Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Veiðivon LyfseðiHinn Á stn'ösárunum barst mjög lítið af ávöxtum til islands og var æti- ast til þess að það litla sem bær- ist gengi til sjúMinga gegn lyf- seðlum laekna. Kona ein, sem hafði Katrínu Thoroddsen að heimilislækni, hringdi eitt sínn til hennar og bað hana að koma til sín i sjúkravitj- un. Þegar Katrín kom sá hún að ekkert amaði að konunni. Erindi hennar var ekkert annað en að fá lyfseöil upp á appelsínur. Katrín hrást íjúkandi reiö við ; þessari beiðni konunnar og skrif- aöi á lyfseðii aö hún segði þennan sjúklmgaf höndum sér, rétti kon- unni seöilinn og bað hana að fara niður í sjúkrasamlag og afhenda hann þar. Við svo búiö yfirgaf Katrín hús kerlingar. En kella dó ekki ráðalaus. í ; staðinn fyrir að fara með lyfseðil- irrn í sjúkrasamlagiö hélt hún þegar I stað með hann niður i Grænmetissölu og fékk langþráð- ar appelsínur út á plaggið. Það gat nefnilega enginn lesið skrift Katrínar. Flutningarnir Eiríkur Kristófersson, sem lengi var skipherra á varðskipinu Þór, var eitt sinn aö flytja nokkra alþingismenn aö norðan og vest- an til þings. Einn morgun sat hann að kaffi- borði með þingmönnunum ásamt Birni Sigurðssyni, lækni á Keld- um, sem einnig var farþegi. Bjöm spurði þá skipherrann hvort honum þætti ekki skemmtilegt að sigla meö alþing- ismenn til þings. Eirikur glotti þá lítils háttar en svaraði síðan: „Mér þykir nú ailtaf skemmti- legra að flytja þá af þíngi." Tengdasonurinn Gömul kona á Sauðárkróki var eitt sinn spurð aö því hvernig henni htist á tengdason sinn: „Ja, ef hann væri vettlingur, sem ég heföi sjálf prjónað, mundi ég umsvifalaust rekja hann upp.“ Á stærri myndinni sést Eyrin á Brennunni, einn besti veiöistaðurinn á svæö- inu. En á þeirri minni heldur Sveinn Guðnason á vænum laxi. DV-mynd GSS Þórarinn Sigvaldason með veiðina úr Úlfsvatni í gær. DV-mynd Gunnar Amarvatnsheiði: Veiddu þrettán fiska á dorg „Við flugum inn á Amarvatnsheiöi fyrir fáum dögum og renndum fyrir fisk, við fengum 13 fiska og sá stærsti var 2 pund,“ sagði Gunnar Sigvalda- son veitingamaður en hann og Þórar- inn, bróðir hans, flugu inn á Arnar- vatnsheiði fyrir nokkru og nutu vel þess sem landið hefur upp á aö bjóöa. „Það er stórkostlegt að fljúga í svona veöri eins og var þegar við fórum inn eftir, útsýniö var meiri háttar. ísinn á Úlfsvatni, þar sem viö veiddum og lentum flugvélinni, er 70 sentimetra þykkur,“ sagöi Gunnar ennfremur. Það hlýtur að vera meiri háttar að skeppa inn á Arnarvatnsheiöi þegar útsýniö er eins og það hefur veriö síðustu daga. Þegar hver einasti blettm- sést greinilega úr lofti. Kannski maður skelli sér með í næstuferö. -G.Bender Meðalveiði er 170-180 laxar á ári: „Þessi ár hafa verið skemmtileg og meðalveiðin er 170-180 laxar á ári, margir laxar hafa veiðst yfir 20 pund á þessu fimmtán ára tímabili," sögðu þeir félagarnir Gunnar Sveinbjöms- son og Kolbeinn Ingólfsson í samtali við DV. En síðari árin hafa færri komist í veiði í Brennuna í Borgar- firði en vijjað hafa. „Við leyfum tvær stangir í Brenn- unni og við byrjum veiöina l2: júní til 12. september. Það veiðast líka 300 til 350 sjóbirtingar á hverju ári. Við höfum verið heppnir með veiðimenn hjá okkur, það em aUtaf þeir sömu ár eftir ár. Veiðisvæðið er ekki langt, aðeins 1200 metrar, en veiðin getur oft verið mjög góð. Við eigum örfáa veiðidaga til næsta sumar og ódýr- asti kostar sjö þúsund en sá dýrasti 30 þúsund," sögðu þeir félagamir ennfremur. Kolbeinn Ingólfsson og sonur hans, Ingólfur Kolbeinsson, keyptu Vest- urröst fyrir skömmu. Þar em seld veiðileyfi í Brennuna. Einhveijar meiri hreyfingar era í þessum versl- unarrekstri. Veiðivon, Langholtsvegi 111, hefur verið lokuð um tíma en verður opnuð næstu daga í Mörkinni 6. -G.Bender Hafa leigt Brenn- una í Borgaríirði ífimmtánár Fiimur þú íimm breytingai? 151 Nafn:........ Heimilísfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tii hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem em í. verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmiö, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar era gefnar út af Frjálsri flölmiðlun. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 151 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fertugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Jónas Kristjánsson Heiðarlundi 6 h, 600 Akureyri. 2. Ingibjörg Haildórs- dóttir Ásgarði 12,108 Reykjavík. Vinningamir veröa send- ir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.