Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. 55 Fréttir Um 30 manns í fíkniefnamálinu á Akureyri: Reykvíkingur seldi mest af hassinu norður Reykvíkingur hefur viöurkennt að hafa verið tengiliður og söluaðih til tveggja höfuðpaura á Akureyri í hinu umfangsmikla fikniefnamáli sem lögreglan nyrðra hefur verið að upplýsa í vikunni. Fíkniefnadeild lögreglunnar í höf- uðborginni gerði húsleit hjá Reyk- víkingnum og handtók hann á mið- vikudag. Hjá honum fannst lítilræði af hassi og áhöld til neyslu. Maður- inn viðurkenndi síðan við yflr- heyrslu að hafa selt 200 grömm af hassi tfl Akureyrar. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri tengjast um 30 aðilar þar í bæ umræddu hassmáli. Hér er um að ræða 17-41 árs einstakhnga - mest fuhorðið fólk í vinnu. Upplýst er að tveir höfuðpaurar á Akureyri seldu og dreifðu um 300 grömmum af hassi tfl fólksins. Um 200 grömm voru sótt suður tfl framangreinds Reykvíkings en um 100 grömm komu eftir öörum leiðum norður. -ÓTT Fékk skipt Ijósriti af fimmþúsundkalli Lögreglan hefur leitað að karl- manni sem iagði fram falsaöan pen- ingaseðil í söluturni í Garðastræti 2. Maðurinn, sem talinn er vera á milli 35 og 40 ára, kom inn í söluturninn um klukkan níu í fyrrakvöld og fékk vörur afgreiddar fyrir um 500 krón- ur. Greiddi hann með flmm þúsund kóna seðli, fékk greitt til baka en hraðaði sér síðan út. Vöknuðu þá grunsemdir hjá af- greiðslumanni um að ekki væri allt með felldu. Þegar seðillinn var skoð- aður kom í ljós að þar var einungis um ljósrit að ræða. Seðillinn er í vörslu rannsóknarlögreglu. -ÓTT Slasaður sjómaður fyrir borð Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síödegis í gær slasaðan sjómann um borð í Aðalbjörgu RE 2 sem var við veiðar í Faxaflóa. Maðurinn slasaðist alvarlega á fæti er hann féll fyrir borð. Greiðlega gekk að ná honum upp úr sjónum og 15 mínútum síðar kom þyrlan. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar létu sjúkrabörur síga um borð og tóku manninn þannig um borð í þyrl- una. Hann var síðan fluttur á Borg- arspítalann. -kaa Bama- og unglingageödelld: Læknar ósáttir við sparnaðarUIHSgur Tihaga um 3 mánaða sumarlok- um jafndýr og dagur á gjörgæslu un annarrar af tveimur defldum en þar eru dýrustu plássin í öilu Barna-og unglingageðdeildar spitaiakerfinu. Barnageðdeildir Landspítalans hefur mætt and- eru mjög dýrar einingar, jafnt hér- stöðu meðal lækna þar og þeir hafa lendis sem eriendis. iýst mitóih óánægju í bréfi til lækn- Ðavíð segir defldina vera þá sem aráðs spitalans. einna mest hafi farið fram úr fjár- Einnig er fyrirhugað að loka lögum á undanfömum árum. göngudeild í sex vikur i sumar og Reynslan sýni að innlagnir þar séu ákveðið hefur verið að breyta mun færri yfir hásumarið en á öðr- bundnum vöktum sérfræðinga í um árstímum. Á þeim tíma sé auö- ferilvaktir. Breyting á vaktafyrir- veldara fyrir foreldra að taka böm komiflaginu á að spara um eina sin heim. Ef af lokun verði eigi að mflijón en deildalokanir um 10-12 iagfæra deildina. Tillögurnar eru milijóftir. gerðar af stjómendum geðdefldar- Að sögn Daviös Á. Gunnarsson- sviðs og er stjómamefnd að fara ar, forstjóra Ríkisspitala, er hver yfir þær. legudagur á þessum deildum næst- -VD Seyðisfjörður: Innbrot í bfla upplýst Lögreglan á Seyðisfiröi hefur haft hendur í hári nokkurra pilta sem brutust inn í sjö bíla á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Meðal þess sem stohð var úr bílunum var út- varpskassettutætó, bensínbrúsar, verkfæri og talstöð. Þýfið er nú kom- ið fram og telst málið upplýst. -kaa Þrír á slysadeild: Harður árekstur á Snorrabraut Harður árekstur þriggja bfla várð tveggja bifreiða og einn farþegi voru á mótum Snorrabrautar og Berg- fluttir á slysadeild. Fjarlægja þurfti þómgötu síödegis í gær. Ökumenn alla bílana með aðstoð krana. -kaa Loðnukvótinn aukinn um 50 þúsund tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að auka loðnukvótann um 50 jjúsund tonn. Ákvörðun þessi er tetón í kjölfar rannsóknarleiðangurs Hafrann- sóknastofnunar á loðnusvæðunum fyrir Vesturlandi. Viðbótarkvótan- um veröur stópt milh stópa í sam- ræmi viö aflahlutdeild. -kaa Menning Viggo Mortensen og David Morse leika tvo ólíka bræður. 