Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Sérstæð sakamál Sjúklingamir voru afar hrifnir af lækninum sínum, Dale Cava- ness, og sama var að segja um ná- granna hans. Allir í Litla-Egypta- landi þekktu hann. Það er ekki við Miðjarðarhafið heldur er það hérað í einu af Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Dale Cavaness var, er dró að leikslokum í þeirri atburðarás sem hér greinir frá, sextíu og tveggja ára. Hann var yfirskurðlæknir við þekkt sjúkrahús í Eldorado í Illi- nois. Flestir sem til hans þekktu voru þeirrar skoðunar aö peningar skiptu hann htlu enda virtist meg- ináhugamál hans vera að lækna sjúka og svo að vera sem mest með sonum sínum tveimur. Dale hafði búið í Illinois alla ævi og sjálfur rak hann lítið sjúkrahús í heimaborginni, Eldorado. Hann var kunnur fyrir fæmi sína með skurðhníf en hann var hka fram- takssamur maður og hafði mörg járn í eldinum. Hann átti fasteigna- sölu, lítinn búgarð og rak fiskeldis- stöð við Mississippiána. Sorgin sækir lækninn heim En þrátt fyrir velgengni sína hafði Dale Cavaness ekki farið var- hiuta af erfiðleikum í lífinu. Hann hafði um árabil búið með sonum sínum tveimur. í apríl 1977 fannst svo eldri sonurinn, Mark, látinn við fiskræktarstöðina. Hann varð aðeins tuttugu og fjögurra ára. Líkið fannst við hliðina á vöru- bíl. Var ljóst að haglaskot í brjóstið hafði orðið honum að bana. Lá byssan þvert í framsætinu og vísaði hlaupið á ökumannssætið. Hafði stálvír verið festur í gikkinn en hinn endi byssunnar var vandlega festur við húninn á innanverðri hurðinni farþegamegin. Þetta var djöfulleg og banvæn gildra og greinilegt að um var að ræða kaldrifjaðan morðinga. Rannsókn á svæðinu umhverfis bíhnn sýndi líka að Mark hafði ekki verið þarna einn á ferð. Þegar hann hafði ætlað að setjast í ökumannssætið hafði sá sem með honum var opnað hurðina á móti og þá hafði skotið hlaupið úr byss- unni og í bijóst Marks. Hann hafði látist samstundis. Tvöfaldur sorgarleikur Aldrei tókst að upplýsa þetta morö og íbúar Litla- Egyptalands tóku atburðinn mjög nærri sér. Hann varð svo til þess að Cavaness læknir og yngri sonur hans, Sean, urðu enn nánari en þeir höfðu áöur verið. Var til þess tekið að þeir hitt- ust aldrei án þess að faðmast. Þar kom, árið 1984, að Sean trú- lofaðist og fór að búa með unn- ustunni, Tinu Crawley, sem var þá jafngömul honum, tuttugu og fjög- urra ára. Settust þau að í íbúð skammt frá heimili Cavaness læknis og heimsótti hann þau oft. í desember þetta ár fann bóndi klæðalaust hk manns sem myrtur hafði verið við stíg í Times Beach í Missouri. Hafði hann verið skot- inn í höfuðið. Þótti nánast tilviljun að líkið skyldi finnast því sjaldgæft var að nokkur legði leið sína um svæðið því að þar hafði enginn búið lengi vegna efnamengunar frá gamalli verksmiðju sem var ekki starfrækt lengur. Þótti víst að morðinginn hefði þekkt til staðhátta og tahð líklegt að líkið fyndist seint eða aldrei. En þannig fór nú ekki. Nokkrum tím- um eftir fundinn hafði tekist að bera kennsl á líkið og reyndist það Hér fannst lik Seans. vera af Sean Cavémess. Hafði hann verið skotinn daginn áður. Leitin hefst Richard O’Connor, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í St. Lou- is, sem fékk máhð til rannsóknar, var í fyrstu furðu lostinn. Hver gat haft ástæðu th að myrða báða syni Cavaness læknis? Tina Crawley gat enga skýringu gefið. Hún og faðir hins látna héld- ust í hendur sorgmædd í kirkju- garðinum þegar kista Seans var látin síga í jörðina. Við venjubundna yfirheyrslu skýrði Cavaness læknir frá því að hann hefði ekki séð son sinn í mán- uð. Þetta reyndist vera ósatt. Þegar Doris Sheen, nágranni Seans, var yfirheyrð skýrði hún frá því að að kvöldi þess dags sem Sean var myrtur, en morðið hafði verið framið seint um kvöldið, hefði hún séö hann fara frá heimili sínu með föður sínum. Hún hefði verið að draga gluggatjöldin fyrir og af til- Mark Cavaness. viljun htið út. „Hvemig gastu verið viss um að þetta væri Cavaness læknir?