Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 18
18
Veiðivon dv
Stangaveiðifélagið Stekkur:
Leigir Setbergsá á Skóg-
arströnd til tveggja ára
Vífill Oddsson hefur farið viða til veiða og hér er hann á bökkum Setbergs-
ármeðlOpundalax. DV-myndGRE
„Þaö er gaman aö gera eitthvað
nýtt en við höfum ekki leigt veiöiá
áöur, félagamir. Setbergsána höfum
viö í tvö ár á leigu,“ sagði Friðþjófur
Adolf Ólason í samtah við DV í vik-
unni. Hann og þrír félagar hans tóku
Setbergsá á Skógarströnd á leigu til
tveggja ára fyrir fáum dögum.
„Ain hefur á undanfómum fjórtán
árum skilað u.þ.b. 180 löxum í meðal-
veiði á ári hverju. Þaö þýðir að einn
lax veiðist á hveija dagsstöng í ánni
en veitt er með tveimur stöngum.
Veiðin hefur sveiflast nokkuð eftir
árum eða frá rúmum 80 löxum
minnst, þurrkasumarið 1980, og upp
í 296 laxa mest, sumariö 1988.
Það hefur orðið að samkomulagi á
milli leigutaka og landeigenda að
freista þess að auka laxagengd enn
frekar í Setbergsá á komandi árum.
Þetta átak mun hefjast núna í vor.
Aö mati fiskifræðinga er ástand í
hafinu mjög gott og það gæti skilað
sér í Setbergsá eins og öðmm veiði-
ám þetta sumarið. Veiöisvæðið í Set-
bergsá er alls um 13 km að lengd og
þar má finna marga skemmtilega
veiðistaði. Laxastigi er í ánni rétt
fyrir neðan þjóðveginn og veiðihús
er vestan brúarinnar á þjóðvegin-
um,“ sagði Friðþjófur Adolf í lokin.
-G.Bender
Fjölbreytt dagskrá
hj á Ármönmim
Armenn slá ekki slöku við þessa og rætt verður um væntanlega hóp-
dagana en á miðvikudaginn kynntu ferð á heiðina. 25. mars verður síðan
þeir Stóm-Laxá í Hreppum. Á næstu Grenlækurinn kynntur. í apríl verö-
kynningu, 18. mars, verður Arnar- ur svo Hlíðarvatnið kynnt. Einnig
vatnsheiði að norðanverðu kynnt og verður vorfagnaður, auk hreinsun-
veiðimöguleikar í nágrenni hennar arferðar að Hlíðarvatni í Selvogi.
Sogið kynnthjá Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkiu-
Stangaveiðifélag Reykjavíkur var Hafnfjörð. Fjöldi veiðimanna og
með opið hús um síðustu helgi og kvenna var á staðnum.
sagði Gylfi Pálsson frá Soginu. Þessu -G. Bender
góðgæti fylgdu svo myndir Rafns
Finnur þú fimm breytingar? 146
Heimilisfang:
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
ÞjóðarspaugDV
Fyrir mörgum ámm var læknir
einn sóttur til sveitakoffu í bams-
nauð. Ekki haföi hann fyrr lokað
dyrunum að svefnherberginu er
liann opnaði: í hálfa gátt og bað
bóndann um skrúfjám. Skömmu
síðar opnaði læknir dyrnar aftur
og bað nú um klaufharaar. Að
nokkrum mínútum liðnum birt-
ist læknirinn enn í dyragættinni ■
og baö nú um meitil.
„Hvað.. .verðurþettaerfiðfæð-
ing hjá konugreyinu?" stundi
bóndinn um leið og hann rétti
lækninum meitilinn.
„Nei, nei,“ svaraði læknirinn
lafmóður. „Ég er bara að reyna
að opna læknatöskuna mína.“
Síimg
„Er konan þín sparsöm?“
Já, hvort hún er. Hún hafði
aöeins 31 kerti á afmælistertunni
sinni þegar hún varð fertug."
Rakvélin
tógfræðingur nokkur í Reykja-
vík var kvæntur nýög svo skap-
stórri konu. Þegar hann fékk sér
í staupinu, sem var þó nokkuð
oft, lentu þau hjónin stundum í
handalögmálum. Kom lögfræð-
ingurinn oft illa hruílaöur undan
konunni úr þeím átökum. Starfs-
bræður hans vissu þetta án þess
þó að sá löglæröi hefði sagt þeim
frá þvi.
Einhverju sinni kom lögfræð-
ingurinn rispaður á annarri
kinninni í vinnuna.
„Ósköp er að sjá á þér kinnina,"
valt þá út úr einum samstarfs-
manninum. „Hvað kom eiginlega
fyrir?“
„Æ, ég skar mig við raksturinn
í morgun," stundi lögfræðingur-
inn og reyndi eftir megni að eyða
þessari uraræðu.
í þessu hringdi síminn á lög-
fræðistofunni og var kona um-
rædds lögfræðings á línunni.
Vildi hún fá aö tala við mann
sinn. Sá sem svaraði í símann
rétti þá lögfræöingnum tóliö um
leið og hann sagði:
„Gjörðu svo vel, Rikharður.
Rakvélin þín er í símanum."
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki með kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hljómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækumar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmiö, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækumar era
gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú frmm breytingar? 146
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
fertugustu 'og fjórðu getraun
reyndust vera:
1. Ólafur Ólafsson
Unufelli 4,111 Reykjavík.
2. Haraldur Steinþórs
Flúðaseh 86, 109 Reykjavík.
Vinningarnir verða sendir
heim.