Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
Fréttir
Skipulogð gjaldþrota-
leið er mjög varasöm
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um stöðu sjávarútvegsins
Eftir að þú birtir skýrslu á Alþingi
um að 5 af hveijum 8 fyrirtækjum
í sjávarútvegi væru á gjaldþrota-
braut hafa jafnvel ráðherrar lýst
því yfir að ákveðinn hluti sjávarút-
vegsfyrirtækja verði að fara í gjald-
þrot. Þú hefur lýst því yfir að þessi
leið verði ekki farin. Er þarna
ágreiningur um leiðir?
„Það vona ég að sé ekki. Ég held
að flestir séu þvi sammála að halda
þannig á hlutunum að fyrirtæki
verði ekki gjaldþrota. Hins vegar
getur það alltaf gerst í sjávarútvegi
eins og annars staöar. Þá verða
menn bara að taka því. Kjami
málsins er hins vegar sá að við er-
um með fleiri fyrirtæki, bæði í
veiöum og vinnslu, en þörf er fyrir
miðað við þann afla sem við getum
tekið á land. í útgeröinni erum við
að taka á þessu með markvissri
úreldingu fiskiskipa. Ég fékk sam-
þykkt lög um þetta á Alþingi í vet-
ur. Kvótakerfið hefur stuðlað að
því að menn vilja færa saman veiði-
heimildir. Uppi em hugmyndir í
endurskoðunamefndinni að kanna
hvort hægt er að koma viö svipuð-
um aðgeröum að því er varðar fisk-
vinnsluna. Það er flóknara mál og
ekki víst að það sé framkvæman-
legt. Þama erum við að tala um
stuöningsaðgerðir til að auðvelda
atvinnugreininni aðlögun að
breyttum aöstæðum."
Margir segja að fjölmörg fyrirtæki
í sjávarútvegi hafí ekki tima til að
bíða eftir þvi að þessar aðgerðir
sem þú nefndir hafi áhrif?
„Það verður aldrei komið í veg
fyrir að einhver fyrirtæki geti orðið
gjaldþrota. Til þess geta líka legið
margvíslegar ástæður, svo sem lé-
leg stjómun svo dæmi sé tekið. Þá
er það bara á ábyrgð eigendanna.
Við emm hér að glíma við miklu
stærra viðfangsefni en lýtur að
þessum þáttum. En ég vil taka fram
að skipulögð gjaldþrotaleið er mjög
varasöm. Hún leiðir ekki til þeirrar
hagræðingar sem nauðsynlegt er
að stefna að. Við sjáum það í mörg-
um tiifellum þar sem fyrirtæki í
sjávarútvegi hafa orðið gjaldþrota.
Þá koma sveitarfélögin inn, bank-
arnir koma inn. Allir em að veija
sína hagsmuni og sama fyrirtækið
er sett af stað aftur. Það dregur því
ekki úr fjárfestingunni á bak við
framleiðsluna heldur skekkir bara
myndina enn frekar. Endurreista
fyrirtækið fær tækifæri til að
keppa viö annað fyrirtæki á staðn-
um, skuldsett en skár sett, og koma
því á höfuðið. Svona getur þetta
gengiö koll af kolli. Það er því þjóð-
hagslega hagkvæmt að taka á
vandanum með skipulögðum
hætti."
Ertu með þessu að segja að tími
sértækra aðgerða sé ekki liðinn
eins og ríkisstjórnin hefur boðað?
„Ríkisstjómin hefur einsett sér
aö hverfa frá sértækum aðgerðum
sem mest enda skila þær ekki ár-
angri til langtíma htið. En það er
ekki hægt að neita því að við þess-
ar aöstæður em mjög víðtækar
aðgerðir í gangi. Þær hljóta að telj-
ast sértækar. Sveitarfélög eru að
ganga inn í fyrirtæki, ýmist með
lánafyrirgreiðslu eða eignaraðild.
Sennilega er meira um þetta nú en
um langan tíma. Það hlýtur að vera
keppikefli fyrir ríkisstjóm, sem
vinnur gegn slíku, að snúa dæminu
þannig við að rekstur sjávanit-
vegsins kalli ekki á sértækar að-
gerðir. En meðan viðskiptahaflinn
er jafn mikill og raun ber vitni er
við því að búast að sveitarfélög og
aðrir aðilar hlaupi inn í reksturinn,
jafnvel þótt ríkið dragi sig út úr
slíkum aðgerðum."
Það er mikill munur á skoðunum
þinum á sjávarútvegs- og atvinnu-
málum og til að mynda Daviðs
Oddssonar og fleiri ráðherra. Marg-
ir halda því fram að þú sért fyrst
og fremst hagsmunagæslumaður
sjávarútvegsins?
„Eg held að menn séu að ofgera
einhvem áherslumun í þessu efni.
En sá sem er hagsmunagæslumað-
ur íslensks sjávarútvegs er um leið
hagsmunagæslumaður fyrir ís-
lenskan þjóðarbúskap. Sjávarút-
vegurinn leggur þjóðarbúinu til 80
prósent af gjaldeyristekjum fyrir
Yfirheyrsla
Sigurdór Sigurdórsson
vöruútflutningi landsmanna. Meg-
inhluti verðmætasköpunar í þjóð-
arbúinu og lífsviöurværis fólksins
í landinu, þeim sem í öðmm grein-
um starfa, er sprottinn upp úr sjáv-
arútveginum. Ég stunda því að
sjálfsögðu hagsmunagæslu fyrir
íslenskan þjóðarbúskap. Mér er
trúað fyrir málefnum sjávarút-
vegsins og mun rækja það starf af
kostgæfni."
