Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 23 T^xjonjí,K7Tt7 afynoae vs UÓjatfytnMlAGi* ' «5 SpSM'ÍW só&í.i-.': 0,(i<i (d>\AS.kí;v:>' • * ■ *rs|ssSíSsí rssSsasSl -'«e< ^S**"8^*** IMi .H , i£.^jss%sW” 's -fS?srS?.*ss ; i\ W-SS'.JSSÍ® djgla É íSl:;5SsS3-;f v 1 I ’ ■ \4í Jfi \|£ WW5Pntt->'f'8<,0«s4V’'^^ iSh 4 ujd^' • v ---" - þegar danska Uppfinningastofnunin hélt upp á 20 ára afmæli sitt Gizur L Helgason, DV, Kaupitiannahö£n; „Ég fékk aldrei fyrirgreiðslu á íslcindi og a.m.k. tvær nytsamar uppfinningar voru hrifsaðar frá mér án þess að ég fengi nokkuð að gert. Þá áttaði ég mig á hversu nauðsynlegt var að fá einkaleyfi," segir Jóhannes Pálsson, íslenski uppfmningamaðurinn í Kaup- mannahöfn, í samtali við DV. Á tuttugu ára afmæh dönsku Uppfinningastofnunarinnar fyrir stuttu voru fjórar uppgötvanir Jó- hannesar sýndar. Það þykir mikið þvl mjög erfitt er að koma uppfinn- ingum í gegnum nálarauga stofn- unarinnar. „Þegar ég var heima fann ég upp og hóf framleiðslu á rafmagnstengi til að snúa saman vírum og raf- magnsrörum úr plasti. Báðar upp- götvanimar fóru yfir á aðrar hend- ur. Þá hafði ég einnig hannað ör- yggislok á pihuglös, sú uppfinning var ekki nægjanlega vel hönnuð en hefur verið töluvert endurbætt. Öryggislokið er sú uppfinning sem ég tel vera hvað þýðingarmesta í augnablikinu," segir Jóhannes. „Á afmælishátíðinni voru til sýn- is eftir mig útiseríur. Það var stórt rafmagnsfyrirtæki sem keypti framleiðsluréttinn á þeim og seljast þær vel um aha Evrópu. Þarna voru líka rafgeymaklemmur úr plasti sem telja má að auki öryggi í bifreiðum. Lásakerfi til að börn komist ekki í skápa sem innihalda hættuleg efni, t.d. lyfjaskápa. Loks sýndu þeir ísflautuna sem notuð er til að þíða híllása í frostum." Lifir af upp- götvunum sínum Jóhannesi hefur tekist það sem sem engum öðrum íslendingi hefur tekist, að lifa af uppfinningum sín- um sl. tíu ár. „Utiseríurnar gefa mér 5% af öhu því sem selst hjá rafmagnsfyrirtækinu sem keypti framleiðsluréttinn og salan er jöfn og góð,“ útskýrir hann. „Því miður hefur veðurfar verið þannig hér á Norðurlöndum að ís- flautan mín hefur fengið að liggja óhreyfð. Þegar frystir er salan hins vegar veruleg. ísflautan er þekkt um alla N-Evrópu. Rafgeymakl- emmurnar hafa ekki slegið í gegn sem skyldi en ég er enn á samningi við pólsku Fíatversksmiðjurnar. Úthtið er þó ekki aht of gott.“ Innan dönsku tæknistofnunar- innar er dehd sem nefnist uppfinn- ingaskrifstofan. Það var 3. apríl sl. sem dehdin hélt upp á tuttugu ára afmæh sitt. Dehd þessi fær um þaö bil þúsund umsóknir ár hvert. Enda þótt einhverjir haldi að ekk- ert væri eftir að finna upp þá fer umsóknum fjölgandi. Hér áður fyrr var það viðskiptamálaráðuneytið sem sá um þessa hluti. Það gat ekki gengið til lengdar enda fjölbreytni uppfinninga gífurleg og fjölþættar rannsóknir eiga sér stað eftir að umsóknir hafa veriö lagðar inn. Það er hiutverk Uppfinningaskrif- stofunnar að meta hvort eitthvert vit sé í uppfinningunni en það mun vera 70-80% sem er vísað frá. Af- gangurinn fer gegnum einkaleyfis- skrifstofuna þar sem gengið er úr skugga um hvort um sé að ræða nýja uppfinningu og hvort hægt sé Jóhannes Pálsson er einn örfárra sem hefur tekist að koma hugmyndum sínum í gegnum dönsku uppfinning- arstofnunina. ____ _____jfor energi- -->. íi(, : ! *■' -ébXx 1 <Á'f( ‘ < V<í:. t.;.r ■ ........ itea Pt Dönsku uppfinningamennirnir og sá islenski hafa vakið mikla athygli í dönsku blöðunum. að framleiða hlutinn. Eftir þessa athugum er u.þ.b. 10% af uppruna- legum umsóknum eftir. Þriðja þrep þróunarinnar frá upphafi til framleiðslu er að fá framleiðanda th að taka áhættuna á að framleiða hlutinn. Aðeins er um 1,5-2,5% af öllum uppfinning- um sem ná svo langt eða um tutt- ugu á ári. Það kostar frá 250 þúsund krónum upp í eina mihjón að rann- saka hagnýti hverrar uppfmning- ar. Hér eru það danskir skattgreið- endur sem borga brúsann. Sé upp- finningin sett í framleiðslu greiðast peningarnir af hugsanlegum hagn- aði. Öryggisloka- þróunin á enda „Ég hef unnið lengi að öryggis- glasalokum á lyfjaglös og flöskur," segir Jóhannes. „Reyndar eru ahar hugmyndir mínar tengdar öryggis- málum. Hér áður fyrr fann ég upp lok sem hægt var að opna með því að setja smáaur í rifu og snúa. Þetta þótti ekki nægjanlega hentugt. Þá kom ég með aðra uppfinningu sem var öryggislok sem féh ofan á pla- stikhólk sem festur var á meðala- glas eða flösku. Aðeins þurfti aö styðja á lítinn fhpa á hlið loksins og þá opnaðist öryggislæsingin. Fjölmörg fyrirtæki höfðu áhuga á uppfinningunni en ég seldi hana að lokum til fyrirtækis sem heitir Roland. Þeir greiddu vel í byrjun, ég fékk laun í fjögur ár, en þá hættu þeir við allt saman. Þetta getur gerst og er alltaf að gerast. Þegar fyrirtækin ætla að leggja í véla- kaup til að hefja framleiðsluna vex þeim fjárfestingin og áhættan svo í augum að ekkert verður úr neinu. Fyrir þremur árum gerði ég samning við annað fyrirtæki um framleiðslu tappanna. Áður en sú framleiðsla hófst komu lög um aö tappar og flöskumar einnig skyldu vera úr plasti, því haföi ég ekki gert ráð fyrir. Nú voru góð ráð dýr enda hafði tæknistofnunin lagt stórfé til uppfmningarinnar. Það er ekki greitt til baka nema upp- finningin seljist. Teknologosk Institut hjálpaði mér við framhaldsþróun öryggis- lokanna. Við urðum að fmna aðferð sem byggðist á tveimur hlutum í stað þriggja áður. Eftir fjölmarga fundi með lækni og vísindamönn- um datt ég ofan á hugmynd sem leysti þrautina. Nú hef ég mót fyrir flösku og lok, tvo hluti, sem upp- fylla ahar öryggiskröfur og reglu- gerðir. Nú þegar hafa verið gerðir samningar við risastórt fyrirtæki, Scanbæk, um flöskugerðina og ég er sjálfur búinn að hanna mótið fyrir lokin. 10 ára þróun er væntan- lega á enda,“ segir Jóhannes hreyk- inn. „Þessi uppflnning mín er tahn einfaldari og ódýrari í framleiðslu en aðrar tilsvarandi gerðir. Salan ætti því að vera örugg. í Hvera- gerði er plastgerð sem ég tel að sé fær um að framleiða það magn af öryggislokum sem dugar fyrir Norðurlandamarkaðinn og Eng- land. Ég vona að það fyrirtæki, sem heitir Hamrar, hafi fjármagn í upp- hafsframleiðsluna því hér verður um milljónasölu að ræða.“ Jóhannes Pálsson, uppfinningamaður í Kaupmannahöfn: Átti fjögur verk á afmaelishátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.