Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 14, MARS 1992.
23
Fyrrum forsetaritari fluttur til New York:
„Langar að hægja á
eftir erilsöm ár"
- segir Komelíus Sigmundsson sem tekur við starfi aðalræðismanns í sumar
Anna T. Pálmadóttir, New York:
Seint á síðasta ári lét Kornelíus
Sigmundsson af störfum sem forseta-
ritari frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Samstarf þeirra hófst fyrir fimm
árum en þá var Kornelíus „lánaður"
úr utanríkisþjónustunni yflr til for-
setaembættisins. Aðspurður sagði
Kornelíus að lán sem þessi væru tíð
en þó ekki algild. Þannig var arftaki
hans í embættinu, Sveinn Björnsson,
með þessum hætti lánaður og sama
Kornelíus Sigmundsson starfaði
sem forsetaritari frú Vigdisar Finn-
bogadóttur um nokkurra ára skeið.
Nú er hann fluttur til New York og
mun taka við starfi aðalræðismanns
í sumar þegar Helgi Gíslason lætur
af störfum.
gildir um meira en helming forseta-
ritara sögunnar.
- En hvers vegna hætti Komelíus
hjá forsetaembættinu?
„Það stóð aldrei til að ég yrði leng-
ur. Ég lít á þau ár sem að baki eru
hjá forsetaembættinu sem afar við-
burðaríkan og spennandi tíma. Ég
kynntist mörgu og mörgum og fékk
frábært tækifæri til að kynnast landi
og þjóð innan frá. Þannig ferðaðist
ég ásamt frú Vigdísi um sýslur og
héruð landsins og á ferðum okkar
hittum við mikið af góðu fólki. Fyrir
mér er þetta ógleymanleg lífsreynsla
og mjög lærdómsrík upplifun þótt
um afar annasaman tíma hafi verið
að ræða.“
Tekur við starfl
aðalræðismanns í New
York
í starfi forsetaritara felst mikið af
ferðalögum og er oftast um stuttar
heimsóknir að ræða. En í desember
á síðasta ári lagði Kornelíus upp í
langa ferð, til New York, og hann er
nú sendifulltrúi í fastanefnd íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum. Helgi
Gíslason, aðalræðismaður íslands í
New York og varafastafulltrúi okkar
hjá Sameinuðu þjóðunum, lætur af
störfum í sumar og mun Kornelíus
koma í hans stað.
Unglingaróvíða
frjálsari en á íslandi
Inga Hersteinsdóttir verkfræðing-
ur, eiginkona Kornelíusar, og börnin
þeirra tvö, Anna Margrét og Sig-
mundur, eru væntanleg í vor að
skóla • loknum. Komelíus sagði að
vissulega væri um nokkra röskun
að ræða vegna flutninganna. „Það'
er skiljanlega erfitt fyrir krakka, níu
og sextán ára, að kveðja vini og skóla
um sinn. Sennilega er leitun að stað
þar sem unglingar eru fijálsari en á
íslandi. Svo hættir eiginkona mín við
sína vinnu, að minnsta kosti til
bráðabirgða. Við hjónin eram þó
bæði tilbúin að hægja örlítið á ferð-
inni eftir annríki síðustu ára. Auk
eigin atvinnu hefur Inga haft tölu-
vert af starfi mínu að segja. Við
hlökkum til að hafa meiri tíma til að
sinna fjölskyldu og öðrum hugðar-
efnum. Inga hyggst svo jafnvel fara
út í framhaldsnám en þó ekki alveg
fyrst um sinn.“
Engirný-
græðingar í New York
Komelíus Sigmundsson gekk í ut-
anríkisþjónustuna árið 1973. Fimm
árum síðar var hann skipaður vara-
fastafufitrúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum og hafði þá ásamt fjöl-
skyldu sinni aðsetur í New York.
Raunar hafði hann áður starfað
stuttan tíma í New York, hjá Ice-
landic Imports, sem þá var dótturfyr-
irtæki Álafoss. Þau sneru síðan aftur
heim árið 1985 eftir sjö ára dvöl í
eplinu stóra sem borgin er svo gjarn-
an kölluð. Þau eru því langt því frá
að vera nýgræðingar á götum New
York borgar. Og það á vissulega sinn
þátt í að gera flutninginn núna auö-
veldari.
Gleggri skil
milli þjóðfélagsstétta
„Við þekkjum borgina vel en auk
þess eigum við fjölda góðra vina hér
sem hafa verið duglegir að sækja
okkur heim til íslands. New York
hefur þó breyst verulega frá því við
bjuggum hér síðast. Betlurum og
húsnæðisleysingjum hefur fjölgað
áberandi og skil ríkra og fátækra
orðið gleggri.
Margir betlaranna hafa helgað sér
svæði og eru búnir að koma sér upp
sérhæfðum aðferðum við brauðstrit-
ið. Á meðan hafa „limósínurnar"
lengst og svona með sjálfum mér
reyni ég oft að gera mér í hugarlund
hvað sé eiginlega í þeim miðjum!
Miðstéttin á við erfiðleika að stríða,
atvinnuleysi er verulegt og fólk basl-
ar við að eiga fyrir greiðslukorta-
skuldunum. í ótta sínum við að missa
vinnuna reyna sumir að leggja fyrir
peninga og þannig streymir fjármagn
inn í bankana. En fólk forðast allar
meiri háttar skuldbindingar eins og
bíla- og fasteignakaup. Það er semsé
víða um verulega erfiðleika að ræða
hér.“
Varekki að
flýja atvinnuleysi
Um ástand mála á íslandi sagðist
Kornelíus aldrei muna þá tíð að allir
væru ánægðir. „Ég var alla vega ekki
að flýja atvinnuleysi með komu
minni hingað,“ sagði hann í gaman-
sömum tón. „Að sumu leyti á ég
eflaust eftir að sakna hins viðburða-
ríka anga forsetaritastarfsins. En ég
kann vel við mig í New York og
hlakka til að hella mér út í nýtt starf
og ný viðfangsefni," sagði Kornelíus
Sigmundsson að lokum.
„New York hefur breyst mikið síðan ég var hér siðast," segir Kornelíus
Sigmundsson, fyrrum forsetaritari. DV-myndir Anna
HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . .
. . . sæti í Bandaríkjunum sem
söluhæsti fólksbíllinn undan-
farin þrjú ár og var heiðraður
sem sá bf 11 sem eigendur voru
ánægðastir með. Accord hlaut
einnig verðlaunin um Gullna
stýrið í sínum flokki í Þýska-
landi.
Það er ekki hægt að segja að
Accord sé sportbíll, en hann er
eins nálægt því og hægt er að
komast sem fjöl-
skyldubfll. Það má
því kannski segja
að Accord sé fjöl-
skyldusportbíll.
Utlitshönnun
Accord er sérlega
vel heppnuð og
innréttingar í alla
staði vel úr garði
gerðar.
Accord er með
sextán ventla,
tveggja lítra vél og
nýja hönnun á
sveifarás_ sem
dregur mjög úr titringi.
Accord er stórgóður bíll sem
uppfyllir ströngustu kröfur sem
gerðar eru til
fjölskyldubíla.
Accord ár-
gerð 1992 er
til sýnis að Vatnagörðum 24,
virka daga kl. 9:00 - 18:00 og
laugardaga kl. 11:00 - 15:00.
Nánari upplýsingar eru veittar
í síma 68 99 00
Verð frá: 1.548.000,— stgr.
Greiðslukjör við allra hæfi.