Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Side 11
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 11 Myndasöguhetjan Modesty: Fæddist í seinni i Dag einn, í 45 gráðu hita, voru O’Donnel og félagar að fá sér að eta. Þeir áðu undir steini við tæra berg- vatnsá. Þegar þeir voru að hita vatn i teið sitt komu þeir auga á litla telpu rétt hjá. Hún virtist 11-12 ára. Hún var brúnleit á hörund, með dökkt hár sem bundið var í tagl. Hún var klædd í eitthvað sem líktist kjól en voru í raun larfar sem héngu á henni. Hún hélt á samanvöðluðu teppi eða poka sem hafði að öllum’ líkindum að geyma allar eigur hennar. Hún var berfætt og stoppaði þegar hún kom auga á hermennina. Hún settist og fór að maula eitthvað úr malnum. O’Donnel ætlaði að færa henni mat á disk og tebolla. Þegar hann nálgaðist hana spratt hún snöggt á fætur og bjóst til varnar með bambusstaf sem hún hafði með- ferðis. O’Donnel setti þá diskinn og bollann á stein og gerði henni skilj- anlegt með handahreyfingum aö hún mætti eiga matinn. Hún nálgaðist matinn hægt og varfæmislega en fyrr en varði var hún farin að háma hann í sig. Að því loknu lagðist hún í skugga og hvildist. Þegar telpan bjóst til ferðar spurði hún með handahreyfingum hvort hún mætti eiga diskinn. Það var í lagi. Hún tók saman foggur sínar og gekk sem leið lá niður með ánni og hvarf án þess að hta einu sinni til baka. „Ég vissi ekkert um íjölskyldu þessarar stúlku eða fortíð hennar. Hún var alein á þessum hættuslóð- um. Þjóðverjarnir voru um allt en hún var alls óhrædd. Hún virtist full af einhverjum innri styrk og gekk burt hnarreist eins og prinsessar“ segir O’Donnell um minningar sínar. 20 árum seinna var O’Donnel beð- inn um að gera myndaseríu fyrir bresku Express-blöðin. Telpan í eyði- mörkinni kom strax upp í hugann og Modesty Blaise var til. Hann gerði sögu um telpuna í eyðimörkinni, um það sem á daga hennar dreif eftir að hún kvaddi herflokk O’Donnels. Hún rannsakaði þá hátt og lágt um stund og komst síðan að því að henni stafaði ekki ógn af þeim. Telpan gekk niður að ánni, þvoði larfana og lagði þá til þerris. Því næst þvoði hún sjálfri sér. O’Donnel bað menn sína að gæta velsæmis og glápa ekki mik- ið á hana á meðan. ipp i þig ir þú Jgheld ég gangi heim" Eftir einn -ei aki neinn Myndasöguhetjan Modesty Blaise hefur átt fasta aðdáendur meðal les- enda DV, þar áður Vísis, um margra ára skeið. Myndasagan um stúlkuna Modesty og ævintýri hennar hófu að birtast í breskum dagblöðum árið 1962. Höfundur hennar, Peter O’Donnel, var á ferð á myndasögu- messu í Svíþjóð fyrr í vetur og við það tækifæri sagði hann eilítið frá því hvernig hugmyndin að Modesty Blaise varð til. Við það tækifæri lýsti hann reyndar yfir enn og aftur að hann væri mjög ósáttur við kvik- myndina sm gerð var etir sögunum um Modesty Blaise. Sú Modesty sem þar sæist ætti ekkert skylt við Mod- sesty myndasagna DV. O’Donnel starfaði sem loftskeyta- maður með breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1942 var lítill herflokkur sem O’Donnel tilheyrði staddur í Kákasus. Þýskar hersveitir sóttu stíft fram og ætluðu sér að ná yfirráðum yfir olíulindunum í Kákasus. Mikið var um hópa flótta- manna á ferð í steikjandi hitanum í eyðimörkinni og töluverð ringulreiö ríkjandi. O’Donnelssegistafogtilhugsaum „Ég vona bara að hún hafi öðlast hvað orðið hafi um telpuna litlu, líf í samræmi við það hugrekki og hvort hún sé á lífi í dag og hvers lags þá dirfsku sem hún sýndi í eyðimörk- lífi hún lifi. inni forðum.“ -hlh Myndasagan um Modesty Blaise birtist meðal margra annarra i DV. ÞAÐ ER VISSARA AÐ SPENNA SIG VEL NIÐUR ÁÐUR EN FLETT ER LENGRA... heimsstyrj öldinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.