Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 15 Sumarið kom á fleygiferð íslendingar eru bjartsýnismenn og sést þaö best á því að þeir gera ráð fyrir útihátíðahöldum sumar- daginn fyrsta hvað sem tautar og raular. Að reikna með því að slíkt blessist fer ekki eftir rieinum rök- um. Svo lengi sem ég man aftur í tímann hefur annaðhvort verið rok eða rigning sumardaginn fyrsta nema hvort tveggja væri. Þegar best lætur snjóar mildilega. Hvem- ig á annað að vera? Útihátíð í aprO á íslandi, berleggjuð börn og skát- ar. Slíkt er ævintýralegt. Og menn láta sig hafa það. Börnin em klædd í sitt fínasta púss sem venjulega er þunnt híaiín úr Fiðrildinu eða líkri verslun. Þau ná ekki að skjálfa sér til hita og koma inn rauð og blá með hor. Kvef fylgir í kjölfarið og blöðrabólga ef illa fer. Bararoken ekki rigning Á sumardaginn fyrsta, þetta árið, var bara rok en ekki rigning. Það ber auðvitað að þakka. Hins vegar var rokið óvenju hressilegt, gott ef ekki var mold- og sandrok líka. Fánar stóðu stífir út í loftið og smábörn vom í svipuðum stelhng- um út frá foreldrum sínum. Skátar voru í fánahtunum. Þó var hitinn yfir frostmarki. Ég treysti mér ekki út og bömin gerðu engar kröfur um útivist, skrúðgöngur né blöðmr í tilefni dagsins. Við fórum í stað- inn th ömmu og fengum okkur kaffi og héldum okkur innan dyra. Amma og afi búa í næsta húsi við skátaheimilið. Við sáum þvi fjúk- andi skáta út um stofugluggann. Þeir em ávaht reiðubúnir og sungu sumarlög. Kári hafði þó betur. Skátamir kipptu sér ekkert upp við það. Þeir eru öhu vanir og ganga í hjálparsveit þegar þeir verða stór- ir. Félaga minn hitti ég um miðjan daginn. Hann er kjarkaðri en ég. Hann fór með tvö böm sín í bæinn í tilefni dagsins. Stelpukom var hann með á handleggnum og gutta á fjórða ári leiddi hann. Börnin sáu ekki sumarið en augu stúlkunnar fyhtust af sandi og strákurinn var beinstífur í vestur undan austan- rokinu. Bömin verða búin að gleyma þessari upplifun þegar fað- ir þeirra gerir aðra thraun að ári. Þá má líka gera ráð fyrir því að vindurinn komi úr annarri átt eða jafnvel að það rigni svohtið á fötin úr Fiðrhdinu. Sumarogvetur fuku saman Það kippir sér enginn upp við þetta. íslendingar hlakka mikið th sumarsins og vona að sumar og vetur fijósi saman. Það ku boða gott sumar. Það gerðist ekki núna. Veðurfræðingurinn í sjónvarpinu sá þó við þessu. Hann hafði heyrt þaö að í Vestmannaeyjum þætti það boða gott ef sumar og vetur fykju saman. Það gerðist núna og velkist enginn í vafa um það. Því trúum við því að sumarið verði gott. Vera kann að þetta sé aðeins aðlögunar- hæfni Vestmannaeyinga. Þar hvessir stundum og ekki var annað að sjá en vindstigin á Stórhöfða væru tólf á sumardaginn fyrsta. Eyjamenn era ekki síður bjartsýnir en landar þeirra á fastalandinu. Því er ég viss um að böm hafa farið í skrúðgöngu í rokinu í Vestmanna- eyjum og komið inn rauð og blá með glært úr nefi. Jafnviss er ég um það að Eyjabörnin líkt og önnur böm á landinu fara aftur í skrúð- gönguna eftir ár. Næsta útiskemmtun Vorið og sumarið er okkar tími. Því er eðlhegt að fagna sumarkom- unni þótt við horfum á eftir landinu á haf út á sumardaginn fyrsta. Það er því jafn víst að unglingamir halda út á landsbyggðina um hvíta- sunnuna hvernig sem viðrar og hvernig sem ástand landsins verð- ur. Útivist skal stunda um hvíta- sunnu og ekkert múður. Það má þó ganga út frá því sem vísu að það Laugardagspistill w ^ i Jónas Haraldsson fréttastjóri rigni um hvítasimnuhelgina og jafnvel að hvassviðri fylgi. Það er be'dur ólíklegra