Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Er lækning við astma í sjónmáli? Of mikil bjartsýni - segir Davíð Gíslason, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum Grein í breska blaöinu Sunday Times um tímamótauppgvötvun á geni sem veldur astma eða ofnæmi hefur vakið töluverða athygli. Tal- að er um það í greininni að hálfur sigur sé unninn í baráttunni við astma þegar tekist hafi að finna og einangra gen það sem þessu veld- ur. Leitað var til Davíðs Gíslason- ar, sérfræðings í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, um álit á þessum fréttum. „Ég held að þaö sé algjörlega óraunsætt mat aö áætla að lækning við astma geti fundist á 5 árum. Það er allt of mikil bjartsýni. Ef um það væri að ræða að þessi uppgvötvun gæti leitt til varanlegrar lytjameð- ferðar þá tekur það miklu lengri tíma en þetta. Uppgvötvunin er samt sem áður afskaplega mikil- væg og leiðir sjáifsagt til mjög auk- inna rannsókna á næstu árum. Það er enginn vafi á því,“ sagði Davíð Gíslason. „Þessu er slegið upp sem gífur- lega mikilli frétt í Sunday Times. Samkvæmt greininni telja menn sig hafa fundiö skýringuna á því hvemig eríðir stjórna uppkomu ofnæmis. Það skal tekið fram að astmi er aðeins að hluta til ofnæm- issjúkdómur. Þrátt fyrir að hægt sé að velja fyrirfram úr stóran hóp manna sem fá ofnæmi og segja þeim hópi að hann sé í hættu þá hefur það ekki hjálpað í baráttunni nema að takmörkuðu leyti. Þessi uppgvötvun gæti þó haft eitthvað að segja hvað varðar forgangsröð- un verkefna í þjóðfélaginu." - í greininni í Sunday Times er talað um að dauðsfóli af völdum astma í Bretlandi séu 2000 á ári (8-9 á íslandi), einn af hverjum þremur hafi ofnæmiseinkenni og 10% alls fólks hafi astmaeinkenni. Gilda sömu hlutfóll hér á'landi? „Á sjöunda áratugnum dóu á hverju ári að meðaltali 1,65 ein- stakhngar af völdum astma, á þeim áttunda 3,07 en á þeim níunda 2,66 af 100 þúsund einstakhngum. Ég hygg að það sem ræður mestu um aö tölurnar eru lægri hér á landi sé gott aðgengi að læknum ef fólk veikist hastarlega. Ofnæmi í sveitum hefur einnig verið kannað og þar reyndust um 18% vera með jákvæð ofnæmis- próf. Um 14,7% höfðu einkenni frá ' lungum sem við köllum surg. Það er reyndar í gangi svokölluð Evr- ópukönnun og fyrri hluta hennar er reyndar lokið. Samkvæmt henni gáfu 18,2% manna það upp að þeir hefðu þetta svokallaða surg. Það sem við köllum surg í lung- um þarf alls ekki að ná til ahra þeirra sem eru með astma. Það eru ekki nema 2,4% fólks sem segjast vera með astma og 2,5% vera á Davíð Gislason, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum, varar við of mikilli bjartsýni varðandi uppgvötvun breskra vísindamanna á geni sem veldur ofnæmi. DV-mynd Brynjar Gauti astmalyfjum. í Svíþjóð til dæmis heldur en flestar aðrar þjóðir," er þetta hlutfall helmingi hærra. sagðiDavíð. Við erum neðar í þessum tölum -ÍS Hlýtur að auðvelda alla greiningu „Astmi eins og ég þekki hann best, þ.e. í bömum, er í raun og veru sjúkdómur eða vandamál allr- ar fjölskyldunnar. Einkennin koma oft fram á nóttunni og eru þá slæm og valda því að barn sefur illa og stopult. Óhjákvæmilega hef- ur þetta áhrif á svefn foreldranna einnig og þeir eru því úrvinda að morgni ekkert síður en barnið,“ sagði Stefán Ólafsson, fyrrverandi formaður Samtaka gegn astma og ofnæmi. „Astminn hefur því mjög truf- landi áhrif á heimilislífið og það sem alvarlegast er, á skólagöngu barnsins. Oft veröur þetta einnig til þess aö fyrirvinnan verður að- eins ein því að foreldri, í flestum tilfellum móðirin, verður að vera heima hjá veiku barninu. Það er tiltölulega stutt síðan við- urkennt var hér að barn gæti verið með astma og því var ekki rétt brugðist við sjúkdómseinkennun- um. Þá má heldur ekki gleyma því að gífurlegar framfarir hafa orðið í lyfiaframleiðslu og stöðugt koma fram ný og betrumbætt astmalyf, nú síðast kom á markað lyf með mun lengri virkni en áður þekktist sem gerir það að verkum að sjúkl- ingarnir fá betri nætursvefn. Þau lyf sem notuð eru í dag hafa mjög litlar eða nánast engar aukaverk- anir miðað við það sem áður var. Þau eru einnig miklu meðfærilegri og vægari. Lyfiakostnaður astmasjúklinga er ekki mikhl þar sem astmalyf fást strax á lyfiakort en hins vegar þarf að greiða fastagjald fyrir of- næmislyf sem gjarna þarf einnig að nota. Því er aðalvandamál þeirra sem eru með astma og of- næmi að sjúkdómurinn sé rétt greindur og viðeigandi meðferð fá- ist. Lækning er ekki til en það er hægt að hemja sjúkdómseinkenn- in. Rétt greining er því aðalmálið, án hennar er oft notuð dýr og í raun gagnslaus lyf. Þessi nýja uppgötvun í Bretlandi auðveldar vonandi sjúkdómsgrein- ingu og þar með meðferð. Hvort hún kemur til með að lækna ast- mann eða útrýma honum að mestu er ég ekki maður til að dæma um en reynslan kennir mér að vara við of mikilli bjartsýni. En ef rétt reyn- ist að búið sé að einangra genið sem veldur astma eru þaö stórkostleg tíðindi og auðvelda vonandi allt forvarnarstarf og læknismeðferð," sagði Stefán. -ÍS Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10, Kópavogi, á neðangreindum tíma: Álfatún 33, 01-01, þingl. eig. Hús- næðisnefad Kópavogs, miðvikudag- inn 18. mars 1992 kl. 10.00. