Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Viðskiptahættir einokunar Skýrt hefur veriö frá dæmi, sem styður fullyrðingu Baulu um, að Mjólkursamsalan bjóði kaupmönnum af- slátt, ef þeir hætti að selja vörur frá Baulu. Þetta dæmi er í stíl miður skemmtilegra viðskiptahátta, sem hafa einkennt þetta einokunarfyrirtæki áratugum saman. Mjólkursamsalan hefur notað einokunaraðstöðu sína til að halda niðri keppinautum og til að ryðjast inn á nýja markaði. Þannig breyttist ís úr dýrri vöru í ódýra, þegar Kjörís fór að keppa við Mjólkursamsöluna. Þann- ig setti hún upp eina stærstu brauðgerð landsins. Rekstur Mjólkursamsölunnar er víðtækur og reikn- ingar hennar á þann veg, að erfitt er að meta, hvaða kostnaður fylgir hvaða vörutegund. Auðvelt er fyrir hana að meta tiltölulega hátt þann kostnað, sem fylgir vörum, sem eru niðurgreiddar af skattgreiðendum. Þetta þýðir, að auðvelt er að meta tiltölulega lágt þann kostnað, er fylgir vörum, sem eru í samkeppni við vörur annarra. Þetta gildir um ýmsan vélakost, svo sem átöppunarvélar, sem notaðar eru fyrir mjólk og safa. Þetta gildir um flutninga vörunnar til smásala. Ef Mj ólkursamsalan metur tiltölulega hátt kostnað sinn við niðurgreiðslu- og einokunarvörur á borð við mjólk, hefur það áhrif til hækkunar á útreikningum kerfisins á því, hversu dýr mjólk skuli vera. Mjólkur- samsalan fær þennan meinta kostnað greiddan að fullu. Gróðann af þessu getur Mjólkursamsalan svo flutt til og notað til að greiða niður þær vörur sínar, sem eru í samkeppni við aðra, svo sem brauð, ávaxtasafa, ís og jógúrt. Þannig getur hún með tilfærslum náð óeðlilegri samkeppnisaðstöðu og bolað öðrum út af markaði. Á sínum tíma kom greinilega í ljós, að fæðing Kjör- íss leiddi skyndilega til þess, að ís Mjólkursamsölunnar hætti að hækka í takt við aðrar vörur hennar og er nú orðinn að tiltölulega ódýrri vöru. Jafnframt hefur hún reynt að bola Kjörís burt með að kaupa upp ísbúðir. Á fleiri sviðum hefur komið í ljós, að Mjólkursamsal- an hundsar hagsmuni neytenda. Með myndatöku tókst á sínum tíma að sanna, að hún dagstimplaði mjólk átta daga fram í tímann, þótt aðeins þrír dagar væru leyfileg- ir og alls fjórir með undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Einokunaraðstöðu sína hefur Mjólkursamsalan með- al annars notað til að reisa sér mikið musteri á Bitru- hálsi. Sú höll er reist á kostnað mjólkurneytenda sam- kvæmt áðurnefndu útreikningskerfi, sem færir Mjólk- ursamsölunni gríðarlegt mjólkurverð á silfurdiski. í hölhnni eru brugguð ráð, sem sífellt leiða til kvart- ana um óeðlilega viðskiptahætti af hálfu Mjólkursam- sölunnar. Kaupmenn hafa kvartað um, að hún hóti lé- legri og seinni afgreiðslu á mjólkurvörum, ef þeir hossi ekki brauðum hennar á kostnað brauða frá bökurum. Mesta furða er, að Kjörís skuli árum saman hafa lifað af óframkvæmanlega samkeppni við Mjólkursamsöl- una. Og engin furða er, þótt Baula sé að kikna undan samkeppninni. Ef þessi tvö fyrirtæki hverfa, getur Mjólkursamsalan að nýju hækkað verð á ís og jógúrt. Á tímum markaðsbúskapar er Mjólkursamsalan al- ger tímaskekkja í atvinnulífmu. Markaðshyggjumenn ættu að beina kröftum sínum að afnárni hennar í stað þess að sóa þeim í tilraunir til að búa til einkaeinokun úr ríkiseinokun í stíl Bifreiðaskoðunar íslands. Ef vinnsla, dreifing og sala á mjólkurvörum verður frjáls, mun verð þeirra lækka, því að þá þurfa neytend- ur ekki að greiða stríðskostnað Mjólkursamsölunnar. Jónas Kristjánsson Spáð hvað við taki eftir kalda stríðið „Kalda stríðinu er lokið og Japan vann,“ segja gárungamir víða um lönd. