Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Afmæli DV Þórdís Gunnarsdóttir Þórdís Gunnarsdóttir, starfsmaður hjá Ó. Johnson og Kaaber, til heim- ilis að Öldugötu 25 A, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Þórdís fæddist að Öldugötu 25 A og hefur ætíð búið þar. Hún stund- aði nám við Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, var í sumarskóla í Kent á Englandi 1963, stundaði sumamám í Frakklandi 1971 og hefur stundað nám í íslensku við Námsflokka Reykjavíkur. Þórdís starfaði hjá Þorsteini Ólafs- syni tannlækni 1958-63, hjá Gjald- heimtunni í Reykjavík 1965-78 og starfar nú hjá Ó. Johnson og Kaa- ber. Systkini Þórdísar eru Gunnar Birgir Gunnarsson, f. 9.11.1943, b. og bílamálari að Arnarstöðum, kvæntur Guðríöi Vaigeirsdóttur húsfreyju og eiga þau íjögur böm, Vaigerði, f. 25.4.1967, Rögnu, f. 6.8. 1971, Birgi, f. 16.5.1974 og Guðmund Valgeir, f. 5.12.1977; Pétur Gunnars- son, f. 15.6.1947, rithöfundur í Reykjavík, kvæntur Hrafnhildi Ragnarsdóttur, doktor í barnasál- fræði, og eiga þau tvo syni, Dag, f. 12.12.1973, og Gunnar, f. 21.1.1978; Sigrún Gunnarsdóttir, f. 11.11.1948, starfsmaður við Landsbankann í Reykjavík, gift Bjarna Bjarnasyni, starfsmanni hjá Tryggingamiðstöð- inni, og eiga þau þrjár dætur, Jó- dísi, f. 9.8.1971, Hlín, f. 26.12.1972 og Margréti, f. 29.9.1981; Ásdís Gunnarsdóttir, f. 22.9.1950, deildar- stjóri í gjaldeyrisdeiid við Vegamó- taútibú Landsbankans, gift Guö- laugi Hermannssyni, skrifstofu- manni hjá Orkustofnun, og eiga þau tvö börn, Sigrúnu, f. 15.6.1973, og Finn, f. 15.5.1978; Þorgeir Gunnars- son, f. 14.5.1955, kvikmyndagerðar- maður hjá Nýja Bíói, búsettur í Reykjavík og á hann einn son, Gísla, f. 14.12.1982; Siguijón Gunnarsson, f. 20.12.1956, smiður á Seltjamar- nesi, kvæntur Eddu Kjartansdóttur kennara og eiga þau tvo syni, Berg, f. 27.3.1986 og Guðmund Ara, f. 12.9. 1988. Foreldrar Þórdísar voru Gunnar Valberg Pétursson, f. 17.1.1914, d. 17.9.1983, bílamálari oglagermaður hjá Hans Petersen, og kona hans, Guðmunda Þorgeirsdóttir, f. 8.6. 1918, d. 17.11.1988, húsmóðir og skrifstofumaður hjá Alþingi. Ætt . Gunnar Valgeir var sonur Péturs, sjómanns og smiðs í Reykjavík, Sig- urðssonar og Guðrúnar Gróu Jóns- dóttur. Guðmunda var dóttir Þorgeirs, verkamanns í Reykjavík, Guðjóns- sonar, sjómanns og trésmiðs í Ein- kofa á Eyrarbakka, Bjarnasonar, kirkjusmiðs Jónssonar. Móðir Guð- jóns var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Móöir Þorgeirs var Guðrún Einars- dóttir, hreppstjóra aö Urriðafossi, Einarssonar, b. aö Urriðafossi, Magnússonar. Móðir Einars hrepp- stjóra var Jóreiður Magnúsdóttir. Móðir Guörúnar var Guðrún Þórdís Gunnarsdóttir.^ Ófeigsdóttir, ríka, hreppstjóra og ættfóður Fjallsættarinnar, Vigfús- sonar. Móðir Guðrúnar Ófeigsdótt- ur var Ingunn Eiríksdóttir, ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Móðir Guðmundu var Jódís Ámundadóttir, b. í Saurbæ í Vill- ingaholtshreppi, Ámundasonar, og Sigríðar Guðmundsdóttur. Til hamingju með daginn 14. mars Eiður Jóhannesson, Lundarbrekku8, Kópavogi. 