Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 25 Sviðsljós Er rétt að byrja - segir Marilu Henner úr Fólkinu í Forsælu Það er engin lognmolla í kringum Marilu Henner, sjálf heldur hún því fram að hún sé rétt að byrja. Fyrir þá sem ekki kannast strax við nafnið, skal tekið fram að hún leikur Övu, eiginkonu Burt Reynolds, í þáttunum um fólkiö í Forsælu. Marilu ku alltaf vera full af orku og unna sér aldrei hvíldar. Ef til vill hefur mataræðiö eitt- hvað með það að gera því hún er sér mjög meðvituð um hvað hún borðar. Marilu tekur það fram í samningum sínum að hún þurfi á góðu fæði að halda en engum mjólkurvörum og engum sykri. Þegar hún lék í kvikmyndinni „Noises ofF‘ með Michael Caine kom hún því til leiðar að hann léttist um ein sjö kíló þar sem hún fræddi hann og aðra samleikara sína um rétt fæðuval. Michael Caine talar enn um Marilu Henner megr- unarkúrinn. Marilu er núna þijátíu og sjö ára og gift Rob Lieberman sem leikstýrði „Table for Five“. Hún heitir reyndar fullu nafni Mari Lucy Denise Henner í höfuðið á ömmum sínum og er sú þriðja í röðinni af sex systkinum. Strax í barnæsku var henni umhugað um að gera alla hluti vel því að hún var viss um að það borgaði sig þegar hún yrði fullorðin og fræg kvikmynda- stjarna. Móöir hennar var af grískum uppruna og rak dans- skóla í bakgarðir.um og hún kom bömum sínum snemma á svið. Faðir Marilu var sölumað- ur af pólskum ættum, nafn hans var raunverulega Pudlowski. Hann kenndi henni að láta drauma sína rætast. Marilu hóf nám í Chicago- háskóla í stjórnmálafræði en þegar henni var boðið að leika í „Grease" lagði hún námið á hHluna og sneri sér alfarið að leikUstinni. Þegar hún lék í „Grease" kynntist hún John Travolta og þau vom saman og sundur næsta áratuginn, eða alveg til 1985. Reyndar vUdi svo tH að sama dag og hún og John Travolta ákváðu að hlutirnir myndu ekki ganga upp á miHi þeirra, hitti hún Rob Lieber- man. Þau höfðu kynnst níu mánuðum fyrr og hann var margoft búinn að bjóða henni út en hún mátti aldrei vera að því. Rob gafst þó ekki upp og tókst að fá hana með sér á stefnumót fjórum mánuðum síðar. MarHu var þó ekkert að flýta sér í hnapphelduna þar sem þau giftust ekki fyrr en í júní 1990 í smábæ á Ítalíu eftir að hafa búið saman í fimm ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marilu leikur á móti Burt Reynolds en áður hafa þau leik- ið saman í „The Man who Loved Women“ og „CannonbaU Run II“. Það var Burt sem valdi hana sérstaklega í hlutverk Övu í Fólkinu í Forsælu. Hún hefur einnig leikið á móti Michael Keaton í „Johnny Dangero- usly“ og Tom Berenger í „Rustl- ers’ Rhapsody". En MarHu læt- ur sér ekki leiklistina duga því að nú vinnur hún að bók. Eftir því sem hún segir sjálf voru tveir síðustu áratugir aðeins æfingin fyrir þann tíunda því að hún er rétt að byrja að lifa lífinu. Marilu Henner, Ava í Fólkinu I Forsælu, þakkar góðu mataræði þann kraft sem I henni KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI - GREIÐSLUKORT Í|III»I3|UV«IV €1 Vlllllll VVIHIII V%ldlUIIHIIIIIIC8I Hljómtaeki án geislaspilara frá kr. 10.900 • Hljómtæki meö geislaspilara frá kr. 25.900 • 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 23.900 • 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 28.990 • 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900 • Feröatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900 Ferðaútvörp frákr. 1.300 ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐ6REIÐSLU Hljómborö frá kr. 5.900 Myndbandstæki m/fjarstýringu, HQ, 94 rásir, beinval á 32 rásum, 30 daga 8 stööva minni, SCART tengi, kyrr- mynd og hraðupptaka. Kr. 25.900 Geislaspilari m/fjarstýringu kr. 12.900 Vasaútvarp m/heyrnartólum kr. 800 Vasadiskó kr. 1.300 Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990 Útvarpsklukkur frá kr. 1.400 Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400 Heyrnartól frá kr. 300 Bíltæki m/segulbandi frá kr. 3.900 Bíltæki meö geislaspilara. kr. 33.900 Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið Bílamagnarar frá kr. 3.500 GARÐASTRÆTI 2 SÍMI 62 77 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.