Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
Sérstæð sakamál
Síðasta ökuferðin
Lorraine Spriggs var ákaflega
ánægð. Eftir margvisleg og endur-
tekin vonbrigði hafði þessari nítján
ára gömlu stúlku loks tekist að fá
gott starf í heimaborginni Bedford
á Englandi. Nýr kaíli í lífi hennar
skyldi því hefjast innan skamms
og hún hlakkaði mikið til. En tím-
ann þangað til hún færi að vinna
ætlaði hún sér að nota sér til
skemmtunar.
Hún skipulagði hálfsmánaðar-
ferð um landið og foreldrum henn-
ar, Timothy og Colette Spriggs, leist
ágætlega á hugmyndina. Þeir höfðu
þó eina ráðleggingu til Lorraine
áöur en hún lagði af stað að heiman
og hún var þessi: „Reyndu ekki að
fá far með ókunnugum. Ferðastu
með járnbrautum eða langferðabíl-
um og hugaðu að því hveija þú
umgengst."
Lorraine hlustaði á foreldra sína
en því miður fór hún ekki að ráðum
þeirra.
Rétt eftir að feröin hófst hringdi
hún nokkrum sinnum heim til sín
til þess að segja frá því sem á dag-
ana dreif. Þetta var um haust og
þann 12. september hringdi hún en
lét þá undir höfuð leggjast að segja
frá því að hún væri að verða fé-
laus. Líklega hefur hún óttast að
foreldrar hennar segðu henni að
koma heim ef hún skýrði þeim frá
fóleysinu. Þess í stað ákvað hún að
reyna aö ljúka ferðinni með því að
fá far með þeim sem vildu taka
hana upp í bíla sína.
18. september fannst lík Lorraine
Spriggs klæðlaust nærri litla þorp-
inu Butterton, um þrjátíu kíló-
metra frá Stoke-on-Trent. Réttar-
læknar, sem skoðuðu líkið, komust
að þeirri niðurstöðu að hún hefði
verið myrt milli klukkan tvö og
fimm síðdegis daginn áður, eftir að
hafa haft samfarir við tvo menn.
Grunur
_Lýst var eftir vitnum og skömmu
síðar gaf sig fram kona sem gat
skýrt frá því að hún hefði tekið
Lorraine upp í bíl sinn þann 16.
september og leyft henni að sitja í
hjá sér til Stockport nærri Manc-
hester en um fimmtíu kílómetrar
eru þaðan og að þeim stað þar sem
líkið fannst.
Næsta vísbending kom frá Hilary
Elwood en daginn sem morðið var
framið hafði sendiferðabíll næstum
ekið á hana þegar hún var á hjóli
sínu nærri heimili hennar í Stock-
port. Hún haföi varla náð sér eftir
hræðsluna sem greip hana þegar
hún sá bílinn staðnæmast um
hundrað metra frá til að taka upp
unga stúlku sem svaraði til lýsing-
arinnar á Lorraine. Klukkan var
þá um hálftvö og því skammt í að
morðið yrði framiö.
Hilary tók eftir nafni fyrirtækis-
ins sem málað var á sendiferðabíl-
inn og það varö til þess að lögreglan
gat haft uppi á bílstjóranum, Ralf
Dixon frá Hereford, en hann var
fertugur. Hann viðurkenndi að
hann hefði tekið stúlku upp í bíhnn
en neitaði því að hafa ráðið henni
bana. Hann kvaðst hafa ekið henni
um fjörutíu kílómetra leið, að þorp-
inu Leek. Er þangaö kom sagði
hann að klukkan hefði verið um
þrjú. Ástæðuna til þess að hann
hefði ekki gefið sig fram viö lög-
regluna sagði hann vera þá að fyr-
irtækið bannaði bílstjórunum, sem
hjá því störfuðu, að taka fólk upp
í bílana.
