Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Nýkrýnd fegurðardrottning íslands: „Titillinn breytir hvorki mér né lífi mínu" - segir María Rún Hafliðadóttir, 19 ára menntaskólastúlka sem var valin úr hópi átján stúlkna „Ég svaf ekki mikiö nóttina eftir keppnina enda var mikil spenna í mér. Strax morguninn eftir byrjaði síminn aö hringja og stoppaöi ekki allan daginn. Vinir og vandamenn hafa veriö aö óska mér til ham- ingju,“ sagði María Rún Hafliöadótt- ir, 19 ára, nýkjörin feguröardrottning íslands, er helgarblaöið heimsótti hana á heimili hennar og foreldr- anna í Árbænum á sumardaginn fyrsta. María Rún var ákaflega yflr- veguð og róleg. Stofan var yfirfull af fallegum blómvöndum sem borist höföu og á stofuborðinu lá kóróna drottningarinnar innan um fjöldann allan af gjöfum og símskeytum. „Gestir hafa veriö að koma og fara,“ útskýrði María Rún er blaðamaöur hafði orö á öllum þessum fallegu blómum. „Þetta er búiö að vera mjög skemmtilegur dagur." María Rún segist hafa tekiö þátt í fegurðarsamkeppni íslands vegna mikils þrýstings. „Ég var beðin í fyrra og var byrjuð aö æfa en taldi þetta þá ekki vera fyrir mig og hætti viö. í desember sl. var fyrst farið aö orða við mig aö taka þátt þetta árið en ég svaraði neitandi. í janúar var þrýst á mig enn frekar og það endaði með að ég tók þátt í prufu. Mér leist strax mjög vel á stúikurnar sem voru með og ákvað þess vegna að slá til. Ég er að ljúka menntaskólanum í vor og ekkert sérstakt fram undan." Skemmtilegur tími Æfingar fyrir keppnina hófust í febrúar með mikilh líkamsrækt og gönguþjáifun. „Það fóru allir pásk- amir í æfingar og þetta hefur verið strembinn en skemmtilegur tími og mjög þroskandi," segir hún. María Rún segist ekki hafa taliö sig sigur- vegara. „Ég var búin að sjá út fyrstu þrjú sætin en ég var ekki þar á með- al. Auk þess var ég mjög ánægð að fá titilinn besta ljósmyndafyrirsæt- an. Mér fannst ekki líklegt að ég fengi báða titlana," segir hún ennfremur. „Ég varð því mjög undrandi þegar nafn mitt var nefnt. Mér líst vel á aö fara í keppni erlendis fyrir hönd íslands. Ennþá veit ég þó ekki hvaða keppni ég mun taka þátt í eða hvað bíður mín.“ Eftir að hvíta húfan hefur verið sett upp í júní ætlar María Rún til Mílanó og starfa þar sem fyrirsæta. Hún hefur opin samning í höndunum þannig að hún er ekki bundin. „Ég get farið heim þegar mér hentar," segir hún. Alin upp í Lúxemborg María Rún er fædd í Lúxemborg 19. október 1972. Faðir hennar, Haf- liði Bjömsson flugmaður, var starf- andi þar. „Ég var tólf ára þegar viö fluttum hingað heim. Þaö var gifur- leg breyting fyrir mig að koma hing- að. Ég var í lúxemborgískum bama- skóla þar sem öll kennsla fór fram á þýsku. Tólf ára fór ég í menntaskóla þar en kennslan fór fram á frönsku I honum. Þegar ég kom heim og byrj- aði í gmnnskóla fannst mér ég vera María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands og besta Ijósmyndafyrirsætan, Heiðrún Anna Björnsdóttir varð í öðru sæti og Þórunn Lárusdóttir í því þriðja. Heiðrún Anna Björnsdóttir varð í öðru sæti keppninn- ar. Hér er hún ásamt foreldrum sínum, Má