Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 43 i: Finna var siþreytt og slöpp, móð og kvíðin. Minnið virtist fara versnandi og hún var döpur. Eftir blóðrann- sókn sagði læknirinn að hún væri með vanstarfsemi á skjaldkirtli. Skjaldkirtilssjúkdómar eru algengir hjá eldra fólki og einkennin geta verið margvisleg: slappleiki, þreyta, slen, hægðatregða, kulvísi, bjúgur i andliti og framan á sköflungnum, húðþurrkur og grófgert hár. Skjaldkirtils- sjúkdómur í gamalli konu Hún hét Kolfinna en var kölluö Finna. Hún var 76 ára gömul ekkja, íjögurra bama móðir og bjó í ágætri íbúð í Reykjavík. Börnin vom öll komin til mismikilla met- orða í þjóðfélaginu, annar sonur- inn stjómaði skurðgröfu; hinn var verkstjóri í frystihúsi, önnur dótt- irin stjómaði verslun en sú yngsta var í lögreglunni, stjórnaði umferð- inni og vafri drukkinna unghnga um miðbæinn á síðkvöldum. Finna hafði ágætt samband við börnin sín. Þau komu í heimsókn í hverri viku, drukku kaffi en stoppuðu stutt, enda ávallt á hraðferð. . „Skyldankaliar,“sögðuþauog ruku á brott frá ósnertum jóla- kökusneiðum og hálfdrukknum kaffibollum. En Finna undi þessu ágætlega. „Það eru allir að flýta sér,“ sagði hún og dustaði rykið af fjölmörgum myndum af börnum og bamabömum sem héngu á víð og dreif um alla íbúðina. Vaxandi þreyta Eitt laugardagssíðdegi í apríl kom ýtustjórinn í heimsókn. „Hvað er títt?“ sagði hann og sett- ist fyrir framan sjónvarpið til að horfa á ensku knattspymuna. „Mér finnst ég vera svo slöpp," sagði Finna. „Það hlýtur eitthvað aðveraaðmér." „Þetta lagast,“ sagði ýtustjórinn og fylgdist með framherjum Liv- erpool hðsins prjóna sig í gegnum vömTottenham. „Ég verö að þjóta,“ sagði hann, kyssti móöur sína á kinnina og var rokinn. Nokkram dögum síðar fór Finnatillæknis. „Hvað er að?“ sagði læknirinn. Hann var ungur og laglegur með fallegan sveip í hárinu. í því hringdisíminn. „Fyrirgefðu," sagði hann og roðnaði. Hann tók upp símann og talaði við einhverja Bergþóru í 10 mínútur. Þegar símtahnu lauk sagðiFinna: „Ég er alltaf þreytt. Mér finnst ég vera gleymin, döpur og slöpp." Síminn hringdi aftur og ungi læknirinn talaði við einhvem Hró- bjart um insúhn í 5 mínútur. „Fyr- irgefðu," sagði hann síðan og brosti feimnislega. „Svo er mér alltaf kalt,“ hélt Finna áfram eins og ekkert hefði ískorist. Hún var vön að tala við böm sín meðan síminn hringdi í sífellu og knattspyma iðaði um sjónvarpsskjáinn. Það var barið að dymm og ung, íturvaxin hjúkrun- arkona kom inn. „Fyrirgefið,“ sagði hún og kallaði lækninn unga fram á gang. Hann kom aftur eftir drykklanga stund. „Fyrirgefðu," sagðihann. „Hvað sagðirðu aftur að væri að?“ Finna reis á fætur og gekk út. Henni var nóg boðið. „Ekki neitt, þú hefur hvort sem er ekki neinn tíma til að tala við mig,“ sagði hún. Hann hristi höfuðið, blikkaði hjúkrunarfræðinginn og sagði: „Ekki er að spyrja að vanþakklæt- inu í þessu gamla fólki." Einkennin aukast Næstu vikur var Finna síþreytt og slöpp, móð og kvíðin. Minnið virtist fara versnandi og hún var döpur og grét á kvöldin. Bömin vom óþreytandi við að heimsækja hana í mýflugumynd og færa henni vítamíntöflur, Ginseng-belgi og hvítlaukshylki sem verslunarstjór- inn gat útvegað í heildsölu. En aht kom fyrir ekki. Finna var áfram slöpp, hún fitnaði og breyttist í út- Á lækravaktinm w Óttar Guðmundsson læknir liti. Smám saman hætti hún að fara úr húsi en lá mikið fyrir. „Þetta er alveg ferlegt með hana mömmu,“ sagði ýtustjórinn við bróður sinn. „Ég kom um daginn til áð líta á enska boltann hjá henni. Hún lá í sjónvarpssófanum þetta kortér sem ég stoppaði. Ég varð meira að segja að hella mér upp á kaffi sjálfur og sitja á eldhúskolli. Við verðum að gera eitthvað. Þekk- ir þú engan sem stjórnar ehiheim- fii?