Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 5 Fréttir Gull Seðlabankans metið á 137 milljónir Þeir voru þungt hugsi, forsvarsmenn Seðalabankans, fyrir ársfundinn í gær enda ábyrgð þeirra mikil i efnahagslegum skilningi. Á myndinni eru þeir Ágúst Einarsson bankaráðsformaður, Tómas Árnason og Jóhannes Nordal bankastjórar. DV-mynd BG „Ekki er um það að deila að raun- vextir eru nú hærri hér á landi en æskilegt væri, einkum með tilliti til áhrifa þeirra á rekstur og fjárfest- ingu fyrirtækja, svo og á atvinnustig. Frekari lækkun þeirra virðist orðin tímabær," sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á ársfundi Seðla- banka íslands í gær. í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 1991 kemur fram að tekjur bank- ans á síðasta ári voru 4,8 milljarðar. Þar af voru vaxtatekjur af innlend- um lánum og erlendum innstæðum 4,3 milljarðar. Hagnaður hans eftir skatt var rúmar 686 milljónir, tæpur milljarður fór hins vegar í skatta. Eignir bankans í árslok voru 45,6 milljarðar, þar af stofnfé og eigið fé rúmir 9 milljarðar. Inneign bankans á gjaldeyrisvarasjóði er 25 milljarðar og inneign hans hjá ríkissjóði og ýmsum ríkisfyrirtækjum var um 11 milljarðar um áramótin. Tveggja milljarða steinsteypueignir Húseignir bankans eru samkvæmt brunabótamati metnar á rúma 2 milljarða, þar af er Seðlabankahúsið metið á 1,9 milljarða. Bifreiðaflotinn er metinn á 21 milljón, vélar, bóka- og myntsafnið er metið á 53 milljónir og vélar, tölvur og húsbúnaður bank- ans er metið á 324 milljónir. Gulleign bankans í árslok 1991 var 49.192 úns- ur og var gullið tahð 137 milljóna króna virði um áramótin. Jóhannes kvaðst vonast til að aðil- ar vinnumarkaðarins gættu hófsemi í yfirstandandi samningagerð þannig að stöðugleikaverðlagi yrði ekki stefnt í voða. Hann sagði helstu skýr- inguna á háum vöxtum hafa verið mikla lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs. ísland aðlagi sig að breyttri Evrópu Þá vék Jóhannes að mikilvægi þess að ísland lagaði sig að breyttri Evr- ópu og sagði framleiðslusamdrátt í sjávarútvegi ekki einustu skýring- una á fimm ára stöðnun hagvaxtar. Sýnt sé að íslensk fyrirtæki verði að taka sér tak og laga sig að breyttum aðstæðum, draga úr nýfjárfestingum og minnka skuldastöðu sína. Jóhannes fjallaði nokkuð um hús- bréfakerfið í ræðu sinni og sagði það ótvíræða framför frá niðurgreiddum lánum síðustu ára. Á hinn bóginn segist hann ekki sjá ástæðu fyrir rík- isábyrgð á þessum lánum. Eðlilegt sé að þau séu veitt beint af bönkum og öörum lánastofnunum. Þannig megi auka aðhaldið og tryggja að lánsfé fari einungis til þeirra sem hafi getu til að endurgreiða lánin. Ríkið láti gullið vera Jóhannes kvaðst vilja láta tak- marka verulega eða afnema með öllu möguleika ríkissjóðs til að jafna greiðsluhalla með skuldasöfnun við Seðlabankann. Hann vonast til að samkomulag náist um þetta á næst- unni við fjármálaráðuneytið. Greiðsluhallann segir hann viðvar- andi vandamál undanfarandi ríkis- stjórna er orsakist af síendurteknum vanáætlunum. Slíkt rýri traust á rík- issjóði og hafi meðal annars þau áhrif að vextir haldist óeðlilega háir. Byggðastefnan út úr bankakerfinu Ágúst Einarsson, formaður banka- ráðs, sagði afkomu íslenska banka- kerfisins valda sér áhyggjum. Ávöxt- un eigin fjár hjá helstu innlánsstofn- ununum hafi verið óviðunandi, eða um 1,3 prósent. Hann sagði sýnt að bankarnir yrðu að efla stöðu sína gagnvart erlendri samkeppni, til dæmis mætti lækka rekstrarkostn- aðinn og fækka útibúum. Þá vék hann orðum sínum að byggðastefnu stjórnvalda og sagði að aðskilja bæri hana frá rekstri bankastofnana. „Hér er um brýnt mál að ræða því að ekki geta fjármálastofnanir, sem gerðar eru strangar arðsemiskröfur til, VEirið verulegum hluta orku sinn- ar og miklum fjármunum í að fást við vandamál sem eru í reynd við- fangsefni ríkisstjóma og tengjast byggðamálum og byggðastefnu," sagði Ágúst. -kaa Sóleyjar Piltur, sem talinn er vera 15-16 ára, fór í peningakassa x hxisa- kynnum Dansstúdíós Sóleyjar við Engjateig síödegis í gær. Hann tók um 10 þúsund krónur á brott með sér. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu sást ekki til piltsins er harm lét greipar sópa um penginga- kassann en þó sást til hans er hann hraðaði sér út. Lögreglu var gert viðvart en ekki hafði náðst í piltinn þegar DV fór í prentun. Piltinum er lýst sem meðal- manni á hæð, skolhærðum og stuttklipptum. Hann var í svört- um mittisjakka. -ÓTT undirpils og pilsbuxur í öllum stœröum, litum og síddum. Óðinsgötu 2, s. 91-13577 Nissan stórsýningar ísafirði og Reyðarfirði Nú um helgina verður stórsýning á Nissan bílum frá kl. 14-17 á þrem stöðum á landinu, Bílaleigunni Erni ísafirði, Frábær verð Verðdæmi: Nissan Sunny stallbakur SLX 1600 cc 4ra dyra 16 ventla vél, 4ra þrepa sjálfskipting, aflstýri, samlæsingar á rafdrifnar rúður, upphituð sæti og margt, margt fleira Staðgreiðsluverð er kr. 1.014.000 Lykli Reyðarfirði og að Sævarhöfða 2 Reykjavík. Á ísafirði verður t. d. boðið uppá reynsluakstur á Nissan Patrol diesel og sjálfskiptum Nissan Terrano 6 cyl. Notaðir bílar metnir á staðnum. IMISSAW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.