Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 21 Síðvetrarblíða á Hveravöllnm Hópur fólks leggur reglulega leiö sína til Hveravalla, bæði vetur og sumar. Á dögunum voru nokkrir jeppamenn þar á ferö og slóst ljós- myndari DV i fór með þeim. Ekin Litlir hverir, sem bullar I og sýöur, heilla alltaf feröalanga á Hvera- völlum. Hér finna þeir Denni og Óskar ylinn sem leggur af hvern- Þegar jepparnir byrja að sökkva I fönn er aðeins eitt ráð til. Þá stökkva menn út og hleypa loftinu úr dekkjunum. Það gera þelr i áföngum og enda oft með því að aka á dekkjum með tveggja til þriggja punda loftþrýstingi. Þá „fljóta" jepparnir ofan á snjónum og komast nánast allt. Óskar Örn leysir hér vind. Þó farartækin séu fullkomin og þægileg þreytast menn engu að síður i löngum ferðum. Því er gott að stoppa smástund til að teygja úr sér og fá sér smábita. Hér eru Hveravallafarar á leið heim eftir ánægjulega dvöl á hálendinu. Veðrið var svo gott að það tók aöeins um sex tíma að aka frá Hveravöllum til Reykjavíkur með góöum hléum. Endurski í skam var hefðbundin leið yfir Kjöl í ein- stakri veðurblíðu. Þegar komið var á Hveravelli skelltu menn sér nátt- úrlega beint í heita „pottinn" sem er mjög vinsæll meðal ferðalúinna hálendisfara. Um kvöldið áttu menn glaða stund við söng og aðra skemmtan. Daginn eftir mættu þar fleiri ferðalangar, þar á meðal vél- sleðamenn úr „100 hestaflageng- inu“. Þeir höfðu lagt bílum sínum í Norðurárdal og fóru þaðan á vél- sleðunum yfir Amarvatnsheiði. Á leiðinni náðu þeir að veiða um 20 silunga og gáfu hjónunum á Hvera- völlum aflann. Hér á síðunni eru nokkrar mynd- ir úr feröinni. Daginn efir að jeppamenn komu á Hveravelli mættu þangað nokkrfr vélsleðamenn úr „100 hestaflagenginu" og skelltu sér beint „á sveifinni" (buxnalausir) í pottinn góða, vin í landi frosts og snjóa. DV-myndir Brynjar Gauti FALLEGAR LÍNUR Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafhframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% J endurvinnanleg sem hefur mikið að segja * þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er Í= nýjung í Civic sem opnar ventlana t hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.