85 ára Þóranna Guðmundsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 50 ára Jóhannes Jónasson, Rauðalæk 65, Reykjavik. Sigríður Þorsteinsdóttir, 75ára Helga Pétursdóttir, Hólmgarði 32, Reykjavík. Helga tekur á móti gestum í húsi Kiwanisklúbbsins, Smiðjuvegi 13a Kópavogi, á milli kl. 16 og 19 á af- mælisdaginn. Hjaltabakka 24, Reykjavík. 40ára Sigríður Dagmar Agnarsdóttir, Marbakkabraut 36, Kópavogi. Bjarni Rúnar Guðmundsson, Möðrafelli, Eyjafiaröarsveit. Sverrir Haraldsson, 70 ára Hjálmar Kjartansson, Sólheimum 27, Reykjavik. Sigríður Ágústa Söebech, Torfúfelli 29, Reykjavík. Hólum 2 Reykjadal, Reykdæla- hreppi. Jón Stefánsson, Austurvegi 4, Þórshafnarhreppi. Jónína Jónsdóttir, 60 ára Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík. Hörður Þórðarson, Búhamri 72, Vestmannaeyjum, Jón Sigurðsson, Karfavogi 56, Reylfiavík. Jón Kaldal Jón Pálmi Gíslason Jón Pálmi Gíslason, bóndi á Sámsstöðum í Eyjafjarðarsveit, er sextugurídag. Fjölskylda Jón fæddist á Sámsstöðum og ólst þar upp. Hann kvæntist 24.11.1974 Helgu Sigríði Ámadóttur, f. 26.9. 1956, húsfreyju. Hún er dóttir Áma Gunnarssonar og Marsibil Hólm Agnarsdóttur. Böm Jóns Pálma og Helgu Sigríð- ar em Jóhannes Gísli Pálmarsson, f. 29.8.1974, verkamaður; Sveinbjörg Sigrún Pálmadóttir, f. 24.2.1976; Eva Hrönn Pálmadóttir, f. 31.3.1982; Marsibil Sara Pálmadóttir, f. 30.9. 1987. Systir Jóns Pálma er Steinunn Ragnheiður Gísladóttir, f. 12.3.1930, gift Óttari Björnssyni, b. á Garðsá í Eyjafjarðarsveit, og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Jóns Pálma voru Gísli Guðmundsson, f. 8.6.1901, d. 12.12. 1974, sjómaður á yngri árum og síð- ar b. á Sámsstöðum, og Sveinbjörg Guðrún Magnúsdóttir, f. 2.9.1894, d. 13.6.1968, húsfreyja. Jón Pálmi verður að heiman á af- mælisdaginn. Jón Kaidal byggingarfræðingur, Laugarásvegi 18, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, auk þess sem hann var í sveit að Akri í Vestur-Húnavatnssýslu fimm sumur. Jón stundaði nám við Myndlistarskólann í Ásmundarsal á áranum 1958-62, hjá Veturliða Gunnarssyni, Ragnari Kjartanssyni og Hafsteini Austmann. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1964 hjá Magnúsi K. Jónssyni og lauk prófi sem byggingarfræðingur 1966 frá Kobenhavns Bygningskonstruktor- skole. Jón starfaði á Teiknistofunni Ár- múla 6 á áranum 1966-71 en hefur unnið sjálfstætt frá 1971. Jón var fyrsti formaður Bygging- arfræðingafélags íslands 1967-72. Auk þess hefur hann sinnt félags- málum sem tengjast áhugamálum hans, jass-tónlist og skíðaiþróttinni. Fjölskylda Jón kværitist31.4.1967 Steinunni K. Kaldal, f. 9.12.1945, tækniteikn- ara. Hún er dóttir Kristins R. Sigur- jónssonar byggingarmeistara og Rögnu Halldórsdóttur húsmóður. Böm Jóns og Steinunnar: Kristinn Ragnar Sigurbergsson, f. 1.2.1963, kennari, og á hann tvær dætur; Anna Kaldal, f. 25.5.1966, lögfræði- nemi viö háskólann í Lundi í Sví- þjóð, og er sambýlismaður hennar Henrik Mondrian Lorstad; Jón Kaldal, f. 24.6.1968, nemi í bók- menntafræði við HÍ; Guðrún Kald- al, f. 16.7.1970, nemi viö íþrótta- kennaraskóla íslands; Steinar Kald- al, f. 24.5.1979; Sóley Kaldal, f. 21.1. 