Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992.
Elísabet Bretadrottning í sárum eftir skilnað hertogahjónanna af Jórvík:
Er Andrew svona leiöinlegur? Eöa
er Fergie laus í rásinni? Eöa var
hjónabandið aðeins misskOningur
frá upphafi og Fergie ófær um að
standast álagið sem því fylgir að
tengjast bresku konungsfjölskyld-
unni?
Hver sem ástæðan er þá eru her-
togahjónin af Jórvík, Andrew prins
og Sara Ferguson, skilin að skiptum
og að borði og sæng. Að vísu er sagt
að Elísabet drottning ali þá von í
brjósti að allt falli í ljúfa löð á ný og
að hún endurheimti tengdadótturina
sem henni hefur þó aldrei fallið
við.
Eina augljósa ástæðan fyrir skiln-
aðinum nú er að Fergie hefur verið
orðuð við Steve nokkum Wyatt,
glaumgosa og milljónamæring frá
Texas. Steve hefur lýst sambandi
sínu við hertogaynjuna sem plat-
ónsku og segist aldrei hafa sofið hjá
henni þótt óvildarmenn Fergie trúi
öðru.
Mikið veltur á gam-
alli skúringakonu
Hvaö sem því líður þá varð mikið
uppistand í byijun ársins þegar
skúringakona á heimili auðkýfings-
ins fann þar myndir af Steve og
Fergie fáklæddum á laugarbarmi í
sumarleyfi þeirra viö Miðjarðarhafið
árið 1990. Kunnugir segja að á mynd-
um megi sjá Steve halda utan um
hertogaynjuna.
Þessar myndir hafa aldrei verið
birtar opinberlega og hefur réttur
eigandi fengið þær ’í hendur á ný.
Skúringakonan stal myndunum og
ekkert blað hætti á að gerast þjófs-
nautur. Gula pressan breska hafði
þó mikinn hug á birtingunni en í
kjölfarið heföu örugglega fylgt mála-
ferli og hertogaynjunni og Steve ver-
ið dæmdar háar skaðabætur fyrir
mannorðsmissi.
Elísabet Bretadrottning tók þenn-
an söguburð mjög nærri sér en það
gerði Fergie ekki. Sagan af ævintýri
hennar með Steve var vart komin á
prent þegar hún brá sér til Banda-
ríkjanna, á fund elskhugans að því
er menn töldu í fyrstu, þótt ferðin
endaði á góðgerðarsamkomu í
Flórída.
Gleðskapuren
drottningunni
er ekki skemmt
Fergie var hins vegar ekkert að
leyna því í Bandaríkjaferðinni að
hún vildi fremur njóta hins ljúfa lífs
en að sinna skyldum hertogaynju og
tengdadóttur Bretadrottningar. Hún
var ekki fyrr stigin upp í flugvélina
en upp hófst glasaglaumur og var
faðir hennar, Ronald Ferguson maj-
or, þar fremstur í flokki. Konung-
hollir menn í Bretlandi telja þann
náunga ekki merkilegan pappír.
Þegar til Flórída var komið hélt
gleðskapurinn áfram en heima gekk
Elísabet um gólf í Buckinghamhöll,
logandi hrædd við að þurfa nú enn
einu sinni að ganga í gegnum skiln-
aöarmál í fjölskyldu sinni. Anna
dóttir hennar er skilin og sömuleiðis
Margrét systir hennar. í báðum
skilnaöarmálunum gekk allt með
ósköpum.
Bretum kom ekki á óvart að heyra
hvernig Fergie gekk um gleðinnar
dyr í Bandaríkjunum. Hún hefur
alltaf þótt léttlynd og miklu meira
gefin fýrir skemmtanir en hertoginn
maður hennar.
Þeir sem tekið hafa upp hanskann
fyrir Fergie benda á að brestimir í
hjónabandinu stafi einmitt af því hve
ólík þau Fergie og Andrew eru.
Kunningjar Fergie hafa haft eftir
Steve Wyatt, glaumgosinn frá Texas.
Hann neitar að hafa sofið hjá Fergie.
Andrew prins og hertogi verður nú
aftur einn eftirsóttasti piparsveinn
veraldar.
Fergie hefur ein sinnt uppeldi prinsessanna, Beatrice og Eugine. Hún fær
að öllum líkindum forræði yfir þeim og álitlegan lífeyri sér og þeim til fram-
færis.
henni að Andrew sé þrautleiðinlegur
og vilji helst halda sig úti á sjó en
hann er liðsforingi í breska sjóhern-
um.
Meðan Fergie sólaði sig með Steve
Wyatt sumarið 1990 var Andrew við
skyldustörf í flotanum eða svo átti
það í það minnsta að heita. Eitt af
ágreiningsefnunum í hjónabandinu
er að Andrew er aldrei heima að
sinna fjölskyldunni. Bretum þykir
mörgum mikið til um framgöngu
hans í Falklandseyjastríðinu þar sem
hann steig ölduna af hugprýði um
borð í skipi hennar hátignar, In-
visible.
Andrew flýr á sjóinn
Nú hin síðari ár finnst hins vegar
mörgum sem Andrew gæti verið
meira heima og er getum að þvi leitt
Þetta er ein af þeim myndum sem hafa hneykslað. Fergie skellti sér í hið
Ijúfa líf i Flórida meðan Bretadrottning tengdamóðir hennar hlustaði á
sögur um framhjáhald hennar.
