarpsstjóri:
Ríkisfána
að húni fyrir
útvarpsráð
„Við drógum fánann að húni í
bjartviðrinu í tilefni þess að útvarps-
ráð kom til fundar. Þetta var einung-
is til gamans gjört og ég heyrði ekki
eina einustu athugasemd af nokkurs
manns vörum í útvarpsráði. Ein-
hverjir fögnuðu því hins vegar aö
flaggaö væri. Þetta var fyrsti föstu-
dagurinn sem við flögguðum og við
gerum þetta kannski áfram ef veður
leyfir. Ég er vanur fánaburði frá
Þingvöllum," segirHeimir Steinsson,
útvarpsstjóri í Efstaleitinu.
Aö sögn Guðmundar Benedikts-
sonar, fyrverandi ráðuneytisstjóra
og helsta sérfræðings Stjórnarráðs-
ins í fánamálum þjóðarinnar, hefur
Ríkisútvarpið fullt leyfi til að flagga
ríkisfánanum. -kaa
Mj ólkursamsalan:
Viðskiptakjör
fyrirtækisins
trúnaðarmál
-ásakanimar „alrangar“
„Viðskiptakjör fyrirtækisins eru
trúnaðarmál sem ekki verða rædd í
fjölmiðlum. Þessar ásakanir á hend-
ur MS eru alrangar. Okkar sölumenn
hafa ekki fyrirmæli um að fara svona
að kaupmönnum eða öðrum við-
skiptavinum,“ sagöi Baldur Jónsson,
framkvæmdastjóri sölusviðs Mjólk-
ursamsölunnar.
Viðmælendur DV hafa fullyrt í
blaðinu að MS hafi boðið 3 prósent
afslátt á vörum, settu kaupmenn vör-
ur frá Baulu til hhðar. Einnig, að
svipaðar aðgerðir væru í gangi í
brauð- og ísversluninni.
Baldur sagði að sölumenn MS
reyndu að hafa áhrif á framsetningu
vara frá fyrirtækinu, í verslunum.
„Það eina sem við höfum gert, er
að biðja um sanngimi í framsetningu
á okkar vörum og að hún sé í ein-
hverju hlutfalli við markaðshlut-
deild. Þetta tíðkast hjá mörgum, bæði
heildverslunum og matvælafyrir-
tækjum, að framboð á vörum við-
komandi sé í réttu hlutfalli við mark-
aðshlutdeild. Utan um þetta höfum
við reynt að halda.“
Baldur sagðist ítreka að viðskipta-
kjör MS yrðu ekki rædd í fjölmiðlum.
Ef MS gerði samninga viö viðskipta-
vini, þá væru þeir gagnkvæmir. MS
væri ekki að þröngva einhverju ein-
hliða samkomulagi upp á viðskipta-
vinina. Það gæti allt eins verið að
undirlagi viðskiptavinarins, sem
slíkur samningur væri gerður. Það
væri fullkomlega löglega að öllum
slíkum samningum staðið.
„Við förum ekki fram á að aörar
vörur víki fyrir okkar vörum. Hafi
samkeppnisaðili okkar, sem er að-
eins með einn vöruflokk sem við
bjóðum einnig, farið halloka í sam-
keppninni, þá er það fyrst og fremst
vegna þess að við höfum haldið
áfram vöruþróun okkar og stöðugt
boðið fleiri vöruflokka. Það er fjöl-
breytni í vöruúrvali okkar sem
minnkar hugsanlega sölu hjá sam-
keppnisaðilanum, ekki einhver bola-
brögð þar sem að við reynum aö láta
henda samkeppnisaðilanum út. Okk-
ar tæki í samkeppninni er vöruþró-
unin.“
-JSS
Fréttir
Skagfirðingar „hirtu“ af Eyfirðingum flórðungsmót hestamanna:
Stríðshanskanum kastað
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Skagfirðingar hafa enn einu sinni
reynt að valta yfir okkur, nú með
þeim hætti að leggja fram óeðlilegt
undirboð vegna fjórðungsmótsins.
Við Eyfirðingar erum ekki reiðir
núna eins og við höfum áður verið
út í Skagfirðinga en við erum afskap-
léga sárir út í þá,“ segir Hólmgeir
Valdimarsson hjá hestamannafélag-
inu Létti á Akureyri.
Hólmgeir var einn fulltrúa á fundi
norðlenskra hestamanna á dögunum
þegar tekin var ákvörðun um stað
fyrir fjórðungsmót norðlenskra
hestamanna á næsta ári. Valið stóð
á milli Vindheimamela í Skagafirði
og Melgerðismela í Eyjafirði og fóru
Skagfirðingarnir með sigur af hólmi,
11 greiddu Vindheimamelum at-
kvæði en 6 voru með Melgerðismel-
um.
„Þetta er alveg makalaust og sár-
astur er ég út í þessa helvítis Þing-
eyinga sem ekki gátu stutt okkur.
Við erum í samstarfi með þeim í
hrossarækt og þeir hefðu átt að vera
menn til að styðja okkur núna. Þess
í stað studdu þeir Skagfirðingana
sem eru að reyna að valta yfir okkur
og hafa nú kastað stríðshanskanum.
Það er óvíst hvert verður framhaldið
á samstarfi okkar við þá eftir þetta
mál,“ sagði Hólmgeir.
Á fundinum um keppnisstað fyrir
fjórðungsmótið buðust Eyfirðingar
til að halda mótið á Melgerðismelum
fyrir 25% af innkomu en Skagfirðing-
ar buðu fram Vindheimamela og
vildu einungis fá 14%. Eyfirðingar
segja Skagfirðinga geta þetta vegna
þess að þeir hafi fengið landsmótið
1990 „óverðskuldaö" og noti þær 8-10
milljónir sem þá komu í kassann sem
hagnaður til að „valta yfir“ nágranna
sína.
„Ég vil ekki ræða þetta mál á þessu
stigi, enda er ég ákaflega fjölmiðla-
fælinn maður," sagði Sveinn Guð-
mundsson á Sauðárkróki en hann
var í forsvari fyrir hestamenn í
Skagafirði á fundinum þar sem
ákvörðunin um stað fyrir íjórðungs-
mótið var tekin.
Vantar þig góðan bíl á góðu verði?
Vantar þig góðan bíl sem er ódýr
í rekstri?
Viltu bíl með fullkomnum
mengunarvörnum?
Þá ætti
SUNIMY
að henta þér.
Eigum sunny í öllum StxRöuTYI
o g gErðuM
Tökum sem dæmi:
986.000. stgr.
Nissan sunny stallbakur SLX
•Þetta er bara lítið dæmi af
úrvalinu hjá okkur.
•Komdu og skoðaðu úrvalsbfla
•Einnig opið um helgina frá
kl. 14-17
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
Verð án ryðvarnar- og skráningarkostnaðar
• 1600cc 16 ventla
• 4 dyra
• 5 gíra
• Aflstýri
• Upphituð sæti
• Samlæsingar á hurðum
• Rafdrifnar rúður
• Fjarstýrt skott og
bensínlok
• 4 hátalarar
• 3jaáraábyrgð
• Framleiddur árið 1992
Betri bíll á betra verði
NISSAN
NIS5AN