1983. Systur Jóns eru Ingibjörg Kaldal, f. 11.4.1947, ljósmyndari, og á hún einn son; Dagmar Kaldal, f. 30.1. 1945, gluggaskreytingamaður, gift Ágústi Friðrikssyni hárskerameist- ara og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Jóns voru Jón Kaldal, f. 24.8.1896, d. 30.10.1981, ljósmynd- ari í Reykjavík, og Guðrún Kaldal, f. 14.8.1918, d. 10.1.1984, húsmóðir. Ætt Jón ljósmyndari var bróðir Leifs Kaldal gullsmiðs. Jón var sonur Jóns, b. í Stóradal, bróður Þorleifs, póstmeistara og alþingismanns, foð- ur Jóns Leifs tónskálds. Annar bróðir Jóns var Pálmi, b. á Ytri- Löngumýri, faðir Jóns, alþingisfor- seta á Akri, fóður Pálma, alþingis- manns á Akri. Systir Jóns var Guö- rún í Stóradal, móðir Jóns, alþingis- manns í Stóradal. Pálmi var sonur Jóns, b. og alþingismanns í Sólheim- um og Stóradal, bróður Erlends, föð- urafa Sigurðar Guðmundssonar skólameistara, föður Örlygs og Steingríms listmálara. Systir Jóns var Ingibjörg, amma Ingvars Pálma- sonar alþingismanns, afa Ingvars Gíslasonar, ritstjóra Tímans og fyrrv. alþingismanns og ráðherra. Önnur systir Jóns var Elísabet, móðir Sigríðar, ömmu Páls Gísla- sonar, formanns Ungmennafélags íslands. Jón var sonur Pálma, b. í Sólheimum, Jónssonar, b. þar Bene- diktssonar, af Eiðsstaðaættinni. Móöir Pálma í Sólheimum var Ingi- ríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstööum, Jónssonar, ættföður Skeggsstaða- ættarinnar. Móðir Jóns, b. í Stóra- dal var Ingibjörg Salóme, systir Jón Kaldal. Iiigibjargar, langömmu Jakobs Benediktssonar oröabókarhöfund- ar. Bróðir Ingibjargar Salóme var Þorleifur í Stóradal, langafi Sigríðar í Djúpadal, ömmu Sigurgeirs, bæj- arstjóra á Seltjarnamesi. Ingibjörg Salóme var dóttir Þorleifs „ríka“ í Stóradal, Þorkelssonar, bróður Ingi- gerðar, langömmu Jóhönnu, ömmu Páls Ásgeirs sendiherra, föður Tryggva bankastjóra. Móðir Ingi- bjargar Salóme var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, „ríka“ í Stóradal, Jónssonar, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættföður Skeggsstaða- ættarinnar. Guðrún, móðir afmælisbarnsins, var dóttir Sigurðar, jársmiðs í Reykjavík, og eins af stofnendum Járnsmíðafélags Reykjavíkur, Sig- urðssonar járnsmiðs Jónssonar, b. frá Hliðnesi á Álftanesi, Halldórs- sonar. Móðir Guðrúnar var Dagmar Finnbjörnsdóttir Elíassonar Eld- járnssonar, ættuö frá Hnífsdal og Aðalvík. Einar Ingvar Egilsson Einar Ingvar Egilsson, forstjóri Fé- lagsbókbandsins -Bókfells, til heimilis að Barrholti 19, Mos- fellsbæ, verður fimmtugur á morg- un. Starfsferill Einar fæddist á ísafirði og ólst þar upp um skeið en síðan í Vogunum í