“ spurði rannsóknarlögreglumaður- inn sem yfirheyrði hana. Jú, svaraði Doris Sheen. Læknir- inn hafði einu sinni hringt á dyra- bjölluna hjá henni í misgripum þegar hann ætlaði að heimsækja son sinn, Sean, og sá hún þá vel bíl hans, enda var hann með númer sem auðvelt var að muna. Kvöldið áður hafði hún séð þennan sama bíl við hús Seans. Dr. Jekyll og herra Hyde Nú fór O’Connor að íhuga hvers vegna læknirinn hefði ekki sagt honum frá því að hann hefði heim- sótt son sinn kvöldið áður. Hann var ekki kominn langt í hugleiðing- um sínum þegar til hans hringdi Jack Nolan, rannsóknarlögreglu- fulltrúi frá Illinois. Nolan hafði rannsakað morðið á Mark Cava- ness átta árum áður og gat nú sagt O’Connor að hann hefði aldrei ver- ið ánægður með skýringar Cava- ness læknis á ferðum hans um þaö leyti sem morðið var framið. Hins vegar hefði honum aldrei tekist að finna neitt eitt sem heföi gefið til kynna að læknirinn vissi meira en hann hefði viljað segja. Saman fóru mennirnir tveir nú að rannsaka á lítt áberandi hátt lifnaðarhætti læknisins. Og brátt kom í ljós að hann hafði ekki alveg hreinan skjöld. Árið 1971 hafði hann verið ákærður fyrir manndráp af gá- leysi. Þá hafði hann lent í bílslysi, ölvaður undir stýri. í því höfðu lát- ist maður og dóttir hans. Þá höfðu fundist í bíl læknisins alls kyns skotvopn sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Hann var sviptur ökuleyfinu og fékk fimm hundruð dala sekt. Tveimur árum síðar hafði hann aftur komið fyrir rétt í Illinois, ákærður fyrir að hafa innheimt tíu þúsund dah fyrir vitjanir sem hann hefði aldrei farið í. Árið 1982 hafði hann svo á ný lent í alvarlegu bílslysi. í engu af þessum þremur skiptum hafði frelsið verið dæmt af Cava- ness lækni. Og vinsældir hans virt- ust þær sömu og fyrr. Efnahagurinn kannaður Rannsóknarlögreglumenninir tveir ákváðu nú að kanna efnahag þessa óvenjulega læknis. Kom þá í ljós, öllum til undrunar, að hann hafði snemma á árinu 1984 keypt líftrygingu handa syni sínum, Sean, og var tryggingarupphæðin um eitt hundrað og fimmtíu þús- und dahr. Létist Sean átti faðirinn að fá bætumar greiddar. Enn fremur kom í ljós að báðir synir hans höfðu átt að erfa veru- legar fjárhæðir eftir frænku þeirra þegar þeir næðu tuttugu og fimm ára aldri. Þótti nú ljóst hvers vegna hvorugur sonanna hafði náð þeim aldri og það næsta sem gerðist var að Cavaness læknir var handtek- inn. En það var erfitt að finna sönnun- argögn sem dygðu. Morðvopnið var horfið. Við yfirheyslu sagði Cava- ness læknir að hann hefði verið í ökuferð með Sean þegar hann hefði skyndilega tekið fram byssu og skotið sig i höfuðið. „Hvar er skammbyssan?" spurðu rannsóknarlögreglumennirnir, „og hvers vegna klæddirðu líkið úr hverri spjör áður en þú fórst með það á mengaða svæðið við gömlu verksmiðjuna?“ „Ég skammaðist mín svo fyrir það sem hafði gerst sem og það að sonur minn skyldi hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum,” sagði hann. Læknirinn gaf nú frekari skýr- ingu á því hvers vegna hann hefði ekið með líkið af Sean á þennan afskekkta stað. Ætlun hans hefði verið að breiða yfir sjálfsmorðið með því að láta hta svo út að Sean hefði oröið fórnardýr ræningja. Úrskurður réttarins Cavaness læknir var nú beðinn að segja hvar skambyssan væri sem hefði orðið Sean að bana. Hann sagði hana vera heima hjá sér. Þar fannst hún og var þegar leitað fingrafara á henni. Engin þeirra sem á henni fundust voru af Sean. Þau voru öll af Cavaness lækni. Lögreglan taldi sig nú hafa fengið nægar sannanir og var gefin út ákæra á hendur Cavaness lækni. En íbúar Litla-Egyptalands töldu að hér væri um hörmuleg mistök lögreglunnar að ræða og vart haföi það spurst út að læknirinn sæti í varðhaldi undir þessari þungu ákæru er hafin var söfnun svo ráða mætti góðan lögfræðing til að veija hann fyrir rétti. Lét einn sjúklinga hans eftir sér hafa viö þetta tækifæri: „Ég veit að hann gerði það ekki en hafi hann gert það vona ég að lögreglan finni aldrei nein sönnunargögn gegn honum.“ En saksóknarinn lét hendur standa fram úr ermum, ekki síður en þeir O’Connor og Nolan og starfsfélagar þeirra höföu gert. Ár- ið 1985 var mál Cavaness læknis tekið fyrir. Það vakti að sjálfsögðu óskipta athygli því að það er sjald- gæft að menn séu ákærðir fyrir slíka glæpi. KYÍðdómendur fylgdust vel með öllu sem gerðist í réttarsalnum og þegar að þeim kom að kveða upp úskurð voru þeir ekki í neinum vafa. Cavaness læknir var sekur. Hann var síðan dæmdur til dauða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.