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna gaf í síðustu viku út flmm binda verk til að leitast við að finna nákvæmara og blæbrigðaríkara svar við hverja möguleika og hver fótakefli helst er unnt að eygja í leiðinni frá heimi, þar sem ríkti tvískipting milli tveggja valda- blakka í kapphlaupi um gereyðing- armátt, til margskipts heims þar sem grundvallarágreiningurinn er um starfsreglur samfellds mark- aðskerfis. Á níunda tug fræðimanna og stjómmálamanna rita bindin fimm sem bera heitið „Umskipti: Ógnun eða tækifæri?" Við kynningu rits- ins í aðalstöðvum SÞ lagði einn höfunda, prófessor Lawrence R. Klein frá Pennsylvaníuháskóla og nóbelsverðlaunamaður fyrir hag- fræði, megináherslu á síðari kost- inn í bókartitlinum. Hann kvað nú standa yfir umskipti sem ef rétt er á haldið eigi að geta orðið undan- fari uppgangsskeiös sem jafnvel taki fram sjötta og sjöunda tug ald- arinnar, mesta hagvaxtartímabili sem þekkist. En prófessor Klein benti jafn- framt á að vaxandi hagvexti hlytu að fylgja vaxandi hagsveiflur. „Heimshagkerfið verður að líkind- um næmara fyrir hagsveiflubreyt- ingum eftir því sem markaðskerfið breiðist út,“ sagði hann. Fréttnæmast frá bókarkynning- unni í aðalstöðvum SÞ þótti þó það sem Shafiqul Islam, einn stjórn- enda Utanríkismálaráðsins í New York, hafði að segja. Hann varaði við því að á 21. öldinni gæti hæg- lega komið til „kalds stríðs milli kapítalista". Nú blasir við að hans dómi það ögrandi verkefni að finna nýja meginstefnu, ekki til að halda kommúnismanum í skefjum held- ur til aö koma böndum á kapítal- ismann. Þetta þýðir „að hafa stjóm á hruni tvípóla skipunar eftir- stríðstímans og koma í veg fyrir aö banvænt úrfelli frá viðureignum kapítalista verði til að setja af spor- inu umskipti til nýs, margpóla heims". Sér í lagi hefur Shafiqul Islam áhyggjur af vaxandi ýfingum milli Bandaríkjanna, Japans og Evrópubandalagsins. Það land með kapítaliskt hag- kerfi, sem mestu hefur að tapa við umskigtin, er að hans sögn Banda- ríkin. Úrræöi Bandaríkjanna til að ráöa fram úr vandkvæðum sínum heima fyrir á yfirstandandi áratug eiga eftir að ráða úrshtum, ekki aðeins um stöðu Bandaríkjanna í heiminum á næstu öld heldur, og það er úrshtaatriði, um það hver kostnaður og óstöðugleiki reynist fylgja kalda stríðinu milli kapítal- ista. Eins og til að sanna mál Shafiq- uls Islam skaut í síðustu viku upp úr leyndarhirslum Pentagons, landvamarráöuneytis Bandaríkj- anna, lokauppkasti að yfirlýsingu um stöðu og hlutverk Bandaríkj- anna í heiminum aö gamla kalda stríöinu loknu. Embættismaður kom plagginu á framfæri við New York Times af því hann taldi óeðh- legt að um svo afdrifarík mál væri fiallað og þeim ráðið til lykta á laun, án þess aö opinber umræða ætti sér stað. Plaggið er unnið að undirlagi Dicks Cheney landvamaráðherra og á að verða enn einn Leiðarvísir landvamaáætlana en þeir eru að jafnaði endurnýjaðir á tveggja ára fresti. Kjarni þessa nýja plaggs er að um fyrirsjáanlega framtíð eigi það að vera meginviðfangsefni Banda- ríkjastjómar á heimsvettvangi, pólitískt