Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 16
16 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Skák DV Apple-skákmótið í Faxafeni: Úrslitaskák efstu manna í dag - Hannes nær stórmeistaraáfanga ef hann vinnur Þröst Fyrir síöustu umferö Apple- skákmótsins - 15. Reykjavíkur- skákmótsins - sem hefst kl. 13 í dag í skákmiöstöðinni viö Faxafen er Jóhann Hjartarson með vinnings- forskot á Lettann Alexei Sírov. Svo skemmtilega vill til að þeir tefla saman í dag. Sírov verður aö leggja allt undir með svörtu mönnunum því aö einungis með sigri nær hann hlutdeild í efsta sæti. Önnur skák í dag er ekki síður spennandi. Það er glíma alþjóðlegu meistaranna Hannesar Hlífars Stefánssonar og Þrastar Þórhalls- sonar. Hannes hefur teflt skínandi vel í rnótmu og á möguleika á því aö krækja sér í annan áfanga af þremur að stórmeistaratitli. Fyrsta áfangann fékk hann á skákmóti í Gausdal í fyrra en síðan hefur hann átt misjöfnu láni að fagna þar til nú. Hannes þarf að vinna Þröst til að ná tilskildum 7 vinningum á mótinu. Búast má við mikilli bar- áttuskák þvi að Þröstur leggur ekki í vana sinn að gefast upp þótt á móti blási en hann hefur mátt þola mikið mótlæti til þessa og vermir neðsta sætið. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1. Jóhann Hjartarson 7,5 v. 2. Alexei Sírov 6,5 v. 3. -4. Hannes Hlífar Stefánsson og Vasiiios Kotronias 6 v. 5.-7. Jón L. Árnason, Oliver Renet og James Plaskett 5 v. 8.-9. Karl Þorsteins og Margeir Pét- ursson 4,5 v. 10. Stuart Conquest 4 v. 11. Helgi Ólafsson 3,5 v. 12. Þröstur Þórhallsson 2,5 v. Óhætt er að segja aö mótið hafi tekist afskaplega vel í alla staði. Framkvæmdin er hnökralaus að vanda, ákjósanlegar aðstæður jafnt fyrir keppendur sem áhorfendur í Faxafeni og hvorki hefur skort á spennu né baráttugleði. Ég man varla eftir móti þar sem leikgleðin hefur verið jafnmikil - „stórmeist- arajafnteflin" hvimieiðu sem gjarnan fylgja svo sterkum mótum eru nú víðsfjarri. Að öðrum ólöst- uðum hafa ensku stórmeistaramir tveir líkast til teflt af mestri hörku. Conquest hefur ekkert jafntefli gert og undirritaður vann það afrek aö gera jafntefli við Plaskett, sem er bersýnilega mun erfiðara heldur en að vinna, eða tapa fyrir honum. Aðsókn áhorfenda hefur verið þokkaleg en þeir þurfa hvorki að kvarta yfir taflmennskunni - nema afleikirnir séu helst til of margir - né árangri íslendinganna: Jóhann í efsta sæti og Hannes með von um stórmeistaraáfanga. Hinir íslensku keppendurnir hafa að vísu ekki Skák Jón L. Árnason sýnt hvað í þeim býr eða eru algjör- lega heillum horfnir, eins og ís- landsmeistarinn Helgi, sem á nú sitt lakasta mót um langa hríð. Skoðum tvær skákir lir níundu umferð sem eru lýsandi dæmi um baráttugleðina. íslendingar eru í aðalhlutverki í þeim báðum. Þröst- ur jafnar taflið í fyrri skákinni gegn Jóhanni sem er greinilega ekki ánægður með gang mála. Hann byijar aö „príla" á kóngsvængnum en tilburðir hans hafa engan ávinn- ing í för með sér. Rétt fyrir fyrri tímamörkin missir Þröstvu- af væn- legri leið en heldur þó taflinu gang- andi með mjög góðum vinnings- færvun. Þá gerir hann sig sekan um gróf mistök og eins og hendi sé veifað nær Jóhann að snúa taflinu sér í vil. í seinni skákinni tefla Hannes og Helgi fjöruga. Helgi fómar skipta- mun eftir byrjunarleikina og ekki verður betur séð en að hann hafi nægileg gagnfæri. Hannes tekur þó hraustlega á móti og eftir óná- kvæmni Helga tekst honum að þvinga fram kaup á drottningum og stendur eftir með unnið enda- tafl. