Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Side 12
12 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Ekki lengur á tali hjá Hemma Gunn.: „Líður núna eins og í tómarúmi" - sagði Hermann Gunnarsson eftir að hafa kvatt aðdáendur sína á skjánum „Mér líður núna eins og j tóma- rúmi, það er ákveðið spennufall. Ég hef ekki einu sinni haft tíma til að ákveða hvað ég geri í sumar,“ sagði Hermann Gunnarsson í sam- tali við DV eftir að hann hafði kvatt aðdáendur sína á skjánum fimmta árið í röð. Hemmi segist ekki vera ákveðinn hvort hann muni halda áfram næsta vetur, það getur þó komið til greina. Lokaþáttur Hemma var viða- meiri en áður hefur tíðkast og voru fjórtán myndavélar í notkun. „Þetta var viðamesta beina útsend- ing sem Sjónvarpið hefur nokkrum sinnum ráðist í,“ fullyrti Hemmi. „Það var algjört happdrætti hvort hann myndi heppnast." Helgarblað DV fékk að fylgjast með útsendingunni á miðvikudags- kvöldið og er óhætt að segja að sjónvarpshúsið á Laugaveginum hafi nötrað. Allir sem einn hjálpuð- ust að við að gera útsendinguna sem besta. Starfsmenn voru á þön- um um húsið og ekki laust við að spenningur væri einnig í þeim fjöl- mörgu listamönnum sem fram komu. Venjulega hefur þáttur Hemma Gunn eingöngu verið sendur út frá aðalstúdíói Sjónvarpsins. Að þessu sinni voru öll herbergi lögð þykk- um köplum, enda voru kvikmynda- tökumenn á fleygiferð um húsið allan þann tíma sem útsending stóð yfir. í kjallara hússins hafði Dengsi komið upp sínum eigin þætti með þungarokkshljómsveitum og sex- tíu dansandi unglingum. Hvor hefur fitnað meira. Það má vart á milli sjá hver er forsætisráðherra landsins, svo likir eru þeir Örn Árnason og Davíð Oddsson. Lifandi þáttur Áður en útsending hófst ræddi Hemmi við gesti sína og baö þá innilega að vera hressa því að sjálf- ur væri hann mjög taugatrekktur. „Ef þið eruð með einhvérn jarð- arfarasvip þá fer ég í rusl og þáttur- inn verður ónýtur,“ sagði hann. Starfsmenn heilsugæslunnar Sól- vangs í Hafnarfirði sýndu að það ætlaði að vera í góðu stuði. „Það getur allt klikkað í svona beinni útsendingu en það verður þá bara miklu skemmtilegra. Það er mann- legt að gera mistök,“ útskýröi Hemmi. „Þessi þáttur er ekki svið- settur - hann er lifandi,“ sagði hann. Hemmi sagðist hafa sest niður eftir þáttinn meö starfsfólki sínu og þá var spáð í útkomuna. Menn voru ánægðir með verkið og töldu að þátturinn hefði „rúllað" ágæt- lega tæknilega séð. „Það var ekki síst því að þakka hversu allir eru hjálpsamir og vinna sín störf af metnaði. Sextíu og sex manns unnu við gerð hans fyrir utan þá sem komu fram,“ sagði Hemmi. „Davíð Oddsson var þægilegur gestur og læknirinn og hjúkrunarkonan úr salnum, sem fóru upp á sviö í Borg- arleikhúsinu, stóðu sig hreint ótrú- lega,“ sagöi hann. Hemmi hafði fengiö leyfi hjá Margréti Helgu Jóhannsdóttur að parið kæmi inn í leikritið Sigrúnu Ástrósu en hins vegar vissi hún ekki hvemig þau kæmu inn eða hvað þau myndu segja. Leikhús- gestir höfðu enga hugmynd um hvað um væri að vera og Margrét Helga þurfti aö afsaka þessa uppá- komu við þá á eftir. Áður en þátturinn hófst sagði Hemmi gestum salarins að það ylti á þeim hvernig þátturinn myndi heppnast. „Ef þið verðið með jaröarfarar- svip verð ég nervus og þátturinn verður ónýtur,“ sagði stjórnandinn. DV-myndir Hanna Metnaðarfullar breytingar Fyrir tveimur árum ákváðu Hemmi og Egill Eðvarðsson, stjórn- andi útsendingar, að breyta þættin- um og tóku vissa áhættu með því. „Við vildum gera metnaðarfyllri þætti þar sem rætt væri við einn aðalgest og skemmtiatriði væru vandaðri. Eg hef haft mjög gaman af að vinna við þáttinn eftir þær breytingar og margir gestir eru af- ar minnisstæðir. Þættimir hafa verið skóli fyrir mig og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég hef líka verið heppinn hversu vel hsta- menn taka í að koma fram. Ég er núna með sextíu manns á biðlista sem sóttust eftir að komast í þátt- inn,“ sagði Hemmi. Hann sagði að ekki væri óalgengt að óþekktir einstaklingar óskuðu eftir að komast í þáttinn. „Ef ég leyfði barni að koma fram í þættin- um hringdu um tvö hundruð næstu daga á eftir og vildu líka komast í hann. Undanfarið hafa fullorðnir einnig hringt og það er alveg nýtt. Slíkt hefði verið óhugsandi hér á landi fyrir tíu árum. íslendingar eru orðnir mun framhleypnari en áður. Ég hef líka oft fengiö upp- hringingar frá fólki sem þakkar fyrir þáttinn. Mér er minnisstætt þegar dauðvona kona hringdi og sagði þáttinn sinn eina gleðigjafa. Sú kona er látin núna,“ sagði Hemmi ennfremur. Ekki sagðist hann vera búinn að gera upp við sig hvað tekur við en hann hefur nokkur tilboð. „Út- varpsstöðvar hafa boðið mér vinnu og útvarp heillar mig alltaf. Ég hef líka áhuga á fararstjóm þannig að ég á eftir að gera upp hug minn. í fyrra var ég svo góður við mig að taka fimm mánaða sumarfrí og þvældist um heiminn. Núna tekur hins vegar alvaran við, enda getur maður ekki verið góður við sig á hveiju ári,“ sagði Hermann Gunn- arsson sem margir eiga vafalaust eft- iraðsaknaafskjánum. -ELA Þær sigruðu í Nlúsíktilraunum Tónabæjar í ár og komu (ram í þætti Dengsa á miðvikudagskvöldið. Það er hljómsveitin Kolrassa krókríð- andi. Stelpurnar eru allar sextán ára og heita Ester Ásgeirsdóttir, Birg- itta M. Vilbersdóttir, Elísa María Geirsdóttir og Sigrún Eiríksdóttir. Hemmi og Dengsi. Þeir félagarnir voru eins klæddir og báðir vildu þeir stjórna þættinum. En Hemmi gaf náttúrlega ekkert eftir frekar en fyrri daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.