og hernaöarlegt, að halda stöðu Bandaríkjanna sem risaveld- is sem gnæfi yfir öU önnur. Nánar tiltekið á að koma þessu fil leiðar með því að sjá svo um að ekkert annað risaveldi, sem keppt geti viö Bandaríkin, rísi í Austur-Asíu, Erlendtíðindi MagnúsTorfi Ólafsson Evrópu eða í löndum fyrrnrn Sovét- ríkja. Lögð er á þaö áhersla að Banda- ríkjasfióm þurfi aö vera reiðubúin til að beita hervaldi til að afstýra útbreiðslu kjarnavopna og annarra múgdrápsvopna, hvort heldur er í Austur-Ásíu, löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, Evrópu eða lýð- veldum fyrrum Sovétríkja. Út- breiðsla kjamavopna til miðlungs- ríkja í Austur-Asíu eða landa við Miöjarðarhaf gæti freistað Japans, Þýskalands eða annarra iðn- væddra ríkja til að kjamavopnast til að fæla aöra frá svæðisbundnum árásum. SUkt gæti orðiö upphafið að keppni á hnattmælikvarða við Bandaríkin af hálfu þessara ríkja, valdið árekstrum vegna þjóðar- hagsmuna og hemaðarmetingi. Þetta uppkast að stefnumörkun Bandaríkjasfiórnar að kalda stríð- inu loknu segir skilið viö þá yfir- lýstu stefnu í lok heimsstyijaldar- innar síðari að koma á alþjóðlegu öryggiskerfi með tilstilU Samein- uðu þjóðanna. Á alþjóðasamtökin er ekki minnst. Þvert á móti er það talið þýðingarmest „að hverju leyti heimsskipanin hvfiir, þegar aUt kemur til alls, á Bandaríkjunum" og „Bandaríkin ættu að vera í stakk búin tfi að hefiast handa á eigin spýtur" sé ekki kostur fiölþjóðaað- gerða eða komi upp ástand sem talið sé krefiast tafarlausra við- bragða. Þetta stefnuplagg er undirbúið í Pentagon samtímis því að fram fer í Bandaríkjunum barátta um fram- boð til forsetakosninga þar sem al- þjóðamál ber vart á góma og keppi- nautur Bush forseta, Pat Buchan- an, heldur fram gamaldags ein- angrunarstefnu frá umheiminum með töluverðum árangri. Hér kemur að þvi sem Shafiqul Islam sagði á fréttamannafundi í aðalstöðvum SÞ um heimasprottin vandkvæði Bandaríkjanna og áhrif þeirra á risaveldisstöðuna. Sam- keppnisráðið í Washington, hálfop- inber stofnun, var aö senda frá sér skýrslu þar sem bent er á að fiár- festingarstuðullinn í bandarískum þjóðarbúskap er helmingi lægri en i Japan og lægri en í nokkru sam- keppnislandi. Ástæðan er fyrst og fremst að sparnaður hjá Banda- ríkjamönnum er minni en hjá nokkurri annarri iðnvæddri þjóð. Þar að auki gleypir halhnn á ríkis- sjóði, sem talið er að nálgist 400 mfiljarða doUara á yfirstandandi fiárhagsári, obbann af sparnaðin- um og mikið aðkeypt fiármagn að auki, aðaUega frá Japan. Samkeppnisráðið bendir á annaö meginatriði þverrandi samkeppn- isstöðu Bandaríkjanna þar sem er ófremdarástand í fræðslumálum. Almenna skólakerfið er í niður- níðslu, einkum í stórborgunum, og starfsþjálfun af skornum skammti og oft léleg þar sem hana er að fá, miðað við samkeppnislöndin. Staða Bandaríkjanna í heimi framtíðarinnar veltur á því hvem- ig næstu forsetar taka á þessum ílókna vanda, ekki hvort þeir skrifa upp á heimsveldisdraum úr Penta- gon. Magnús Torfi Ólafsson. Dick Cheney, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, lætur nú útbúa stefnu- plagg um úrslitayfirráð Bandarikjanna i heiminum. Hér sést hann við hlið fyrrum starfsbróður sins í fyrrum Sovétrikjunum, Dmitris Jasof, við gröf óþekkta hermannsins undir múrum Kremlar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.