Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. Trimm DV fslandsmótið í þolfimi: Hafdís Jónsdóttir bar sigur úr býtum i kvennaflokki en hún kennir þolfimi í World Class. SVARSEÐILL Vinsamlegast notið prentstafi: CH Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. NAFN. HEIMILISFANG/HÆÐ______________________ PÓSTSTÖÐ_______________SÍIVLI_________ KENNITALA J__I_I_I I I I ~ i I i i i D Já takk. Ég vil greiða með: □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLAÐBERA KORTNÚMER Athugið! _ Núverandi áskrifendur þurfa ekki I—I—I—I—I I I I I I I I I I I l I l l að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. GILDISTÍMI KORTS_________________________________________ UNDIRSKRIFT KORTHAFA Starfsfólki FRJÁL3RAR FJÖLMIÐLUNAR og mökum þeirra er ekki heimil þátttaka í áskriftargetraun blaðsins. —_________i______________ SENDIST TIL: DV, PÓSTHÓLF 5380, 125 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ I SÍMA 63 27 00 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 632727 1 1 1 i 1 i I I I I I I s I ll li I I J „Þetta heppnaðist ótrúlega vel. Áhorfendur voru yfir 400 og fólkið var mjög ánægt með kvöldið. Þetta gefur okkur góðar vonir um íslands- mót í þolfimi að ári og það voru margir sem bölvuðu því að hafa ekki tekið þátt í keppninni. Það er alltaf erfiðast að byrja en þetta verður enn betra næst,“ sagði Björn Leifsson í samtali við DV. Um síðustu helgi var haldið ís- landsmót í þolfimi í fyrsta skipti. Bjöm gegndi formennsku í undir- búningsnefnd mótsins en fram- kvæmdastjóri keppninnar var Gunnlaugur Rögnvaldsson. íslands- mótið var haldið á Hótel íslandi og mættu ellefu keppendur til leiks en þrír forfölluðust á síðustu stundu. í kvennaflokki voru fimm keppendur, tveir í karlaflokki og tvö pör í para- keppninni. Auk keppninnar var boð- ið upp á ýmis skemmtiatriði. Dómarar á mótinu voru frá Svíþjóð og Bandaríkjunum en þeir héldu bæði kennara- og dómaranámskeið um sömu helgi. Einn íslenskur með- dómari var á mótinu og tímavörður, línuvörður og stigateljari voru sömu- leiðis íslenskir. Sigurvegarnir á íslandsmótinu munu keppa fyrir íslands hönd í heimsmeistarakeppninni sem haldin verður í Japan 23.-24. apríl nk. -GRS Magnús Scheving og Anna Sigurð- ardóttir sigruðu i parakeppninni. Þau eru bæði þolfimikennarar i World Class. Magnús sigraði einnig í karlaflokki. Hér er kóreska íþróttin Tae Kwan Do á ferðinni. Hópurinn sýndi ýmis bardagatriði og ennfremur sýning- aratriði með eldfærum. íslandsmeistararnir i samkvæmis- dönsum tóku sporið. Þau Anna Sig- urðardóttir og Ingvar Þór Geirsson dönsuðu við tónlist eftir Prince og Phil Coliins. Anna hafði nóg að gera þetta kvöld en hún vann ennfremur sigur i parakeppninni i þolfimi. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.