Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 47
V LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 59 Helgarpopp Skagarokk á Akranesi í september: Forsala á Tull og Sabbath fer vel af stað Forsala miöa á hljómleika Black Sabbath og Jethro Tull á Skaga- rokki á Akranesi í september fór vel af stað. Sigurður Sverrisson, framkvæmdastjóri hljómleikanna, segir að hann hafi vissulega orðið var við talsverðan áhuga fyrirfram en fyrsti dagur forsölunnar hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það fóru svotil allir miðar í sæti á hljómleika Jethro Tull á fyrsta degi,“ segir Sigurður. „Áhuginn fyrir Black Sahbath var einnig mikill þótt ekki yrðu viðbrögðin jafn góð í upphafi forsölunnar." Hljómleikarnir með Jethro Tull verða í íþróttahúsinu á Akranesi fostudaginn 25. september og á sama staö kvöldið eftir með Black Sabbath. Forsalan byrjar því óvenju snemma á íslenskan mæli- kvarða. Á það er einnig að líta að Umsjón Asgeir Tcmasson óvenjulegt er að ’.tórtónleikar séu haldnir á stað utan höfuðborgar- svæðisins og því þótti aðstandend- um Skagarokks réttast að vera tímanlega á ferð. „Við fengum strax ákaflega góð viöbrögð á Akranesi en einnig í Reykjavík og víða um land,“ segir Sigurður Sverrisson. „Nokkuð er um að vinnustaðahópar ætli að koma á hljómleikana með Jethro Tull, til dæmis frá Flateyri og víð- ar. Til að fá fólk til að tryggja sér miöa snemma seljum við þá með afslætti til 1. júní og bjóðum upp á greiðslukortaþjónustu ef þvi er að skipta." Ákveðið hefur verið aö hljóm- sveitin Gildran hiti upp fyrir hljómleika Jethro Tull. Orðrómur hefur verið á kreiki um að breska sveitin UFO spili með Black Sab- bath. Sigurður Sverrisson segir að það dæmi hafi verið skoðað en ekk- ert ákveöið. K — Hljómleikahald: Ringo Starr, gamli trommuleik- arinn og söngvarinn, ætlar í hfiómleikaferð um Bandaríkin og Evrópu í sumar með bljómsveit sinni, The All Starr Band. Meðal liðsmanna í hljómsveitinni verð- ur sonur hans, Zak, sem leikur á trommur. Gamli Bítillinn var síðast á ferð með hljómsveitinni árið 1989. Þá fór hann í sína fyrstu hljómleika- ferð síðan The Beatles hætti. Hann hefur nú mannað AIl Starr Band upp á nýtt. Auk Zaks verða í henni tveir gamlir Eagles-menn, þeir Joe Walsh og Timothy B. Smith. Nils Lofgren úr E-Street Band verður með, svo og Todd Rundgren og fleirí. Hljómleikaferð AIl Starr Band hefst í Fort Lauderdale annan jiiní. Síðar í mánuðinum koma Ringo og félagar fram í Radio City Music Hall í New York. Rir.go Starr - ekki atveg dauöur úr öilum æðum. Gildran sendir frá sér nýja plötu fyrsta júni. Alvanir upphitarar: Gildran kemur stemmningunni í lag Þaö þykir varla tíðindum sæta lengur að hljómsveitin Gildran hiti upp fyrir erlendar hljómsveitir sem hingað koma. Ákveðið er að hún leik- ur á undan Jethro Tull á Skagarokki í september. Þegar hljómsveitin Ur- iah Heep kom hingað til lands hitaði Gildran upp. Hún lék einnig á undan Status Quo og sömuleiðis þegar Naz- areth kom í sína aðra heimsókn. „Við erum orðnir þaulvanir," segjr Karl Tómasson, trommuleikari Gildrunnar. „Ætla mætti af þessari upptalningu að við séum í einhverri klíku sem sjái okkur fyrir upphitun- arstörfum. Svo er þó ekki. Við höfum aldrei leitað eftir því að fyrra bragði að fá að spila með erlendum hljóm- sveitum. Það hefur alltaf verið leitað til okkar.