að þaö snjói þá en á sumardaginn fyrsta en aht getur þó gerst. Munurinn er hins vegar sá að þá verða ekki börn klædd híahni úr Fiðrildinu að skemmta sér heldur unghngar sem era að klára próf. Bijóstbirtan á að oma þeim en ekki er alveg víst að hún hjálpi. í staðinn fyrir hor í nös og blöðrubólgu má því búast við kvefi, hálsbólgu og í versta thfelli lungna- bólgu þegar ungdómurinn kemur heim með rútunum. Við þetta bæt- ast svo timburmenn en það er óháð veðrinu. Þjóðhátíðarfruss Svona höldum við bjartsýnir ís- lendingar áfram að halda útihátíðir í sumar hkt og verið hefur. Það verður ekkert gefið eftir þann sautjánda júní. Við fórum með bömin í bæinn og höldum upp á þjóðhátíðardaginn með blöðrum og pulsum þótt það rigni og landsynn- ingurinn láti sitt ekki eftir hggja. Hvað gerir það th þótt gasfyhtar blöðmmar fjúki upp í loftið og sinnepið fmssist af pulsunni ef maður kemst í kaffi th ömmu um miðjan daginn th þess að oma sér og nudda lífi í berleggjað ungviðið? Tími táninganna er síðan í mið- bænum aðfaranótt hins átjánda þegar hrohurinn hefur náðst úr htlu krílunum og þau eru sofnuð. Þá er veðrið hætt að skipta máh. Nóttin er björt hvort sem það rign- ir eða ekki. Og ekki er ég viss um að þessi aldurshópur taki sérstak- lega eftir því þótt pappaglös og pulsubréf fjúki th og frá í rennu- steinum þegar nýr dagur rís. Svona er útihátíð á íslandi. Hámark útivistarinnar Hámarki nær útivist íslenska sumarsins um verslunarmanna- helgina. Þá fara alhr sem vettlingi geta valdið út í sveit. Gamlar drusl- ur eru geröar upp svo þær endist eina helgi og mygluð tjöldin em dregin ofan af háalofti eða utan úr bhskúr og viðmð fyrir helgina stóru. Veður er tæpast mjög vont þegar hér er komið sögu en það þarf heldur ekki að vera gott. Auk þess er farið að skyggja að nætur- lagi. Rigning er þó líklegri en rok en bjartsýnir ferðalangar ganga út frá sól og bhðu og sjá fyrir sér un- aðssemdir náttúmnnar. Hvað ann- að? Ekki dugar að fara með hang- andi haus í útheguna. Óþörf regnföt Þeir einu sem sjást í regnkápum á íslandi em útlendingar. íslend- ingar, sem hafa alist upp í rigningu og roki, fara út í fínu fótunum. Þeim dettur ekki í hug að kaupa sér regnhlíf. Þeir vita líka innra með sér að ef rignir þá er alveg eins líklegt að það rigni upp undir regnhlífina en ekki ofan á hana. íslenskt sumarveður hefur jú sín sérkenni. Sumarið fer hratt yfir Sumarið kom í fyrradag. Ég hlakka th þess að hitta það því enn er það á svo mikhh fleygiferð aö ég hef ekki náð th þess. Vonandi lægir eftir helgina. Það er betra að njóta þess meðan það gefst því þaö er búið áður en maður veit af. Þótt yfirleitt rigni á íslandi að sumar- lagi kemur það fyrir að upp styttir pg þá er veðrið gott. Gott veður á íslandi er betra en gott veður í öðr- um löndum sem ég hef komið th. Ég hef þó tekið eftir því að ég er yfirleitt að vinna þegar bhðan brestur á. Þá er ekki annað hægt að gera en draga gluggatjöld fyrir sóhna og öfunda þá sem fá að vera úti. Þú getur nefnilega ekki treyst því þegar þú ferð að sofa undir heiðskímm himni að ástandið verði eins næsta dag. Samt er það svo að þegar sumar- ið er hðið man maður bara eftir góðu dögunum. Gráu dagamir fest- ast ekki í okkur. Því er þaö svo að ég er ákveðinn að halda út í nátt- úruna í sumar líkt og aðrir landar. Þótt það rigni þá tökum við þátt. Eins má gera ráð fyrir því að eng- inn muni eftir rokinu á sumardag- inn fyrsta í ár og því skrúðgangi menn galvaskir að ári með líth böm í híalíni. Gleðilegt sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.