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vöm. 1. c4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. d5 c4 11. Bc2 Dc7 12. 0-0 Bc5 13. De2 e5 14. Rh4 0-0 15. Khl He8 16. Bg5 g6 17. Hadl Bf818. Dd2 Rh5 19. Bh6 Dd6 20. Bxf8 Hxf8 21. Dh6 Rdf6 22. f3 Bd7 Framtíöarhorfur svarts í þessari stöðu hljóta að vera góðar. Frels- ingi hvíts á d5 er skorðaður Qvótt drottningin sé að vísu ekki besti maðurinn í þvi hlutverki) og peða- meirihlutinn á drottningarvæng gæti farið að segja til sín. Jóhann reynir að vonum að leita eftir fær- um á kóngsvæng. 23. Re2 Hfe8 24. g4 Rg7 25. Rg3 a5 26. Hgl Ha6 27. Rgf5 Df8! Ekki 27. - gxf5? 28. gxf5 og nú 28. - Rh5 29. Dxh5, eða 28. - Df8 29. d6 og vinnur. 28. Rxg7 Dxg7 29. De3 Df8 30. h3 Dd6 31. Hcl Db4 32. Hbl Hc8 33. f4!? Svartur er með öruggt frum- kvæði ef hvítur gerir ekkert í mál- unum. Jóhann reynir að opna taflið í tímahrakinu. exf4 34. Dxf4 c3 35. a3 De7 36. g5(?) Rh5 37. De3 cxb2 38. Bdl 1 Á 1 I 1 1 k A A JS A A A Á 2 Jk, s A? ABCDEFGH 38. -Rg7? Hér var 39. - b4! mjög sterkt. Hvítur á ekkert gott svar við hótun- inni 40. - Hc3. 39. Hxb2 Hc4 40. He2 b4 41. Dd3 Dc5 42. Bb3 Hc3! 43. Dxa6 Hxb3 44. DfB Hxh3+ 45. Hh2 De3 46. Hfl Dxe4+ 47. Rg2 Hxh2+ 48. Kxh2 Dxd5 49. Re3 8 7 4. 141 6 111 »4. 5 k m a k 3 A & 2 i ABCDEFGH 49. - Db3?? Þröstur var aftur kominn í tíma- hrak og leikur nú skákinni af sér. Eftir 49. - De6 50. Dd8+ Be8 51. Rg4 Rf5 eru möguleikarnir svarts meg- in. 50. Dd8+ Be8 51. Rg4! Skyndflega era 52. RÍ6+ og 52. Rh6+ óviðráðanlegar hótanir. 51. - h5 52. gxh6 fr.hl. f5 53. hxg7 Og Þröstur gafst upp. Hvítt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn. 1. e5 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. g4 h6 Helgi kýs að sniðganga manns- fómina úr Neskaupstað: 7. - e5 8. Rf5 g6 9. g5 gxf5 10. exf5 d5 11. gxfB!? d4 12. Bc4, eins og tefldist í skák hans við Guðmund Sigurjóns- son (hvítt) á alþjóðamótinu þar 1985 og vakið var tfl lífs í tveimur skák- um á Apple-mótinu. 8. Bg2 Rc6 9. Rxc6 bxc6 10. e5 Rd5 11. Rxd5!? Athyghsverður leikmáti, í stað 11. exd6, sem leikið hefur verið áður í stöðunni. 11. - cxd5 12. c4 dxe5 13. cxd5 Bb4+ 14. Kfl 0-0! 15. a3 Bd6 16. dxe6 Bxe6 17. Bxa8 Dxa8 18. Hgl Hd8 Mér segir svo hugur um að svart- ur hafi nægileg færi fyrir skipta- mun 19. De2 Hc8 20. Hcl Hxcl + 21. Bxcl Dc6 22. Ddl Bc4 + 23. Kel e4?! E.t.v. er 23. - De4+ 24. Be3 Bc5 betra. 24. g5! Bxh2 25. Hg2 Be5 26. gxh6 g6 27. Dc2 De6 28. Hg5! Bd4 29. Be3 Bd3 Svarið viö 29. - Bxe3 gæti orðið 30. Dc3! sem er óþægflegt. 30. Dc7! Bxe3 31. fxe3 Dfl6 32. De5! Dfl+ 33. Kd2 De2+ 34. Kc3 Dc2+ 35. Kb4 Dc4+ 36. Ka5 Kóngurinn er sloppinn í örugga höfn og vegna máthótunarinnar á g7 verður svartur að skipta á drottningum. Hvítur vinnur létt. 36. - Db5+ 37. Dxb5 axb5 38. a4 bxa4 39. Kxa4 Kh7 40. b4 Kxh6 41. Ha5! g5 42. b5 Bxb5 43. Hxb5 Kh5 44. Kc4 Kg4 45. Kd4 f5 46. Hb5 f4 47. Kxe4 f3 48. Hf5 Og Helgi lagöi niður vopn. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.