“ Karl segir að minnisstæðustu tón- leikarnir séu með Uriah Heep. „Þetta voru einstaklega ljúfir karlar og auð- veldir í umgengni. Og síðan var hljómsveitin mjög góð. Miklu betri en menn bjuggust við.“ Ný plata kemur út með Gildrunni þann 1. júní. Að sögn Karls Tómas- sonar er hún að mestu tilbúin frá hljómsveitarinnar hendi. Gildran hélt sinn síðasta dansleik í bili um páskahelgina en tekur síðan upp þráðinn að nýju um miðjan maí. Frí- ið tekur hljómsveitin vegna próflest- urs Sigurgeirs Sigmundssonar gítar- leikara sem gekk í Gildruna skömmu fyrir áramót. Blúsvinir stofna félag Um það bil eitt hundrað aðdáendur blústónlistarinnar hafa myndað með sér félagsskap sem verður formlega stofnaður innan tíðar. Á verkefna- skrá félagins verður að halda blús- kvöld í Duus-húsi hvem fimmtudag. Fyrsta skemmtunin var á sumardag- inn fyrsta þar sem Tregasveitin lék ásamt Björgvini Gíslasyni gítarleik- ara. Vinir Dóra leika síðan sjöunda maí og viku síðar kemur fram ný hljómsveit, Bláa bandið. Fyrst var farið að þreifa á hug- myndinni að stofna blúsfélag í út- varpsþætti Péturs Tyrfingssonar, Blár mánudagur, á Aðalstöðinni. Undirtektir voru svo góöar að boðað var til fundar þann 14. apríl til að ræða hugmyndina nánar. Á afmælis- tónleikum Vina Dóra á dögunum var félagsstofnunin kynnt enn frekar og á endanum höfðu um eitt hundrað manns skráð sig sem stofnfélaga. Auk blúskvöldanna í Duus-húsi ætl- ar félagið að gefa út fréttabréf og eitt og annað er á prjónunum, að sögn aðstandenda. Vinir Dóra spila á blúskvöldi nýja félagsins sjöunda mai. DV-mynd Rasi Madonna Warner samnmg Talið er að söngkonan Ma- donna hafi fengiö um sextíu millj- ónir dollara eða sem nemur um 3,5 miHjörðum íslenskra kxúna í fyrirframgreiöslu er hún gerði samning til sjö ára við flölmiðla- risann Time Wamer Inc. á mánu- dagirrn var, annan 1 páskum. Madonna ætlar á næstunni aö stofha eigið fyrirtæki, Maverick, sem starfar í nánum tengslum við Time Warner. Sextíu milljónimar hafa ekki fengist staðfestar. Nánir sam- starfsmenn Madonnu segja að upphæðin sé varlega áætluð sem þýöir að hún kann að vera enn hærri. Samningursöngkonunnar við risann þykir um margt svip- aður og sá sem Michael Jackson og Sony gerðu með sér fyrir nokkrum mánuðum. í báðum til- vikum stofna listamennirnir eig- in útgáfu sem á meðal annars aö hafa þaö hlutverk að gefa út verk óþekktra upprennandi lista- manna. Maverick fýrirtækið mun ekki einungis fást viö hljómplötuút- gáfu. Það verður einnig á mynd- banda- og kvikmyndamarkaðn- um og gefur út bækur, svo að nokkuð sé nefnt. Þegar er ákveöið að skrifstofur fyrirtækisins verði í New York, Los Angeles og Lon- don. Madonna segir aö starfsem- inni verði háttað með iíkum hætti og hjá Bauhaus í Þýskalandi á þriðja áratugnum og hjá Factory Andys Warhols i New York á þeim sjöunda. Madonna, orðin ein af þeim stærstu i heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.