Gunnars- syni og Guðrúnu Einarsdóttur, og systur, Vigdísi Más- dóttur, sem varð Fordstúlkan 1992. Stúlkurnar átján komu fram í glæsilegum samkvæmis- kjólum. Þórunn Lárusdóttir var í þriðja sæti. Hér er hún ásamt kærastanum, Georg Friðrikssyni, móður sinni, Sigríði Þorvaldsdóttur, og systrum, Ingibjörgu og Hjördísi El- ínu. Þórunn varð í öðru sæti í Fordkeppninni 1991. Dómnefnd kvöidsins. Hún var skipuð þeim Stefáni Hilm- arssyni, Kristjönu Geirsdóttur, Sigurði Kolbeinssyni, Matthildi Guðmundsdóttur, Sigtryggi Sigtryggssyni, Bryndísi Ólafsdóttur og Þórarni Jóni Magnússyni. komin í sumarfrí. Krakkamir virtust komast upp með allt hér heima. í Lúxemborg var gífurlegur agi. Ef maður gleymdi bók heima þurfti að skrifa margar blaðsíður í refsingar- skyni. Ef bók eða annað dót datt á gólfið í kennslustund var slegið á hendur manns með reglustiku. Hlýðnin var algjör í skólanum og mér þótti gott að fá þennan aga. Auk þess var bömum kennt að bera virð- ingu fyrir fullorðnu fólki sem mér finnst vera mjög ábótavant hér á landi." Góður námsmaður María Rún á tvo eldri bræður sem eru 22ja og 23ja ára. Annar þeirra er í námi á Flórída og er nýkvæntur. Hinn er að ljúka atvinnuflugmanns- prófi um þessar mundir. Móðir Mar- íu heitir Maja Guðmundsdóttir. Þegar María Rún lauk grunnskóla sótti hún um inngöngu í menntaskól- ann við Hamrahlíð. Vegna hverfa- skiptingar komst hún ekki inn fyrr en um jólin og hefur hún því klárað hann á þremur og hálfu ári. María Rún er góður námsmaður og hefur sérstakt dálæti á tungumálum. Hún talar ensku, þýsku, frönsku og er að læra ítölsku. „Ég ætla að reyna að ná BA-prófi í sem flestum tungumál- um og gerast síðan túlkur," segir hún. „Mér finnst mjög gaman að læra og leiðist aldrei yfir skólabók- um.“ María Rún hefur undanfarin þrjú sumur starfað sem fyrirsæta í Þýska- landi, Tokyo og Mílanó. „Þegar ég var fimmtán ára byrjaði ég að starfa með Módel 79 eftir að einhver benti á mig. Ég byrjaði strax að sýna og hef t.d. sýnt undanfarin ár á tísku- sýningum í fegurðarsamkeppni ís- lands. Ég var þvi ekkert óvön að vera á þessu sviði. Vinkona mín sendi um þetta sama leyti mynd af mér í Elite- keppnina og þegar hringt var í mig var ég ekkert allt of hrifin. Ég tók samt þátt en komst ekkert áfram. Árið eftir var ég gestur á keppninni og þá kom Casablanca, eigandi Elite, til mín og bauð mér samning í Þýska- landi. Mér leist strax vel á að fara út til Þýskalands þar sem ég talaði málið. Þjóðveijar taka manni betur ef maðúr talar tungumál þeirra. Það var byijunin á fyrirsætustörfum mínum erlendis," útskýrir María Rún. Fyrirsætustörf erlendis Fyrir ári, þegar Eileen Ford kom hingað til lands, sýndi María Rún henni myndamöppu sína. Stuttu síð- ar fékk María boð um samning hjá Fprd Models í New York eða París. „Ég var þá nýlega búin að skrifa undir samning í Þýskalandi og gat því ekki þegið boðið. Ég átti kærasta og hann var búinn að fá vinnu í Þýskalandi þannig að erfitt var að breyta því. Það er samt aldrei að vita hvað ég geri seinna," segir hún. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 39 Fegurðardrottning Islands ásamt móður sinni og ömmu. María Rún segir að áhuginn á fyrir- sætustörfum hafi komið af tilviljun þegar hún kynntist Módel 79 á sínum tíma. Eftir að ég tók þátt í Elite- keppninni fékk ég enn meiri áhuga á þeim,“ segir hún. „Mér finnst mjög gaman að starfa við þetta í stuttan tíma í einu. Yfirleitt er ég búin að fá nóg eftir þrjá mánuði. Maður er allan daginn að sýna sjálfan sig og mynd- irnar og það er leiðigjarnt." Fjölskylda Maríu Rúnar stóð með henni þegar hún loks tók ákvörðun um að vera með í fegurðarsam- keppninni. „Þeim fannst það alfarið vera mín ákvörðun. Þau voru líka mjög hreykin þegar sigurinn var í höfn. Móðir mín hringdi strax í pabba en hann er staddur í Okla- homa í Bandaríkjunum. Einnig var hringt í bræður mína, annan í Flórída og hinn sem er í fríi á Mall- orca. Þeir voru mjög ánægðir með systur sína,“ segir María Rún og brosir. Jarðbundin og yfirveguð Hún segir að þessi titill muni í engu breyta henni. „Ég er jarðbundin og það þarf mikið til að raska ró minni. Mér finnst þetta engu breyta í mínu lífi. Ég er sama manneskjan í dag og í gær. Hins vegar er ég mjög stolt yfir að mega bera þennan titil og mun leitast við að standa mig sem best sem fulltrúi íslands á erlendum vett- vangi. Ég er ekki óvön að koma fram og kannski er ég yfirvegaðri vegna þess. Auk þess hef ég áður tekið þátt í keppni sem þessari, Photomodel of Europe, en það var á Sikiley árið 1989 þar sem ég varð í öðru sæti. Ég býst við að það sé öðruvísi fyrir mig að vinna þennan titil en stúlku sem kemur úr sveit og hefur aldrei áður kynnst sviösljósinu. Það yrðu að minnsta kosti meiri viðbrigði fyrir hana,“ útskýrir María Rún. Frjáls á ný Áhugamál hennar tengjast námi „Ég er stolt af að mega bera þenn- an titil," segir fegurðardrottning ís- lands, María Rún Hafliðadóttir. DV-myndir Hanna og starfi en María hefur auk þess gaman af að fara út og skemmta sér. Hún hefur aldrei smakkað áfengi né tóbak og segist ekki fara á böll til að drekka vín heldur dansa. María Rún var á íostu í fjögur ár en upp úr því sambandi slitnaði sl. haust. „Kærasti minn var í námi erlendis á síðasta ári og ég sat ein heima yfir skólabók- um allan þann tíma. Þegar við hætt- um saman fannst mér ég fijálsari en nokkum tima og hef notið þess að fara í Casablanca næstum um hverja helgi til að hitta fólk og skemmta mér. Maður vill óneitanlega fjarlægj- ast vini sína meðan á föstu samhandi stendur. Ég neita því ekki að ég kann fijálsræðinu vel og fmnst gott að geta ráðið mér sjálf. María Rún segist ætla að einblína á próflestur á næstu dögum og hún segist hlakka mjög til útskriftardags- ins. Ég hlakka mikið til að setja upp hvítu húfuna," segir hún. „Það er aðeins eitt sem fer svolítið í taugam- ar á mér en það er umtalið í kringum fegurðarsamkeppnina. Fólk virðist dæma þessar stúlkur án þess að ástæða sé til. Oft er sagt að fegurðar- drottning íslands sé merkileg með sig. Ég vil ítreka að maður breytist ekki við að veröa fegurðardrottning. Fólk ætti að líta keppnina öðrum augum. íslenskum stúlkum hefur gengið vel í keppni erlendis og við ættum að vera stolt af því. Ég