Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Kvikmyndir Tíu óskarstilnefningar til Bugsy: Gangsterinn sem elskaði Hollywood Bugsy er sú kvikmynd sem fær flestar óskarstilnefningamar í ár eða samtals tíu. Meðal tilnefninganna eru besta kvikmynd, besti leikstjóri (Barry Levenson), besti leikari í aðal- hlutverki (Warren Beatty) og besti leikari í aukahlutverki (Harvey Keit- el og Ben Kingsley). Myndin fjaliar um síöustu ár mafíugangstersins Benjaminn Hymie Siegel eða Bugsy Sigel eins og hann var ávallt kallað- ur. Það eru árin sem hann eyddi á vesturströnd Bandaríkjanna. Bugsy Siegel fæddist í Brooklyn og þar kynntist mafíuforinginn Meyer Lansky honum. Bugsy þótti ófyrirle- itinn og samviskulaus og komst fljótt til metorða innan félagsskapar sem kallaðist Morð hf. (Murder Inc.) Fé- lagsskapur þessi samanstóð af ítölum og gyðingum og var hann fljótt sá félagi hópsins sem allir hræddust. Þegar mafían viidi seilast til valda á vesturströnd Bandaríkj- anna voru mafiuforingjamir Meyer Lansky og Lucky Luciano sammála um að Bugsy væri rétti maðurinn. Til aö byrja með gekk allt eins og í sögu, en óÚkt öðram mafluforingjum hafði Bugsy gaman af að sýna sig og sjá aðra og þá sérstaklega í fylgd með leikkonum í Hollywood. Handrit sjö ár í vinnslu „Bugsy fékk sömu meðhöndlun og kvikmyndastjarna í Hollywood," segir leikstjóri myndarinnar Barry Levinson. „Hann klæddi sig mjög áberandi og varð fljótt mjög vinsæll meðal þotuliðsins í HoUywood og blöðin kölluðu hann yfirleitt sam- kváemismann og íþróttamann.“ Það var Warren Beatty, sem leikur Bugsy, er fékk handritshöfundinn James Toback tU að skrifa handrit sem fjallaði um ævi Bugsy Siegel. þetta var fyrir sjö áram. „Ég held að þaö hafi veriö fyrst og fremst verið kynni hans af Hollywood sem heiU- uðu mig,“ segir Beatty. „Bugsy var óhkur öUum raunverulegum gangst- erum fyrr og síðar og ég held að ef hann hefði getað vaUð hefði hann -WvEftyofig m-ufm Barry Levinson er hér fyrir miðri mynd að gantast eitthvað við Warren Beatty. Til hægri við þá er framleiðandinn Mark Johnson sem ávallt er í samstarfi við Levinson. Kvikmyndir Hilmar Karlsson líf glæpamanns. Barry Levinson er ekki sama sinnis: „Oft hefur verið sagt að HoUywood upphefji gangst- era og í sumum tiUellum er þetta rétt, en hér höfum við gangster sem notfærði sér Hollywood til að fela sitt rétta eðU. Bugsy notfærði sér glansinn í eiginhagsmunaskyni. Hann átti auövelt með að mngangast leikara og aðra Ustamenn og hafði sjálfur útUt kvikmyndastjömu, þá var hann töfrandi í viðmóti. Þetta var samt aöeins gríma sem huldi hans rétta andUt, mann sem hikaði ekki við að drepa þegar það hentaði hon- um. Við vildum ekki gera persónuna einfalda heldur skora á áhorfandann að taka afstöðu með eða á móti hon- um.“ Ekki ókunnur óskamum Kvikmynd Barry Levinson, Rain Man, fékk óskarsverðlaunin 1988 sem besta kvikmynd og hann fékk óskarinn sem besti leikstjóri. Barry Levinson er ekki óvanur því að fá óskarstilnefningar. Allt frá því hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Diner 1882, hefur hann nokkrum sinnum verið tilnefndur bæði sem leikstjóri og handritshöfundur. Levinson er fæddur og uppalinn í Baltimore og þar gerast þrjár kvik- mynda hans, Diner, Tin Man og Av- alon en þá mynd gerði hann miUi Rain Man og Bugsy. Levinson hóf feril sinn sem gamanleikari í sjón- varpi. Síðar fór hann að skrifa gam- anprógrömm fyrir þekkta gaman- leikara, má þar nefna Marty Feld- man, Tim Conway og Carol Burnett. Levinson skrifaði sín fyrstu kvik- myndahandrit í samvinnu við Mel Brooks, vora það handritin að mynd- unum Silent Movie og High Anxity. Barry Levinson hefur leikstýrt sjö kvikmyndum: Diner, The Natural, Young Sherlock Holmes, Tin Men, Good Moming Vietnam, Rain Man, Avalon og Bugsy. -HK CftAND 0n CHRIST Bugsy Siegel (Warren Beatty) er hér fyrir (raman skiltið á hótelinu sem hann reisti í Las Vegas, Hotel Flamingo. frekar vUjað vera kvikmyndaleikari en háttsettur í mafíunni." Eins og áður segir fjaUar myndin um síðustu árin sem Bugsy Siegel Ufði. Einnig fíaUar myndin um sam- band hans