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka Is- lands. Bræðratunga 11, þingl. eig. Hreinn Hauksson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.35. Uppboðsteiðandi er skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Engihjalh 11, 3. hæð F, þingl. eig. Gunnar Harrýsson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.10. Uppboðsbeið- andi er Bjami Ásgeirsson hdl. Furugrund 18, 2. hæð B, þingl. eig. Jóhannes Sölvi Sigurðsson, miðviku- daginn 18. mars 1992 kl. 10.05. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastofhun ríkisins. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10, Kópavogi, á neðangreindum tíma: Álfatún 6, 1. hæð, þingl. eig. Þórður Kristjánsson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Klem- ens Eggertsson hdl., Veðdeild Lands- banka Islands og Jón Þóroddsson hdl. Álíhólsvegur 57, þingl. eig. Sturla Snorrason, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs og Veðdeild Landsbanka íslands. Brattabrekka 4, þingl. eig. Jóhann Bogi Guðmundsson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.10. Uppboðsbeið- endur eru skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóður Kópavogs. Brattabrekka 9, þingl. eig. Sveinbjöm Tryggvason, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Daltún 18, þingl. eig. Guðbjörg H. Pálsdóttir, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Ingólfur Frið- jónsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands og Ólafur Bjömsson lögfr. HlíðarhjaUi 53, íbúð 024)1, þingl. eig. Inga Helga Jónsdóttir, miðvikudag- inn 18. mars 1992 kl. 10.05. Uppboðs- beiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Logi Egilsson hdl. Hraunbraut 19, þingl. eig. Margrét Runólfsdóttir, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Búnaðarbanki íslands. Lundarbrekka 16, 1. hæð t.v., þingl. eig. Guðmundur A. Kristinsson, mið- vikudaginn 18. mars 1992 kl. 1015. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Helgi V. Jónsson hrl, Veðdeild Landsbanka íslands, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Ólafúr Axelsson hrl., Bæjarsjóður Kópavogs og Ásgeir Magnússon hdl. Neðstatröð 6, þingl. eig. Gunnar Már Gíslason o.fl., miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Nýbýlavegur 26,3. hæð, austur, þingl. eig. Óskar J. Bjömsson og Rannveig Höskuldsd., talinn. eig. Kristófer Ey- jólfsson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.25. Uppbóðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Rejykjavík, Sigríður Thorlacius hdl. og Asgeir Magnússon hdl. Smiðjuvegur 4, þingl. eig. Davið Sig- urðsson hf., miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan f Reykjavík, skatt- heimta ríkissjóðs í Kópavogi, Sigríður Thorlacius hdl. og Steingrímur Eiríks- son hdl. Sæbólsbraut 38, þingl. eig. Magnús E. Guðmundsson, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.25. Uppboðsbeiðendur em Ævar Guðmundsson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík, skattheimta rík- issjóðs í Kópavogi og Veðdeild Lands- banka íslands. Þinghólsbraut 15, þingl. eig. _Ámi Edwins, talinn. eig. Kristmann Áma- son, miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur em Pétur Kjerúlf hdl., Helgi Sigurðsson hdl., Biynjólfúr Kjartansson hrl., Bæjar- sjóður Kópavogs og Sigríður Thprlac- ius hdl. BÆJARFÓGEBNN í KÓPAV0GI Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Ástún 12, 2-5, þingl. eig. Guðrún Ósk Sæmundsdóttir, fer fram á eigninnþ sjálfri þriðjudaginn 17. mars 1992 kl. 13.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Engihjalli 11,2. hæð F, þingl. eig. Una Gunnarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18. mars 1992 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er íslands- banki. Hlíðarhjalh 63, íbúð 004)1, talinn. eig. Sigríður A: Guðnadóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18. marsl992 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hrl. og skatt- heimta ríkissjóðs í Kópavogi. Kjarrhólmi 32, 1. hæð t.v„ þingl. eig. Ólafúr Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. mars 1992 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er íslands- banki. Kjarrhólmi 4,2. hæð, þingl. eig. Vign- ir Ragnarsson og Hildur Daníelsdótt- ir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 17. mars 1992 kl. 13.45. Uppboðs- beiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Kópavogs. Skjólbraut 20, þingl. eig. Jón Guð- laugur Magnússon, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 17. mars 1992 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Sig- urbjöm Magnússon hdl., Tryggvi Guðmundsson hdl. og skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Þinghólsbraut 41, kjallari, vesturhl., þingl. eig. Margrét Sigmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. mars 1992 kl. 16.00. Uppboðsbeið- endur em Jóhannes A. Sævarsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.