Reykjavík. Hann hóf bókbands- nám í Gutenberg árið 1959 og lauk þar sveinsprófi 1963. Einar starfaði um skeið í Guten- berg og Leiftri en réðst síðan til Bókfells 1963 og var frá 1971-1975 verkstjóri í Gutenberg. Hann varð meðeigandi og forstjóri Félagsbók- bandsins frá 1975. Félagsbókbandið keypti Bókfell fyrir þremur áram og rekur Einar það í samvinnu við meðeiganda sinn, Leif Gunnarsson. Fjölskylda Einar Ingvar kvæntist 26.1.1963, Höllu Svanþórsdóttur, f. 8.12.1943, húsmóður. Hún er dóttir Svanþórs Jónssonar, f. 5.9.1912 á Stokkseyri, múrarameistara í Reykjavík og konu hans, Sigríðar Þorsteinsdótt- ur, f. 1.8.1908 í Háholti, húsmóður. Börn Einars og Höllu era: Svan- hildur, f. 6.6.1962 í Reykjavík, íjár- málastjóri í Mosfellsbæ, í sambýli með Sveini Þórði Birgissyni tónlist- armanni og eru dætur hennar íris Þöll og Agla Ösp auk þess sem fóst- ursonur Svanhildar og sonur Sveins er Birgir Dagbjartur Sveinsson; Agla Björk, f. 23.8.1964 í Reykjavík, verslunarmaður í Mosfellsbæ, gift Alberti Axelssyni, starfsmanni hjá Félagsbókbandinu, og eru dætur þeirra HaUa Ýr, Tinna Rut og Vera Ósk; Svanþór, f. 20.9.1976 í Reykja- vík, nemi. Systir Einars er Þorgerður, f. 18.4. 1935, húsfreyja í Reykjavík, gift Ein- ari Jónssyni, verkstjóra og eiga þau fiögur böm, Brynhildi, Sigurlaugu, Önnu Guðríði og Egil Örn. Foreldrar Einars Ingvars eru Egill Öm Einarsson, f. 26.4.1910, á Hafra- nesi við Reyðarfiörð, lengst af vél- sfióri og sjómaður í Reykjavík, nú starfsmaður Félagsbókbandsins, og Inga Ingvarsdóttir, f. 16.9.1916, á ísafirði. Ætt Meðal systkina Egils Amar er Friðrik Einarsson, læknir í Reykja- vík. Faðir Egils var Einar Sveinn Friðriksson, b. á Hafranesi, sonur Friðriks, b. í Þemunesi, Þorleifsson- ar, verslunarþjóns á Eskifiröi, Þor- leifssonar, skipasmiðs á Norðfiröi, Stefánssonar. Móðir Einars Sveins var Anna Guðmundsdóttir b. í Fróði í Seyðisfirði, Einarssnar, b. í Brúna- vík, Bjarnasonar. Móðir Egils Arnar var Guðrún Vilborg Hálfdánardóttir, b. á Hafra- nesi, Þorsteinssonar (Kvæða-Þor- steins) b. í Víkurnesi o.v., Þorsteins- sonar í Eyjarfirði, Sigurðssonar. Kona Hálfdáns var Jóhanna Einars- dóttir, b. á Hafranesi, Erlendssonar, b. í Áreyjum, Eiríkssonar. Inga, móðir Einars Ingvars, er dóttir Ingvars, útgerðarmanns og verkstjóra á ísafirði, Péturssonar, húsmanns í Reykjarfirði við Djúp, bróður Guðmundar í Krossanesi, föður Petrínu Sigrúnar, móður Sím- onar Jóhanns Ágústssonar prófess- ors. Pétur var sonur Óla, b. í Reykj- arfirði, Ólasonar b. í Reykjarfirði. Móöir Ingu var Sigurlaug Ámadótt- Einar Ingvar Egilsson. ir, húsmanns í Litlu-Ávík, Árnason- ar, b. á Kambi, Árnasonar, b. í Veiði- leysu, Halldórssonar. Móðir Sigur- laugar var Ingveldur Sigurðardótt- ir, b. í Reykjanesi, Jónssonar, b. í Reykjanesi, Einarssonar. Einar tekur móti gestum í sal Múrarafélags Reykjavíkur, Síðu- múla 25, laugardaginn 14.3. klukkan 17-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.