1 l á V I mmzlí ? 8 ! ýf! ^ . 1 uii/1 t yi'ils K Stjömubíó - bræður munu berjast: ★★ '/2 Blóð við blóð Sean Penn hefur sí og æ sannað að hann er geysi- lega góður leikari en það virðast ekki vera einu hæfi- Ueikamir hans. The Indian Runner er hans fyrsta verk á bak við vélina að leikstýra eigin handriti sem hann byggir á söngtexta eftir Bruce Springsteen. Text- inn, sem er í laginu „Highway Patrolman" á plötunni Nebraska, fjallar um tvo bræður sem hafa orðið við- skfla síðan annar fór tfl Víetnam. Joe hefur gerst lög- regla í heimabænum eftir að búgarðurinn fór á haus- inn en Frankie snýr frá Víetnam ofbeldisfullur og eirð- arlaus. Joe er búinn að koma sér vel fyrir með konu (Golino) og barn en, eins og Frantóe bendir honum á, þá hefur hann glatað neistanum. Báðir foreldrar þeirra deyja með skömmu milhbfli og Joe tekst að fá Frantóe til þess að koma með kærustuna (Arquette) Kvikmyndir Gísli Einarsson til heimabæjarins í þeirri von að hann geti byrjað nýtt líf. Þetta er langt frá því að vera skemmtimynd. Líkt og Springsteen htur Penn dimmum augum á tflveruna í miðríkjunum. Karlmennimir eru daprir og innhverf- ir og virðast bera syndir heimsins á herðum, meðvitað eða ómeðvitað. Konurnar eru grandalausari en mun sterkari. Umhverfið eykur aðeins á andlegu fátæktina, timarnir eru breyttir en hefðir eru haldreipi fyrir íbú- ana. Penn lætur myndina líða rólega áfram, pínir ekki boðskapinn og lætur það eiga sig að nota viðurkennd- ar aðferöir til að byggja upp samúð og tilfinningalega spennu. Þetta gerir myndina raunverulegri fyrir bragðið en kraftminni. Mikið veltur á leikurunum að halda utan um persón- ur sem ekki eru útskýrðar neitt frekar. Það eru til dæmis engar mögulegar skýringar gefar á ólíkri skap- gerð bræðranna. Annar rólyndismaður, hinn nær geð- veikur af hatri út í umheiminn. Hérna hefði smásál- fræðiflétta ektó skemmt fyrir og leyft áhorfandanum að búa aðeins til sina sögu á bak við þá bræður. Penn er ótrúlega öruggur sem leikstjóri. Það er ekk- ert hik á myndinni, engin myndræn mistök, engar augljóslega rangar ákvarðanir. Hann græðir á því að hafa umkringt sig margsönnuðu hæfileikafólki í öll meiriháttar tæknileg hlutverk en á endanum er það mest honum að þakka að myndin gengur upp. The Indian Runner (Band-1991) Handrit: Sean Penn (eftir söngtexta Bruce Springsteen). Leikstjórn: Penn. Leikarar: David Morse (Inside Moves), Viggo Mortensen (Tex- as Chainsaw 3), Valeria Golino (Rain Man, Hot Shots), Patric- ia Arquette (Nightmare on Elm Street 3), Charles Bronson, Dennis Hopper. Auglýsing I00,0% 90,0% 80,0% 70,0% 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0% IS-24ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-6» ára Kolaportió er einn vinsælasti samkomustaður borgarinnar. Súluritið sýnir hlutfall höfuð- borgarbúa sem þangað hafa komið. íbúar höfuðborgarsvæðisins markaðsglaðir: 75% hafa komið í Kolaportið Kolaportið hefur verið áberandi vinsæll hður í helgarlífi Reykvík- inga en niðurstöður skoðana- könnunar, sem íslenskar mark- aðsrannsóknir geröu nýlega, koma samt mjög á óvart því þar kemur fram að hvortó meira né minna en 75% íbúa höfuðborgar- svæðisins hafa komið í Kolaportið og 62% allrar þjóðarinnar. Það kemur einnig í ljós í könnun- inni að flestir segjast gestirnir hafa komið oft í Kolaportið og 4% þjóöarinnar hafa komið þangað 23 sinnum eða oftar. Ektó er að finna marktækan mun á gestum eftir kyni eða tekjum. Að meðaltah koma um tíu þúsund manns í Kolaportið hvem mark- aðsdag þar sem yfir 100 seljendur bjóða upp á nánast ailt milli him- ins og jarðar. Nokkrir seljendur hafa þar fasta söluaðstöðu en flestir era nýir um hverja helgi, eins og t.d. fjöldi félagasamtaka og einstaklinga sem eru að afla sér fjár með margvíslegum hætti. Kolaportið er þannig síbreytilegt og manniífið fjölskrúðugt en þar er alltaf gott veður og vel heið- skírt enda allir í sólskinsskapi. Kolaportið er opið á laugardögum kl. 10-16 og sunnudögum kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.