“ Eitt kvöld var kallað í vaktlækni vegna þess að Finna var með hósta, hita og slímugan uppgang. Hún var á mikilli hraöferð, brá hlustpípu á brjóstin og sagði síðan fljótmælt: „Þú ert með bronkítis." Hún skrifaði lyfseðil og reikning á methraða, tók aurinn sem að henni var réttur og þaut eins og byssubrennd niður stigann. Úti fyrir heyrðist Mercedes Benz bif- reið vaktlæknisins taka af stað með ofurkrafti 350 þýskættaðra hest- afla. Athugull læknanemi í ágústbyrjun datt Finna heima hjá sér. Hún fór á slysavarðstofuna og beið þar í tvo klukkutíma innan um nokkra drukkna unglinga sem höfðu uppi glens og sönghst. Ungur læknanemi skoðaði handlegginn á Finnu og sendi hana í myndatöku. Hún var óbrotin. Hann bjó um handlegginn og á meðan sagði Finna honum frá öllum hinum kvörtununum, þreytunni, sleninu og slappleikanum. „Þú verður að fara í blóðrann- sókn,“ sagði hann og fyllti út eyðu- blað. Viku seinna hringdi læknir í hana og sagði að hún væri með vanstarfsemi á skjaldkirtli. Skjaldkirtilssjúkdómar eru al- gengir hjá eldra fólki. Með aldrin- um hrömar kirtilvefurinn en cd- gengasta ástæðan er þó ónæmis- sjúkdómur sem veldur því að lík- aminn snýst gegn eigin kirth og starfsemi hans minnkar. Einkennin era margvísleg en al- gengust eru þó slappleiki, þreyta, slen, hægðatregða, kulvísi, bjúgur í andliti og framan á sköflungnum, húðþurrkur og grófgert hár. í eldra fólki geta þó einkennin verið enn óljósari og margir kvarta einungis undan þreytu og þunglyndi og lé- legri matarlyst og heyrnarleysi. Margir læknar halda að þetta séu einkenni um vaxandi sóknarþunga Elh kehingar og skella skollaeyr- um við þessu. En einkennin eru svo margvisleg að læknar skyldu ahtaf láta mæla skjaldkirtilshormón hjá eldra fólki sem skyndilega fer að líða iha og kvartar undan einhverj- um óþægindum. Greininginbygg- ist á mæhngum á skjaldkirtils- hormónum í blóði og meðferðin felst í hormónatöflum (Thyroxin) semgefnareru. Góður endir Þegar Finna fékk hormónatöflur fór henni að batna. Minnið lagað- ist, þreytan hvarf og henni leiö mun betur. Hún fór aftur að heim- sækja vinkonur sínar. í ferðalagi á vegum eldri borgara hitti hún ro- skinn mann og fehdu þau hugi saman og tóku að hittast oft og fóru í ferðalög til útlanda. Bömunum líkaði þetta iha enda sögðu þau að Finna væri að eyða öllum eigum sínumívitleysu. „Hún gerir okkur arflaus með þessu áframhaldi," sagði ýtustjór- inn við bróður sinn eitt sinn. „Mað- ur var öruggari með hana meðan hún var heima með skjaldkirtils- sjúkdóminn." En Finna lét sér fátt um finnast. „Ég eignaðist nýtt líf með þessum blessuðu töflum,“ sagði hún og dreif sig á bingó í Vinabæ með vini sínum. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða menn í sumarafleysingar hjá slökkviliði varnarliðsins Umsækjendur hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Umsækjendur verða að vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir, háttvísir og heilsuhraustir. Æskileg reynsla við slökkviliðsstörf. Meirapróf skil- yrði. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Umsóknir sendist ráðningarskrifstofu varnarmáladeildar, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 6. maí 1992. Heba heldur við heilsunni Vornámskeið að hefjast Besta æfingablanda með tónlist. Þol - magi, rass, læri. Teygjur - slökun. Trimmform - meðferð. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 642209. Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshús- um félagsins í sumar frá og með mánudeginum 27. apríl á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 4. maí. Húsin eru: 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 1 hús að Vatni í Skagafirði 3 íbúðir á Akureyri, leigjast frá 5. júní 2 hús á lllugastöðum 2 hús á Einarsstöðum 1 hús í Vík í Mýrdal 5 hús í Ölfusborgum Vikuleigan er krónur 8000 nema að Vatni krónur 11.000 og greiðist við pöntun. Verkamannafélagið Dagsbrún FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. Aðalfundur Aðalfundur Fjárfestingarfélags islands hf. árið 1992 verður haldinn að Hótel Holiday Inn miðvikudaginn 6. maí kl. 16.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörfskv. 14. gr. samþykktafélagsins. 2. Tillaga stjórnar um staðfestingu á samningi milli Fjárfestingarfélags íslands hf. og Forsákrings- aktiebolaget Skandia um sölu hlutabréfa félagsins í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. Tillögur frá hluthöfum, .sem bera á fram á fundinum, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir fundardag. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Hafnarstræti 7, 1. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórnin L' ’ T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.