Létfreistast
Lögreglan trúði ekki öllu í fram-
burði Dixons og undraðist meöal
annars yfir því að það skyldi hafa
tekið hann hálfan annan tíma að
aka fjörutíu kílómetra leið. Hann
var því settur í gæsluvarðhald
meðan tæknimenn grandskoðuðu
sendiferðabílinn sem hann ók. Þeir
fundu ekkert sem bent gat til þess
að hann hefði myrt Lorraine í bíln-
um en engu að síður var lögreglan
sannfærð um að hann hefði ekki
sagt alla söguna. Eftir að hafa setiö
sólarhring í varöhaldi var Dixon
hins vegar hætt að lítast á blikuna
og þá gerði hann játningu. Sagðist
hann hafa haft samfarir við Lorr-
aine aftan í sendiferðabílnum en
að hún hefði átt hugmyndina að
þeim.
„Ég veit að það var heimsku-
legt,“ sagði Dixon, „en ég stóðst
ekki freistinguna. Hún sagðist vera
orðin peningalaus en ef ég vildi aka
henni til Stafford skyldi ég ekki sjá
eftir því.“
Eftir aö hafa verið meö henni
sagðist Dixon hafa séð eftir því. Sér
hefði ekki fundist mikið til hennar
koma og því hefði hann sett hana
úr bílnum 1 Leek.
Lögreglan var enn þeirrar skoð-
unar aö Dixon kynni aö vera morð-
inginn svo að hann var hafður í
varðhaldi enn um sinn. Hins vegar
leið ekki á löngu þar til í ljós kom
að hann var saklaus.
Þann 21. september hafði lögregl-
an í Leek fengið kvörtun frá sextíu
og sjö ára ógiftri konu, Enid Kilby,
en þar eð morðmálið var þá mest
aðkallandi hjá lögreglunni sendi
Thomas lögreglufulltrúi, sem hafði
með það að gera, bréfið til annarrar
deildar.
Bréfið
Bréfið var athyghsverð lesning
en það var á þessa leið:
„Síðasthðinn fimmtudag (þann
17. september) um klukkan hálf-
fjögur síðdegis ók ég (Enid Kilby)
með hundana mína tvo til „The
Ridge“ til þess að fara með þá í
gönguferð eins og svo oft áður.
Þarna er sjaldnast nokkur á ferU á
þessum tíma dags og er það ástæð-
an til þess að ég hef lagt það í vana
minn að fara þangað með hundana.
En þennan dag var, aldrei þessu
vant, bíll við „The Ridge“. Viö
fyrstu sýn virtist hann mannlaus.
En þegar ég nálgaðist bílinn sá
ég að í aftursætinu voru tvær
manneskjur. Það voru maður og
ung kona. Siðgæðistilfinning mín
kemur í veg fyrir að ég lýsi því í
einstökum atriðum að hverju ég
varð þarna vitni og læt ég því nægja
að segja að maðurinn var kviknak-
inn og stúlkan nakin neðan mittis.
Aldrei á ævinni hefur mér brugð-
ið eins mikið. Ég gekk að bílnum
og bankaði á rúöuna til þess aö
fólkinu yrði ljóst að ég hefði séð til
þess. Svo kaUaöi ég í hundana mína
og ók heim.
Hér fylgir skrásetningarnúmer
bUsins. Ég óska eftir aö leggja fram
kæru á hendur eiganda hans. Kjósi
hann að haga sér á þann hátt sem
hann gerði þennan dag fer ég þess
vinsamlegast á leit við hann að
hann geri það á bak viö lokaðar dyr
heima hjá sér og ekki þar sem veg-
farendur geta orðiö vitni að athæfi
hans.“
Morðinginn finnst
Bréf ungfrú Kilby barst loks í
hendur tveimur rannsóknarlög-
reglumönnum. Er þeir höfðu lesið
það fannst þeim það geta tengst
morðinu á Lorraine Spriggs. Úr því
að ungfrú KUby gekk að bílnum og
bankaði á rúðuna gat vel verið að
hún hefði séð stúlkuna í aftursæt-
inu svo vel að hún gæti gefið á
henni lýsingu eða borið kennsl á
hana af mynd.