Þú viðurkennir ekki skoðanaá-
greining milli þín og Daviðs Odds-
sonar i sjávarútvegs- og atvinnu-
málum?
„Ég held að það fari ekki á milfl
mála að menn eru sammála um að
það þurfi að reka hér efnahags-
stefnu sem viðheldur stöðugleika,
eyðir viðskiptahallanum og tryggir
góða afkomu höfuðatvinnugreinar
þjóöarinnar. Ég hef ekki heyrt
ágreining um þessi markmið."
Veiðileyfagjald, þar er ágreiningur.
Ekki bara innan Sjálfstæðisflokks-
ins, heldur á milli stjómarflokk-
anna. Hafnar þú því með öllu?
„Það er ekki nýtt að ágreiningur
sé um hvort skattleggja eigi sjávar-
útveginn. Menn verða að hafa það
í huga aö í 20 ár höfum við búið
við viðskiptahalla að árinu 1986
undanskildu. Það táknar að við
erum að taka fjármuni frá sjávar-
útveginum og færa til neyslunnar.
Það hefur því verið gengið á hlut
sjávarútvegsins. Þess vegna meðal
annars er hann í þessari erfiðu
stöðu í dag. Það hljómar því dálítið
skringilega í, eyrum almennings
þegar menn á sama augnabliki
minna á að skuldir sjávarútvegsins
hafa aukist jafnt og þétt með hverju
árinu, en segja svo í hinu aö þaö
þurfi að leggja á hann nýja skatta.
Ég held að allir geri sér grein fyrir
því að það er ekki leiðin út úr vand-
anum nema síður sé. Um hitt deila
menn ekki að þegar tekist hefur að
snúa þessari þróun við, sem ugg-
laust tekur nokkur ár, þá verður
ekki ágreiningur um aö sjávarút-
vegurinn borgi eðlilega af sinni af-
komu í sameiginlegan sjóð lands-
manna.“
Þótt þú hafnir veiðileyfagjaldi er
það staðreynd að útgerðarmenn fá
endurgjaldslaust afíakvóta frá
þjóðinni, en versla svo með hann
sem sina eign án tillits til byggðar-
laga, hvað þá sjómanna sem eiga
allt sitt undir kvótanum. Þeir út-
gerðarmenn sem kaupa kvóta í dag
fyrir milljónir af öðrum útgerðar-
manni tala ekki um skatt. Er þetta
ekki veiðileyfagjald sem rennur
bara í vasa þess útgerðarmanns
sem selur?
„Þetta er auðvitað misskilningur.
Það er grundvallarmunur á skatt-
greiðslu til ríkisins og fjárfestingu
í kvóta til lengri eöa skemmri tima.
Ég hef bent á það til skýringar að
þótt Morgunblaðiö hafi efni á að
byggja nýja Mörgunblaðshöll, af
því aö þaö er nauösynleg fjárfesting
til áframhaldandi reksturs blaðs-
ins, þá eru það ekki rök fyrir því
að Morgunblaðið geti borgar hærri
skatta. Á sama hátt er útgeröin að
fjárfesta í viðbótaraflaheimildum
til að nýta betur þá fjárfestingu sem
fyrir er. Framsal á aflaheimildum
er óhjákvæmilegur þáttur til að ná
fram þeirri hagræðingu, sem við
keppum aö. Ef þaö væri bannað
myndi hagræðingin ekki nást. Flest
fiskiskip eru veðsett fyrir skuidum
að 80 til 90 hundraðshlutum. Sá
sem selur kvóta þarf að nota pen-
ingana til að greiða þessar skuldir
niður ella sætu fjármálastofnanir
uppi með skuldirnar og yrðu að
afskrifa þær. Við skulum líka hafa
það í huga að verömæti fiskiskipa
með aflaheimildum í dag er ekkert
meira en verðmæti fiskiskipa áður
en kvótakerfið var sett á. í heild
eru því ekki meiri verðmæti í fiski-
skipum og kvóta en áður.“
Þú hefur lagt fram frumvarp sem
þrengir nokkuð kost frystiskipa.
Þau eru þó með langbestu afkom-
una, sem og skip sem selja afla sinn
á mörkuðum. Skip bundin frysti-
húsum og fiskvinnslustöðvum í
landi standa illa sem og fiskvinnsl-
an. Er frystingin i landi ekki orðin
dragbítur á lifskjör hér á landi?
„Nei, því fer víðs fjarri. Hagvöxt-
ur í framtíðinni er kominn undir
nýrri vöruþróun í vinnslu sjávaraf-
urða. Aukinni fullvinnslu og virk-
ari markaðssetningu. Ég hafna því
alveg að fiskvinnsla í landi sé drag-
bítur á lífskjörin, þá væri illa kom-
iö fyrir þjóðinni ef svo væri. Frysti-
togararnir gegna mikilvægu hlut-
verki. Þeir vinna hráefni mjög
ferskt. Þaö hefur hins vegar skort
á að þeir nýti hráefniö nægjanlega
vel. Það er jafnvel innan við helm-
ingur af hráefninu sem þeir nýta.
Frumvarpið sem ég hef lagt fram
miðar að því að auka gæðin og
tryggja betri nýtingu hráefnis. Viö
getum ekki aukið hagvöxtinn á
næstu árum með því að taka hrá-
efni úr sjónum. Hagvöxtur verður
því fyrst og fremst til með nýrri
vöruþróun og nýrri markaðssetn-
ingu. Við þurfum ekki að fjárfesta
í fiskiskipum eða fiskvinnslufyrir-
tækjum heldur í nýjum lílutum.
Við þurfum sjávarútveg sem skilar
miklum hagnaði til að takast á við
ný verkefni og nýja möguleika sem
opnast með evrópska efnahags-
svæðinu."