við smástimið Virginiu HUl en hún var oft kölluö Flamingo og eftir henni nefndi Bugsy hótehð fræga í Las Vegas (Flamingo Hotel) sem hann lét byggja tíu mílur fyrir utan miöborg Las Vegas og var próf- steinnin á getu hans þar um slóðir. Um síðir var það gjálífið og kæra- leysi sem varð honum að falU. Margir hafa gagnrýnt aðstandend- ur Bugsy fyrir að vera að upphefia Helstu persónurnar í Bugsy Benjamln „Bugsy“ Siegel (Warren Beatty), valdamikill gangster innan mafíunnar, sem klæddi sig samkvæmt nýjustu tísku og kunni best við sig innan um leikara og leikkonur f Hollywood. Virginia Hill (Annette Benning), smástirni í Hollywood, sem hafði verið með mörgum gangsterum áður en Bugsy heillaði hana upp úr skónum. Mickey Cohen (Harvey Keitel), hættulegur glæpamaður, sem fór í samstarf meö Bugsy, en var samt alltaf sinn eigin herra. Meyer Lansky (Ben Kingsley), mafíuforinginn sem ásamt „Lucky" Luciano ákvað að senda Bugsy á vesturströndina til að skipuleggja glæpastarfsemi þar. George Raft (Joe Mantegna), leik- arinn þekkti sem var vinur Bugsy. Bugsy notfærði sér kunningsskap- inn tii að kynnast fólki í Hollywood. Ein þeirra kvikmynda sem til- nefnd er tii óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin og mun keppa við Böm náttúrannar er sænska myndin Oxen sem leikstýrð er af Sven Nykvist. Ny- kvist er fyrrum samstarfsmaður Ingmars Bergman og telst meðal þekktustu og virtustu kvik- myndatökumanna í heiminum. Oxen gerist á síðustu öld og segir frá fólki í Smálöndunum. Þetta var á þeím árum er margir gáfust upp og fluttu til Bandaríkjanna. Myndin fíallar um fólk sem neit- aði að gefast upp. í aðalhlutverki er Stellan Skarsgárd, en meðal leikara eru „Bergman'leikararn- ir Max von Sydow, Liv Ullman og Erland Josephson. SpikeLeeí vandræðum Nýjasta kvikmynd Spike Lee Malcolm X er langdýrasta kvik- mynd sem svartur leikstjóri hef- ur gert. Myndin fíallar um ævi hins umdeilda leiðtoga svartra öfgamanna sem myrtur var á sjö- unda áratugnum. Mikil peninga- vandræði hrjá dú alla fram- kvæmdina, en tökum lauk í jan- úar. Áætlaður kostnaður við myndina var 28 milljónir dollara en nú þegar eru áætlanir komnar fimm milljónir fram yfir þá upp- hæð. Til að ná endum saman hef- ur Spike Lee gefiö frá sér föst laun sín við myndina sem talíð er að séu 3 milljónir dollara og mun aðeins fá laun ef ágóði verð- ur. Spike Lee hefrn: þó ekki mikl- ar áhyggjur: „Ég mun fiúka myndinni á þann hátt sem ég vil og örugglega finna einhverja sem vilja leggja fé í myndina." NestorAlmendros látinn Einhver allra fremsti kvik- myndatökumaður sem uppi hef- ur verið, Nestor Almendros, lést í síöustu viku, 61 árs aö aldri. Sjálfsagt verður Almendros fyrst og fremst minnst sem frumherja og leiöanda í lýsingu. Almendros vann við 47 kvikmyndir og fékk óskarsverðlaunin 1979 fyrir töku sína á kvikmynd Terence Malick’s Days of Heaven, en kvikmyndatakan i þeirri mynd er öllum ógleymanleg, enda um hreinabyltíngu að rseða í notkun tækni og lýsingau. Almendros er fæddur á Spáni en ól aldur sinn á Kúpu þar sem hann gerði marg- ar áróðursmyndir fyrir Castro. Honum leiddist allur áróöurinn og flúði til Frakklands í byrjun sjöunda áratugarins. Þar gerði hann garðinn frægan og vann mikið með Francois Truífaut og Eric Rohmer. Síðustu 14 árin starfeði hann nær eingöngu i Bandaríkjunum og var síðasta kvikmynd hans Billy Bathgate. SeanConnery vinsæll Sean Connery er vinsælastur leikara af eldri kynslóöinni. Um þessar mundir nýtur mikilla vin- sælda nýjasta kvikmynd hans The Medicme Man sem gerist í Suður-Ameríku. Myndiimi er leikstýrt af John McTieman og hefur fengið ágæta dóma en vin- sældimar eru nær eingöngu reknar til Connerys, Næstu tvær myndir, sem haim leikur i, eru The Rising Sun sem gerö er eftír umdeildri metsöluskáldsögu Míchaels Crichton. Leikstjóri þeirrrar myndar er Philip Kauf- mann. Síðan tekur við hlutverk i nýjustu kvimynd John Boor- mans, Broken Dreams. Meðleik- arar hans i þeirri mynd verða River Phoenix og Winona Ryder en handritið er skrifað af Neil Jordan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.