Eftir að hafa rætt um stund við
Enid Kilby fengu þeir hjá henni
lýsingu á stúlkunni í aftursætinu
og var hún ótrúlega nákvæm. Gat
lítill vafi á því leUcið að hún hefði
verið Lorraine Spriggs og studdi
það mjög þá ályktun að lík hennar
fannst í aðeins íjögurra kílómetra
fjarlægð frá „The Ridge" þar sem
bílhnn haíði verið.
Næsta skref rannsóknarlögreglu-
mannanna var að leita til bíla-
skrárinnar fil að fá um það upplýs-
ingar hver væri eigandi umrædds
bíls en ungfrú KUby var ekki í nein-
um vafa um að hún hefði farið rétt
með númerið í bréfi sínu. í ljós kom
að eigandi bílsins var fjörutíu og
tveggja ára gamaU maöur, Fergus
O’Callaghan. Var hann handtekinn
og færður til yfirheyrslu. Hann
greindi frá ferðum sínum á morð-
daginn en sú saga kom ekki heim
og saman við að hann hefði verið
í bíl sínum við „The Ridge“ á þeim
tíma sem ungfrú KUby sagðist hafa
séð hann þar. Þótti strax víst að
hann segði ósatt. Hann var því
hafður í varðhaldi meðan tækni-
menn rannsökuðu bU hans. Fundu
þeir strax vísbendingar um að
Lorraine heföi getað verið í bUnum.
Smávegis blóð fannst í aftursætinu
og þegar það hafði verið rannsakað
kom í ljós að þaö var í sama blóð-
flokki og Lorraine hafði verið.
Næst var gerð húsleit heima hjá
O’Callaghan. Hún bar í fyrstu eng-
an árangur en loks fannst skrúflyk-
U1 fahnn í niðurfaUsröri. GreinUegt
var að reynt haföi verið að þurrka
af honum en engu að síður var á
honum blóð. Var það tekið til rann-
sóknar og kom í ljós að það var
sömuleiðis í sama blóðflokki og
Lorraine hafði verið. Hún hafði
veriö slegin í höfuðið með ein-
hverju og gat vopnið verið skrúf-
lykillinn.
O’Callaghan var nú tekinn til yf-
irheyrslu á nýjan leik og honum
sagt að þau gögn hefðu fundist sem
nægðu til að ákæra hann fyrir
morðið á Lorraine Spriggs. Hann
þvertók hins vegar fyrir að hafa
ráðið hana af dögum. Hann var þá
beðinn að gefa á því skýringu
hvernig vera mætti að ungfrú
Kilby hefði séð hann nakinn með
hálfnakta stúlku í aftursætinu á bíl
sínum daginn sem morðið var
framið og kæmi lýsingin heim og
saman við Lorraine.
O’Callaghan neitaði enn sem fyrr
öllum ásökunum. Var þá aftur leit-
að tU ungfrú KUby og enn sem fyrr
sagði hún rannsóknarlögreglu-
mönnunum að það hefði verið
Lorraine sem hún heíði séð í bíl
O’Callaghans. Léki ekki minnsti
vafi á því.
O’CaUaghan var nú ákærður fyr-
ir morðið. Hann kom síðan fyrir
rétt nokkrum mánuðum síðar en
þá neitaði hann enn, sem og ætíð
síöan, að hafa framið morðið. Kvið-
dómur var hins vegar ekki í nein-
um vafa um aö gögnin í málinu
sýndu sekt hans og sakfelldi hann
fyrir að hafa ráðið Lorraine Spriggs
af dögum. Fékk hann þyngsta fang-
elsisdóm sem hægt var að kveða
upp, lífstíðarfangelsi. Engu að síð-
ur hefur Rann ekki fengist til að
ræða það sem gerðist. Hann er því
einn um að vita það og vera má að
hann taki leyndarmáUð með sér í
gröfina.