Ótti Bretadrottningar vid hneyksli:
Elísabet II Bretadrottning er sigraöa. Reyndar er vítað að henni þurfa að horfa upp á slíkt endur-
jafnan fáorð um hjónabandsmál hefur aldrei verið um Fergie gefið taka sig.
sinna nánustu. Sambúðarerfiðleik- og sagt er að tengdadóttirin hafi Hennierþví nauöugureinnkost-
ar innan konungsfjölskyldúnnar ekkikomiðíBuckinghamhöllmán- ur að sitja áfram í Buckinghamhöll
valda henni þó ómældum áhyggj- uðum saman. og bíða þess aö friöur verði í sam-
um því hún hefði fyrir löngu sest Þetta er þó ekki það áfall sem búð Karls og Díönu. Því var spáð
í helgan stein ef ekki kæroi til ótti skilnaður Karls og Díönu væri. Þau að hún myndi segja af sér þegar 40
hennarviðskilnaöKarlsogDiönu. eru fremst í erfðaröðinni og nær ár voru liðin frá því hún tók við
Skilnaður Andrews og Fergie er óhugsandi að þau geti skilið eftir völdum þann 6. febrúar. Hún tók
erfitt mál fyrir Eiísabetu og að í embætti er komið. Konungar ekki þann kostinn og ætlar að bíða
hneyksli í augum hennar. Hún hef- Breta hafa ekki lagt það í vana sinn enn um sinn og sjá hvort ríkiserf-
ur mikið reynt tíl að koma í veg að skilja við drottningar sínar allt ingjunum er treystandi til aö taka
fyrir aö hjónaband sonar síns frá þvi Hinrik VIII. var við völd á viö.
flosnaðí upp en verður að játa sig fimmtándu öld. Elísabet vildi síst
að hann sé í raun að flýja undan
gassagangnum í konu sinni með því
að þjóna móður sinni á heimshöfun-
um.
Þess eru líka dæmi að Andrew hafi
verið heima þegar kona hans var að
skemmta sér úti í löndum. Þannig
telja menn sig hafa öruggar heimild-
ir fyrir því að hann hafi ekki verið á
sjó þegar Fergie var með Steve sum-
árið 1990 en siglt þegar hún kom
heim.
Andrew hefur sjaldan farið með
Fergie í frí og til þess var tekið aö
hann þurfti einmitt að verja ríki
móður sinnar á sama tíma og hún fór
með dæturnar á skíöi til Sviss um
áramótin.
Sjómennska Andrews virðist því
einkum vera komin til vegna brest-
anna í hjónabandinu og að færslum
í sjóferðabók hans fækki þegar hann
er aftur laus og liðugur.
Drottningin sér
eftir sonardætrunum
Lögfræðingar eiga eftir að semja
um skilnað hertogahjónanna. Víst er
að Fergie fær áhtlegan lífeyri og hún
fær forræði yfir prinsessunum
tveimur. Bretar hallast að vísu marg-
ir að því að hún sé hirðulaus móðir
og veiti dætrum sínum ekki prins-
essulegt uppeldi við hæfi.
Prinsessurnar eru Beatrice, þriggja
ára, og Eugine, sem senn verður
tveggja ára. Þær hafa að mestu verið
í umsjá móður sinnar og Andrew
aldrei sinnt þeim mikið. Karl bróðir
hans hefur aftur á móti gert mikið
úr fóðurhlutverki sínu og haldið
nánu sambandi við syni sína.
Mál standa því svo nú að mestar
líkur eru á að Elísabet drottning hafi
lítið að segja um uppeldi sonardætra
sinna í framtíðinni. Hún taldi að
Andrew hefði tekið niður fyrir sig
þegar hann gekk að eiga Fergie og
var á móti ráðahagnum. Nú hefur
drottning virðingu íjölskyldu sinnar
í huga í baráttunni gegn skilnaðinum
- og framtíð prinsessanna.
Um árabil hefur andað köldu milli
drottningar og tengdadóttur hennar.
Ljósasti vottur þess er að þegar uppi-
standið varð eftir áramótin vegna
sambandsins við Steve Wyatt kom
aldrei orð frá Buckinghamhöll um
máliö. Yfirleitt tekur Elísabet þann
kostinn að réttlæta gerðir ættingja
sinna þegar þeir lenda í erfiðum
málum en í þetta sinn reyndi hún
ekki einu sinni að breiða yfir
hneykslið.
Hvað átti Filippus
við meó „þessi kona"
Þá veittu menn því einnig athygli
fyrir skömmu að Filippus drottning-
armaður sagði fyrirlitlega „þessi
kona“ þegar Fergie barst í tal. Enn
er bent á að Díana prinsessa og
Fergie eru ekki lengur góðar vinkon-
ur en fyrst eftir aö þær kynntust
komst vart hnífurinn milli þeirra
svilkvenna.
Þannig hefur Fergie smám saman
einangrast innan konungsfjölskyld-
unnar og átti ef til vill aldrei heima
þar. Anthony Holden, opinber ævi-
söguritari konungsfj ölsky ldunnar,
segir að góðar ástir hafi tekist með
Andrew og Fergie í hjónabandi
þeirra og að það hafi verið farsælt
til síðustu stundar „þrátt fyrir annir
hertogans við skyldustörf', eins og
hann orðar það.
En þessu ástríka hjónabandi er lok-
ið og Fergie þarf að koma fótum und-
ir sig á ný. Hún valdi sér kjörorðin
„Af andstreyminu sprettur hamingj-
an“ þegar hún varð hertogaynja. Nú
reynir á hvort það eru orð að sönnu.
-GK