kvíði engu að bera titilinn og mun á engan hátt breytast né líf mitt,“ segir María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands. -ELA Miss Universe-keppnin: Svava verður ein af tíu í úrslitum - segir Heiöar Jonsson snyrtir Fegurðarsamkeppni íslands var fyrst haldin árið 1954. Frá árihu 1950 hafði Iiins vegar veriö valin ungfrú Reykjavík. Þær stúlkur, sem nefndar eru hér við hliðina, hafa allar farið í Miss Universe-keppnina. Þess er krafist í þeirri keppni að stúlkur nar beri titil lands síns. Miss Universe er stærsta fegurðarsamkeppni i heimi. Hún var í fyrstu haldin á Langasandi í Bandarí kj unum en fluttist til Míami árið 1959. Þá var tekin upp Miss Intemational á Langasandi. Sú keppni fluttist síðan til Japans. Allt frá árinu 1971 hefur Miss Universe-keppnin verið á flakki og fer núna fram í Singapore 9. mai þar sem Svava Haraldsdóttir, fegurð- ardrottning íslands 1991, verður meðal þátttakenda. Mjög strangar kröfur eru gerðar í Miss Universe-keppninni. Árið 1956 sigraði Ágústa Guðmundsdóttir i keppninni hér heima en þar sem hún átti eiginmann og barn gat hún ekki tekið þátt í Miss Universe, Þá var valin ný ungfrú ísland sem var Guð- laug Guðmundsdóttir sem fór utan. Ágústa hélt engu að síður titli sín- um. Árið 1973, ’74 og ’75 var engin feg- urðarsamkeppni haldin á íslandi. Þá vom stúlkur valdar sérstaklega til að fara í Miss Universe og gerðar að ungfrú ísland svo þær mættu vera þátttakendur. Á tímabili var Miss World-keppnin talin stærri en Miss Universe en eftir að hún brey ttist hefur Miss Uni verse aftur skotist fram fyrir hana. Heiðar Jónsson, sem er allra manna fróöast- ur um fegurðarsamkeppni, telur aö Svava Haraldsdóttir muni ná einu af tiu sætunum í keppninni 9. maí. Þá er hann sannfæröur um aö María Rún Hafliðadóttir muni ná góöum árangri þar á næsta ári. íslenskar stúlkur hafa ekki náð árangri í þeirri keppni siðan Guðbjörg Sigurðardótt- ir varð í öðru sæti árið 1982. -ELA 1990 Asta Sigríður Einarsdóttir 1991 Svava Haraldsdóttir 1992 María Rún Halfliðadóttir DV Fegurðardrottningar Islands 1954 - 1992 1954 Ragna Ragnars 1955 Arna Hjörleifsdóttir 1956 Ágústa Guðmundsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir 1957 Bryndís Schram 1958 Sigríður Þorvaldsdóttir 1959 Sirrý Geirs. 1960 Sigrún Ragnarsdóttir 1961 María Guðmundsdóttir 1962 Guðrún Bjarnadóttir 1963 Thelma Ingvarsdóttir 1964 Pálína Jónmundsdóttir 1965 Sigrún Vignisdóttir 1966 Kolbrún Einarsdóttir 1967 Guðrún Pétursdóttir 1968 Jónína Konráðsdóttir 1969 María Baldursdóttir 1970 Erna Jóhannesdóttir 1987 Anna Margrét Jónsdóttir 1988 Linda Pétursdóttir 1989 Hugrún L. Guðmundsdóttir 1971 Guðrún Valgarðsdóttir 1972 Þórunn Símonardóttir 1973 Helga Eldon 1974 Anna Björnsdóttir 1975 Guðmunda Jóhannesdóttir 1976 Kristjana Þráinsdóttir 1977 Anna Björk Eðvarðsdóttir 1978 Halldóra Björk Jónsdóttir 1979 Kristín Bernharðsdóttir 1980 Elísabet Traustadóttir 1981 Guðbjörg Sigurðardóttir 1982 Guðrún Möller 1983 Unnur Steinsson 1984 Berglind Johansen 1985 Halla Bryndís Jónsdóttir 1986 Gígja Birgisdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.